Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 12. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson v Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrífstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, rítstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hreinskilni Sveins Andra Einn af dyggustu stuðningsmönnum Davíðs Odds- sonar, Sveinn Andri Sveinsson borgarfulltrúi, iýsir í blaðagrein hrifningu sinni á þeirri hugsjón flokksfor- mannsins að ísland verði komið í Evrópubandalagið árið 2000. Sveinn Andri tekur aldamótaspá Sjálfstæðisflokks- ins alvarlega sem von er. Af máli hans er ljóst að hann telur hamingju íslendinga komna undir aðild að Evr- ópubandalaginu. Andstöðu gegn slíkri fyrirætlun kallar borgarfulltrúinn framsóknarmennsku og vísar þá til samþykktar flokksþings Framsóknarflokksins, þar sem hafnað er skilyrðislaust hugmyndinni um aðild að EB. Þessi dyggi samherji Davíðs Oddssonar lýsir viðhorf- um sínum þannig: ,Andstæðingar Evrópubandalagsins hafa einkum beitt tveimur röksemdum gegn aðild. Annars vegar komi ekki til greina að hleypa erlendum ríkjum inn í fiskveiðilögsögu landsins og hins vegar sé ekki unnt að fallast á það að íslendingar séu settir undir eitt- hvert yfirþjóðlegt vald.“ En þessum röksemdum afneitar forystumaður ungra sjálfstæðismanna m.a. á eftirfarandi hátt: ,Að mínu mati er síðara atriðið dæmigert fyrir kot- ungshátt framsóknarmanna... Menn skyldu hafa í huga eðli bandalagsins og markmið Rómarsáttmál- ans. Til að styrkja Evrópu sem eina heild markaðslega og auka hagvöxt í aðildarríkjunum eru allar við- skiptalegar hindranir milli landanna fjarlægðar og svæðið gert að einu markaðssvæði... stofnanir banda- lagsins verða að vera sterkar til að tryggja framgang markaðarins og tilgang Rómarsáttmálans... Andstaða við yfirþjóðlegar stofnanir er í raun andstaða við frelsið fjórþætta.“ Eftir þennan lofsöng um ágæti Rómarsáttmálans er varla við öðru að búast en að lokaorð Sveins Andra verði eftirfarandi: „Það er þ>ví ljóst að með aðild að Evrópubandalaginu tækju Islendingar stórt skref inn í nýja öld frjálsræðis og framfara. Það sem meira er, aðild að Evrójiubandalaginu yrði banabiti framsókn- armennsku á íslandi.“ Þessi grein Sveins Andra Sveinssonar, hins nána samstarfsmanns Davíðs Oddssonar, lýsir skilmerki- lega viðhorfum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Hún er rétt túlkun á þeim tilfinning- um, sem liggja til grundvallar hugsjóninni í alda- mótaspá flokksins um að ísland verði aðili að Evrópu- bandalaginu eftir 8-9 ár héðan í frá. E.t.v. er ekki ástæða til að láta sér blöskra málflutn- ingur Sveins Andra, allt eins mætti þakka honum hreinskilnina. Hins vegar er grein borgarfulltrúans áminning um að vara þjóðina við óhreinskilni Davíðs Oddssonar í þessum málum í kosningabaráttunni. Hann hefur að vísu sýnt sig að vera heldur slappur í landsmálunum almennt, en fólk ætti að varast að taka það sem sinnaskipti, þótt forysta íhaldsins sé af- slepp og óhreinskilin í Evrópumálunum. