Tíminn - 10.04.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 10.04.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 10. apríl 1991 UTLOND Fréttayfirlit Nikósía - Mörg vestræn rfki styðja þá hugmynd að Samein- uðu þjóðimar komi á föt öruggu afdrepi handa íröskum Kúrdum í Norður-írak en Saadoun Hammadí, forsætisráðherra ír- aks, segir að þessi hugmynd sé komin frá bandarfsku ieyni- þjónustunni CIA og sé hluti af samsæri hennar gegn stjóm- völdum f Irak. Belgrad - Alexander Bessm- ertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði að sov- ésk stjómvöld vonuðust til að þjáningum Kúrda lyki sem skjótast en vildi ekki tjá sig um þá hugmynd að Sþ. komi upp flóttamannabúöum í Norður-ír- ak. Lúxemborg - Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborg- ar, sem nú er í forsæti Evrópu- bandalagsins, sagði að velta þyrftf Saddam Hussein iraks- forseta úr sessi ef koma ætti í veg fyrir slátrun kúrdisku þjóð- arinnar í frak. Hann sagði að Sþ. þyrftu að samþykja ályktun sem leyföi fjölþjóðahemum, sem enn er í suðurhluta fraks, að beita sér gegn þessari slátr- un. Genf - Embættismenn Sam- eínuðu þjóðanna í Genf sögðu aö vel yffr ein milljón kúrdiskra flóttamanna væru nú í fran og Tyrklandi og meiri alþjóðleg neyðaraðstoð væri nauðsyn- leg. Riyadh - U.þ.b. 214 þúsund bandarískir hermenn hafa nú fengið að fara heim frá Persa- flóa en 3-5 þúsund hermenn fá að fara heim daglega. U.þ.b. 326 þúsund hermenn eru enn eftir. Moskva - Lýðveldið Georgía í Sovétríkjunum lýsti formlega yfir sjálfstæði í gær en sagði sig þó ekki úr sovéska ríkja- sambandinu. Sjálfstæðisyflr- lýsingin er svipuð sjálfstæðis- yfiríýsingum Eystrasaltslýð- veldanna Eistlands og Lett- lands en þau ætla að vinna smátt og smátt að fullu sjálf- stæði. Litháen hefur hins vegar lýst yfir fullu sjálfstæði. Jerúsalem - Bandaríkin og fsrael hafa komist að sam- komulagi um nokkur atriði er varða svæðisbundna ráð- stefnu um frið í Miðausturiönd- um, að sögn David Levy utan- ríkisráðherra fsraels. Istanbúl, Tyrklandi - A.m.k. 36 grískir túrístar, þar af fimm böm, létu lífið í Istanbúl þegar rúta sem þeir voru í varð alelda á skömmum tíma. Clermont-Ferrand, Frakk- landi - Tíu manns létu lifið þegar Mirage orrustuþota franska flughersins og þyria franska sjóhersins rákust sam- an yfir miðhluta Frakkiands. Bonn - Þýskur sljómmála- maöur lagði til að utanríkisráð- herra Þýskalands, Hans-Diet- rich Genscher, yrði skipaöur næsti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna en hann sagði að það mundi sýna traust heimsins á sameinuðu Þýskalandi. Jóhannesarborg - Ailt að 600 manns hafa látið lifið í stjómmáiaóeirðum í Suður-Afr- íku það sem af er þessu árl og tala látinna frá því blökkumenn hófu baráttu sína fyrír alvöru áríð 1984 nálgast 10.000. Reuter-SÞJ Vopnahléssamningar taka gildi: Griðasvæði undir vemd Sþ. í írak? Sú hugmynd að Sameinuðu þjóðimar komi upp ömggum griðastað fyrir kúrdiska flóttamenn í norðurhluta íraks fékk góðan hljómgmnn hjá Öryggisráði Sþ. í gær. Hugmyndin er upphaflega bresk og hlaut hún meirihlutastuðning hjá Evrópubandalaginu. írösk stjómvöld hafa fordæmt hugmyndina og þau segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að hún nái fram að ganga. Sovétrfldn hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Utanrfldsráðherra þeirra vildi ekki segja hvort þau væm fylgjandi slíkri hugmynd. „Eg er ánægður með þann mikla stuðning sem