Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn ?P.P. ? ÍVifj*.' í!1 ! Laugardagur 13. apríl 1991 Þegar býður þjóðarsómi — svarbréf forsætisráðherra við opnu bréfi utanríkisráðherra Kæri vinur, Jón Baldvin. Ósköp þótti már leitt að lesa bréf þitt í Tímanum. Aldrei hvarflaði að mér að þér yrði svo mikið um tilvísun mína í stefnuskrá Alþýðuflokksins. Auk þess gætir í bréflnu svo mikils misskilnings, að mér sýnist það varla geta verið úr hinum vandaða penna þínum. Helst dettur mér í hug að það gæti verið skrifað af einhveijum af hinum framhleypnu „strákum" ykkar krat- anna, með Evrópubandalagsglýju í augum. í þeirri einlægu von að mér megi tak- Oddsson framsögumaður fyrir þeim ast að endurreisa traustið okkar á rnilli og skapa ró í þinni viðkvæmu sál, ætla ég að reyna að leiðrétta helsta mis- skilninginn. Evrópskt efnahagssvæði Eins og þú hefur sjálfúr sagt, kemst ekki hnífurinn á milli okkar í þessu máli. Á fúndinum á Akureyri, eins og á ölium öðrum fúndum þar sem þetta hefúr borið á góma, lýsti ég enn yfir eindregnum stuðningi okkar fram- sóknarmanna við myndun evrópsks efnahagssvæðis og þátttöku okkar ís- lendinga í því. Stundum hef ég meira að segja hælt þér svo fyrir dugnað þinn sem formanns EFTA, að flokksmönn- um mínum hefur þótt nóg um. Eitt sinn hafði einn þeirra á orði að þetta væri næstum því eins og ástarjátning- ar ykkar Ólafs Ragnars á Rauðu ljósi. Mér kemur því mjög á óvart langur kafli þar sem fjallað er um einhvem ímyndaðan ágreining okkar um evr- ópskt efnahagssvæði. Þetta hlýtur að vera frá „strákunum þínum“ komið, og ætla ég ekki að eyða fleiri orðum á þennan misskilning. Lambið Ef þú hlustar vel á ræðu mína á Akur- eyri, munt þú heyra sorgarhreim í röddinni, þegar ég segi að jafnvel Al- þýðuflokkurinn lýsi því í sinni miklu stefnuskrá, á bls. 51,3. mgr. að neðan, að hann útiloki ekki aðild að Evrópu- bandalaginu. Síðan fjalla ég ítarlega um tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Ég rakti ræður þeirra á Al- þingi og yfirlýsingar allskonar hug- myndasérfræðinga í Morgunblaðinu, og loks aldamótaboðskap Sjálfstæðis- flokksins frá landsfundi þeirra í októ- ber 1989. Eins og þú veist var Davíð tillögum. Ég lagði á mig að lesa þá þvælu, og það var þá sem ég sagði að augljóslega leyndist úlfur undir þeirri „sauðargæru". Mér hefði aldrei dottið í hug að kalla þig „úlf‘, kæri Jón. Ef eitthvað, þá ert þú „larnb". Hins vegar hafði ég talið að viðhorf okkar til Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti væru mjög svipuð, a.m.k. voru þau það í september 1988. Ég leyfi mér að treysta því að þau verði það áffarn. AðildaðEB Mér þykir alar vænt um að lesa það í bréfi þínu að fiskimiðin eru ekki föl. Nú veist þú eins vel og ég, og jafnvel betur, að sjávarútvegur utan 12 sjómflna er undir sameiginlegri stjóm frá Brússel. Um sjávarútveginn er fjallað í Rómar- sáttmálanum í kaflanum um landbún- að, greinum 38 til 46. Þar segir í 1. lið: „Hinn sameiginlegi markaður skal ná til landbúnaðar og viðskipta með land- búnaðarafurðir“. Einnig er sérstaklega tekið ffarn að með landbúnaðarafurð- um er átt við afúrðir úr jarðveginum og ffá fiskveiðum o.s.ffv. Nokkuð ítarlegar er um þetta fjallað í reglugerð ráðherranefndarinnar frá 25. janúar 1983. Þar kemur greinilega fram að þrátt fyrir ofangreint ákvæði í 38. grein Rómarsáttmálans skuli með- limaríkjunum heimilt að ráða sjálf fisk- veiðum að tólf sjómflum. Þetta sama kemur vel fram í ítarlegu riti Evrópu- nefndar Alþingis. Nú segja þeir, sem vilja inngöngu í Evrópubandalagið, að þetta allt eigi að endurskoða á tíu ára fresti. Það á alls ekki við ákvæði Rómarsáttmálans, heldur aðeins við reglugerðina. Allir vita jafnframt að ffemur stefnir í meiri miðstýringu frá Brússel en minni. Það skásta sem út úr því gæti komið væri framlenging á heimild til þess að ráða fiskimiðunum út að tólf sjómflum. Þetta er að sjálfsögðu ekki það sem við viljum, kæri Jón. Hvers vegna er þá verið að gefa