Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 c Jl NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 HÖGG- DEYFAR íl Verslió hjá fagmönnum Hamarsböfða 1 - s. 67-67-44 Tíiiiiiiu Jóhannes Nordal, formaöur Lands- virkjunar og álviöræðunefndar: Pe r safl lóastr íð ið tef u ir el kki ler 19 ur fyrir álmálinu Jóhannes Nordal, formaður álviðræðunefndar, sagði í samtali við Tímann að efnahagslíf heimsins væri að mestu búið að ná sér eftir Persaflóastríðið. Hann sagði að þrátt fyrir það yrði út- vegun fjármagns vegna byggingar álvers á Keilisnesi ekki lokið fyrr en ella. Hann sagði að fjármögnun fyrirtækisins væri kom- in skammt á veg og að lítið hefði verið búið að vinna að þeim þætti málsins í j'anúar þegar talað var um að samningar væru á lokastigi. Jóhannes sagði engan vafa leika á að Persaflóastríðið hefði tafið fyrir framgangi álmálsins. Persa- flóaátökin hefðu haft neikvæð áhrif á peningakerfi heimsins löngu áður en sjálf átökin hófust. Auk þess hefði mikilvægum fundum veriö aflýst vegna stríðs- ins. Jóhannes var spurður hvort efnahagskerfi heimsins væri ekki að komast í samt lag eftir að Persaflóastríðinu lauk. „Jú, það má segja að áhrifin af styrjöldinni séu mikið til horfin. Hins vegar hafa önnur vandamál átt þátt í að tefja málið. Það hefur verið efnahagslegur samdráttur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Af- koma banka hefur versnað og gert þá varkárari í útlánum." Þrátt fyrir að slæm áhrif Persa- flóastríðsins á efnahagslíf heims- ins séu að hverfa telur Jóhannes engar líkur á að Atlantsáls fyrir- tækjunum takist að ljúka fjár- mögnun álvers á Keilisnesi fýrr en talið var. Fjármögnun verði ekki lokið fyrr en í haust. Útveg- un fjármagns sé komin frekar skammt á veg og mikil vinna þar óunnin. Um áramót talaði iðnaðarráð- herra um að málið væri að kom- ast á lokastig og frá endanlegum samningum yrði gengið á lyrsta ársfjórðungi þessa árs. Jóhannes sagði að fjármögnunin hefði ekki verið komin mikið af stað í janúar og þegar á reyndi hafi komið í Ijós að útvegun fjármagns hafi tekið mun lengri tíma en búist var við. Jóhannes Nordal. Jóhannes sagði að ekki væri bú- ið að taka neina ákvörðun um hvenær málið yrði lagt fyrir stjórnir fyrirtækjanna þriggja. Það færi allt eftir því hvernig mál þróuðust í sumar og haust. -EÓ FÓSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 Tilmæli sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi: Burtmeð ein- hverfu börnin Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarn- arness samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að beina því til félags- málaráðuneytisins aö meðferðar- heimili fyrir einhverf börn að Sæ- braut 2 þar í bæ skuli víkja. Þetta er gert vegna kvartana íbúa við götuna sem telja að frá heimilinu stafi ónæði. Meðferðarheimilið við Sæbraut var sett á fót síðla árs 1989. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjar- stjóra á Seltjarnarnesi, fór strax að bera á kvörtunum vegna heimilis- ins þ.e. vegna ýmissa hátta og venja barnanna. í júní á síðasta ári var stofnuð nefnd um þetta mál skipuð fulltrúum frá félagsmálaráðuneyt- inu og meirihluta sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Seltjarnar- ness. Nefndinni bar ekki saman. Fulltrúar félagsmálaráðuneytisins vildu að börnunum yrði fækkað úr 6 í 4, breyta því þannig í sambýli og gera ráðstafanir svo einhverfu börnin öngruðu ekki nágrannana. Meirihluti sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn lagði hins vegar til að heimilið fengi ekki að starfa og skyldi rekstrarleyfi þess numið úr gildi. Siv Friðleifsdóttir, bæjarfull- trúi framsóknarmanna á Seltjarn- arnesi, segir þessa bókun meiri- hlutans hafa verið út í bláinn. Bæj- aryfirvöld hafi ekkert með starfs- leyfið að gera. Síðan um áramót hafa kvartanir frá nágrönnum haldið áfram að berast. Sagði Sigurgeir bæjarstjóri að með tilmælum sinni hefði bæj- arstjórnin í raun aðeins verið að framfylgja vilja þeirra sem búa í ná- grenni heimilisins og vilja fá það burt. Fulltrúar minnihluta bæjarstjórn- ar Seltjarnarness sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna í fyrrakvöld. Siv Fiðleifsdóttir sagði að sér þætti nei- kvætt að heimilið skyldi víkja, stefnan hefði verið að fatlaðir lifðu sem mest í venjulegu umhverfi eins og reynt hefði verið að gera á Sæ- brautinni. Nágrannar meðferðar- heimilisins hefðu hins vegar verið neikvæðir gagnvart staðsetningu þess og neitað alfarið