hugmyndin fékk hjá ráðinu, en ég lagði ekki áherslu á að ákvarðanir yrðu teknar á þessu stigi málsins," sagði David Hannay, fulltrúi Breta hjá Öryggisráðinu. Hann sagði að framhaldið mundi að miklu leyti ráðast af því hve mikið aðildarþjóðim- ar væru tilbúnar að leggja fram til neyðarhjálpar og af þeirri skýrslu sem verið væri að vinna að um ástandið í ír- ak. írösk stjómvöld fordæmdu í gær þessa hugmynd og sögðust ætla að beita öllum ráðum til að hindra að hún næði fram að ganga. Saadoun Hamm- adí forsætisráðherra íraks sagði að írösk stjómvöld hefðu gert allt sem hægt væri að gera og vísaði þá til yfir- lýsingar Saddams í seinustu viku um að allir Kúrdar fengju sakaruppgjöf ef þeir snem til síns heima. Hann sagði að „mikill fjöldi" Kúrda hefði snúið heim síðan Saddam bauð sakarupp- gjöf. Hann sagði að Öryggisráð Sþ. ætti frekar að aflétta óréttlátu viðskipa- banni en að vera stöðugt að samþykja nýjar ályktanir gegn írak. Hammadí varaði einnig Týrki og írani við að blanda sér í innanríkismál íraks og hagnýta sér tímabundnar aðstæður. Alexander Bessmertnykh utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna sagði í gær að sovésk stjómvöld vonuðust til að þján- ingum Kúrda í írak tæki að linna en hann vildi ekki tjá sig um hvort þau styddu hugmynd Breta. ,Akvörðun okkar veltur á texta ályktunarinnar og því hvað hinar þjóðimar sem hafa neit- unarvald ákveða að gera“, sagði hann. Baker í ísrael: ISRAELSMENN GEFA EFTIR Á fundum sem James Baker utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna átti í gær með Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra ísraels, David Levy utan- ríkisráðherra ísraels og Moshe Arens varnarmálaráðherra ísraels kom fram að ísraelsmenn fallast á að haldin verði friðarráðstefna sem tek- ur eingöngu til Palestínumálsins. Áður vildu þeir eingöngu friðarráð- stefnu sem tæki á öllum deilumál- um Miðausturlanda. Baker átti einnig fund með sex leið- togum Palestínumanna á herteknu svæðunum og höfnuðu þeir ekki þeim möguleika að halda svæðis- bundna friðarráðstefnu en sögðu að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) yrðu að taka ákvörðun um hvort Palestínumenn tækju þátt í slíkri ráðstefnu. Menn voru sammála um að viðræð- um hefði miðað áfram en vöruðu við of mikilli bjartsýni. Ýmis mikilvæg atriði eru eftir, s.s. uppsetning fund- arins, staðsetning, tímasetning og þátttakendur. David Levy utanríkisráðherra ísra- els sagði eftir fund sinn með Baker að nokkuð breið samstaða væri um að Bandaríkjamenn stjórnuðu slíkri ráðstefnu milli ísraelsmanna og ar- aba og að Sovétmenn fengju að taka þátt í henni. Hann sagði ekki hverjir fulltrúar araba ættu að vera en Pal- estínumenn setja sem skilyrði að PLO sitji slíka ráðstefnu. Því hafa ísraelsmenn hafnað. Talsmaður Yitzhaks Shamirs sagði að Baker myndi hitta Shamir aftur í dag áður en hann fer til Egypta- lands. Hann sagði að fundurinn í gær hefði verið mjög gagnlegur. Baker mun síðan fara til Sýrlands frá Egyptalandi og síðan mun hann hitta utanríkisráðherra Jórdaníu í Genf á föstudag. Reuter-SÞJ Öryggisráðið vann í gær að því að ganga frá skilmálunum sem það setti fyrir varanlegu vopnhléi Persaflóa- stríðsins. Búist var við að varanlegt vopnahlé gæti tekið gildi kl. 19:30 í gær að ísl. tíma. Meðal skilmálanna er að Sameinuðu þjóðimar sendi 1.440 hermenn til að sjá um gæslu á hlut- lausu svæði sem á að vera við sameig- inleg landamæri