Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 4
14 T HELGIN
Laugardagur 6. apríl 1991
Eftir
Birgi
Thorlacius
Herra formaður og aðrir góðir
áheyrendur.
Þegar fjórir fyrrverandi ráðuneytis-
stjórar eru fengnir til þess að segja
nokkur orð á þessum fundi, þá geri
ég ráð fyrir að áheyrendur vænti að
við skýrum frá hvernig okkur hefur
tekist á löngum starfsferli að segja
,já, ráðherra".
Ég var svo heppinn að eyða minni
starfsævi við tvö skemmtilegustu
„refabú" landsins, Alþingi og Stjóm-
arráðið.
Að sjálfsögðu er ekki ætlunin að
ræða mikið um Alþingi í þessu
spjalli, en ég get samt ekki stillt mig
um að láta þess getið hve góður
undirbúningur það var undir störf í
Stjórnarráðinu að vinna sem þing-
skrifari á Alþingi. Þar kynntist mað-
ur vel stefnumálum stjórnmála-
flokkanna og pólitískum áhugamál-
um hvers einasta þingmanns. Ég
held ég treysti mér t.d. enn að setja
á blað ræður í anda hins merka og
ágæta manns Péturs Ottesen um
dragnótaveiði, bindindismál og
kartöflurækt á Akranesi. Það er
mjög í tísku að álasa þingmönnum
og tala um þá af lítilli virðingu, en
mín reynsla er sú að stjómmála-
mennn séu miklu betri og merki-
legri menn en almenningur heldur,
þótt þeir séu auðvitað ekki eins
merkilegir og þeir halda sjálfir — en
það gildir um fleiri.
Breyting á viðhorfi
Á viðhorfi til stjórnarráðshússins
við Lækjartorg hefur orðið megin-
breyting. Fyrmm þurfti að dæma I
menn til vistar í húsinu, en nú berj- |
AÐALFUNDUR
Aöalfundur Olíufélagsins h.f.
veröur haldinn þriöjudaginn 16. apríl 1991
á Hótel Sögu, Súlnasal
og hefst fundurinn kl. 14.00.
DAGSKRÁ
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillögur um breytingar á 4., 5. og 16 gr.
samþykkta félagsins.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
reikningar félagsins munu liggja frammi á
aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aöalfund.
Aögöngumiöar og fundargögn veröa
afhent á aöalskrifstofu félagsins
Suöurlandsbraut 18,4. hæö,
frá og meö 11. apríl, fram aö
hádegi fundardag.
Stjórn Olíufélagsins h.f.
Olíufélagið hf
ast menn um á hæl og hnakka til
þess að komast þangað.
Á þeim tíma, sem mér er ætlaður
hér í kvöld, langar mig til að drepa
lauslega á þrennt sem oft er nefnt í
sambandi við stjórnsýsluna: út-
þenslu ríkiskerfisins, fjármála-
stjórnina og samstarf ráðherra og
embættismanna.
Þegar ég kom til starfa í fjármála-
ráðuneytinu árið 1935, sem lægsta
vera í minnst virtu deildinni, voru
öll ráðuneytin í stjórnarráðshúsinu
og allir þrír ráðherrarnir.
Skrifstofa atvinnumálaráðherra og
Stefáns Þorvarðssonar, sem annað-
ist utanríkismál, voru á efri hæð
hússins, ásamt fjármálaráðuneytinu
öllu, þar á meðal ríkisendurskoðun-
inni. Á neðri hæð var fundarsalur
ríkisstjórnarinnar og inn af honum
einkaskrifstofa forsætisráðherra.
Fyrir framan var biðstofa fyrir alla
ráðherrana og dóms-, kirkju- og
kennslumálaráðuneytið.
Ég minnist þess ekki að kvartað
væri um þrengsli.
