Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 12. apríl 1991 Egyptar og Saudi-Arabar styðja svæðisbundna friðarráðstefnu: Baker ræðir við Sýrlandsforseta James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekist að fá stuðning Egypta og Saudi-Araba við svæðisbundna fríðarráðstefnu um Miðausturlönd. Hann fór til Sýrlands í gær en þarlend stjóm- völd hafa lýst yfir að þau vilji alþjóðlega fríðarráðstefnu og forsenda fríðar sé að ísraelsmenn farí frá herteknu svæðunum. Svæðisbundin friðarráðstefna úti- lokar aðild nokkurra ríkja, s.s. Bret- lands, Frakklands og Kína, sem mundu annars taka þátt ef um alþjóð- lega friðarráðstefnu væri að ræða. Sþ. mundu heldur ekki taka þátt í svæðis- bundinni friðarráðstefnu en fsraels- menn telja að Sþ. taki málstað Palest- ínuaraba. Sýrlendingar óttast hins vegar að ef Sþ. verði ekki með verði ályktanir samtakanna um brottför ísraelsmanna frá herteknu svæðun- um sniðgengnar. En Baker þarf að gera meira en að sannfæra Sýrlendinga. fsraelsmenn, sem hafa samþykkt svæðisbundna ffiðarráðstefnu, vilja ekki að Frelsis- samtök Palestínu (PLO) taki þátt í friðarráðstefnunni, hvorki á beinan né óbeinan hátt. Palestínuarabar telja hins vegar þátttöku PLO frumskilyrði til að af einhverri ráðstefnu geti orðið. Baker hefur farið þess á leit við ísra- elsk stjórnvöld að þau stöðvi landnám gyðinga á herteknu svæðunum en Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði á miðvikudaginn að landnám gyðinga á herteknu svæð- unum komi friðarviðræðunum ekk- ert við. Með þeim ummælum gaf hann í skyn að ísraelsmenn mundu ekki gefa herteknu svæðin eftir til að tryggja frið. Reuter-SÞJ James Baker, Bandaríkjanna. utanríkisráðherra Fullbúin hjólhýsi á tjaldvagnaverði Sýnum Predom hjólhýsin og kerrumar laugardaginn 13. apríl kl. 10,00-16,00. Höfum fengið takmarkað magn afþessum sívinsælu hjól- hýsum og kerrum sem selst hafa upp á skömmum tíma undanfarin ár. Komið og kynnið ykkur þær nýjungar sem í boði eru og tryggið ykkur hús eða kerru í tíma. Innifalið ■ verði húsanna: Svefnpláss fyrir 2-4, tveggja hellna gaseldavél, vaskur og vatnskútur m/rafmagnsdælu, inniljós, fataskáp- ur, 1-2 borð, salemisaðstaða, gardínur fyrir öllum gluggum, tvöfaldar rúður, stórt fortjald, sóllúga, burðarkassi fyrir gaskút og rafgeymi, sjálfvirkar bremsur, stuðningstjakkar á öllum homum og mjög öflug grind fyrir íslenskar aðstæður. Allt þetta á verði frá kr. 370,000,- . Hver býður betur? Predom hjólhýsi og kerrur Vélar & þjónusta Járnhálsi 2 ' Sími 83266 Ítalía: 139 FARÞEGAR LÁTA LÍFIÐ BÆNDASKOLINN HOLUM I HJALTAOAL STÚDENTAR — STÚDENTAR Brautarskipt búfræðinám: Bleikjueldi — Laxeldi — Eldi sjávarfiska — Vatnavistfræði — Ræktun fisks í ám og vötnum — Hrossarækt — Tamningar — Reiðmennska — Almenn búljárrækt — Sauðfjárrækt — Naut- gríparækt Valgreinar m.a.: Skógrækt Heimilisfræöi Tölvunotkun Sportveiöi Garörækt Rekstur smáfyrirtækja Inntaka í vor, verknám í sumar, námslok næsta vor. Góðrar starfsreynslu og færni krafist. Takmarkaður nemendafjöldi. Umsóknarfrestur til 1. maí. Umsóknarfrestur um 2ja ára búfræðinám til 10. júní. Snjall leikurtil undirbúnings háskólanáms. Hringið og fáið upplýsingar. HÓLASKÓLI Hólum í Hjaltadal. Sími 95-35962. STÁLGRINDARHÚS í Ólafsvík Fiskveiðasjóður Islands auglýsir til sölu einlyft stál- grindarhús, að Ennisbraut 36, Ólafsvík, ca. 335 m2. Húsið selst í því ástandi sem það er nú í. Tilboð óskast send á skrifstofu sjóðsins, Suðurlands- braut 4, Reykjavík, fyrir 22. apríl nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 679100. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands Suðurlandsbraut 4 • 155 Reykjavík ítölsk farþegafeija sigldi á ítalskt rísaolfuskip skammt undan vestur- strönd Ítalíu í fyrrinótt með þeim af- leiðingum að 139 manns af þeim 140 sem voru í ferjunni Iétust. Feij- an reif gat á síðu olíuskipsins og neistamir sem urðu við áreksturinn kveiktu í olíunni og ferjan varð alelda á skömmum tíma. Áhöfn olíuskips- ins sakaði ekki enda var olíuskipið tæp 100 þúsund tonn en ferjan var rúm 6 þúsund tonn. Ferjan, sem heitir Moby Prince, var í áætlunarsiglingu til eyjunnar Sardin- íu frá bænum Livomo sem er rétt hjá borginni Pisa á vesturströnd Ítalíu. Mjög mikil þoka var á þessum tíma og skyggnið var ekki nema fjórir