Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. apríl 1991 HELGIN 13 óréttinum varð, hefur fengið fulla uppreist. Þeir gera ráð fyrir því að svo kunni að fara að hefndin verði meiri í eftirförinni en tilverknaðin- um svarar og að sá sem þau hefndar- verk vinnur felli á sig sekt af þeim sökum. En þá ætla þeir allir að taka á sig ábyrgðina og bera hana sam- eiginlega. Þeir ætla að standa sam- eiginlega undir sektunum og skaða- bótunum, jafna þeim niður á sig og taka allir þátt í greiðslu þeirra. Sama er að segja um kostnað er kann að hljótast af því að þeir þurfi að senda mann til Alþingis vegna héraðsins. Þeir gera ráð fyrir að þess kunni að þurfa og þá er vitanlega ekki um það eitt að ræða að lögréttumenn hér- aðsins sæki Alþingi, heldur það að senda þangað heila sveit vopnaðra manna til þess að verja rétt héraðs- ins og héraðsbúa, er þess er þörf. Kostnaðinn við slíkar sendifarir ætla þeir einnig að bera sameigin- lega. Þeim voru samtök þessi svo mikið alvörumál að þeir lýsa því yfir að þeir vilji ekki hafa neinn þann mann í héraðinu er þar skerst úr leik. Samtök þeirra voru skipulags- bundin. Tveir menn skyldu kosnir í hverjum hreppi til þess að sjá um að samþykktin sé haldin og gert er ráð fyrir að eftirleiðis verði haldnar tvær samkomur á ári hverju, haust og vor, til að styrkja samheldnina. Það er óvíða í sögu vorri að félagslund fólksins kemur skýrar og fagurlegar fram en hún gerir í samþykkt þess- ari og samþykktin er merkileg m.a. af þeim sökum. Samþykktin sýnir að íslendingar, þrátt fyrir sundurlynd- isorðið sem af þeim hefur farið, gátu verið samtaka þegar þeir þurftu að verja réttindi sín. Hvert var tilefnið? Árnesingar hafa ekki farið að halda þessa samkomu og efna til þessara samtaka án þess að sérstakt tilefni hafi gefist til þess og það má ráða það af samþykktinni sjálfri, hvert tilefnið var. Það er fyrst og fremst að fundar- mönnum þykja eigi heitorð konungs við landsmenn hafa verið haldin svo sem skyldi. Þess vegna rifja þeir þau upp, er þeir endurtaka gamla sátt- mála í bréfi sínu, og minna Alþingi á þau og þar með að krefjast efnda á þeim. Þeir gera samþykkt sína lands- réttindunum til vemdar. Hún er við- nám þeirra gegn hinu erlenda valdi í landinú. En jafnframt hafa þeir ann- að tilefni til samþykktarinnar, atvik, sem vörðuðu þá sjálfa og hérað þeirra sérstaklega. Þeir segja að um nokkurn tíma hafi átt sér stað þar í sýslunni lagaleysi, ofsóknir og griðrof, „ómögulegar áreiðir" þ.e. ofbeldisferðir heim á heimili manna og nóglegar fjárupp- tektir og manna. Það er auðséð á þessu að margt sögulegt hefur gerst í Árnessýslu árin næstu fyrir sam- þykktina. Þar hafa verið róstur og vígaferli, ránskapur og annar ójöfn- uður hefur verið hafður í frammi. En heimildirnar eru svo fáskrúðug- ar að vér kunnum ekki nú að segja frá neinum einstökum atburðum sem gerst hafa í þessum róstum. Það er nú allt gleymt en lýsing sam- þykktarinnar sýnir hversu stjórnar- farinu gat verið hagað hér á landi á þeim tímum. Héraðsbúar vildu ekki þola þetta og úr samþykktinni má lesa það hverja þeir töldu eiga sök á þessu og gegn hverjum þeir beindu samtökum sínum fyrst og fremst. Það sjáum vér af því að fyrsta atrið- ið í samtökum þeirra er að þeir segj- ast ekki vilja hafa neinn lénsmann yfir sýslunni utan íslenskan. Þeir vilja að valdsmaður héraðsins sé ís- lenskur maður og þeir bindast sam- tökum um að taka ekki við neinum útlendum manni í þá stöðu. Mér virðist að með þessu sé gefið nægi- lega í skyn að óöld sú og Iagaleysi, sem við hafði gengist þar í sýslunni að undanförnu hafi stafað af útlend- um lénsmönnum. Pétur Truelsson íslendingar gengu ófúsir undir konungsyald árið 1262. Þeir vissu að það var erlent vald og hafa ekki vænt sér neins góðs af því. Þeir vissu cg að konungur hlaut að fela öðrum mönnum að fara með vald sitt hér á landi og þeir gera snemma þá kröfu að umboðsmenn konungs skuli vera íslenskir menn og á þeirri kröfu var jafnan haldið fast síðan er gamli sáttmáli var endurnýjaður