Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. apríl 1991 Tíminn ffffl Tilkynning frá I S | Bílastæðasjóði 'I' Reykjavíkur Samkvæmt ákvörðun borgarráðs frá 15. janúar er gjaldskylda í stöðumæla frá kl. 10.00 til 16.00, mánud.-föstud. til nk. áramóta. Sama gildir um númeruð stæði, þar sem fjölmælar eru. Tímamörk eru hins vegar óbreytt í bílageymslu- húsum, Bakkastæði og Tjarnargötustæði. Gatnamálastjóri. Sumarhjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 og 84844 Bændur Tvöfaldir plastvaskar á löppum kr. 15.280,- með botnstykki, tilvaldir í mjólkurhúsin. Einnig járn í grindur undir skepnur 1,6x1,6 sm. Þakstál á 800 kr. m2 og margt fleira. LINDIN H/F BÍLDSHÖFÐA 18 Sími 82422 (Gunnar) BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir I sveiganlegri keðju hringinn í kringuin landið Bflaleiga nieö útibú allt í kringum landiö, gera þér möguiegt að leigja bíl á cinum staö og skita honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks -rr Reykjavík: 91-686915 Akurejri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjöröur: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR George Harrison og Olivia ættleiða rúmenskan dreng Oliviu Harrison rann svo til rifla aðbúnaður rúmenskra bama á mun- aðarieysingjahælum að hún ákvað að gera eitthvað í málinu. Og hún hefur látið hendur standa fram úr ermum síðan, með dyggum stuðningi manns síns. Oiivia Harrison, kona bítilsins George, fór til Rúmeníu skömmu eftir aö landið opnaðist til að kynna sér aðbúnað rúm- enskra bama og er skemmst frá því að segja að hún varð svo mið- ur sín vegna þess sem hún sá að hún hefur síðan verið önnum kafin við að vekja athygli á hög- um þessara bama og safna fé til að bæta hag þeirra. En Olivia sýnir líka hug sinn í þessum málum á nærtækari hátt. Hún og maður hennar eru nú sögð hafa ákveðið að ættleiða sjö ára gamlan rúmenskan, heyrnar- lausan dreng, Vasile Gamman, og ala hann upp á heimili sínu, Friar Park í Henley-on Thames. Þau trúa nefnilega því að ást sé allra meina bót og Vasile hefur svo sannarlega farið á mis við ást sína stuttu ævi. Vasile hefur flækst frá einu munaðarleysingjahælinu á annað frá fæðingu þegar bláfátæk móðir hans neyddist til að skilja hann eftir þar sem hann var kominn. Hún á tvö önnur börn, 5 ára dótt- ur og 11 ára son, og er sögð hafa fallist á ættleiðinguna, sem Olivia og George eiga að hafa sótt um í Cimpina, þar sem Vasiie var í 3 ár á einu hælinu. Góðgerðafélagið Áskorun vegna rúmenskra barna, sem Olivia er hvatamanneskja að og í forsvari fyrir, var stofnað í aprfl í fyrra. Hún var ekki ein að verki því að til liðs við sig fékk hún konur hinna bítlanna, Lindu McCartn- ey, Yoko Ono og Barböru Bach — auk Eltons John. Markmið félags- ins er að endurbæta munaðar- leysingjahælin í Rúmeníu og þau leggja öll hönd á plóg til fjáröfl- unar. Olivia varð skelfingu lostin þeg- ar hún sá með eigin augum hvernig farið var með þessa varn- arlausu einstaklinga í ríki Ceaus- escus og segir að það sem fyrir augu bar hafi verið sambland „af brotum úr hryllingssögu og yfir- gefnum foreldraleysingjum". „Ég er móðir og húsmóðir fyrst og fremst og það var hörmulegt að sjá þaö sem er að gerast í Rúmeníu. Það er hræðilegt að sjá að þjáningar geta rist svo djúpt, að mannlegt afskiptaleysi geti náð svo langt. Þessi börn hafa enga hugmynd um hvar þau eru. Ég vildi að hvert einasta þeirra eignaðist fjölskyldu," segir Olivia. Þegar Vasile kemur til Bretlands eignast hann líka bróður, Dhani, 12 ára son þeirra Oliviu og Ge- orges. Vasile Gamman hefur komið til Bretlands áður og er sjónvarpsáhorfendum þar vel kunnur. Hann kom þangað fýrir ári til að vekja athygli á vanræktum rúmenskum munaðarieysingjum og vann hjörtu allra þeirra sem sáu hann og heyrðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.