til fimm metrar að sögn hafnaryfirvalda í Livomo. Einn maður úr áhöfninni komst lífs af og sagði hann að margir um borð hefðu verið að horfa á beina útsendingu frá knattspymuleik milli Barcelona og Juventus. Risaolíuskip- ið sem ferjan keyrði á heitir Agip Abmzzo og lá við ankeri rétt fyrir ut- an höfnina í Livomo en það beið þess að afferma um 82 þúsund tonn af ol- íu. Skipið er í 21 hólfum og rann olía úr einu þeirra við áreksturinn. Á olíu- skipinu er 36 manna áhöfn og reyndi hún í fyrstu að slökkva eldinn en réð ekki við neitt svo hún forðaði sér fljótlega í björgunarbát. Óvenjufáir vom um borð í ferjunni. Sextíu og átta manna áhöfn og sjötíu og tveir farþegar. Um sumartímann er ferjan oft fúll og geta þá verið allt að fimmtán hundmð manns um borð. Reuter-SÞJ Geimferðir: ÞRJATIU AR FRA FERD GAGARÍNS í dag eru nákvæmlega þrjátíu ár ferð enda hefur honum gefist lítill síðan Sovétmaðurinn Júrí Gagarín komst út í geiminn. Ferð hans, 12. apríl 1961, markaði mikil tímamót í sögu mannkynsins en hann var fyrsti maðurinn sem afrekaði það að komast út fyrir lofthjúpinn. Hann var aðeins rúma eina klukkustund í geimnum og flaug einn hring í kringum jörðina. Þetta var fyrst og fremst söguleg tími til rannsókna. Gagarín varð strax heimsfrægur og fyrstu árin eftir geimferðina vann hann sem nokkurs konar andlit sovésks hátækniiðnaðar en sneri sér síðan aftur að fluginu. Hann lést í flugslysi árið 1968 þeg- ar hann var að undirbúa sig undir aðra geimferð. Mikhail Chemyshov - SÞJ Fréttayfirlit Damascus - Talsmenn upp- reisnarmanna Kúrda sögöu aö fraskl stjómarherinn hefði ( gær ráölst á svæði sem væru undir stjóm uppreisnarmanna í norð- urhéruðunum og heföi stjómar- herínn beHt stórskotaliði, skrið- drekum og þyrium í árásinni. Tehran - Mjög mikið er um jarösprengjur við landamæri ír- aks og Tyrklands og íraks og ír- ans. Margir flóttamenn hafa særst eða látist eftir að hafa stig- iðáslíkarsprengjur. Genf - Yfirmaður flóttamanna- nefndar Sameinuöu þjóöanna i Genf sagði i gær að hjálparsam- tök Sþ. þyrftu aðstoö sem næmí rúmum 20 milljöröum króna á næstu þremur mánuðum ef tak- ast ætti að veita Kúrdum sæmi- iega aðstoð. NikÓSÍa - Heilbrigðismálaráð- herra fraks sagði i gær að upp- relsnarmenn hefðu eyðilagt eða stolið lyfjum og læknistækjum að jafnviröi 320 milljóna dollara. Er- lendir læknar sem hafa kynnt sér ástandið í irak segja að farsóttir eigi eftir aö gjósa upp í landinu. Damascus - James Baker, ut- anríkisráðhema Bandaríkjanna, fór fra Egyptalandi til Sýrlands í gær. Egypsk stjómvöld sam- þykktu með fýrirvara svæðis- bundna friðarráðstefnu um Mið- austuríönd. Sýríensk stjómvöld lýstu yfir áður en Baker kom tíl landsins aö ísraelsmenn yrðu að fara að ályktunum Sþ. um að skila aftur herteknu svæðunum. Livomo, Ítalíu - itölsk áætiun- arferja keyrði á ítalskt risaolíu- skip sem lá við ankeri réttfyrír ut- an höfríina f Livomo í gær. Olía lak úr olíuskipínu og kviknaði f henni og feijan varö alelda á skömmum tíma. 139 manns af 140 sem voru í féijunni létust en áhöfn olíuskipsins sakaði ekki. Genúa, Ítalíu - Sprenging varð (gær i tæplega 110 þúsund tonna kýpversku risaotíuskipi skammt norövestur af ftölsku borginni Genúa. A.m.k. þrír létu lifió. Lome - Talsverðar óeirðir hafa geisað í Lome, höfuðborg vest- urafríkuríkisins Togo. Talið er að allt aö 20 manns hafi látist (átök- um mótmælenda við her og lög- reglu en fólkið krefst aukins iýð- ræóis. Moskva - Verkamenn í Minsk, höfuöborg Hvíta Rússlands, hófti störf að nýju i gær en leið- togar verkamannanna aflýstu verkfallínu eftir að leiðtogar lýð- veldisins samþykktu að ræða við þá um efnahags- og stjómmála- kröfur þeirra. Viðræðumar he§- ast í dag. Jerúsaiem - u.þ.b. miiijón sov- éskra gyðinga, sem fengið hafa leyfi til að flytjast búféríum tíl (sraels, hafá frestað för sinni þangað vegna miklls atvinnu- leysis f landinu, að sögn ísra- elsks embættismanns. Bliíssel - Helstu yfirmenn Atl- antshafsbandalagsíns (NATO) hófti í gær tveggja daga fund um framtiðarhlutverk bandalagsins. Edwardsflugstöðin, Kali- fomíu - Geimfeijan Atíantís lenti í gær á Edwardsflugvellin- um í Kaiifomíu eftir sex daga leiðangur. Hún áttí að lenda i gær en fresta varð lendingunni vegna mikflla vinda Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.