Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. apríl 1991 Tíminn 5 Jón Baldvin kynnir nýjar reglur um saltfiskútflutning: Stígur skref í átt til afnáms einkaréttar SÍF Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur stigið fyrsta skrefið í að afnema einokun SÍF á saltfiskútflutningi. Útflutningur til Ameríku er gefínn frjáls og settur undir nýjar reglur. SÍF heldur hins vegar einkarétti sínum á útflutningi til Evrópu þangað til sam- ið hefur veríð um evrópska efnahagssvæðið. í Suður- og Mið-Ameríku eru stórir áratugi hafa íslendingar lítið sem markaðir fyrir saltfisk. Þangað eru ekkert flutt þangað, en látið Kanada- seld um 45.000 tonn á ári. Síðustu mönnum og Norðmönnum markað- inn eftir. Verðið hefur verið lágt, mun lægra en í Evrópu. Það fer hækkandi. Jón Baldvin Hannibalsson hefúr ít- rekað iýst þeim ásetningi sínum að afnema einkaleyfi SÍF á saltfiskút- flutningi. Krafa tímans sé frelsi í við- skiptum. Hann er hins vegar ekki bú- inn til að afnema einkarétt SÍF á Evr- ópumarkaði, fyrr en samningum um evrópska efnahagssvæðið hefur verið siglt í höfn. Með því að gefa útflutn- ing til Ameríku frjálsan, fá menn tíma til að búa sig undir að keppa á Evr- ópumarkaðnum. Til að fá leyfi til að flytja út saltfisk þurfa menn þó, sem fyrr, að uppfylla ströng skilyrði. Útflytjanda ber að leggja fram skriflegan samning við þá sem framleiða fyrir hann, starfsleyfi og heilbrigðisvottorð vinnslustöðva. Útflytjandi og framleiðendur hans skuíu vera skuldlausir við aðra útflytj- endur. Heimilt er að setja lágmarks- mörk eiginfjárstöðu sem almennt skilyrði fyrir leyfisveitingu. Söluverð og söluskilmálar eru háðir samþykki utanríkisráðuneytisins. -aá. Þórður Guðjohnsen, Ránargötu 6 í Reykjavík, hefur kært Sigrúnu Magn- úsdóttur, borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins, til borgarráðs vegna kjör- skrár. í kærubréfinu segir að þar sem Sigrún sé gift Páli Péturssyni, alþing- ismanni og bónda á Höllustöðum í Húnavatnssýslu, beri henni sam- kvæmt íslenskum lögum að eiga lög- heimili á sama stað og Páll. Sigrún og Páll gengu í hjónaband síðastliðið sumar. Nokkmm mánuð- um áður höfðu þau fengið úrskurð frá Hagstofu íslands um að þeim væri heimilt að halda óbreyttum lögheim- ilum. Hagstofan byggði þennan úr- skurð á þeirri forsendu að lögum samkvæmt er alþingismönnum heimilt að hafa lögheimili sitt skráð annars staðar en í Reykjavík. Lang- legusjúklingar, fangar og alþingis- menn falla undir ákvæði þessa efnis. Það em fordæmi fyrir því að hjón hafi ekki sama lögheimili. Námsfólk sem fer til náms í öðm landi eða öðr- um landshluta en skilur maka sinn eftir, hefur heimild til að skrá lög- heimili sitt í sitt hvom lagi. Kæran, sem verður tekin fyrir í borgarráði í dag, fjallar um að Sigrún sé ekki lög- leg á kjörskrá. Engar líkur em á að hún verði tekin til greina vegna þess að kæmfrestur rann út 1. mars. Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri sagðist telja engan vafa leika á að Sig- rún væri rétt skráð í kjörskrá. Ef Sigrún skráir lögheimili sitt á Höllustöðum verður hún að hætta sem borgarfulltrúi. Páll getur aftur á móti flutt lögheimili sitt til Reykja- víkur án þess að hætta þingmennsku fyrir sitt kjördæmi. Páll segist hins vegar hafa löngun til að búa áfram í kjördæminu innan um sína umbjóð- endur, en hann hefur alla tíð átt heima á Höllustöðum. „Mér finnst verra að fjölskylda manns skuli vera dregin inn í kosn- ingabaráttuna með þessum hætti,“ sagði Páll þegar hann var spurður álits á kæmnni. Hann sagðist telja kæmna til þess gerða að skaða þau hjón pólitískt og vera mnna undan rifjum eins af varaborgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en hann hefði í vetur hótað kjörskrárkæm vegna Sig- rúnar. „Mér þætti að sjálfsögðu gott að fá Sigrúnu hingað norður til að kjósa mig, en ég vil ekki að það verði til að svipta hana rétti til að vera borgarfúll- trúi,“ sagði Páll. Sigrún Magnúsdóttir sagði að hún hefði Iöngun til að halda áfram því starfi sem hún hefði verið að vinna í borgarstjóm Reykjavíkur og myndi ekki láta hrekja sig þaðan. Hún sagði að sér þætti miður ef draga ætti einkalíf stjórnmálamanna inn í kosn- ingabaráttuna. Sigrún sagði að þetta mál hefði þegar valdið sér og sinni fjölskyldu óþægindum. Sigrún sagði að þetta mál sýndi að fjölskyldan og hjónabandið stæði að ýmsu leyti höllum fæti í samfélaginu. Fólk vildi jafnvel ekki gifta sig vegna þess að það teldi sig tapa réttindum við það. „Við Páll hefðum getað forð- ast þessi óþægindi með því að gifta okkur ekki. Við vildum hins vegar gifta okkur. Sú ákvörðun veldur því að við eigum nú í erfiðleikum með að gegna þeim störfum sem við emm kosin til að gegna.“ Sigrún benti á að hægt hefði verið að kippa algjörlega gmndvelli undan kæmnni ef þau Páll skildu af borð og sæng, en byggju saman án lögskilnaðar. Þórður Guðjohnsen sagði í samtali við Tímann að hann vildi með kær- unni vekja athygli á því að það væm ekki allir jafnir fyrir lögunum. Kunn- ingi sinn hefði farið að vinna úti á landi og hefði neyðst til að flytja lög- heimili sitt frá Reykjavík. Fyrir fáum dögum hefði annar kunningi sinn vakið athygli hans á því að Sigrún Magnúsdóttir hefði ekki þurft að flytja lögheimili sitt þrátt fyrir að henni bæri að gera það lögum samkvæmt. Þórður vildi ekki nafngreina þennan kunningja sinn. Þórður tók fram að honum væri á engan hátt í nöp við Sigrúnu eða Pál, en hann vildi að allir væm jafnir fyrir lögunum. Hann tók jafhframt fram að þetta mál tengdist á engan hátt þeirri kosningabaráttu sem nú stend- ur yfir. Þórður kom sér undan að svara því hvort hann myndi halda þessu máli áfram ef borgarráð hafnaði kröfu hans. Mál þetta verður tekið fyrir í borgar- ráði í dag. Þar situr Sigrún sem vara- maður Sigurjóns Péturssonar, en hann er erlendis. Sigrún mun ekki sitja fundinn þegar þetta mál kemur á dagskrá og þess vegna munu einung- is sjálfstæðismenn taka afstöðu til þess. -EÓ Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdótta'r :j:j:j:j- .yx. •;j:j:: .</ ’ *" :j:j:j:j:j Gífurligtúrvat/Verð fré 100 kr.til 400 Leikhúsið til sýnis A laugardaginn milli klukkan 14 og 17 verður Þjóðleikhúsið opið almenningi. Þar gefst mönnum kostur á að skoða þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsinu. Starfsmenn leikhússins munu taka á móti gestum og skýra breytingar og lagfæringar. Einn- ig gefur að líta.sýningu á teikn- ingum húsameistara ríkisins vegna seinni áfanga fram- kvæmda við húsið. -sbs. Reynt að kæra Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa út af kjörskrá í Reykjavík. Páll Pétursson, alþingismaður: „Verið er að draga fjölskyldu mína inn í kosningabaráttuna“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.