Dóms-, kirkju- og kennslumála-
ráðuneytið, hafði til umráða tvö
jafnstór herbergi sem sneru að
Lækjartorgi. Innra herbergið hafði
ráðuneytisstjórinn (eða skrifstofu-
stjórinn eins og embættið hét þá),
en í fremra herberginu unnu fimm
menn. Friðgeir Bjarnarson fulltrúi,
sem fjallaði um kirkjujarðir og
fleira, sat skammt frá kolakyntum
ofni og var höfð hlíf á milli hans og
ofnsins svo að ekki kviknaði í kirkju-
málunum. Sitt hvorum megin við
breitt borð sátu Ragnar Bjarkan full-
trúi og Kristmundur Jónsson, gjald-
keri Stjórnarráðsins, en við enda
þessa breiða borðs sat vélritarinn
Unnur Jónsdóttir. í annarri glugga-
kistunni, sem hafði verið framlengd
með fjöl eða litlu borði, var vinnu-
staður Ingu Magnúsdóttur skjala-
þýðanda.
Fyrsti sóunar-
postulinn?
Þórður Jensson, bróðursonur Jóns
Sigurðssonar forseta, var gjaldkeri á
undan Kristmundi Jónssyni og ný-
hættur störfum þegar ég kom í
Stjórnarráðið, en leit oft inn af
gömlum vana. Á gjaldkeradögum
fór Inga,_eða fröke.n Inga. einí-jQgj-T
hún var alltaf kölluð, fram á það við
Þórð að fá litla bókahillu á vegginn
hjá sér, því að þröngt var í glugga-
kistunni. Þórður þverneitaði með
þeim stjórnarráðsrökum, sem oft
var beitt, að það hefði aldrei verið
nein hilla þarna áður og því óþörf.
En fröken Inga gafst ekki upp, fór til
skrifstofustjórans og fékk leyfi til að
fjárfesta í hillunni. Á þeim degi sem
hillan var fest á vegginn var Þórður
Jensson gjaldkeri í afar þungu skapi
og þegar verkinu var lokið stóð
hann upp, þeytti á borðið skærum
sem hann hélt á í hendinni og sagði
með miklum þjósti: Fröken Inga,
þér verðið landinu einhvern tíma
dýrl
Erindifluttákvöld-
verðarfundi Lögfræð-
ingafélags islands í
desember 1988
Mér hefur stundum dottið í hug
hvort fröken Inga hafi eftir allt sam-
an verið fyrsti útþenslu- og sóunar-
postulinn í Stjórnarráðinu, jafnmik-
il ágætiskona og hún var.
Við nánari athugun hygg ég þó að
orsakanna sé að leita annars staðar.
Auðvitað sjá allir af þessari lýsingu
að of þröngt var setið í stjórnarráðs-
húsinu um þetta Ieyti. En brott-
flutningur ráðuneyta þaðan hefst
með fjölgun ráðherra þegar þjóð-
stjórnin var mynduð 1939. Síðan
hefur hvert ráðuneytið af öðru flutt
brott í stærri húsakynni svo að for-
sætisráðuneytið er eitt eftir og hefur
tekið út vöxt. Auk þess er skrifstofa
forseta íslands nú í húsinu.
Hin mikla þensla í ríkiskerfinu,
aukið mannahald, aukið húsnæði og
aukinn kostnaður, á sér margar ræt-
ur en þó fyrst og fremst í löggjöf Al-
þingis og fjölgun ráðherra. Sífellt
koma ný lög árlega sem mæla fyrir
um eitt og annað sem krefst fleira
fólks og meiri peninga. Og þó virð-
ast menn stundum undrandi, á Al-
þingi og annars staðar, þegar í Ijós
kemur að ríkiskerfið hefur vaxið og
fjárlög þanist út.
„Það má henda því...!“
Nokkur hluti aukins kostnaðar og
rinannahalds.. er jafleiðing. aL.stár-
auknum samskiptum við útlönd,
þátttaka í Sameinuðu þjóðunum og
undirstofnunum þeirra, Evrópuráði
og mörgum fleiri. Samskipti við út-
lönd voru lítil fram að stríðslokum.
Sem lítið og spaugilegt dæmi, en
táknrænt þó, má nefna að þegar
einn skrifstofustjórinn fékk morg-
unpóstinn tók hann nokkur umslög
óopnuð og sagði: Þetta er útlent,
það má henda því.
