Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 15
Tíminn 27
Laugardagur 13. apríl 1991
Gífurlegur fögnuður í Njarðvík:
NJarðvíkurbær fán-
urra skrýddur í gær
Frá Margréti Sanders fréttarítara
Tímans á Suðumesjum:
Það var mikið um dýrðir í Njarðvík í
fyrrakvöld eftír að körfuboltalið bæj-
arins hafði tryggt sér íslandsmeist-
aratítilinn eftir fimm úrslitaleiki
gegn grönnum sínum úr Keflavik.
Eftir leikinn bauð Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra leikmönnum
og stjórnarmönnum til veislu á
Flughótelinu og síðan stóð gleðin
fram á morgun. Mikið var um
dýrðir og engu líkara en Njarðvík-
ingar hefðu verið að vinna sinn
fyrsta íslandsmeistaratitil, en ekki
þann sjöunda. Hins vegar eru liðin
þrjú ár síðan Njarðvík vann titil-
inn síðast.
Fánar blöktu við hún í bænum í
gær og ekki var talað um annað en
körfubolta. Svo hefur reyndar ver-
Kampakátir Njarðvíkingar, íslandsmeistarar í körfuknattleik karía 1991, fagna sigrínum í fyrrakvöld. Mikið hef-
ur veríð um dýrðir í bænum síðan og ekki sér fýrír endann á þeim fagnaðaríátum og veisluhöldum.
ið undanfarnar tvær vikur, meðan
á úrslitakeppninni hefur staðið.
Friðrik Rúnarsson, þjálfari
Njarðvíkinga, og kona hans Anna
voru vakin upp í gærmorgun með
barnasöng og blómum. Þar voru á
ferðinni krakkar af leikskólanum
Gimli, en Anna er starfsmaður
þar. Börnin sungu „Áfram Njarð-
vík“ af mikilli innlifun, en þann
söng verða allir Njarðvíkingar að
kunna.
í gærkvöld sátu leikmenn og
frammámenn í körfuboltanum í
Njarðvík veislu hjá bæjarstióra og
í kvöld verður lokahóf KKI haldið
í Veitingahúsinu Vesturbraut 17 í
Keflavík. Þar verða afhent einstak-
lingsverðlaun til handa körfu-
boltamönnum og konum. BL
Aðalfundur ólympíunefndar íslands:
Styrkir að upphæð
4,8 milljónir veittir
til níu sérsambanda
Hreiðar Hreiðarsson tekur við hinum glæsilega íslandsbikar í köríu-
knattleik úr hendi Kolbeins Pálssonar formanns KKÍ.
Aðalfundur ólympíunefndar ís-
lands var haldinn á miðvikudag-
inn. Engar kosningar fóru fram á
fundinum, þar sem nefndarmenn
eru kosnir til fjögurra ára í senn.
Kosið var í núverandi nefnd
1989. Forseti nefndarinnar er
Gísli Halldórsson.
Helstu mál sem til umfjöllunar
voru á fundinum voru styrkveit-
ingar til sérsambandanna, inn-
ganga Glímusambandsins í
ólympíunefndina, stuðningur við
ólympíunefnd Litháens og þátt-
taka íslands í smáþjóðaleikunum í
Andorra í næsta mánuði.
Alls var 4,8 milljónum króna
veitt til níu sérsambanda. Styrk-
irnir skiptust sem hér segir:
Badmintonsambandið, Fimleika-
sambandið og Handknattleikssam-
bandið fenngu 200 þúsund hvert,
Körfuknattleikssambandið og
Knattspyrnusambandið 300 þúsund
hvort, Júdósambandið 800 þúsund,
Skíðasambandið og Sundsamband-
ið 900 þúsund hvort og Frjáls-
íþróttasambandið 1 milljón kr.
Badminton- og júdómenn á faraldsfæti erlendis um helgina:
Keppa í Hollandi og
á opna breska mótinu
Billiard:
Þorbjörn vann óvæntan
sigur á Gunnari Adam
íslandsmót 16 ára og yngri í
billiard fór fram í Fjarðarbilli-
ard í Hafnarfirði um síðustu
helgi Óvænt úrslit urðu á
mótinu, Gunnar Adam Ing-
varsson tapaði 1-4 fyrir Þor-
birni Atla Sveinssyni.