og meg- ináhersla a hana lögð. Sagan sýnir líka að það var ekki gert að ástæðu- lausu. Þetta heitorð konungs var ekki alltaf haldið. Konungur fól þrá- sinnis útlendum mönnum umboð sitt hér á landi og viðskipti lands- manna og þessara útlendu valds- manna voru tíðum állt annað en vinsamleg og friðsamleg, enda máttu margir hinna útlendu um- boðsmanna er konungur sendi hingað, fremur að teljast vera ræn- ingjar en verðir laga og réttar. Á síð- ari hluta 15. aldar voru oft sendir hingað útlendir hirðstjórar. Vér vit- um fátt um flesta þeirra og um við- skipti þeirra við landsmenn. Um það bil sem fundurinn var haldinn á Ás- hildarmýri var maður að nafni Pétur TVuelsson hirðstjóri. Áf honum fara litlar sögur. Þó er til saga um það að endalok hans hafi orðið þau að menn sjálfs hans hafi drepið hann, og fyrst hann var ekki betur þokkað- ur af sínum eigin mönnum má fara nærri um vinsældir hans hjá lands- mönnum. Hann er stundum nefnd- ur Pétur skytta og íþetta auknefni hans gefur til kynna hvers konar maður þettja hefur verið. Hann hefur verið herrrmðurjúr málaliði konungs sem af einhverjum ástæðum hefur komist til þeirra metorða að verða landstjóri á íslandi. Slíkir menn, leiguhermer n 15. aldar, sem flestir hafa verið ht rkamenn og vandræða- menn, hafa verið betur til annars fallnir en aðlstjórna löndum og ríkj- um og eiga að halda uppi lögum og landsrétti. En af þessu sauðahúsi virðast fleiri af umboðsmönnunum sem Danakonungur sendi hingað af sinni hálfu álsíðari hluta 15. og fyrri hluta 16. ajdar hafa verið. Sam- þykktinni var beint gegn slíkum valdsmönnum. Hún stefnir því með tvennum hætti gegn hinu erlenda valdi. Hún er liður í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Það má spyrja hvort þessi samþykkt hafi nokkurn tíma orðið annað en orðin tóm, hvort nokkurn tíma hafi reynt á samtök Árnesinganna í verki og hversu traust þau hafi reynst. Hér eru heimildirnar enn svo fá- skrúðugar að vér getum ekki svarað spurningu þessari með öruggri vissu. En ég vil benda á tvo atburði sem gerðust þar í héraðinu eftir að samþykktin var gerð. Sex árum eftir fundinn kom útlendur fógeti kon- ungs, sem hét Lénharður, austur í Árnessýslu og fór þar með ránum og gripdeildum. Landsmenn fóru að honum og drápu hann á Hrauni í Ölfusi. Þrjátíu og sjö árum síðar fékk annar útlendur fógeti og menn hans, sem líka voru orðnir berir að ránskap, sömu örlög í Skálholti. Það var Diðrik af Mynden. Þessir atburð- ir báðir sýna að Árnesingar áttu bæði dug og djörfung til þess að verjast yfirgangi hinna útlendu embættismanna konungs, að and- inn frá fundinum á Áshildarmýri lifði þá enn meðal héraðsbúa. Ólamaður viðnámsþróttur Samþykktin á Áshildarmýri er vott- ur þess að vilji landsmanna til þess að veita hinu erlenda valdi viðnám var enn algjörlega ólamaður í lok 15. aldar. Um tímabilið allt frá 1262 er íslendingar gengu undir konung og til 1550, er Jón biskup Arason og synir hans voru leiddir á höggstokk- inn, má segja að eitt af því sem ein- kennir það öðru fremur er hið sí- fellda viðnám landsmanna gegn konungsvaldinu og mætti gjarna kenna þetta tímabil sögu vorrar við það. En þetta breyttist er siðaskiptin voru gengin í garð. Þá urðu alda- hvörf í sögu þjóðar vorrar. Óheilla- vænlegustu tímamótin í henni má með meiri rétti marka við árið 1550 en við upphaf 15. aldar. Þá festist það vald í landinu sem varð þjóðinni skaðvænlegra en allar drepsóttir, eldgos og hafísár. Viðnámsaldirnar létu síðari tímum eftir mikla arfleifð, sem varð grund- Dr. Ólafur Lárusson. völlur sjálfstæðisbaráttunnar á 19. og 20. öld. Frá viðnámstímunum eru þjóðréttarskjöl vor komin, en þau urðu sá sögulegi og lagalegi grundvöllur, sem Jón Sigurðsson byggði réttarkröfúr þjóðarinnar á. Fyrir þessa arfleifð er oss skylt að gjalda forfeðrum vorum þakkir, þakka þeim tryggð þeirra við rétt- indi landsins og viðnám þeirra gegn ásælni hins erlenda valds, viðnám sem var svo öflugt að segja má að konungsvaldið næði aldrei föstum tökum á þjóöinni allt