Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 12. apríl 1991 Föstudagur 12. apríl 1991 Tíminn 9 Rannsókn gerð af Aðalsteini Sigfússyni sálfræðingi á óhugnanlegum þætti mannlífsins: KYNFEMHSOFBELM GEGN BÖRNUM OFTASTINNAN FJÖLSKYLÐUNNAR Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum er ekki nýtt þjóðfélagslegt vandamál, það hefur sennilega alltaf verið til. Talið er að allt að ein stúlka af hverjum átta og einn drengur af hverjum tíu verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi á uppvaxtarárum sínum. Löngum var talið að kynferðislegt ofbeldi ætti sér aðeins stað meðal þeirra sem minna máttu sín í þjóðfé- laginu, en það er fjarri sanni. Kynferðislegt ofbeldi virðist eiga sér stað í öllum stéttum án tillits til efnahags eða greindar. Á undanförnum árum hefur athygli fólks á þessu alvarlega vandamáli verið að aukast og samfara því hefur tíðni afbrota, sem eru tilkynnt Félagsmálastofnun Reykjavíkur, barnaverndarnefndum eða öðrum aðilum sem hafa með slík mál að gera, aukist. Auk þess sem tilkoma Stígamóta, ráðgjafar- og fræðslumiðstöðvar um kynferðislegt of- beldi, gert það að verkum að þessi mál koma æ oftar fram í dagsljósið. Skýrsla um rannsókn á kynferðislegu of- beldi gegn börnum og unglingum, sem Að- alsteinn Sigfússon, sálfræðingur fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur (FR), hefur unnið, var nýlega gefin út. í henni er að finna ýmsar athyglisverðar upp- lýsingar. Rannsóknin beindist að meintum kynferðisafbrotamálum sem bárust fjöl- skyldudeild Félagsmálastofnunar á tímabil- inu janúar 1983 til og með mars 1990. Um var að ræða sjötíu og sex börn og unglinga í sextíu og einu máli. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegund- ar sem unnin er hér á landi. Aðalsteinn seg- ir í lokaorðum skýrslunnar að tíðni kyn- ferðisafbrotamála séu mun hærri en rann- sóknin segir til um og telur hann að þær þær upplýsingar um fjölda mála sem koma fram endurspegli fyrst og fremst getu al- mennings og fagfólks til að taka við málum að þessu tagi. Fjöldi mála til mcðferðar aukist verulega í rannsókninni kemur fram að á því tíma- bili sem hún nær yfir hefur fjöldi mála auk- ist verulega, eða frá einu máli sem tilkynnt var FR árið 1983 í 24 mál sem tilkynnt voru árið 1989. En á því tímabili tók til starfa sér- hæfður hópur innan FR sem hafði með meðferð þessara mála að gera. Aðalsteinn Sigfússon segir að greinilegt sé með þessu að þjónustan sýni fram á vandamálið, þann- ig að ef engin þjónusta er fyrir hendi er vandamálið falið. Árið 1985 barst einnig eitt slíkt mál til FR og hafði það með eitt barn að gera, árið 1986 bárust 4 mál vegna 7 barna. Árið 1987 bárust FR 6 mál vegna 9 barna, en árið 1988 jókst fjöldi mála verulega og þá bárust FR 20 mál til meðferðar vegna 23 barna, árið 1989 bárust 24 mál vegna 27 barna og á fyrstu þrem mánuðum ársins 1990 bárust 5 mál vegna 8 barna. Niðurstöður athugunar á réttmæti til- kynninga eru þær, að í 60,3% tilvika er ör- ugglega um kynferðisafbrot að ræða, í 27,4% ríkir óvissa og í 12,3% er ekki um : Eftir 1 ■: Guðrúnu 'W' 2«^ vhi Eriu Ólafsdóttur ... kynferðisafbrot að ræða. Drengir eru 21,1% meintra þolenda, en stúlkur 78,9%. Það var ekki fyrr en á árinu 1988 sem fór að bera á því að þeir eru einn- ig þolendur kynferðislegrar áreitni og þess verður sérstaklega vart árið 1989 þegar hlutfallið er 1:2. Það virðist því rangt að ætla að drengir séu í minni hættu en stúlk- ur við umræddar kringumstæður, segir í skýrslu rannsóknarinnar. í lögum um vernd barna og ungmenna frá árinu 1966 er heimild til að fela félagsmála- / ráði verkefni barnaverndarnefnda að nokkru eða öllu leyti. Samkvæmt reglugerð menntamálaráðherra frá 1970 um verka- skiptingu milli félagsmálaráðs og Barna- verndarnefndar Reykjavíkur fer barna- verndarnefnd með úrskurðarvald í alvarleg- um barnaverndarmálum. Félagsmálaráð fer hins vegar með þessi mál í umboði ráðsins og er því öllum barnaverndarmálum