öllum mála- miðlunartillögum. -sbs. Sjúkraliðafélag íslands: Stéttarfélag verður stofnað 11. maí nk. Sjúkraliðafélag íslands undirbýr nú stofnun stéttarfélags, en það mun verða stofnað formlega á aðalfundi félagsins þann 11. maí nk. Kristín Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands, segir að nú sé verið að senda inntökubeiðni í félagið til félagsmanna og stefnt sé Leifur Guðjónsson sér um verðlagsaðhald hjá verkalýðsfélögunum: Sveitarfélög og bankar hækka gjöld þrátt fyrir aöhald Sveitarfélögin, bankar og trygg- ingafélög eru meðal þeirra sem hækka sín gjöld þrátt fyrir verð- lagseftirlit og annað aðhald og taka þar með lítinn sem engan þátt í þjóðarsátt, að mati Leifs Guð- jónssonar hjá verðlagseftiriiti verkalýðsfélaganna. Stærsti ár- angurinn sem náðst hefur í þvf að viðhalda stöðugu verðlagi er Bón- us verslunin og sú staðreynd að stórmarkaöir hafi getað lækkað verð á fjölda vörutegunda, segir Lelfur. Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir verðlagsaðhaldi í um eitt ár, en í síðustu samningum varð sam- komulag milli verkalýðsfélaganna og heiidarsamtaka þeirra, ASÍ og BSRB, að ráðið yrði í stöðu til þess að fylgjast með verðlagshaldi og var Leifur Guðjónson fenginn til þess á vegum verkalýðsfélag- anna. „Sveitarfélögln virðast hafa un- dalega tilhneigingu til þess að skýla sér alltaf á bak við fasteigna- mat og hafa staðiö fyrir gífurleg- um hækkunum á fasteignagjöld- um og ýmsum þjónustugjöldum. Einnig hefur bankaveldið staöið fyrir miklum hækkunum, svo og tryggingafélög," sagði Leifur. „Við höfum líka fengið fjölda kvartana yfir stöðugum hækkunum á farm- gjöldum hjá fiutningsfyrirtækjum og þykir undarlegt að þrátt fyrir að þessi fyrirtæki sýni milljóna hagn- að hækka þau sífellt gjöldin.“ Leifur segir að Bónus verslun- inni hafi tekist vel upp við að nýta sér þann stöðugleika sem verið hefur í þjóðfélaginu á undanfömu ári. „Þetta er meginatriði fyrir okkur sem höfum verið að reyna að hamla á móti hækkun vöru- verðs. Þama em tveir, þrír aðilar sem takast á þannig að sá árangur er kannski ekki beint okkar, en kannski eigum við ákveðinn þátt í því að menn em farair að hugsa öðruvísi,“ sagði Leifur einnig. í síðustu samningum var ákveðið að verðlagsaðhaldi yrði viðhaidið a.m.k. út þetta samningstímabil og er því óvíst um framhaldið. Leifur telur þó að í Ijósi þess ár- angurs og jákvæðra viðbragða fólks við þessu verði örugglega framhaid á, þótt það gæti orðið með öðmm hætti. „Mér heyrist á fólki almennt að þessi Ulraun verkalýðshreyfingarinnar til þess að hamla á móti hækkun verðlags og þjónustu hafi mælst mjög vel fyrir,“ sagði Leifur. „Sem dæmi um viðbrögð á vinnumarkaðinum þá sendi t.d. ÍSAL kröfu, sem var undirrituð af 416 starfsmönnum þar, til margra sveitarfélaga þar sem þeir mót- mæltu hækkunum þeirra á fast- eignagjöldum og öðmm gjöldum og minntu á að þeir hefðu átt að vera þátttakendur í þjóðarsáttinni svonefndri. Ég tel þetta stórkost- legt framtak hjá þessum starfs- mönnum. Ég tel þó að það þurfi að efia verð- lagseftirlitið hjá okkur meira, það þarf að gera ákveðnari og tíðari verðlagskannanir og fylgja þeim vel eftir,“ sagði Leifur einnig í samtali við Tímann í gær. —GEÓ að því að félagið verði komið með samningsrétt fyrir haustið. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum lýstu 75% félaga í Sjúkra- liðafélagi ísland sig samþykka því að stéttarfélag yrði stofnað í kosning- um sem fóru fram í mars. Tveir þriðju skráðra félagsmanna þurfa að taka afstöðu til stofnunar félagsins til þess að það öðlist samningsrétt. „Við erum að skoða túlkun á samn- ingsréttarlögunum núna, því það er álitamál hvort við höfum ekki öðlast samningrétt nú þegar," sagði Krist- ín. ,A aðalfundinum verða lögð fram drög að nýjum lögum fyrir þetta ný- stofnaða félag og þá verður það formlega stofnað," sagði Kristín. „Við erum þegar búnar að sækja um aðild að BSRB og viljum, með því komast inn á bandalagsþingið sem verður núna síðast í maí.“ Bandalagsþing BSRB mun þá lík- lega taka afstöðu til inngöngu SJúkraliðafélagsins sem stéttarfé- Iags, en að sögn Kristínar eru for- dæmi fyrir því að félög hafi fengið aðild að BSRB án þess að vera með samning. —GEÓ Sendiherra í Luxemborg í gær afhenti Hannes Hafstein Jean stórhertoga af Luxemborg trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra Islands þar. Aðsetur hans verður í Brússel. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.