Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 12. apríl 1991 Ráðherraskipuð nefnd hefur tekið út íslenskan mjólkuriðnað: Hægt að spara 5-6% í mjólkuriðnaðinum Nefnd, sem landbúnaðarráðuneytið skipaði til að fjalla um hagræð- ingu og breytt skipulag í mjólkuriðnaði, telur að spara megi 165- 220 milljónir króna með fækkun mjólkurbúa um 3-5. Sparnaður- inn samsvarar 5-6% af vinnslu- og flutningskostnaði mjólkur. Nefndin var skipuö í janúar á síð- asta ári, en verkefni hennar var að endurskoða tillögur svokallaðrar Afurðastöðvanefndar frá því í ágúst 1989. Sú nefnd gerði mjög ákveðn- ar tillögur um fækkun mjólkurbúa og reiknaði út arðsemi hvers bús eftir reiknilíkani. Þessi seinni nefnd, sem var að skila áliti í síð- ustu viku, gerir ekki tillögu um hvaða mjólkurbú eigi að leggja nið- ur, en bendir á að ná megi fram sparnaði með mismunandi fækk- unarmynstri. Niðurstaða nefndarinnar er að af- kastageta greinarinnar sé umfram þarfir og því sé hægt að lækka fast- an kostnað með fækkun mjólkur- búa. Sparnaðurinn sé á bilinu 5-6% af vinnslu- og flutningskostnaði mjólkur. Nefndin telur að ná megi fram auknum sparnaði með auk- inni verkaskiptingu milli mjólkur- búa. Til þess þurfi sterkari yfir- stjórn í mjólkuriðnaðinum og ýms- ar skipulagsbreytingar. Hún bendir einnig á að ástæða sé til að óttast að á komandi árum verði leyfður auk- inn innflutningur á mjólkurvörum og þess vegna sé nauðsynlegt að hagræða á þessu sviði. Slík hagræð- ing náist því aðeins fram að gripið verði til róttækra skipulagsbreyt- inga. Nefndin telur að heppilegasta leið- in til að ná fram markmiðum um hagræðingu sé að stofna eitt félag og sameina öll mjólkurbú í land- inu. Rétt sé að reyna svo viðamikla skipulagsbreytingu, þrátt fyrir að hún sé erfið í framkvæmd. Takist ekki að stofna eitt félag telur nefnd- in að næst besti kosturinn sé að efla Samtök afúrðastöðva í mjólkuriðn- aði og fá þeim félagsskap víðtækari völd en þau hafa í dag. Við eflingu SAM yrði að gæta þess að mjólkur- framleiðendum yrði tryggð meiri áhrif í stjórn samtakanna en nú er. í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá Samtökum afurðastöðva, bændum, Framleiðsluráði landbúnaðarins, landbúnaðarráðuneytinu, Byggða- stofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Formaður nefndar- innar var Óskar Gunnarsson, for- stjóri Osta- og smjörsölunnar. -EÓ Nokkrar stofn- anir greiða sund- kostnað fyrir starfsmenn sína Flugmálastjóm mun hafa sótt um frían aðgang að sundstöðum borg- arinnar fyrir slökkviliðsmenn á Reykjavíkurflugvelli til fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, en lög- reglan, strætisvagnastjórar og slökkviliðið í Reykjavík munu njóta slíkra hlunninda. Erlingur Jóhann- esson hjá ÍTR segir að ekki sé um að ræða að þessir starfsmenn fái frían aðgang að sundstöðum, því viðkomandi stofnun greiðir fyrir starfsmenn sína. „Flugmálastjórn fór fram á að slökkviliðsmenn á Reykjavíkurflug- velli nytu sömu kjara og slökkvilið Reykjavíkur, en það er ekki um frían aðgang að sundstöðum að ræða, það verður hver stofnun að borga fyrir sína starfsmenn; þannig að ákvörð- ‘un um þetta er í höndum Flugmála- stjórnar," sagði Erlingur í