Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. apríl 1991
HELGIN
15
semi til þess að kippa fjárlagagerð í
lag. Ráðuneytum verður ekki stjórn-
að með eintómum brosum, það veit
ég af eigin raun, meira að segja ekki
jafnmeinlausu og saklausu ráðu-
neyti og menntamálaráðuneytinu.
Samstarf ráðherra
og embættismanna
Vík ég þá lítillega að samstarfi ráð-
herra og embættismanna.
Á síðari tímum hefur æviráðning
embættismanna verið mikið til um-
ræðu. Að því er stjórnarráðið varðar
hafa komið fram hugmyndir um að
t.d. ráðuneytisstjórar yrðu ráðnir til
starfa um stutt árabil og embættis-
menn fluttir á milli starfa. Það verða
líklega ekki margir sem viðurkenna
að þeir hafi botnlangabólgu þegar
prófessorinn í bókmenntum verður
farinn að skera upp og skurðlæknir-
inn kominn í bókmenntirnar. Fyrir
nokkru hafa verið heimilaðar stöður
aðstoðarmanna ráðherra og notfæra
ráðherrar sér þessa heimild í vax-
andi mæli. Einnig hefur fyrir
skömmu verið farið inn á þá braut
að hafa fleiri en einn skrifstofustjóra
í hverju ráðuneyti, þrátt fyrir vægast
sagt hæpna heimild eða alls enga og
örugglega gagnstætt því sem til var
ætlast þegar gildandi lög um stjórn-
arráðið voru sett árið 1969. Þetta
eykur að sjálfsögðu útgjöld og breyt-
ir stöðu deildarstjóranna sem fá
þarna nýjan yfirmann. Leiðin til
keisarans lengist stöðugt.
Að því er varðar aðstoðarmenn ráð-
herra, þá hafði ég einungis kynni af
einum slíkum stuttan tíma. Þetta
var góður og gegn piltur og ekkert
nema gott um hann að segja, en
gagnið af starfi hans sá ég nú ekki,
en hann varð að minnsta kosti eng-
um til tjóns eða trafala.
Ég fullyrði að fastir starfsmenn
ráðuneyta þeirra, sem ég þekki til,
hafa jafnan verið ráðherrum sínum
trúir og traustir starfsmenn, hvaða
pólitískum flokkum sem ráðherrar
og starfsmenn hafa tilheyrt. Það er
mjög mikilvægt fyrir ráðherra að
eiga þess kost að fá upplýsingar hjá
föstu starfsliði ráðuneytanna, svo
sem ráðuneytisstjórum, um hvað
hefúr gerst í hinum ýmsu málum
umfram það sem ráðherrann þekkir
til, t.d. sem alþingismaður. Ég hygg
að fyrsta verk allra ráðuneytisstjóra
sé að láta nýjum ráðherrum í té
vitneskju um þau mál sem til af-
greiðslu eru í ráðuneytinu og hvar
þau séu á vegi stödd. Oftast nær eru
ráðherrar þaulkunnugir öllum pól-
itískum málum og öllum opinber-
um deilumálum, en gagnstætt því
sem margir halda þá er urmull af
málum sem engum opinberum deil-
um valda sem nýr ráðherra verður
samt að taka ákvörðun um hvernig
afgreiða skuli, hvort hann vill halda
viðtekinni venju eða fara nýjar leið-
ir. í öllum málum sem ráðherra þarf
að taka ákvarðanir um er honum
nauðsynlegt að vita um venjur og
bakgrunn, hvort sem hann ætlar að
fara nýjar leiðir eða fylgja sömu
stefnu og áður, svo að hann lendi
ekki í þeim ógöngum að taka
ákvörðun án þess að vita um atriði
sem kunna að vera mikilvæg og
koma sér illa fyrir hann.
Vald ráðuneytisstjóra
Margir halda að ráðuneytisstjórar
hafi einhver ógnarvöld. Völd þeirra,
eða réttara sagt áhrif, fara eftir því
hvort eða hve vel þeir eru starfi sínu
vaxnir og hvort þeir afla sér trausts
yfirmanns síns. Éf þeir njóta trausts
þá afgreiða þeir fjölda mála á eigin
hönd, vitandi um stefnu og vilja ráð-
herra síns.
