Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. apríl 1991 Tíminn 7 u liVVV V.LVLVL1 LV Asta R. Jóhannesdóttir: Umönnunarbætur eru sanngirnismál Nú þegar þinghaldi er lokið á þessum vetri sakna ég þess að sjá ekki ný lög um almannatryggingar hljóta afgreiðslu. Við búum við 20 ára gömul lög í þessum málaflokki og hafa verið gerðar yf- ir 60 breytingar á lögunum frá upphafl. Þegar svo oft eru gerðar breytingar á lögum vill myndast ósamræmi á lögunum í heild sinni. Þess vegna var orðið mjög brýnt að við fengjum ný lög um almannatryggingar. Árið 1987 var skipuð nefnd sem vann að endurskoðun laganna og iauk hún störfum á síðasta ári. Samstaða náðist ekki um frum- varpsdrög nefndarinnar og var frumvarpið því ekki lagt fram. Ekki ölmusa Við endurskoðun laganna var það haft að leiðarljósi að auka ekki út- gjöld trygginganna heldur færa frá þeim sem betur mega sín til hinna sem raunverulega þurfa á al- mannatryggingum að halda. Hlut- verk almannatrygginga á að vera að tryggja ákveðna lágmarksaf- komu þegnanna, en ekki að vera uppbót á þokkalegar tekjur. Al- gengt er að eldra fólk vilji ekki sækja um tryggingabætur og leggi það að jöfnu við það sem áður fyrr var kallað að fara á sveitina eða þiggja af hreppnum. Almanna- tryggingabætur eru ekki ölmusa heldur réttur sem við eigum öll. Þetta er samtryggingin í þjóðfélag- inu sem við greiðum öll til, sá bak- í starfi mínu hjá Trygg- ingastofnun verð ég til- finnanlega vör við það hve núgildandi lög eru óréttlát gagnvart þeim sem annast fatlaða eða sjúka í heimahúsum. Nú er unnt að sækja um makabætur fyrir þann sem annast sjúk- an eða fatlaðan maka í heimahúsi. Það er einnig sjálfsagð- ur réttur sjúkra að fá að dvelja heima eða í samvistum við sína nánustu eins lengi og unnter. Samfélagið á að stuðla að því. hjarl sem við höfum þegar eitthvað bjátar á. Núgildandi lög óréttlát f starfi mínu hjá Tryggingastofn- un verð ég tilfinnanlega vör við það hve núgildandi lög eru óréttlát gagnvart þeim sem annast fatlaða eða sjúka í heimahúsum. Nú er unnt að sækja um makabætur fyr- ir þann sem annast sjúkan eða fatl- aðan maka í heimahúsi. Hinir fjöl- mörgu sem eru frá vinnu vegna umönnunar sjúkra eða fatlaðra foreldra eða ættingja hejma eiga engan rétt, né heldur þeir sem annast sjúk eða fötluð uppkomin börn sín heima. Eina leiðin til að fá einhverja aðstoð er að hinn sjúki fái einhverja uppbót á lífeyri sinn vegna þarfar á umönnun. Uppbót- in er aldrei nema brot af kostnaði vegna umönnunarinnar. Það er því réttlætismál að þeir sem annast umönnun sjúkra eða fatlaðra í heimahúsi fái greidd laun fyrir það í formi umönnunarbóta úr al- mannatryggingakerfinu. Réttur sjúkra að dvelja heima Það er einnig sjálfsagður réttur sjúkra að fá að dvelja heima eða í Ásta R. Jóhannesdóttir skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. samvistum við sína nánustu eins lengi og unnt er. Samfélagið á að stuðia að því. Það kostar mun meira að dveljast á stofnun en að greiða umönnunarbætur þeim sem tekur að sér slík umönnunar- störf heima. Undir þennan bóta- flokk myndu svokölluð veikinda- börn einnig heyra. Góð tillaga í nýja frumvarpinu er kveðið á um nýjan bótaflokk, umönnunar- bætur, sem kemur í stað maka- bóta, barnaörorkustyrks og greiðslu vegna 10. greinar laga um málefni fatlaðra. Umönnunarbót- unum er skipt annars vegar vegna fatlaðra og sjúkra barna þar sem gert er ráð fýrir að greiða framfær- endum barna, sem eru innan 16 ára aldurs og dvelja í heimahúsi, allt að 43.450 kr. á mánuði (miðað við júlí 1990). Hins vegar eru umönnunarbætur vegna elli- og örorkulífeyrisþega, sem er útvíkkun á makabótum í