SÖmu helgi fór fram ísland-
mót 40 ára og yngri í Snóker í
Mjódd. íslandsmeistari varð
Gunnar Hjartarson, en hann
sigraði Óskar Kristinsson 4-
0.
Um helgina verður íslandsd-
mót BSSÍ og Tryggingamið-
stöövarinnar í 1. flokki haldið
í Ingólfsbíiliard og Billiard-
stofunni Klöpp. Keppni hefst
í dag kl. 9.45.
BL
Smáþjóðaleikarnir í íþróttum
verða haldnir í Andorra 21.-25.
maí nk. Þar munu 110-115 ís-
lenskir íþróttamenn, ásamt þjálf-
urum, keppa fyrir íslands hönd í
frjálsum íþróttum, sundi, júdó,
körfuknattleik, blaki, skotfimi og
tennis.
BL
Þrír badmintonmenn, þeir
Broddi Kristjánsson, Arni
Þór Haligrímsson og Guð-
mundur Adolfsson, taka þátt
í alþjóölegu móti sem fram
fer f Groningen ( Hollandi
um helgina. Mótið gefur stig
til ólympíulelka.
Þá munu sex júdómenn
taka þátt í opna breska
meistaramótinu sem fram
fer í Crystal Palace höllinni í
íþróttir helgarinnar:
London um helgina. Þetta
eru þeir Eiríkur Kristinsson
og Karl Erlingsson, sem
keppa í -71 kg flokki. Hall-
dór Hafsteinsson, sem kepp-
ir í -86 kg flokki, Þórir Rún-
arsson og Bjarni Friðriks-
son, sem keppa í -95 kg
flokki og Sigurður Berg-
mann, sem keppir í +95 kg
flokkí.
BL
Bikarúrslitaleiki í blaki
Aðalþróttaviðburðir helgarinnar
verða bikarúrslitaleikimir í blaki
karla og kvenna sem fram fara í
Digmesi í dag. Til úrslita í karla-
flokki leika HK og KA, en UBK og
Víkingur leika til úrslita í kvenna-
flokki.
KA-menn tryggðu sér á dögunum
íslandsmeistaratitilinn í blaki
karla, en þeir urðu einnig meistar-
ar 1989. KA-menn hafa aldrei orðið
bikarmeistarar og sömu sögu er að
segja um HK-menn. Það verða því
krýndir nýir bikarmeistarar í
Digranesi í dag. Þá er það athyglis-
vert að þetta er í fyrsta sinn sem ÍS
eða Þróttur leika ekki til úrslita um
bikarinn.
Víkingur hefur þegar tryggt sér ís-
landsmeistaratitilinn í kvennaflokki
- ber hæst í íþróttalífinu
og getur orðið tvöfaldur meistari
með sigri í dag. Þessi lið hafa marga
hildi háð á undanförnum árum,
enda verið bæði í fremstu röð.
Leikur HK og KA hefst í Digranesi
kl. 16.30 og verð.ur leikurinn sýnd-
ur beint í ríkissjónvarpinu. Leikur
UBK og Víkings verður leikinn á
undan eða um kl.15.15.
Glíma
Af öðrum íþróttaviðburðum helg-
arinnar má nefna Sveitaglímu Is-
lands sem háð verður á Laugum í
Þingeyjarsýslu í dag og hefst hún kl.
14.00.
Badminton
Deildakeppni BSÍ1991 fer fram un
helgina í Laugardalshöll. Keppt
verður í 1., 2. og 3. deild. Keppni
hófst í gærkvöld og verður fram-
haldið í dag kl. 10.00 og á sama
tíma á morgun. Síðasta umferðin í
1. og 2. deild hefst kl. 15.00 á morg-
un.
Knattspyma
Tveir leikir verða á Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu um helgina. í
dag leika Leiknir og KR kl. 17.00 og
á morgun mætast Þróttur og Ár-
mann á sama tíma. Báðir leikirnir
verða leiknir á gervigrasvellinum í
Laugardal.
Skíöi
Iceland Cup skíðamótið verður
haldið á Akureyri strax eftir helgina,
á mánudag og þriðjudag. Hér er á
ferðinni stórmót á skíðum og eru
Norðlendingar hvattir til þess að
mæta á staðinn og fylgjast með.
BL