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að aðild að Evrópu- bandalaginu. Um það vitnar m.a. grein Sveins Andra Sveinssonar borgarfulltrúa. ca » * * * m a *•. * * m f*. » e."rr n. g; e. «•' n n a \ ’i. i \ n * Undarlegur felnlelkur hefur ein- kennt }>að seœ af er þessarj kosn- ingabaríftu, vegna þess að Sjálf- stœóisflokkurlnn hefur neltað aó væri sérstakur gestur f gamal- kunnum þætti í ríkisútvarpinu, „Kvöldstund f dúr og moll". Þorsteini Pálssyni og Eggert Nú er komið upp annað dæmi um útrúlega pðiitíska lágkúru, sem rök benda tfl að sé ættuð frá einum varaborgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Það erkrafa sem komin er fram um að að dæma, munu þeir ekki fá að eiga kvöldslund með formanni Sigrún er gift Páli Péturssyni að góðgerðarstarfsemi. Auglýsing um fund, sem Ðavíð hyggst halda annað kvðld á Hútel Selfossi og birtist í Morgunblaðinu í gær, styður þessa kenningu. Þar er ekki talað um að formaður Sjálf- stæðisflokksins verði með al- mennan stjómmáiafund vegna komandi kosninga, eins og tíðkast hjá formðnnum hinna stjóm- málaflokkanna. Aldeiiis ekki. í Morgunblaðinu er auglýst svona: „Kvöldstund með Davíð Odds- syni“. Ef ekki væri fyrir títið x-D í homi auglýsingarinnar hefði mátt halda að verið væri að auglýsa að formaður Sjálfstæðisfiokksins mannanna. „Frétt“ í Frjálsri verslun á dög- unum um að Steingrfrour Her- mannsson forsætisráðherra hygð- ist hætta i pólitfk strax að lokóum kosningum er dæmi um þennan undirróður. Geflð var í skyn að Steingrimur væri aö afla flokki sínum fylgis á fölskum forsend- um. Steingrímur hefur bent á og leyflsveitlttg Hagstofunnar er dregfu í efa, og tilgangurinn vírð- tagi, en það eru aðferðir kenndar við Nixou, fyrrum Bandaríkjafor- seta, en aðferðin er einfaldlega sú að fá fúik tii að efast um heiiindi manna með því að bera þá sökum ieg fyrir það eitt að gifta sig og fá innsigli þjóðkirkjunnar á sam- band sitt, frekar en að búa saman í synd, eins og sagt er. Garri á erfitt með að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur standi að baki þessum undhróðri, en hitt vlrðist Ijóst að f heríbúðum hans eru aðflar sem telja að lág- kúruleg pólitísk barátta sé betri en cngin barátta. VÍTT OG BREITT Formyrkvun og ríki lióssins Séra Árni Þórarinsson stóð í ströngu að verja sóknarbörn sín fyrir ásókn nýguðfræðinnar, Bran- desaröldunnar og öðrum lymsku- fullum klækjum og gildrum sem sá í neðra lagði fyrir villuráfandi sauði sem einatt áttu erfitt með að greina á milli ríkis ljóssins og ríkis myrkursins. Til að sýna hve lúmsk- ur og undirförull kölski er, sagði séra Árni eftirfarandi sögu, og þarf ekki að taka fram að hún er alveg sönn. í árdaga þegar jörðin var ein- göngu byggð guðsbörnum, sem lifðu í sátt og samlyndi í ríki ljóss- ins, var kölski þungt hugsi vegna þess að hann fann hvergi leiðir ti! að ná tökum á því fagra manniífi sem þar þróaðist. Þá hugkvæmdist honum að senda þrjá klókustu púka sína til að vinna mennina til fylgis við sig. Þeir fóru um byggðir og kenndu nýjar dyggðir. Þegar sá fyrsti snéri til baka spurði höfðingi myrkursins hvert erindi hans hefði verið við menn- ina. „Ég kenndi þeim að stela,“ sagði púkinn. „Vel gerðir þú,“ sagði kölski, og gakk til fögnuðar í ríki mínu. Þegar næsti sendiherra kom spurði kölski hins sama. „Ég kenndi mönnunum að ljúga,“ svaraði sendipúki hróðugur. „Enn betur gerðir þú en félagi þinn sem á undan kom. Hér eftir munt þú njóta allrar virðingar í ríki mínu.