núgildandi lögum. Þá er bótarétt- urinn ekki bundinn við maka, heldur þann sem heldur heimili með og annast elli- og örorkulíf- eyrisþega og getur af þeim sökum ekki stundað nema takmarkaða vinnu utan heimilis. Forgangsmál næsta þings Það verður að vera eitt af fyrstu verkum nýs Alþingis að koma þess- um þörfu breytingum í lög. Það getur skipt sköpum um hag fjölda einstaklinga og fjölskyldna. Til þess að það geti orðið þurfa ákvæði um málefni fatlaðra að koma inn í almannatryggingalögin. Umönn- unarbæturnar eru sanngirnismál sem verður að hafa forgang. Páll Sigurjónsson, Galtalæk: Til hvers aö fella ríkisstjórnina? f ljósi þess að núverandi ríkisstjórn hefur ekki haft nema tvö og hálft ár til starfa kann að virðast undarlegt að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum. Einkum m.t.t. þeirrar stöðu sem var er Sjálf- stæðisflokkurinn sprakk á limminu. En stjórninni hefur tekist að koma ótrúlega miklu í verk á þessum stutta tíma. Það er ef til vill rétt að rifja upp hættur sem af þessu frjálshyggju- hvernig ástandið var. Eftir að írafár- ið greip um sig í Sjálfstæðisflokkn- um út af Hafskipsmálinu og Albert var sparkað útbyrðis, rétt fyrir síð- ustu kosningar. í kjölfar þess kom upp sú staða að ekki reyndist unnt að mynda stjórn nema þrír flokkar tækju þar þátt. Undir forsæti þáver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar, var með þátt- töku Alþýðu- og Framsóknarflokks mynduð ríkisstjórn. Sú stjórn ent- ist í eitt og hálft ár, þ.e.a.s. fyrri hluta kjörtímabilsins. En sprakk með háum hvelli eftir hávært tal um rýtingsstungur og fleira í þeim dúr. Þar sem ósamlyndi alþýðu- flokks- og sjálfstæöismanna var orðið með fádæmum. En það var, ásamt ótta þeirra síðarnefndu við að taka á efnahagsmálum, eftir að sýnt var hvert frjálshyggjubröltið leiddi, orðið þvílíkt að ekki varð við unað. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki fær um að taka á vandanum. Og því fór sem fór. Hitt er aftur á móti verra, að hann heldur sig enn við þau „hagvísindi" sem öllu riðu hér á slig á fyrrihluta kjörtímabils- ins. Dómur íhaldsins var sá að allir at- vinnuvegir væru að sigla í strand. Atvinnulevsi seinni hluta vetrar vrði á bilinu 10-20%. Yerðbólgan á hraðri uppleið og fjármagnskostn- aður sömuleiðis. Þáverandi utanrikisráðherra, Steingrímur Hermannsson. benti margsinnis á þessum tíma á þær fári mundu hljótast. Fræg er sam- líking hans á þessu ástandi: „Róm brennur". Þegar fólk metur stöðu sína nú er skylt að hafa í huga að sá dómur íhaldsins um eigin stjórnarforystu var því miður réttur. Með stórfelld- um millifærslum fjármuna og hörðu aðhaldi í kaupgialdsmálum og verðlags, samfara aðgerðum til vaxtalækkana, tókst þó að afstýra Fráleitt væri þaö keppi- kefii að losna við stjóm- ina, nema meiningin sé að taka upp aðra stefriu. Stefnu fijáls- hyggjunnar, stefriu sem reynd var í eitt og hálft ár í byrjun þessa kjör- tímabils. Stefnu hruns og hremminga, upphaf þeirrar gjaldþrotabylgju er síðan hefur riðið yfir þjóðina með öllum sín- um hörmungum. Ég vil nú biðja fólk um að rifja upp til hvers hún leiddi, áður en stjómarforystu Framsóknarfiokksins er fómað. þeirri vá er fýrir dyrum var og þar með leggja traustan grunn að þjóð- arsáttinni margnefndu. En hún byggðist á því að forsvars- menn aðila vinnumarkaðarins treystu ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar til þess að standa vörð um þá sætt er gerð var og ríkis- stjórnin hafði lagt grunn að með starfi sínu. Þrátt fyrir allar hrakspár stjórnar- andstöðunnar, tilraunir til skemmdarverka, yfirboð og ábyrgð- arleysi, misnotkun valda og áhrifa á peningamarkaðnum, sem