Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 12. apríl 1991 Þórarinn Þórarinsson: SUNDRAST SOVÉTRÍKIN f MÖRG LÝÐVELDI? Fulltrúaþing Rússneska sambands- lýöveldisins, sem nú er nýlokið, hefur snúist að mestu um deilur yf- irvalda Sovétríkjanna og stærsta sambandslýðveldis þess og benda fyrstu fréttir til þess að þingið krefjist aukins valds, sem gæti leitt til þess að Sovétríkin skiptist í fyrstu milli tveggja stjóma og síðar í hundruð lýðvelda. Það myndi hafa í för með sér upplausn Sovétríkj- anna og sennilega blóðuga innan- landsstyrjöld. Einn af stjórnmálaskýrendum IAN, Vladimir Reznitsjenko, hefur nýlega ritað grein sem skýrir hvernig mál þetta er vaxið, og fylgir hún hér á eftir í lauslegri og styttri þýðingu: „Þetta mál er enn flóknara vegna þriggja merkinga orðsins Rússland sem notaðar hafa verið jöfnum höndum í langan tíma: Sovétríkin, Rússland og Rússneska sambands- lýðveldið. í sinni víðustu merkingu hefur orðið Rússland náð yfir Rúss- Iand keisaraveldisins, rússneska rík- ið og rússneska heimsveldið, og þess vegna hefur þaö ekki eingöngu þýtt það Iandsvæði sem er byggt af Rúss- um sjálfum. Enda er það svo, að bæði erlendis og innan Sovétríkj- anna hefur orðið Rússland breyti- lega merkingu. Þannig nær hið hefðbundna hugtak, Rússland, yfir miklu stærra landsvæði en Rúss- neska sambandslýðveldið. Það spannar raunar allt það landsvæði sem Sovétríkin eru byggð á. Einnig hafa Sovétríkin og Rúss- neska sambandslýðveldið þróast samsíða. Hið fýrrnefnda saman- stendur af landsvæðum og héruðum sem fýrst og fremst eru byggð Rúss- um og auk þess 16 öðrum lýðveld- um, sem þar til alveg nýlega voru kölluð sjálfstjórnarlýðveldi. Stjórn- völd bæði Sovétríkjanna og Rúss- lands hafa aðsetur sitt í sömu höfuð- borginni— Moskvu. Mikilvægur þáttur í þessu er að enda þótt Rússar séu í miklum meirihluta í landinu, sviptir núver- andi kerfi þá að miklu leyti sjálf- stæðum ríkisborgararétti. Rúss- neska sambandslýðveldið er heim- kynni fólks af meira en 100 þjóðern- um. Það tekur því til fleiri en Rússa einna, heldur til alls þess fólks sem býr í Rússlandi. Þar að auki gegna rússnesk stjórnvöld að mörgu leyti hálfgerðu sýndarhlutverki, því í raun eru það sovésk stjórnvöld sem öllu ráða. Þá eru hin miklu náttúru- auðæfi landsins að miklu leyti notuð í þágu alls sambandsríkisins, með það grundvallarsjónarmið að leiðar- Ijósi að jafna félagslega og efnahags- lega þróun allra sambandslýðveld- anna, eða sem sagt að hjálpa ná- grönnunum. Innan Rússneska sambandslýðveld- isins eru Tataralýðveldið, Bashkira- lýðveldið, Burjatalýðveldið og fleiri lýðveldi, en þar er ekkert sérstakt Rússalýðveldi. Landsvæði þess og héruð eru stjórnsýslueiningar og njóta því verulega lægri stöðu en þau gerðu ef þau væru sovéskt sjálf- stjórnarlýðveldi, sem hafa eigin stjórnarskrár, þjóðþing, ríkisstjórnir og dómstóla. Núverandi uppbygging Sovétríkj- anna hefur staðið í meira en 70 ár og henni verður aðeins haldið við með þrýstingi frá miðstjórnarvaldinu. Strax byrjaði að hrikta í henni þegar fýrstu vindar lýðræðisins fóru að blása um hana, á fýrstu dögum pere- strojku. Hin svokallaða „skrúð- ganga" fullveldisyfirlýsinga jaðar- lýðveldanna — sérstaklega Eystra- saltslýðveldanna — hlaut því að koma af stað taugatitringi innan Rússneska sambandslýðveldisins, enda hefur fjöldi sjálfstjórnarsvæða þar lýst yfir vilja sínum til sjálfstæð- is. Ef dæma má af nýlegum atburðum hefur Rússneska sambandslýðveldið mikla samúð með sjálfstæðisyfirlýs- ingum sovéskra lýðvelda. En þegar kemur að „hrokafullum" sjálfstjórn- arsvæðum innan eigin vébanda þess, kýs það að tala um eitt og óskiptanlegt Rússland. Mótsögnin hér er augljós: Réttur þjóðar til sjálf- stjórnar byggist á stöðu hennar inn- an ríkjasambandsins, þ.e. hvort hún nýtur stöðu sambandslýðveldis eða aðeins stöðu sjálfstjórnarlýðveldis. Röksemdirnar flögra til og frá. Oft heyrum við eftirfarandi rök: Komm- únistarnir eru að reyna að sundra Rússlandi til að mola niður hið ný- fengna lýðræði. En ef við samþykkj- um þetta er erfitt að vera ósammáía rökum andstæðinganna: And- kommúnistar eru að reyna að sundra Sovétríkjunum til að mola kommúnistaflokkinn niður. Deilurnar hafa harðnað með til- komu