Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 2
12
T HELGIN
Laugardagur 6. apríl 1991
✓
^kJMÍr VATRYGGINGAFELAG
ISLANDS HF
Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum.
Chrysler Saratoga SE árgerð 1990
Honda Civic árgerð 1990
Toyota Lite Ace árgerð 1990
MMC Colt 1500 GLX árgerð 1990
Skoda 120 L árgerð 1989
Renault 11 árgerð 1988
Chevrolet Monza árgerð 1987
Lada Station árgerð 1987
Skoda 120 L árgerð 1985
Lada árgerð 1984
Nissan Stanza árgerð 1983
Honda Accord árgerð 1982
Ford Taunus GL árgerð 1982
Nissan Sunny árgerð 1982
Polaris Indy vélsleði árgerð 1990
Bifreiðirnar og sleðinn verða sýnd að Höfða- bakka 9, Reykjavík, mánudaginn 8. apríl 1991,
kl. 12-16.
Á SAMA TÍMA: Á Siglufirði: Toyota Corolla 1300 XL árgerð 1988
Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands h.f., Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna
fyrir kl. 17.00 sama dag.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS h.f.
- Ökutækjadeild -
ARKITEKT
Húsafríðunarnefnd ríksins
óskar að ráða arkitekt til starfa
Starfið er fólgið í ráðgjöf við viðgerðir gamalla
húsa, heimildasöfnun og skráningu eldri bygg-
inga. Starfsaðstaða verður á Þjóðminjasafni ís-
lands. Ráðið verður í starfið til reynslu í eitt ár.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafni
íslands, Pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir 22.
apríl nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf
sem fyrst, en eigi síðar en 1. júní nk.
Upplýsingar veitir Lilja Árnadóttir, ritari Húsafrið-
unarnefndar, Þjóðminjasafni íslands.
Útboð
Borðeyri 1991
%'S/A
%
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i lagn-
ingu 1,75 km kafla á Hólmavíkurvegi norðan
Boröeyrar.
Helstu magntölur: Fylling 8.000 m3 og
neðra burðarlag 7.300 m3.
Verkinu skal lokið 15. júlí 1991.
Útboösaögn verða afhent hjá Vegagerö rík-
isins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera)
frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á
sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 22. apríl
1991.
Vegamálastjóri
„SAKIR
LAGALEYSIS...“
letur og er það bréf enn til, að vísu
ekki frumbréfið sjálft, heldur aðeins
afrit af því og er hið elsta þeirra frá
því um 1620, ritað af Ara sýslu-
manni Magnússyni í Ögri. Því miður
hefur afritarinn ekki hirt um að taka
niðurlagsorð bréfsins upp í afrit sitt,
en þar hefur dagsetningu bréfsins
verið að finna. Vér vitum því ekki
hvenær á árinu fundurinn var hald-
inn, en þar sem bréfið er stflað til Al-
þingis er sennilegt að hann hafi ver-
ið háður að vorinu til, nokkru fyrir
Alþingi.
„Vitanlegt skal
yður vera
Hér á eftir fylgir bréfið, sem gert
var á fundinum, eins og það hljóðar:
„Öllum mönnum þeim sem þetta
bréf sjá eður heyra, sendum vér
lögréttumenn, landbúar og allur al-
múgi í Amesi, hirðstjórum, lög-
mönnum og lögréttumönnum á al-
þingi kveðju guðs og vora.
Vitanlegt skal yður vera að vér
höfum séð og yfirlesið þann sátt-
mála og samþykkt, sem gjör var á
millum Hákonar kongs hins kórón-
aða og almúgans á íslandi, sem
hann vottar og hér eftir skrifað
stendur."
Síðan taka fundarmenn upp í bréf
sitt orði til orðs, eina af endurnýjun-
um gamla sáttmála og er hún á
þessa leið:
„í nafni fÖður og sonar og anda
heilags.
Var þetta játað og samþykkt af öll-
um almúga á íslandi á Alþingi með
lófataki að vér bjóðum Hákoni
kongi hinum kórónaða vora þjón-
ustu undir þá grein laganna er sam-
þykkt var í millum kongdómsins og
þegnanna er landið byggja.
Er sú hin fyrsta grein að vér vilj-
um gjalda kongi skatt og þingfarar-
kaup sem lögbók vottar og alla
þegnskyldu, svo framt sem haldið
er við oss það móti var játað skatt-
inum.
í fyrstu að utanstefnur viljum vér
engar hafa, utan þeir menn sem
dæmdir verða af vorum mönnum á
Alþingi burt af landinu.