þetta tímabil. Oss ber ekki hvað síst að minnast þessara manna með þakklæti nú er vér erum að slíta síðustu leifarnar af þeim tengslum sem knýtt voru 1262. Hefðu þeir ekki staðið svona dyggilega á verðinum er óvíst að vér værum þangað komin sem vér stöndum nú. í þeim hópi voru bændurnir og al- múginn sem saman var kominn á Áshildarmýri vorið 1496. Síðan þeir gerðu samþykkt sína er bráðum hálf fimmta öld liðin. Fundarstaður þeirra er ekki lengur samkomustað- ur héraðsmanna. Mannfundir hafa ekki verið haldnir þar um langar stundir. Fáir þekkja hann og engir sýna honum neina rækt. Fundar- mennirnir eru fyrir löngu gengnir til moldar. Vér vitum um nöfn að- eins 12 þeirra, vegna þess að þeir urðu til að setja innsigli sín fyrir samþykktarbréfið. Vér vitum ekki með vissu neina grein á þessum 12 mönum að einum undanskildum, Halldóri Brynjólfssyni. Hann var bóndi í Tungufelli í Hrunamanna- hreppi og varð kynsæll maður. Fjöldi núlifandi íslendinga getur rakið kyn sitt til hans. En þótt þeir sem samþykktina gerðu hafi gengið veg allrar veraldar þá lifði sá andi sem á samkomu þeirra ríkti eftir þá og lifir enn. Þess vegna valdi ég mér fund þeirra og samþykkt að umtals- efni, því samþykkt þeirra á sígilt er- indi til þjóðar vorrar og ekki sfst um þessar mundir. Mér þótti rétt að minna einmitt nú á þessa tjáningu þjóðarsálar vorrar frá einni af þeim öldum sem myrkastar eru taldar og nútímamönnum eru minnst kunn- ar. Hún mætti verða oss hvöt og áminning. Samheldni þessara manna og samtakavilji, ást þeirra á frelsinu, persónulegu frelsi og þjóð- legu frelsi, getur verið oss fordæmi verðugt til eftirbreytni. íslendingar gengu á sínum tíma nauðugir undir konungsvald og í rauninni munu þeir í hjörtum sín- um hafa lotið því nauðugir alla tíð. Segja má að sjálfstæðisbarátta þeirra hafi hafist upp úr atburðun- um 1262. Markið, sem landsmenn settu sér í þeirri baráttu, var jafnan háð því hverju þeir á hverri stundu töldu sér fært að ná og fært að standa undir, ef það fengist, og það var að sjálfsögðu mismunandi eftir öllum atvikum... Nú er að því komið að nema úr lögum síðustu leifarnar af valdi danskra stjórnvalda í íslenskum málum og nú er komið að því að taka upp nýtt stjórnarform, lýðveldi í stað konungsstjórnar. ísland hef- ur haft konungsstjórn í nærri sjö aldir og það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, konung- dóminum hefur aldrei á öllum þeim langa tíma tekist að verða hjartfólginn þjóðinni. Er ástæða til að ætla að honum mundi takast það í framtíðinni? Er reynslutíminn, 682 ár, ekki orðinn nógu langur? Er ástæða til að halda þeirri árangurs- lausu tilraun lengur áfram? Þessar spurningar verða lagðar fyrir þjóðina um næstu helgi og í tilefni af þeirri atkvæðagreiðslu hafa bændurnir sem gerðu Áshildarmýr- arsamþykktina orðsendingu að flytja yður, íslenskir kjósendur. Hún er þessi: Sýnið nú, íslendingar, sömu samheldni og vér gerðum. Standið öll saman sem einn maður. Vér fylgdumst allir til að verja rétt- indi vor. Sækið þér öll jafneinhuga, yður sjálfum og niðjum yðar til handa, þann rétt, sem guð hefur ætlað hverri frjálsborinni þjóð.“ 18 9 1-19 9 1 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur '99'- Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1991. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 19. apríl 1991. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: 1 hús í Ölfusborgum 6 hús í Húsafelli í Borgarfirði 1 hús í Svignaskarði í Borgarfirði 2 hús á lllugastöðum í Fnjóskadal 1 hús í Vatnsfirði, Barðaströnd 2húsá Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu 3húsá Flúðum 10 hús í Miðhúsaskógi, Biskupstungum 3íbúðirá Akureyri Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 1. júlí til 23. ágúst sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 17. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 11. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í síðasta lagi föstudaginn 19. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.