En ráðuneytisstjóri og aðrir fastir
starfsmenn ráðuneyta vita að þeir
verða að starfa sem algerlega hlut-
lausir og ópólitískir embættismenn,
því að stjórnarskipti verða alltaf við
og við og þeir verða að vera reiðu-
búnir að starfa fyrir ráðherra af
hvaða stjórnmálaflokki sem er. Þetta
er mikið og eðlilegt aðhald.
Það eru ýmis rök með og á móti
æviráðningu embættismanna. Það
sem ég óttast við skammtímaráðn-
ingu t.d. ráðuneytisstjóra, er að
menn færu óðara að svipast um eftir
Á viöhorfi til stjórnarráðshússins viö Lækjartorg hefur
oröiö meginbreyting. Fyrrum þurfti aö dæma menn til
vistar í húsinu, en nú berjast menn um á hæl og
hnakka til þess aö komast þangaö.
öðru starfi og litu á starfið í Stjórn-
arráðinu sem hreint bráðabirgða-
starf, gagnstætt viðhorfi manna sem
hugsa sér að verja starfsævi sinni í
þjónustu Stjórnarráðsins. Aftur á
móti má benda á að það sé hart að
geta ekki auðveldlega losnað við lítt
hæfa starfsmenn, en til þess verða
menn bara að hafa kjark, og þó um-
fram allt að ráða ekki slíka menn til
starfa. Ég óttast að öll festa færi úr
starfi Stjórnarráðsins við skamm-
tímaráðningu starfsmanna og að
ríkjandi yrði hentistefna og
glundroði í afgreiðslu mála frá einu
ráðherratímabili til annars.
Ég hef oft verið spurður að því
hvemig sé að umgangast og vinna
fyrir menn eins og ráðherra sem
standa oftast í stórdeilum á Alþingi og
á mannfundum og sem menn halda
að séu í sífelldum styrjaldarham.
Sannleikurinn er sá að til ráðherra-
starfa veljast yfirleitt hæfileika-
menn, sem njóta trausts fjölda
manns, eru þaulvanir að fást við
margháttuð vandamál og hafa gefið
sig að opinberum málum til þess að
koma einhverju ákveðnu til leiðar,
þótt það fari svo eftir ýmsu hvernig
til tekst.
Með sautján
ráðhemim
Það hefur verið mjög áhugavert og
lærdómsríkt að kynnast þeim sautj-
án ráðherrum sem ég hef starfað
fyrir og vinnubrögðum þeirra. Þeir
voru afar ólíkir og mismunandi sem
húsbændur. En ráðherrar vilja
vanda verk sín. Þeir eiga jafnan von
á harðri gagnrýni á Alþingi, í fjöl-
miðlum, frá kjósendum og flokks-
mönnum. Ef til vill er erfiðast að
eiga við eigin flokksmenn.
Það er einkar fróðlegt að ræða við
ráðherra fyrsta og síðasta dag ráð-
herraferilsins. Fyrsti dagurinn er
dagur sigurs og upphaf nýrrar ís-
landssögu ef ekki veraldarsögu. En
verkalokin speglast kannski vel í
vísu sem Hermann Jónasson haföi
yfir þegar við höfðum lokið við að
hreinsa skrifborðið hans síðasta dag
langs valdaferils um það bil sem
húm vornæturinnar færðist yfir:
Ættjörð mín kæra, þér ann ég
og oddviti þinn hef ég kallast,
en fljótt ýta böm þín, það fann ég,
og fast d þann vagninn sem hallast.
Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir.
Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið
og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir
kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á
söluskráningu í verslun og þjónustu.
Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að
koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu
sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt-
rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir-
tæki um allt land til að kanna ástand og notk-
un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem-
ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur
viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa
sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð-
ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega
voru samþykkt á alþingi.
Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom-
inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís-
bending um full og heiðarleg skattskil og
neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis
í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam-
eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin
léttari á hverjum og einum. Full skattskil
samkvæmt settum reglum eru grundvallar-
forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem
fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis-
grundvelli.
Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum!
Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra
- með ykkar mál á hreinu.
FfARMALARAÐUNEYTIÐ