“ Þegar þriðji árinn kom úr mann- heimum gekk hann á fund kölska til að tíunda afrek sín. „Hvað gast þú svo sem kennt mönnunum, rýjan mín?“ sagði Satan, því hann gat ekki ímyndað sér að hann gæti tekið hinum fyrri fram í klókskap og kennt mönnun- um þarfari ódyggðir en þeir. „Ég sagði þeim að þú værir ekki til,“ svaraði skrattakollur sá er síð- astur kom. Þegar djöfullinn hafði náð sér eft- |^j Jón Baldvln Stelngrímur ir fögnuðinn sem greip hann, sagði hann: „Þú hefur gert betur en báðir púkarnir til samans sem á undan þér komu, og mun ég setja þig hið næsta mér og skalt þú virður af öllum í ríki mínu.“ Er aukaaðild til? í öllum þeim könnunar- og samn- ingaviðræðum sem íslendingar hafa tekið þátt í vegna afstöðu til Evrópubandalagsins hefúr því ver- ið haldið til streitu að aukaaðild að EB sé ekki til. Því sé tómt mál að tala um að þótt íslendingar taki þátt í stofnun evrópsks efnahags- svæðis með EFTA og Evrópu- bandalagsríkjum, sé alls ekki um að ræða neins konar aðild að sjálfu EB. Jón Baldvin utanríkisráðherra hefur lýst þessu svo oft yfir að eng- in ástæða er til að tíunda það. Síð- ast í gær endurtók hann þetta í nokkrum blöðum og m.a. í Tíman- um í opnu bréfi til Steingríms Hermannssonar, þar sem hann mótmælir þeirri skoðun forsætis- ráðherra að aðild aö EB sé kosn- ingamál. í bréfi utanríkisráðherra segir: „Við höfum útskýrt það vandlega að aðild að evrópska efna- hagssvæðinu sé alls óskyld aðild að Evrópubandalaginu. Að í þessum samningum felist ekkert framsal á löggjafarvaldi Alþingis né fram- kvæmdavaldi ríkisstjórnar í hend- ur samþjóðlegu valdi.“ Frekari vitna þarf ekki við. Um hvað er samið? Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, lektor í stjórnmálafræði, hefur kynnt sér EB vandlega, skrifað bók um samtökin, fjölda greina og er ráðgjafi um þau málefni. f gær hrekur hann í Moggagrein þá skoðun eða misskilning Jóns Bald- vins að ekkert sé til sem heiti auka- aðild að EB. Dr. Gunnar bendir á að tiltekin grein Rómarsáttmálans geri ráð fyrir aukaaðild. Og sérfræðingur- inn um Evrópubandalagið kveður enn sterkara að orði þegar hann segir, að það sé einmitt þessi grein sem er grundvöllur samningavið- ræðna um evrópska efnahags- svæðið og er niðurstaða hans ein- föld: ,Aukaaðild er til og íslendingar eru nú að semja um slíka aðild.“ Hér stendur staðhæfing á móti staðhæfingu og á þjóðin heimt- ingu á að fá að vita hvað evrópska efnahagssvæðið er og hvort það er yfirleitt til nema sem orðaleppur, sem þýðir aukaaðild að EB, og hvort aukaaðild að EB sé raun- veruleg eða óraunveruleg. Ef ekki er hægt að gefa skýr og skiljanleg svör við grundvallar- spurningum um hvort ísland er að ganga inn í EB eða ekki, verður að álíta að þeir sem eru að fjalla um þessi mál fyrir hönd þjóðarinnar skilji ekki sjálfir hvað þeir eru að gera. Ef verið er að ljúga því að evr- ópska efnahagssvæðið sé ekki aukaaðild að Evrópubandalaginu, vegna þess að aukaaðild er ekki til, verður að leggja þau spil á borðið. Ef dr. Gunnar Helgi hefur aftur á móti rangt fyrir sér, verður það líka að koma í ljós á óyggjandi hátt. Hér er á ferðinni svo hrikalegur misskilningur á annan hvorn veg- inn að öll undanbrögð eru ósæmi- leg. Er evrópska efnahagssvæðið aukaaðild að EB eða ekki og er aukaaðild til eða er hún ekki til? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.