Tungumálakunnátta var einkum í
dönsku og þýsku á þessum árum,
enska fremur lítið notuð. Ameríka
nánast ekki fundin í annað sinn. Dag
einn þurfti fjármálaráðuneytið að
ræða tollamál við franska sendiráð-
ið. Sigurjón Markússon, fyrrverandi
sýslumaður, var góður frönskumað-
ur og var hann nú beðinn að hringja
og tala við Frakkana. Sigurjón sagði
að það væri svo langt síðan hann
hefði talað frönsku að hann þyrfti að
„hita sig upp“, þ.e. að fá eitthvað
sterkt til að hressa sig á áður en
hann legði í Frakkana. Var nú keypt-
ur koníakspeli, því að koníak þótt
eiga best við í þessu falli. Þegar pel-
inn var orðinn hálfur og Sigurjón
líka, þreif hann símann og var ekki
lengur hikandi. Sagði hann sköru-
lega „bon jour“ með viðeigandi nef-
hljóði — en svo kom undrunar- og
næstum skelfingarsvipur á andlitið
og hann sagði: Hvað, Magnús, ert
þetta þú? Þá hafði Magnús G. Jóns-
son, menntaskólakennari og að
hluta starfsmaður í sendiráðinu,
svarað í símann og leystu þeir tolla-
málið á íslensku — franskan óþörf
og Sigurjón fullur til einskis.
Svona eru nú utanríkismálin
stundum.
Hvar skal skera niður?
Ef draga á úr sívaxandi þenslu rík-
iskerfisins og vexti útgjalda, þá verð-
ur að horfast í augu við hverju hið
íslenska velferðarþjóðfélag hefur
ekki efni á og breyta lögum í sam-
ræmi við það. En slíkur niðurskurð-
ur verður engum flokki eða stjórn-
málamanni auðveldur, því að þótt
háttvirtir kjósendur séu að vísu óð-
fúsir í að láta spara og skera niður þá
eru menn aldrei sammála um á
hverju eða hverjum það skuli bitna.
Mér virðist fjárlagaundirbúningi og
afgreiðslu fjárlaga hafa hrakað veru-
lega hin síðari ár og nánast eru þau
samin eins og reifari án mikilla
tengsla við raunveruleikann. Halla-
laus fjárlög hafa verið samin þannig
að augljóslega voru vanáætluð fjár-
lög til sumra stofnana og verkefna
og tillögur stofnana og fagráðuneyta
skornar niður án raunsæis. Þetta er
svona álíka og segja manni sem þarf
að nota skó númer 42 að nota bara
númer 39 og ganga samt óhaltur.
Þá tíðkast á Alþingi að samþykkja
hin og önnur lög sem m.a. kveða á
um fjárframlög til hins og þess, til
dæmis Listskreytingasjóðs ríkisins,
en síðan er ekki nema að litlu leyti
tekið tillit til þessa við gerð fjárlaga
og sett þar einhver allt önnur og
lægri fjárhæð en lög mæla fyrir um.
Þannig lýsir Alþingi vilja sínum til
að gera eitt og annað, en tekur það
svo aftur í gegnum skertar fjárveit-
ingar.
Þetta óraunsæi og vanáætlun varð-
andi fjárlagagerð hefur mjög alvar-
legar afleiðingar í för með sér varð-
andi vald ráðherra og virðingu fyrir
fjárlögum. Þegar til dæmis fjárveit-
ing til Menntaskólans í Reykjavík er
þrotin Iöngu áður en skóla lýkur,
vegna þess að áætlun rektors og
menntamálaráðuneytis hefur ekki
verið tekin til greina nema að hluta,
þá er það komið undir náð og mis-
kunn fjármálaráðherra hvort skól-
anum verður að loka eða umfram-
greiðsla fæst. Þannig flyst valdið frá
fagráðherrunum yfir til fjármálaráð-
herra. Þegar svo ríkisreikningur er
gerður, sýnir hann svo og svo miklar
umframgreiðslur hinna ýmsu ráðu-
neyta, sem e.t.v. stafa að verulegu
leyti af niðurskurði út í bláinn og
óvandaðri gerð fjárlagafrumvarps og
fjárlaga. Þetta er mjög alvarlegt mál
og eiga margir sök á.
Ég vil ekki gera lítið úr erfiðri að-
stöðu fjármálaráðherranna í óða-
verðbólgu og ríkissjóður á engan
viry-Þáþ þarf.mikjrjn. kiark-og-skyn-