lýsir sér hvaö best í þráa við vaxtaleiðrétt- ingar í kjölfar lækkandi verðbólgu, þá lifum við nú hagstæðustu skil- yrði hvað verðbólgusamanburð við nágrannalöndin áhrærir, allt frá stríðslokum. Það er staðreynd að þetta markmið gat aðeins náðst með því móti að þjóðin færði veru- legar fórnir á altari stöðugleikans. Fórnir sem munu skila sér í bætt- um hag á næstu misserum, fái nú- verandi stjórn umboð til áfram- haldandi starfa á þessum nótum. Annað undrunarefni og ekki minna er það að Sjálfstæðisflokkur- inn rekur þessa kosningabaráttu á einu atriði með eina kröfu. En það er að fella ríkisstjórnina og í kjölfar þess fá í sinn hlut ráðuneyti sjávar- út\’egsmála. Maður hlýtur að spyrja: Til hvers að fella ríkisstjórnina? Af hverju að komast í sjávarútvegsráðuneytið? Eru sjálfstæðismenn kannski and- vígir þjóðarsáttinni eða forsendum hennar? ímynda þeir sér að minnk- andi fiskgengd sé afleiðing en ekki orsök hertrar stjórnunar fiskveiða? Af því mér er illa við að hafa menn vísvitandi fyrir rangri sök vil ég taka fram að ég gleymdi áðan hinu stefnumiðinu, sem er að selja rás 2. Fráleitt væri það keppikefli að losna við stjórnina, nema meining- in sé að taka upp aðra stefnu. Stefnu frjálshyggjunnar, stefnu sem reynd var í eitt og hálft ár í byrjun þessa kjörtímabils. Stefnu hruns og hremminga, upphaf þeirrar gjaldþrotabylgju er síöan hefur riðið yfir þjóöina með öllum sínum hörmungum. Ég vil nú biðja fólk um að rifja upp til hvers hún leiddi, áður en stjórnarforystu Framsóknarflokksins er fórnað. Eitt fremur ööru veldur mér þó áhyggjum. En það er sú stefna Sjálfstæðisflokksins að láta ekki neitt uppi um afstöðu sína til EES. Annað hvort er þar um að ræða málamiðlun ólíkra skoðana innan flokksins eöa menn þar á bæ þora ekki vegna kjósenda að láta skoðun sína í Ijós, umfram varlegar greinar eða loðin ummæli einstakra fram- bjóðenda. Vissar blikur eru þó á lofti um að meira hafi verið rætt um þessi mál og jafnvel af fleirum en núverandi ríkisstjórn. Því naum- ast væru uppi fréttir eins og bárust á öldum ljósvakans nú eitt kvöldið um að menn í Brússel geri kröfur um styrkingu þjóðvega hér á landi svo unnt sé að auka heildarþunga ökutækja. Og þó ég hafi ekki á móti sterkari og betri vegum, fremur en annað landsbyggðarfólk, orkar þessi krafa á mig sem gróf íhlutun í innanríkismál lýðveldisins íslands. Svona krafa gæti ekki komið fram nema menn þar á bæ telji sig sjá mjög miklar líkur á umsókn um að- ild. En aðild að EB er jafngildi tíma- bilsins frá 1874 til 1918 í stjómar- farslegu tilliti. Því til sönnunar nægir að minna á yfirtöku Hollend- inga á dönskum landbúnaði og næsta vonlitla baráttu Dana við að halda í heiðri mun strangari kröf- um hvaö eiturefni varðar en EBE gerir. Ljóst er því að einstakar ríkis- stjórnir aðildarríkjanna verða að lúta vilja hins yfirþjóðlega valds í þeim málum sem „Samveldisráðið" kýs að reka fram. Það fólk sem á nægan metnað til að bera, metnað um frjálst, fullvalda ríki á íslandi, getur ekki með góðri samvisku annað en kosið X-B gegn EB. Því önnur raunhæf stjórnmálaöfl hafa ekki séð ástæðu til þess að gera hreint fýrir sínum dyrum. Og þrátt fyrir að fólk trúi að sjálfstæði þjóðar glatist ekki með aðildarsamningn- um væri næsta furðulegt ef þjóðir utan Evrópu svöruöu ekki toll- múrakerfi EES með viðlíka hætti. Þegar það gerist höfum við látið loka okkur frá mikilvægum við- skiptalöndum, svo sem Japan, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Vegna þess að um leið og við tengj- umst EES gilda lög bandalagsins með tillitt til viðskipta út fyrir svæðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.