Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 6
16 T HELGIN HELGIN 17 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóöarlögun við Klettagarða. Helstu magntölur eru: Malbik: 1850 m2 Hellulagnir: 330 m2 Trjábeð: 360 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 9. apríl nk., gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. apríl 1991, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríklrkjuvegi 3 - Sími 25800 jjj ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Reykjavíkurhafnar, ósk- ar eftir tilboðum í lagnir og gatnagerð, Barkarvogi. Verkið er fólgið í lagningu holræsalagna, gerö stoðveggjar og frá- gangi götu til malbikunar. Helstu magntölur eru: Holræsalagnir: 255 Im. Grúsarfylling: 920 m3. Frágangur yfirborðs: ca. 1600 m2. Steyptir stoðveggir: 88 m3. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. apríl 1991, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykja- víkur, óskar eftir tilboðum í viðhaldsverk. 1. Árbæjarskóli Endurbætur og viðhald á þökum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. apríl 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríklrkjuvegi 3 - Sími 25800 j|j ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavfk, óskar eftir tilboðum í gerö gangstétta ásamt ræktun víðs vegar um borgina. Flatarmál gangstétta u.þ.b. 14 þús. m2 Flatarmál ræktunar u.þ.b. 6 þús. m2. Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 9. apríl nk. gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 18. apríl 1991, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gerð gangstíga víðs vegar um borgina. Heildarflatarmál er u.þ.b. 16 þús. m2. Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 9. apríl nk. gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 24. apríl 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegí 3 - Sími 25800 Laugardagur 6. apríl 1991 Laugardagur 6. apríl 1991 með 8. apríl ,dsbanki tslands ipum Landsbankans á Sanr I framhaldi al bankanumht bosytt í Landsbanjkaútíbú sem opnar f< idsbankinn býður viðsl týðnýfaútíhú og «>ska iptavim Landsbanki fslands Banki allra landsmanna Höfundun Henrik Ibsen Þýöing: Einar Benediktsson skáld. Leikgerð: Þórhildur Þorleifsdóttir og Siguijón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Tónlist: Hjálmar H. Ragnars Lýsing: Páll Ragnarsson Dansan Hany Hadya. Pétur Gautur er mættur á ný á fjalir Þjóðleikhússins og hefur það varla farið fram hjá neinum. Leikritið var áður sýnt þar 1962- 63 og fór þá Gunnar Eyjólfsson með hlutverk Gauts á mjög svo eft- irminnilegan hátt. Að þessu sinni skipta þeir Arnar Jónsson og Ingvar Sigurðsson hlutverkinu á milli sín. En hver er þessi Pétur Gautur sem enn höfðar til okkar þótt liðið sé nokkuð á aðra öld frá því hann fyrst kom fram á sjónarsviðið? Pétur var alinn upp hjá móður sinni, Ástu (Kristbjörg Kjeld). Af föðurnum fara litlar sögur. í æsku var Gautur, mikill draumóramað- ur, sem að auki hafði óbilandi trú á eigin ágæti. Fljótlega þegar hann er vaxinn úr grasi leggst hann í ferðalög og hrekst víða um höf. Spor hans marka jafnt eyðimerkur Sahara sem vogskornar strendur og fjalls- eggjar Noregs. Hann þráir að drottna og ríkja og fá viðurkenningu jafnt karla sem kvenna. En til að sigra heiminn þarf peninga. Pétur gerir sér grein fyrir því og er óvandur að meðöl- um. Einn af draumum hans er að Geðveikrahælið: Jóhann Sigurðarson, Amar Jónsson og Tinna Gunn- laugsdóttir verða keisari og sú ósk rætist reyndar þegar hann er krýndur keisari yfir vitfirrtum mönnum. Þar kemur að líferni Péturs stefnir honum í öngstræti hann snýr við og áfram heldur leitin. Inn í iíf hans kemur konan Sól- veig, sem fýrirgefur