Item að íslenskir sé lögmenn og
sýslumenn hér í landinu af þeirra
ættum sem goðorðin hafa upp geflð
að fomu.
Item að VI hafskip gangi á hverju
ári til landsins forfallalaust með
landsins nauðsynjar.
Erfðir skulu upp gefast fyrir ís-
lenskum mönnum í Noregi hversu
lengi sem staðið hafa þegar réttur
erfingi kemur til eður þeirra um-
boðsmenn.
Landaurar (það var skattur sem
íslendingar áttu að greiða í Noregi)
skulu og upp gefast.
Item skulu íslenskir menn slíkan
rétt hafa í Noregi, sem þeir hafa
bestan haft.
Item að kongur láti oss ná friði og
íslenskum lögum eftir því sem lög-
bók vottar og hann hefur boðið í
sínum bréfum, sem guð gefur hon-
um framast vit til.
Item jarl viljum vér yfir oss hafa
meðan hann heldur trúnað við yður
en frið við oss.
Halda skulum vér og vorir arfar
allan trúnað við yður meðan þér
haldið trúnað við oss og yðrir arfar
og þessar sáttargerðir, en lausir ef
rofið verður af yðvarri hendi að
bestu manna yfirsýn."
Hér lýkur endurnýjun sáttmálans
og tekur nú við það sem fundar-
menn leggja sjálfir til málanna. Þeir
segja:
„Nú fyrir þessa grein að oss þykir
þessi sáttmáli ei svo haldinn vera
sem játað var, fyrir sakir lagaleysis,
ofsóknar og griðrofa, ómögulegar
áreiðir og nóglegra fjárupptekta og
manna, sem nú gert hefur verið um
tíma í fyrr greindri sýslu Ámesi, og
hér fyrir lögðum vér greindir Ár-
nesingar almennilega samkomu á
Áshildarmýri á Skeiðum eftir göml-
um landsins vana, því viljum vér
með engu móti þessar óvenjur
lengur þola, hafa né undir ganga.
Item samtókum vér að hafa engan
lénsmann yfir greindu takmarki Ár-
nesi og ríða eigi fjölmennari en við
fimmta mann, því viljum vér gjam-
an styrkja hann með lög og rétt
kongdómsins vegna, þann sem það
má með lögum hafa og Iandsins
rétti vill fylgja. En ef sýslumaður
hefur greinda sýslu Ámes, þá ríði
ekki fjölmennari en við tíunda
mann, sem bók vottar.
Item samtókum vér að enginn
maður í sögðu takmarki taki sér
húsbónda utan sveitar, þó þeir búi á
annarra manna jörðum.
Item ef nokkur uppsteytur byrjast
í vorri sveit Ámesi, af utansveitar-
mönnum með nokkura órétt, hvort
sem gert er við ungum eður göml-
um, ríkum eður fátækum, þá skulu
allir skyldir eftir að fara þeim er
vanhlut gerðu, og eigi fyrri við
hann að skiljast en sá hefur fulla
sæmd, sem fyrir vanvirðingu varð.
Kann svo til að bera að hefndin
verði meiri í eftirförinni en til-
verknaðurinn, þá skulu allir skatt-
bændur jafnmiklu bítala. En þeir
sem minna eiga gjaldi sem hrepp-
stjórar gera ráð fyrir.
Item skulu menn vera til kjömir í
hrepp hveijum að skoða og fyrir að
sjá að þessi vor skipan og samþykki
sé haldin og ef til Alþingis þarf að
ríða sveitarinnar vegna, þá skal
hver skattbóndi gjalda VII álnir í
þingtoll, en þeir III álnir sem
minna eiga, þeim kost skulu halda.
Item viljum vér ei hér hafa innan
héraðs þann er ei fylgir vomm sam-
tökum. Skulum vér eiga samkomu
vora á Áshildarmýri á Bartolomeus
messudag um haustið, en í annan
Aðalfundur
Iðju
Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður
haldinn á Holiday Inn (Hvammi), fimmtudaginn
11. apríl, kl. 17.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kjara- og samningamálin.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Reikningar Iðju fyrir árið 1990 liggja frammi á
skrifstofu félagsins.
Stjóm Iðju
tíma á vorið, fostudaginn þá mán-
uður er af sumri og koma þar allir
forfallalaust.
En hver sem eitt af þessum sam-
tökum rýfur og áður hefur undir
gmn gengið, sekur III mörkum og
taki innanhreppsmenn til jafnaðar.