undir fótinn með það að aðild komi til greina? En það er miklu fleira sem ber að var- ast í sambandi við aðild að Evrópu- bandalaginu. Samkvæmt Rómarsátt- málanum skulu allir hafa sama rétt til kaupa á fasteignum. Þegnar þess gætu keypt upp ísland, og það auðveldlega. Hollenskir bændur eru nú að kaupa búgarða í Danmörku í stórum stfl. Ekki viljum við þetta heldur. Fjölmargt fleira má tína til, sem úti- lokar aðild okkar. Ég nefni aðeins að með aðild værum við að fara inn í hringiðu, sem enginn veit í raun hvar endar. Við vitum að Evrópubandalagið stefnir að stöðugt meiri samruna, td. er nú rætt um sameiginlegan her, sam- eiginlega stefnu í félagsmálum, heil- brigðismálum, menntamálum, og þannig mætti lengi telja. Sumir berja sér á brjóst og segja: „Með atkvæði okk- ar gætum við íslendingar komið í veg fyrir slíkt" Já, við erum miklir menn, Jón. Vinkona okkar, Margaret Thatc- her, barðist með oddi og egg gegn pen- inga- og fjármálalegum samruna, og hún hrökklaðist frá. Ég er hræddur um að lítið yrði úr Davíð gegn þeim Golíat Hvers vegna þjóðar- atkvæðagreiðsla? Mér kemur á óvart að þér skuli vera svona illa við að þjóðin láti fram koma skoðun sína á þessu máli. í mínum huga er því fyrr því betra. Það ber að uppræta arfann áður en hann breiðist um garðinn allan. Þessi hugmynd er hins vegar ekki frá mér komin. Davíð Oddsson á hana. Að sjálfsögðu yrði ekki um þjóðarat- kvæðagreiðslu, í venjulegum skilningi þess orðs, að ræða. Én vilja þjóðarinn- ar má fó ffam með því að þeir kjósend- ur, sem geta hugsað sér aðild að Evr- ópubandalaginu, greiði þeim flokki eða flokkum atkvæði, sem þá stefnu hafa, en hinir, sem eru því mótfallnir, greiði þeim flokkum atkvæði, sem lýsa yfir af- dráttarlausri andstöðu. „ísland í A-flokk“ Ég hef alla tíð talið ísland vera 1. flokks, og engu við það að bæta, hvort sem menn nota tölustafi eða bókstafi til að lýsa því. Þess vegna hefði ég heldur viljað sjá þetta slagorð ykkar alþýðu- flokksmanna þannig: „ísland 1. flokks". Mér finnst annað lýsa minnimáttar- kennd, sem er algjörlega óþörf. Það eru nánast engin takmörk fyrir því, sem við íslendingar getum gerL Við eigum langtum fleiri kosti en flestar eða allar aðrar þjóðir. Bygging álvers er aðeins smáhluti af því, sem við skulum gera til að bæta hér kjörin. Hreint umhverfi, loft og vatn, og heit böð, ásamt þekkingu unga fólksins, eru okkar mestu auð- lindir. Við skulum sýna kjark og bera höfúðið hátt, kæri Jón. Við skulum gæta þess að slæva ekki hug og fram- farasókn íslendinga með daðri við Evr- ópubandalagið. Með kcerri kveðju, Steingrímur Hermannsson, 12. aprfl 1991 Þróun umbúða og áhrif þeirra á umhverfið Nær allur vamingur í iðnvæddum löndum er f umbúöum, þær teljast nauðsynlegur hlekkur f framleiðslu, dreifingu, sölu og notkun alls vam- ings sem maðurinn þarfnast í sínu daglega h'fl. Magn umbúða hefur aukist mjög mikið á síðustu árum og hefur sú aukning ásamt breyttu efnisvali valdiö þvf að áhrif umbúöa á umhverfið hafa aukist. Háværarí krafa samfélagsins um umhverfis- verad og aukinn kostnaður við sorp- eyðingu gerir nýjar kröfúr til um- búða. Félag íslenskra iðnrekenda hélt í vikunni ráðstefnu sem baryfirskrift- ina „Umbúðir og framtíðin“ og fjall- aði hún um þróun umbúða og áhrif þeirra á umhvcrfið. Á ráðstefnunni héldu sérfræöingar á þessu sviði fyr- irlestra og þar á meðal var Bengt Lindberg, sænskur sérfræðingur sem veitir forstöðu umbúðadeild EmbaOage & Transportinstituttet (ETI) í Danmörku og fæst aðallega við mat á hagkvæmnl umbúða og umhverflsþáttum þeirru. Bengt Lindber hclt tvo fyrirlcstra á ráðstefnunni, í fyrsta lagi um al- menna þróun í umbúðamálum, rannsóknir á notkun PVC, flæði pla- stefna og athuganir á nýjum efúum í umbúöir. í öðru lagi fjallaði hann um iög og reglugerðir um umbúðir aðallega innan Evrópubandalagsins, með tiliiti til umhverfíssjónarmiða. Að sögn Elínar Hilmarsdóttur hjá Félagi fslenskra iðnrekenda fjallaði Bengt Lindberg mikið um