samtali við Tímann í gær. —GEÓ Aukinn viðhaldskostnaður varðskipanna setur Landhelgisgæsluna í vanda: Samdráttur í skipaferö- um og flugi Sigríöi Hallgrímsdóttur sigurvegara afhent verðlaunin af Einari Egilssyni, fbrmanni NVSV, og Örlygi Hálfdán- arsyni bókaútgefanda. Lengst til hægrí er Ólafúr Sighvatsson, skipstjóri á Hafrúnu. Tímamynd: Pjetur Náttúrufróðir verðlaunaðir Landhelgisgæslan þarf að draga verulega úr ferðum skipa og flugvéla sinna á þessu árí, þrátt fyrir að fjár- veitingar til gæslunnar hafi verið auknar. Astæðan er sú að varðskipin eru komin til ára sinna og viðhalds- kostnaöur því orðinn verulegur. Þar sem þetta hefur áhríf á heildarfjár- hag stofnunarinnar hefur þetta einn- ig í for með sér að draga verður úr flugi flugvélar og þyrlna gæslunnar. Að sögn Helga Hallvarðssonar, yfir- manns gæsluframkvæmda, er ekki hægt að mæta auknum viðhalds- kostnaði nema með minna úthaldi skipanna. „Skipin verða stöðvuð yfir hásumarið og þá er hægt að hleypa áhöfnum í sumarfrí. Líka er hægara að gera við skipin að utan á sumrin," sagði Helgi í samtali við Tímann í gær. Fimm bíla árekstur í Kópa- vogi í gær út af iélegrí dagskrá útvarpsstöðva? Skipti um rás og ók á fjóra Fimm bíla árekstur varð á Kársnesbraut í fyrradag, vestan víð gatnamót Nýbýlavegar og Dalbrekku. Tveir voru fluttir á slysadeild, en munu ekki vera alvarlega siasaöir. Bílamir em allir talsvert skemmdir. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi mun ökumaður aftasta bflsins hafa verið að skipta um rás á útvarpstæki bflsins þegar áreksturínn varð. Þegar hann var að skipta leit hann af vegin- um meö þeim afieiðingum að hann ók aftan á bíl sem ók á annan og svo koll af koili. Ekld fékkst uppgefiö hvers vegna maðurinn var að skipta um rás. —SE Gæslunni eru á þessu ári veittar 660 milljónir. Frá í fyrra er það 11% raun- hækkun. í rauninni heldur gæslan núna aðeins úti tveimur varðskipum, Ægi og Tý. Yfir sumartímann annast Óðinn aðallega eftirlit með baujum og vitum. Vegna núverandi Ijárhags gæslunnar verður aðeins hægt aö halda öðru skipinu úti í sumar. Yfir vetrartímann segir Helgi að stefnt verði að því að gera öll skipin þrjú út. „Viðhaldskostnaður á varðskipunum er orðinn stór útgjaldaliður hjá gæsl- unni, einkum vegna Óðins sem er orðinn rúmlega 30 ára gamall. Raun- ar voru öll skipin sigld sundur og saman í þorskastríðunum og það hef- ur dregið dilk á eftir sér.“ Helgi sagði að tími væri kominn til að hefja smíði nýs varðskips, slíkt hefði verið í umræðunni lengi. „Við þurfúm að fá fullkomið varðskip, með veititönkum, sem við getum haft úti á 200 mflunum þegar þannig stendur á.“ Iðnaðarráðherra sagði óeðiilegt að mikium fjármunum sé varið úr al- mannasjóðum til að rannsaka hvort háhiti eða verðmæt jarðefni finnist á miklu dýpi undir bújörðum og hagnaðurinn af uppgötvun varma eða efna falli síðan til eigenda bú- jarða. Nýjar aðstæður kalii á nýja skilgreiningu á eignarrétti lands. Ráðherra sagöist telja að háhiti á ákveðnu dýpi og við ákveðið hitastig í gær voru afhent verðlaun í get- raun sem Náttúruvemdarfélag Suð- vesturlands efndi til á dögunum á umhverfisdögum í Kringlunni. Þremur einstaklingum vom veitt verðlaun, en