Og til sanninda og fullrar sam-
þykktar hér um setti Halldór Brynj-
ólfsson, Páll Teitsson, Ólafur Þor-
bjamarson, Pétur Sveinsson,
Gvöndur Einarsson, Gfsli Valdason,
Ari Narfason, lögréttumenn, Jón
Ámason, Sigurður Egilsson, Einar
Hallsson, Þorvaldur Jónsson, Þórð-
ur Sighvatsson, bændur í Ámesi,
sín innsigli með fyrrnefndra lög-
réttumanna innsiglum fyrir þetta
samþykktarbréf með almúgans
samþykki, Ieikra og lærðra, með já-
yrði og handabandi.“
Þannig hljóðar þessi samþykkt Ár-
nesinganna. Stfl hennar og orðfæri
er nokkuð óhönduglegt, en það
skiptir ekki máli, það er efni hennar
og andi sem mestu varða og ég mun
nú nokkuð víkja að nokkrum aðalat-
riðum þess sem mér virðist hún gefa
ástæðu til að minnst sé á.
Samþykktin er gerð í lok aldarinn-
ar, þeirrar aldar sem almennt hefur
veirð talin hafa drepið kjark úr
landsmönnum meira en nokkur öld
önnur. En hver sem Ies samþykkt
þessa mun ganga úr skugga um það
að fundarmennirnir sem gerðu hana
voru ekki menn sem bugaðir voru
orðnir af eymd og ánauð, það eru
frjálsbornir menn, sem slíka sam-
þykkt gera, menn sem vita vel hvaða
réttur þeim ber, standa fast á rétti
sínum og eru reiðubúnir að leggja
mikið í sölurnar fyrir hann. Þeir
rifja upp réttindi þau sem konungs-
valdið hefur heitið þeim og öðrum
löndum þeirra. Þeir lýsa því yfir með
fullri einurð að þau loforð hafi ekki
verið haldin af konungdómsins
hálfu og þeir segjast ekki lengur
vilja þola slíkt, hafa né undir ganga.
Hér birtist andi hins forna, frjálsa
bændasamfélags enn í fullum krafti,
sá andi sem Snorri Sturluson lýsir
svo fagurlega í Heimskringlu í ræðu
Þorgnýs lögmanns af Tíundalandi á
Uppsalaþingi. Sá frjálsmannlegi
andi lifði enn hjá bændum og búa-
liði í Árnesþingi í lok 15. aldar og
það er engin ástæða til að efast um
það að sami andi hafi þá lifað enn í
öðrum byggðum landsins. Vér eig-
um að vísu ekki sams konar sam-
þykktir úr öðrum héruðum, en vel
má vera að þær hafi verið gerðar
víða annars staðar, en annaðhvort
aldrei færðar í letur eða týnst síðar,
hafi þær verið skjalfestar. Orð og
andi samþykktarinnar sem gerð var
á Áshildarmýri eru að mínum dómi
ein og út af fyrir sig næg sönnun
þess að hinn almenni dómur um 15.
öldina er rangur, auk þess sem
margt annað bendir til hins sama.
Hversu geigvænleg sem plágan
mikla kann að hafa verið, þá hefur
hún ekki bugað kjark þjóðarinnar.
Það er rétt að geta þess að þegar
samþykktin var gerð var annarri
drepsótt nýlétt af, plágunni síðari, er
svo var nefnd, og gekk um landið ár-
ið áður, 1495. Séra Jón Egilsson í
Hrepphólum segir frá síðari plág-
unni í Biskupaannálum sínum eftir
manni, sem hann hafði sjálfur haft
tal af og verið hafði 14 vetra, þegar
plágan gekk og sýnir frásögn hans
að Árnesþing hefur goldið mikið af-
hroð í þeirri sótt. Héraðið hefur ver-
ið í sárum eftir pláguna, er fundur-
inn var haldinn á Ashildarmýri, en
það hefur ekki skert tilfinningu hér-
aðsbúa fyrir rétti sínum né vilja
þeirra til að halda honum fram.
Viljinn til samheldni
Annað sem eftirtektarvert er og
merkilegt við samþykktina er hinn
sterki félagsandi og samheldnisvilji,
sem hún lýsir. Árnesingar ætla sér
að standa allir saman sem einn mað-
ur um réttindi sín og vörn þeirra.
Þeir kveða svo á að ef einhver utan-
sveitarmaður byrjar „uppsteyt" með
nokkurn órétt þar í héraðinu, þá er
sama hvort sá sem á er ráðist er
ungur eða gamall, ríkur eða fátæk-
ur, allir skulu skyldir að fara eftir
þeim sem óréttinn gerði og skiljast
ekki fyr við máliö en sá, sem fyrir
'öiU'WA'.