uppkastsins að sambands- samningi. En samkvæmt honum geta sjálfstjórnarlýðveldi, sem eru hluti af öðrum sambandslýðveldum, orðið fullgildir aðilar að ríkjasam- bandinu. Hér er hættan sú að innan stórs sambandsríkis sem hýsir mörg smásvæði, þ.e. Rússneska sam- bandslýðveldisins, gæti slíkt fýrir- komulag þýtt fall þess. Það er heldur ekki ómögulegt að önnur svæði fýlgdu þessu fordæmi. Við gætum til dæmis orðið vitni að því að stofnuð yrðu Austurhéraðalýðveldi eða Úral- lýðveldi. Að upp skuii koma svona mörg ili- leysanleg vandamál er farið að vekja spurningar um það hvort sjálfur þjóðernisgrundvöllurinn, sem ligg- ur að baki hinu sovéska módeli, sé ef til vill orðinn úreltur. Vissulega er sérhver tilraun til að staðsetja þjóð- arbrot innan sinna eigin heima- Ianda, og það þótt stofnuð séu sam- bönd slíkra heimalanda, dæmd til að vekja upp árekstra, sérstaklega þeg- ar tekið er tillit til fjölþjóðlegrar 1 samsetningar sovéska þjóðfélagsins. En á sama tíma myndi endurskipu- lagning stjórnsýslulegrar uppbygg- ingar, samkvæmt landfræðilegri legu svæðanna eða efnahagslegri stöðu þeirra, þar sem með ollu væri strikað yfir mismun þjóðernanna, vera óframkvæmanleg í dag og kem- ur þar til hin ört vaxandi þjóðernis- vakning. Og það er alveg sama hve miklu hlutverki stjórnmálaleiðtogar gegna þarna. Ágreiningurinn milli sov- éskra leiðtoga í Kreml og leiðtoga Rússneska sambandslýðveldisins er annað og meira en persónulegar deilur milli Gorbatsjovs og Jeltsins. Það er heldur ekki afmarkaður ágreiningur milli Sovétríkjanna og Rússneska sambandslýðveldisins. Hér reynir á það hvor hinna tveggja hugmynda um að koma sovésku samfélagi í nútímalegt horf ber sig- ur úr býtum - - hin hægfara og að- gætna eða hin róttæka. Hvað út úr þessu kemur, hvort það verður ein- hliða sigur annarrar hvorrar hug- myndarinnar eða sanngjörn mála- miðlun, mun ákveða framtíð ríkja- sambandsins og örlög allra þjóða sem innan þess búa.“ MINNING Tinna Yr Friðriksdóttir Fædd 5. júlí 1986 Dáin 3. apríl 1991 Elsku litla Tinna mín er farin, en minningarnar hef ég þær fegurstu og bestu sem hægt er að eiga um eitt lítiö stúlkubarn. Við tvær áttum saman einn dag stuttu fyrir páska, pabbi hennar og mamma fóru í bæ- inn og Telma systir hennar var í skólanum. Tinna fékk að baka alveg ein, þegar fariö var að smakka kök- una kom á daginn að ýmislegt hafði verið sett í deigið, meira að scgja uppþvottalögur. Við gerðum saman leikfimiæfingar sem við hlógum mikið yfir, við vorum svo glaðar. Við ætluðum í göngutúr, en þaö gekk á með éljum þennan dag, en svo stytti upp og sólin skein, þá kom Tinna til mín og sagöi: ,Amma, nú er engin hríö, nú skulum við koma í giingu- túr.“ Þcgar við vorum komnar niður að hliði gerði aftur él. þá sagði hún: „Núna skulum við koma heim. arnrna." Þegar heim kom hjálpuð- umst við að við að laga til og þurrka af, hún Tinna tók fullan þátt í því með mér, þegar það var búið var barnatíminn byrjaður og við horfð- um á hann saman. Alltaf þegar ég kom í heimsókn, þá sagði Tinna: „Þú átt að sofa hjá mér, amma," og saman sváfum við í hennar rúmi. llún Tinna var svo sérstök, í hvert skipti sem ég fór í bað. kom hún ævinlega og sagöi: „Nú skal ég þvo þér um bakið, amma.“ I lún sagði svo oft: „Þegar ég er orðin stór ætla ég að vera hjá þér, passa þig og hjálpa þér, amma mín.“ Og það hefði hún gert ef hún heföi fcngiö aö lifa lengur með okkur. Nú þarf ég engu að kvíöa. þegar ég fer þá kemur litla Tinna mín á móti mér og leiðir mig um sali himnaríkis. þá verður ekkert sem skyggir á og við veröum alltaf saman, þá passar Tinna ömmu sína. Ihíti skilur hnetti himingeimur. blac) skilur bukkii og egg. en aniia sem unnast fær aldregi eilífö ai) skilið. (Eftir Jónas Hallgrímsson, Ferðalok) Elsku Tinna gaf ömmu sinni það Ijúfasta og fegursta sem hægt er að gefa. Eg bið þann guð sem öllu stjórnar að blessa hana og geyma, litlu stúlkuna mína. Elsku börnin mín, Steina, Frissi og við skiljum hann ekki. En það er huggun í þessari miklu raun. Sú til- hugsun og bjargfasta trú að afi á Blönduósi hefur tekið á móti litlu telpunni sinni, henni Tinnu Ýr, og leitt hana inn í bjart og hlýtt Ijós Guðs. Með söknuði og sorg kveðja tveir litlir frændur, þeir Sigurður Marg- eir og Pálmi Snær, hana litlu frænku sína. Og enn er spurt: Af hverju fengu þessi litlu systkina- börn ekki lengri tíma saman? En fátt er um svör. Megi góður Guð gefa ömmu á Blönduósi styrk í þess- ari miklu sorg þegar hún horfir á eftir litlu Tinnu Ýr, hún sem var hennar augasteinn og gleðigjafi. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir truin hljóma gegnum dauðans nótt. hað er ki'eðjan: „Kom til min!" Kristur tók þig heim til sín. I>ú ert blessuð í hans höndum, hólpin sdl með Ijóssins öndum. (Sb. 1886 —B. Ilalld.) Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík 5. apríl til 11. apríl er í Ingólfs Apótekl og Lyfjabcrg. Það apótek sem fyn- er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar I síma18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sím- svari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum erlyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavíkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfóss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavík, Seitjamames og Kópavog er f Heilsuvemdarstoð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á SelQamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiönir, simaráöleggingar og tímapant- anir i slma 21230. Borgarspitafinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari' upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu erugefnar I sím- svara 18888. Ónæmisaögeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvcmdarstöö Reykjavíkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarijöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Sírrii: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin:| Ráögjöf í sál- fræðilegum efnum. Simi 687075. j Sjúkrahús Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Ðamaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öidrunariækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - FæÖingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alladaga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiió: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspitali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíó hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraös og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19 30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16 00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl 14 00-19 00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8 00. simi 22209 Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl 19.00-19.30. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. AUGLYSINGASIMAR TIMANS Telma. guð gefi vkkur þrek og styrk til að halda áfram að lifa lífinu, við eigum öll minningarnar um Tinnu sem enginn getur frá okkur tekið. Amma á Blönduósi, Guðrún Erlendsdóttir Fátt er hægt að segja, þegarslítil fra’nka er svo skyndilega kölluð burt og er ekki lengur á meðal okk- ar. En þessi áleitna spurning brenn- ur á vörum okkar: Af hverju? Af hverju? En við fáum ekkert svar við því. Við trúum því að góður Quð hafi einhvern tilgang með þessu. þó Úlsku 'Steina. Frissi og Telma Ýr. Megi algóður Guð veita vkkur stvrk og trú á lífiöj þótt það sé erfitt sem stendur. En við vitum að Tinna litla er nú í góðum höndum og við þökk- um fvrir allar þær góðu stundir sem okkur voru ætlaðar með henni. Ömmu hennar og afa. Baldvinu og Steingrími. og öllum öðrum ásKin- um vottum við okkar dýpstu sam- úð. Maggi, Helga, Sigurður Margeir og Pálmi Snær. Slökkvilið - Lögregla Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan simi 611166. slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200. slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarijöröun Lógreglan simi 51166. slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavik: Logreglan simi 15500. slokkviliö og sjúkrabill simi 12222. sjúkrahús 14000. 11401 og 11138 Vestmanneyjan Logreglan. simi 11666. slokkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955 Akureyri: Logreglan simar 23222. 23223 og 23224, slokkvihö og Sjúkrab',re'ö simi 22222 Isaljöröur Logreglan simi 4222. slokkviliö simi 3300. brunasimi og sjukrabifreiö sin\i 3333

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.