spurt var um lífríki fjömnnar og íslensk húsdýr. NVSV stóð að getrauninni í sam- vinnu við Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. Spurningarnar vom eigi að teljast þjóðareign. Orkustofnun undirbýr nú áætlun um rannsókn íslensku háhitasvæð- anna og miðar við að hægt verði að virkja á háhitasvæðum í byrjun næstu aldar. Árið 2030 gæti raforku- vinnsla frá jarðhita verið um fjórð- ungur heildarraforkuframleiðsl- unnar. Iðnaðarráðherra telur nauðsynlegt að gera átak í vatnsorkurannsókn- um lífríki fjörunnar og grunnsævis- ins, en einnig var spurt um húsdýr, þ.e. heiti karlkyns, kvenkyns og af- kvæmisins. Að sögn Einars Egils- sonar, formanns félagsins, gátu flestir sér rétt til um húsdýrin, en spurningarnar um fjöruna, grunn- sævið og lífríki þess vöfðust fyrir mörgum. Sagði Einar góða þátttöku hafa verið í getrauninni og hygðist um á næstu árum til að ónógur und- irbúningur tefji ekki áframhaldandi nýtingu vatnsorkunnar á íslandi eft- ir aö lokið er við álver á Keilisnesi. Orkustofnun mun verja 36 milljón- um til þessa átaks á þessu ári. Á biaðamannafundi, sem iðnaðar- ráðherra hélt til að kynna verkefni sem iðnaðarráðuneytið er að vinna að á sviði hagnýtingar orkulinda og landgrunns, kom einnig fram að hugsanlegt er að tífalda orkufram- leiðsluna á næstu 40 árum og yrði orkan þá bæði unnin úr vatnsorku og jarðhita. Hreinar tekjur þjóðar- búsins á orkusölu gætu numið 30- 40 milljörðum króna á ári á núver- andi verðlagi þegar kemur fram á síðari hlúta 21. aldar. -EÓ félagið efna til hliðstæðrar uppá- komu en með öðru sniði. Sigríður Hallgrímsdóttir úr Reykjavík hlaut fýrstu verðlaun, ís- lensku alfræðiorðabókina frá Erni og Örlygi. Önnur verðlaun var bókin íslenskar fjörur og þau þriðju sjó- ferð að eigin vali með Breiðafjarðar- bátnum Hafrúnu. -sbs. Frá viðskiptaráðuneytlnu: Aukið jafn- rétti kynj- anna í starfs- liði ríkisbanka Hinn 26. fébrúar sl. sendi Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra bréf til bankaráða rikisbankanna og mæltist tfl að gerð verði, í sam- vinnu við Samband íslenskra bankamanna, áætiun tfl að auka hhit kvenna í stjómunar- og trún- aðarstörfum innan Landsbanka og Búnaðarbanka. Viðskiptaráð- herra ræddi þessi mál við banka- rað og bankastjómir beggja bank- anna á nýafstöðnum ársfundum þeirra. Undirtektir vom góðar. Samband íslenskra bankamanna hefúr fagnað þessu frumkvæði wðskiptaráðherra og iýst vflja sm- um til að leggja fram krafta sína til stuðnings og samstarfs um að koma fram þessu jafnréttismáU. -sbs. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kynnir verkefni ráðuneytisins: Eyða verður óvissunni um eignarrétt á orkulindum Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra telur afar brýnt að eyða þeirri réttaróvissu sem nú ríkir um eignarrétt á orkulindum og verðmæt- um jarðefnum á almenningum og í iðrum jarðar. Hann segir að þessi óvissa geti hindrað rannsóknir og nýtingu auðiindanna. í vet- ur fékk iðnaðarnefnd neðri deildar til meðferðar frumvarp til laga um eignarrétt á orkulindum. Ekki var samstaða um málið í nefnd- inni og fékk það þess vegna ekki afgreiðslu á síðasta þingi. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.