umbúðar- efni framtíðarinnar og þá sérstak- lega plastefni, en einnig pappír. Hann fjallaói um þá erfíðleika sem koma upp víð eyðingu umbúða, en lagði sérstaka áherslu á að lfta verði á aDt framleiðsluferii umbúðanna og þá Ld. hvemig orkunorkun, efnis- notkun og vatnsnotkun er háttaö við gerð þeirra. Óæskileg og jafnvel hættuleg efini og efnasambönd geta skapast bæði við ftamleiðslu, notk- un og eyöingu umbúða, Ld.tekur þaö ýmis plastefni tugi þúsunda ára aö brotna niður í náttúmnni þegar þeim er henL en pappír er hægt að eyða á auðveldan hátL Plastefni gefa töluverða möguleika á endumýdngu og fjallaði Bengt Undberg nokkuö um það í fyrirlestri sfnum. Hann lagði áherslu á að end- urvinnsla og endumýting væri skoð- uð sem heildarferii frá framleiðslu, dreifingu, sölu og til neytanda og síðan frá neytanda í endurvinnslu. f seinni fyririestri sínum fjallaði Bengt Lindberg um reglugeröir um umbúðir með tiUiti til umhverfis- sjónarmiða, þar lagði hann megin- áherslu á að hvert rfld setti sér sfnar regiur um umhverfissjónarmiö f meðferö og gerð umbúða með tilliti til þeirra aöstæðna, auðlinda, meng- unar sem fyrir er og annarra þátta sem em sérstakir í hveiju landi. Hann sagði firá reghigerðum sem er verið að vinna að frjá Evrópubanda- laginu og Evrópulöndum svo sem Sviss og Þýskalandi, sem hafa komið á fót svokölluðum módelum sem meta hverja gerð umbúöa eftir m.a. þeim eiginleikum sem þau hafa og hvaða spjöUum þau geta valdið í nátt- úmnni. Þessi módel gefa vísbend- ingu um hvaða efhi em æsldlegri en önnur og hvemlg bregðast skuU við umhverfisspjöllum af völdum um- búða og gefa hverju efni nokkurs konar vægi. Bengt Lindberg taldi þessa aðferð vera nokkuð gagnlega til þess að styðjast við f gerð laga og reglugerða um umbúðir. Islenskir fyririesarar komu einnig við sögu á ráðstefnunni. Þar fjaUaöi Kristín Þorkelsdóttir frjá AUK hf. um hönnun umbúða og þau áhrif sem útlit umbúða getur haft á val neytenda í Ld. matvörubúðinni. Valdemar Gunnarsson hjá Umbúð- arvali á Akureyri fjallaði um umbúð- ir og dreifingu neysluvöru og Jón Sch. Thorsteinsson fjallaði um ís- lensk fyrirtæki og umhverfisvemd. —GEÓ M.Ballester. framkvæmdastjóri Heimssýningarinnar sem haldin verður á Spáni eftir ár. Tímamynd: G.T.K. ísland land heilbrigðs mannlífs og umhverfis Ríkisstjómin ákvað á fundi sínum í vikunnu að tryggja 150 milljónir króna svo tryggja megi þátttöku ís- lands í Heimssýningunni á Spáni á næsta ári. Einnig verður skipuð fram- kvæmdanefnd til að sjá um þátttöku íslands á sýningunni. Þetta er m.a. ákveðið á gmndvelli tilboðs norsks út- gerðarmanns, Knut Utstein Kolster, sem hefur ábyrgst 100 milljónir króna svo íslendingar geti tekið þátt í sýning- unni. Áður hafði verið fallið frá þátt- töku í sýningunni vegna fyrirsjáanlega mikils kostnaðar. í síðustu viku fóm þeir Helgi Péturs- son og Baldvin Jónsson til Noregs og áttu viðræður við Kolster fyrir íslands hönd. Aðspurður hvers vegna hann sýndi íslandi sérstakan áhuga í þessu sambandi, sagði Helgi Pétursson það vera vegna mikils áhuga hans á um- hverfismálum á heimsvísu. Þess vegna yrði íslandssdeildin á sýningunni fyrst og fremst á gmndvelli hugmynda um að kynna ísland sem land gæða, hrein- leika og heilbrigðs umhverfis og mannlífs. Helgi Pétursson tók fram að Norð- maðurinn ætlaði ekki að leggja fram peninga úr eigin vasa til þessa heldur útvega þá annars staðar frá, sem hann hefur tök á. Áætlaður heildarkostnað- ur vegna þessa verkefhis er 250 millj- ónir og með framlagi íslenska ríkisins og væntanlegum stuðningi Kolsters hefur nægilegt fjármagn til þessa verið tryggt Heimssýningin verður haldin í Se- villa á Spáni eftir ár. Helgi Pétursson sagði að tímann sem er til stefnu vera skamman, því flest önnur lönd sem stefna að þátttöku hafa unnið að und- irbúningi sl. eitt og hálft ár. „Þannig að hjá okkur verður þetta venjuleg ís- lensk skorpuvinna," sagði Helgi Pét- ursson. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.