íraks og Kúvæts. Að írakar eyðileggi öll gereyðingarvopn sín og að þeir greiði ákveðna prósentu- tölu af olíutekjum sínum í stríðsskaða- bætur. írakar hafa mótmælt mörgum atrið- um vopnahlésskilmálanna en sjá sig tilneydda til að samþykkja þá. Reuter-SÞJ Sameinuöu þjóðimar munu senda 1.440 hermenn til Persaflóa til að sjá um gæslu á hlutlausu svæði milli íraks og Kúvæts. Tyrkland: 36 GRIKKIR LÁTA LÍFIÐ Þrjátíu og sex grískir túristar, þar af fimm börn, létust í Istanbúl í Tyrklandi í gær þegar rúta sem þeir voru í varð alelda á skömmum tíma. Atburðurinn átti sér stað þegar túristarnir voru að leggja upp í skoðunarferð um Istanbúl. Sextíu og fimm manns höfðu komið sér fyrir í rútunni þegar eldur gaus upp í henni en rútan var tveggja hæða og skrásett í Grikklandi. Bú- ið var að loka dyrum rútunnar og komust farþegarnir ekki út. Menn voru ekki sammála um upp- tök eldsins. Bílstjóri rútunnar sagði að um íkveikju hefði verið að ræða og brennuvargur hefði komið inn í rútuna og farið rakleiðis upp á aðra hæð rútunnar og kveikt þar í með bensíni. Yfirmaður slökkvi- liðsins, sem réð niðurlögum elds- ins, sagði að ekki hefði verið um íkveikju að ræða og upptök eldsins hefðu verið í eldhúsinu á neðri hæð rútunnar. Reuter-SÞJ Sovétríkin: Georgía lýsir Þing Georgíu lýsti formlega yfir sjálfstæði lýðveldisins í gær en yfir- lýsingin felur ekki f sér úrsögn úr sovéska ríkjasambandinu. Yfirlýs- ingin gerir ekki ráð fyrir fullu sjálf- stæði eins og gert er ráð fyrir í sjálf- stæðisyfirlýsingu Litháens heldur ætla Georgíubúar að vinna að fullu sjálfstæði í áföngum eins og sjálf- stæðisyfirlýsingar Lettlands og Lit- háens gera ráð fyrir. Eystrasaltsrík- in lýstu yfir sjálfstæði í fyrra. Mikill fögnuður greip um sig með- al íbúa Tibilisi, höfuðborgar lýðveld- isins, eftir að þingið hafði samþykkt sjálfstæðisyfirlýsinguna. Fólk faðm- aðist á götum úti og ökuþórar þeyttu horn sín. í gær voru nákvæmlega tvö ár síðan sovéski herinn kæfði niður mótmæli sjálfstæðissinna með þeim afleiðingum að tuttugu manns létust. Sjálfstæðisyfirlýsing lýðveldisins er nokkurt áfall fyrir Gorbatsjov Sovét- forseta. Gorbatsjov hefur legið undir gagnrýni frá harðlínumönnum inn- an kommúnistaflokksins fyrir að setja ekki neyðarlög á í héraðinu Suður-Ossetíu í Georgíu en þúsund- ir hafa látist í átökum milli Ossetíu- yfir sjálfstæði búa og annarra Georgíubúa en Os- setíubúar vilja ekki sjálfstæði iýð- veldisins. Sovéski herinn hefur styrkt sveitir sínar í Suður-Ossetíu og hefur forseti Georgíu hótað alls- herjarverkfalli í Iýðveldinu ef herinn fer ekki í burtu. Menn telja að spennan sem hefur verið í lýðveld- inu hafi flýtt fyrir sjálfstæðisyfirlýs- ingunni. Yfir 90% þeirra sem greiddu atkvæði í nýafstaðinni þjóð- aratkvæðagreiðslu í Georgíu sögð- ust fylgjandi sjálfstæði lýðveldisins. Gorbatsjov vill að teknar verði upp víðtækar viðræður við þau lýðveldi sem vilja sjálfstæði sem geti tekið allt að fimm ár og síðan verði það í höndum sovéska þingsins að taka lokaákvörðun um hvort þau eigi að fá sjálfstæði en Eystrasaltslýðveldin hafa hafnað þessu og nú Georgía. í Georgíu búa um fimm milljónir manna. Lýðveldið nær frá Kákasus- fjöllum til Svartahafsins og er mikil- vægt landbúnaðarhérað. Lítill iðn- aður er stundaður í lýðveldinu en sovéski iðnaðurinn nýtur góðs af hafnaraðstöðu lýðveldisins við Svartahaf og góðu járnbrautarkerfi. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.