sem berast Barnaverndarnefnd Reykjavíkur vís- að beint til könnunar og meðfeiðar í fjöl- skyldudeild, segir í skýrslu rannsóknarinn- ar. Meint ofbeldi oftast tilkynnt af fjölskyldumeðlimi Rannsóknin sýnir að í rúmlega 60% tilfella er það skyldmenni barnsins sem tilkynnir barnaverndarnefnd meint kynferðislegt of- beldi. í aðeins tæplega 14% tilfella er um opinbera tilkynningaraðila að ræða. I skýrslu um rannsóknina segir Aðalsteinn að mikill misbrestur sé á því að barnavernd- arnefndir á landinu sinni því starfi sem þeim er ætlað á viðunandi hátt, en í lögum um vernd barna og unglinga er kveðið á um að það sé skylda þess aðila sem kemst að því að verið sé að leiða barn á siðferðislega glapstigu o.s.frv., að tilkynna það barna- verndarnefnd þar sem barnið er. „Ekki er hægt að ætlast til þess að um virka tilkynningaskyldu verði að ræða nema að nefndirnar hafi áunnið sér traust í aug- um þeirra sem lagagreinarnar höfða til. Það er því í raun ekki hægt að ætlast til að al- menningur/opinberir aðilar sinni skyldum sínum um tilkynningar nema barnavernd- arnefndir hafi skipulagt starfsemi sína þannig að trúverðugt sé. Almennt er mikill misbrestur á þessu, enda eru u.þ.b. tvö hundruð nefndir í landinu öllu, flestar þekkingarsnauðar um málefni barna og án starfsmanna." Segir Aðalsteinn í skýrsl- unni. Kynferðislegt ofbeldi innan fjölskyldu mun aigengara og stendur lengur yfir í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að í þeim málum sem hún nær yfir er í 63,1% tilfella um kynferðislegt ofbeldi innan fjölskyldu að ræða og í 36,9% um kynferðislegt ofbeldi utan fjölskyldu. Áreitnitími er að meðaltali 1,54 ár. Þegar um er að ræða kynferðislegt ofbeldi innan fjölskyldu er hann 5,6 ár en 2 mánuðir þeg- ar um kynferðislegt ofbeldi utan fjölskyldu er að ræða. Kynfeður og stjúpar eru tíðustu gerend- urnir. En í þeim 67 málum sem um ræðir voru gerendur kynferðislegs ofbeldis í 23 ^tilfellum kynfaðir, 10 tilfellum stjúpi, en hafa verður í huga að þeir eru hlutfallslega mun færri í þjóðfélaginu en kynfeður og má því ætla að algengara sé að stjúpfeður mis- noti börn innan fjölskyldu en kynfeður. í 10 tilfellum var gerandi nágranni, 5 tilfellum óþekktur aðili, 2 tilfellum afi, 1 tilfelli bróð- m ir, 1 tilfelli fósturfaðir, 1 tilfelli fósturbarn, 1 tilfelli skyldmenni fósturforeldra, 1 tilfelli frændi, 1 tilfelli vinur móður, 5 tilfellum aðrir en ofangreint og í 4 tilfellum var ger- andi óskráður aðili. 59% barna sem beitt eru kynferðislegu of- beldi innan fjölskyldu eru tólf ára eða yngri, 37% sex ára eða yngri. Samsvarandi tölur um kynferðislegt ofbeldi utan fjölskyldu eru 74% eru tólf ára eða yngri og 9% eru sex ára eða yngri. Ýmsir erfiðleikar eru mjög áberandi á heimilum barna sem verða fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Hvað varðar ofbeldi innan fjöl- skyldu eru áfengisvandamál fyrir hendi í 61,5% tilfella, fjárhagslegir erfiðleikar í 79,3% og líkamlegt ofbeldi í 37,5%. Á mörgum heimilum barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi utan fjölskyldu eru einnig áberandi erfíðleikar; áfengis- vandamál 38,6%, fjárhagsvandi 47,1% og líkamlegt ofbeldi 30,0%. Kynferðisleg áreitni á sér stað oftar en einu sinni í 90% tilvika Rannsóknin leiðir í ljós að í aðeins 10% til- vika á áreitni sér stað í eitt skipti. í 90% á hún sér stað tvisvar eða oftar. Þetta á við hvort sem um er að ræða kynferðislegt of- beldi innan fjölskyldu eða utan. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinn- ar er áreitni alvarlegri og lengra gengið ef ofbeldið á sér stað innan fjölskyldu en utan. Þegar um er að ræða áreitni utan fjölskyldu er mest um káf og þukl, þreifingar á kyn- færum og myndatökur, en alvarlegri áreitni, sem tengist beint kynfærum ger- anda, er algengari innan fjölskyldu. „Þar skiptir að líkindum höfuðmáli stöðugt sam- neyti við barnið og sá tími sem gerandanum gefst til að þróa kynferðislega áreitni sína gagnvart því,“ segir í skýrslunni. í þrettán tilfellum hefur gerandi samfarir við barn, þar af átta sinnum innan fjöl- skyldu. í níu tilfellum er barn látið fróa ger- anda, þar af fimm sinnum innan fjölskyldu. í sjö tilvikum er fingur settur í leggöng, þar af sex sinnum innan fjölskyldu. Áreitni eins og þegar að limur er settur í endaþarm eða í munn barns gerðist í 2 tilvikum hvort og aðeins innan fjölskyldu. í 58,7% tilfella fer áreitni fram á heimili barnsins, en í 9,4% tilfella á heimili skyld- mennis, oftast föður. í öðrum tilfellum á of- beldið sér stað annars staðar. Gerendur viðurkenna sjaldnast verknaðinn í rannsókninni kemur í ljós að meðalaldur geranda er 35,8 ár, sá yngsti fimmtán ára, sá elsti sextíu og þriggja ára. Meðalaldur ger- enda innan fjölskyldu eru 29,1 ár þegar áreitni hefst, og 34,7 ár þegar áreitni lýkur, en meðalaldur gerenda utan fjölskyldu er 32,1 ár þegar áreitni hefst, en 35,8 ár þegar áreitni lýkur. Því er greinilegt að meðalaldur gerenda innan fjölskyldu er mun lægri, eða 8,7 árum, en gerenda utan fjölskyldu. Af sextíu og átta skráðum tilfellum viður- kenna aðeins tíu gerendur að þeir hafi beitt umrætt barn kynferðislegu ofbeldi. í sjö til- fellum er um að ræða áreitni innan fjöl- skyldu. í aðeins einu tilfelli er umrætt barn yngra en sex ára. Það er því mjög sjaldgæft að gerandi viðurkenni að hafa áreitt barn. Hér skal haft í huga að dómarar/dómsyfir- völd virðast aðeins fella dóm yfír geranda, liggi játning hans fyrir. í 31 af 71 skráðu máli er kært til Rann- sóknarlögreglu ríkisins, eða 43,7%. í mörg- um tilfellum kæra unglingarnir sjálfir eða foreldrar barna. Áframhald á stuðningi við þolendur og aðstand- endur tilviljanakennt Sú lífsreynsla sem barn verður fyrir þegar það er beitt kynferðislegu ofbeldi getur ver- ið ólýsanlega erfið og haft alvarlegar afleið- ingar fýrir sálarlíf þess og þroska. Þetta er lífsreynsla sem börnin þurfa yfirleitt að fara leynt með það sem eftir er ævinnar og hef- ur ekki aðeins sterka sektarkennd í för með sér heldur einnig í mörgum tilfellum sálar- kvalir sem aðeins verða bættar með mark- vissri og langvarandi meðferð. Þegar upp kemst í fjölskyldu að barn hefur orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi kemur oft upp mikil af- neitun og staðreyndum málsins er ekki trú- að. Jafnvel vill brenna við að fagaðilar taka á málinu sem um ímyndun sé að ræða, trúa því einfaldlega ekki. Því er mjög mikilvægt að þegar slík mál komast til meðferðar hjá fagaðilum þá sé þeim fylgt vel eftir og þeim sem hlut eiga að máli sé gefinn kostur á viðeigandi meðferð. Aðalsteinn Sigfússon segir að heilstætt meðferðarkerfi sem hefur með slík mál að gera skorti algerlega í þjóðfélaginu og að hugarfarsbreytingar sé þörf. „Möguleikar á aðgerðum eftir að rannsókn máls hefur farið fram eru mjög litlir. Það er greinilegt að við erum komin mjög stutt á veg með að þróa heilstætt meðferðarkerfi fyrir mál sem þessi. Það er ekki að sjá að um neina virka uppbyggingu sé að ræða í þjóð- félaginu, á þeim hluta sem lítur að sálfræði- legri meðferð og stuðningi eftir að kynferð- islegt ofbeldi er komið upp og fyrsta rann- sókn hefur farið fram, frekar er um tilvilj- anakenndar aðgerðir að ræða. Auk þess sem svo virðist sem að ekki sé um að ræða neina ákveðna stefnu hvað varðar dómsvald og lögreglu í þessum málum. Með aukinni faglegri umfjöllun og vinnu við að leysa ýmsa erfiðleika barna er því trú- legt að afbrotin gegn þeim komi betur í ljós og tíðni þessara mála aukist verulega. Mik- ilvægt er að líkamlegt og andlegt ofbeldi, gróf vanræksla og kynferðislegt ofbeldi séu ekki meðhöndluð og rætt um þau sem óskyld fyrirbæri í uppeldisaðstæðum barna, ekki er t.d. hægt að aðgreina þessa þætti þegar um kynferðislegt ofbeldi er að ræða,“ segir Aðalsteinn Sigfússon. ,. ■■ '. :.. .. . '7................ 7. . ... .. . ... , ' . . .. ......... . . . .,..■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.