og elskar án skilyrða, en hann afneitar henni jafnoft og nafni hans Kristi í hall- argarðinum forðum. Sólveig er samt sú sýn, sem aldrei slokknar í huga hans þrátt fyrir að Gautur gangi um dimma dali og gljúfur þröng á lífsleiðinni. Skilin milli draums og veruleika eru oft ekki skýr á lífsgöngu Pét- urs. Verkið er æði margslungið og oft er ekki allt sem sýnist og ýmis tákn lúra undir yfirborðinu. Verkið er reyndar þess eðlis að ein kvöldstund í leikhúsi nægir ekki til að skynja það til hlítar. En í veglegri leikskrá er m.a. að finna ágæta umfjöllun um leikritið og höfundinn eftir þau Árna Ibsen, Dagnýju Kristjánsdóttur og Jón Viðar Jónsson og skal hverjum þeim sem hyggst sjá verkið ráðlagt að kynna sér þau skrif áður. Textinn í verkinu er í bundnu máli en þó þannig fluttur að hið Ijoðræna er ekki ríkjandi og tel ég það kost. Eins og áður sagði er aðalhlut- verkið í höndum þeirra Arnars og Ingvars, sem báðir eiga framúr- skarandi leik. Arnar er nær allan tímann á svið- inu í hlutverki Péturs á efri árum, ýmist í glæsilegri beinni túlkun eða álengdar sem áhorfandi að eig- in lífshlaupi og tekst þar ákaflega vel að túlka með svipbrigðum ein- um þær tilfinningar, sem með hon- um bærast þegar löngu liðnir at- burðir lífs hans renna hjá. Ingvar sem hinn ungi Pétur legg- ur sig allan í hlutverkið líkamlega sem andlega ef svo má að orði komast. Meira er víst ekki hægt að fara fram á. Fjölmargir aðrir leikarar koma við sögu. Af þeim eru mér eftir- minnilegastir þeir Pálmi Gestsson og Jóhann Sigurðarson sem vitfirr- ingar. Gervi og leikur sem seint líð- ur úr minni. Sama má segja um Jó- hann sem son Gauts, þetta ofvaxna afstyrmi sem var ávöxtur holdlegra fýsna Gauts og Hinnar græn- klæddu. Sigurður Sigurjónsson er ljóm- andi góður sem Dofrinn. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir á sérstaklega viðfeldinn og einlægan leik og söng í hlutverki Sólveigar og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir er yndislega ógeðsleg sem Sú græn- klædda. Leikgerð þeirra Þórhildar og Sig- urjóns er m.a. á þann veg að ekki er fylgt venjulegri tímaröð frá vöggu til grafar heldur hefst leikurinn í seinni æviskeiðum og síðan er vef- urinn rakin til baka og þaðan til lokapunkts. Þessi aðferð heppnast vel. Leikmyndin er skynsamlega unn- in, einföld en notadrjúg. Tónlistin féll prýðilega að verkinu einhvern veginn samgróin því strax í upphafi. Pétur Gautur er verk sem seint líður úr minni. Það eru í því ákaf- lega sterkar og vel unnar senur, hreint kynngimagnaðar, s.s. eð- veikrahælið, I höll Dofrans og þeg- ar Gautur flettir lauknum í sund- ur. Leikurinn er mjög góður og text- inn meitlaður. En leikritið er nokkuð langt og krefst fullrar at- hygli allan tímann og því er ekki að neita að í seinni hlutanum koma fyrir atriði þar sem undirritaður þurfti að beita sig nokkrum aga til að halda fullri athygli á sviðinu. Hver er svo boðskapurinn í Pétri Gaut? Kannski er hann m.a. sá að þau markmið sem við setjum okk- ur oft og tíðum eru ekki þær glitr- andi hallir og gósenlíf sem við höldum heldur hyllingar og hjóm eitt þegar við náum að snerta. Gísli Þorsteinsson. Spámaöurínn í eyðimörkinni Pétur Gautur/Amar Jónsson og Anitra/Edda Björgvinsdóttir 'h I L- - iA1-* U> ' U , 1 §pfr A G R U H N \ c 0 i .. r -t. "a'n'-aenJZr f o Yi * ~ Hjorsey ———__ tx A M f Alft’ané Bií Jor opnar Landsbanki Islands rvog i e>r° útibú í miðbæ Keflavíkur. r><fkatn\l Utskál RÉTUR GAUTUR meiri háttar 0ST4 HLBOÐ stendur til 19. aprfl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 794/kílóið Tilboðsverð: kr.594/ kílóið 200 kr. afsláttur pr. kg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.