Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÉMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnarhusinu v Tryggvagotu,
g 28822
Ókeypis auglýsingar
fyrlr einstakllnga
PÓSTFAX
91-68-76-91
23
Ií niinn
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991
Sölusamband lagmetis:
Tekst að selja síldina
fyrir tilstilli Búlgara?
Miklar líkur eru á að Sölusambandi lagmetis takist að selja
sfldarvörumar sem ætlaðar voru Rússum, en þeir gátu ekki
keypt. Búlgarskir aðilar, sem Sölusambandið hefur lengi
átt skipti við, em að kanna möguleika á að koma þeim út í
Austur-Evrópu og jafnvel víðar. Staðfesting hefur ekki
fengist, en flest bendir til að af sölunni verði. Það er ekki
seinna vænna, geymsluþol sfldarinnar er að renna út.
í rammasamningi íslendinga aðri og niðurlagðri síld. Þau
og Rússa er kveðið á um kaup hafa verið mörgum lagmetis-
þeirra á ákveðnu magni af salt- verksmiðjum mikil búbót.
í ár hafa Rússarnir hins vegar
ekki getað staðið við samning-
inn vegna gjaldeyrisskorts.
Sölusamband lagmetis reyndi
þá fyrir sér hjá búlgörskum að-
ilum, sem það hefur skipt við á
liðnum árum. Upphaflega ætl-
uðu þeir að reyna að koma síld-
inni inn um bakdyr Rússlands í
vöruskiptum. Nú hafa þeir hins
vegar fundið henni markað í
Austur-Evrópu og jafnvel víðar.
„Búlgarskir aðilar, sem við
höfum skipt við á liðnum árum,
hafa kannað hvort þeir gætu
komið síldinni til Rússlands í
skiptum fyrir aðrar vörur. Þetta
var upphaflega hugmyndin.
Þeir létu mig svo nýlega vita að
möguleikar væru á að selja síld-
ina í löndunum þarna í kring-
um þá, og jafnvel til ísrael.
Við erum þá að tala um vörur
fyrir 25 millj. kr. Það er nú allt
og sumt. En það er þó allt
magnið sem Rússarnir gátu
ekki keypt, vegna gjaldeyris-
skortsins, þrátt fyrir alla
rammasamninga. Þá vöru er nú
að bresta geymsluþol.
Þetta hefur ekki fengist stað-
fest, en ég er mjög vongóður,"
segir Garðar Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands
lagmetis.
-aá.
Sendinefndin frá Kamtsjatkja sem nú er stödd hér á landi.
Tímamynd: Pjetur.
Amarfjörður:
Vélbátur strandaði
Einn maður bjargaðist þegar
Strengfell, 8 tonna vélbátur frá
Bíldudal, strandaði við Verdali við
utanverðan Arnarfjörð síðdegis í
gær. Varðskipið Ægir kom á vett-
vang og bjargaði manninum.
Það var um klukkan 15 í gær sem
neyðarkall barst frá bátnum. Varð-
skipið heyrði það en ekki var gefið
upp hvar báturinn var. Flugvél
sem var á þessum slóðum var
beint til leitar og fann hún bátinn.
Varðskipið fór á staðinn og þegar
þangað var maðurinn kominn í
gúmmíbát.
Strengfellið var gert út frá Bíldu-
dal og stundaði línuveiðar á Arn-
arfirði. Báturinn var smíðaður ár-
ið 1961 og hét áður Gunnvör ÍS.
Hann er talinn ónýtur.
Ekki er vitað um tildrög strands-
ins. -sbs.
Aðalfundur Kaupmannasamtakanna:
Tillaga um
nýja formenn
Sendinefnd frá Kamtsjatka stödd hér á landi:
Svipaðar aðstæður hér og þar
Þessa dagana er stödd hér á
landi, í boði forsætisráðuneyt-
isins, sendinefnd frá Kamt-
sjatka. Kamtsjatka er austast í
Sovétríkjunum, við strendur
Kyrrahafs. Heimsóknin stend-
ur fram á þriðjudag.
Að sögn Jóns Sveinssonar, að-
stoðarmanns forsætisráðherra,
eru landfræðilegar aðstæður í
Kamtsjatka og hér á landi um
margt svipaðar. Sendinefndin
kom hingað aðallega til að
kynna sér nýtingu jarðhita,
fiskveiðar, sjávarútveg, ferða-
þjónustu, landgræðslu og
fleira. „Áhugasvið þeirra liggur
þess vegna ísvipuðum slóðum
og meðal okkar,“ sagði Jón.
Kamtsjatka er mikill skagi í
Sovétríkjunum sem gengur út
úr Síberíu og skilur að Ok-
hotskahaf og Beringshaf. ís-
land og Kamtsjatka eru svipuð
lönd m.a. hvað varðar veðurfar
og eins eru fiskveiðar þar stór
hluti atvinnulífsins. -sbs.
Aðalfundur Kaupmannasamtak-
anna er í dag. Guðjón Oddsson,
sem verið hefur formaður um 4
ára skeið, gefur ekki kost á sér til
endurkjörs. Bjarni Finnsson vara-
formaður býður sig fram í for-
mannsembættið.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfull-
trúi er tilnefnd til embættis vara-
formanns. Það er til vitnis um
nýja tíma, sem nú eru upprunnir í
Kaupmannasambandinu, eins og
víðar. Áður fyrr gátu menn ekki
gert sér vonir um frama þar, nema
því aðeins að þeir væru í
-aá.
Dagbjartur Elnarsson um afnám á einkaleyfi SÍF:
Um 96% framleiðenda vilja
að SÍF sjái um saltfisksölu
„Það stendur sem við höfum
sagt, að 96% framleiðenda vildu
fá að hafa þetta eins og það hefur
verið, viðhalda einkaleyfi SÍF.
Það liggur ljóst fyrir.
Nú hafa 281 af 310 framleið-
endum skrifað undir aðild sína
að SÍF. Við fórum í það í haust að
senda framleiðendum bréf til
undirskriftar um að þeir ætluðu
að vera í SÍF. Það hafði ekld ver-
ið gert í fjöldamörg ár. Við réð-
umst í þá herferð til þess að fá að
vita hvar við stæðum. Þetta er
nlðurstaðan, 96% framleiðenda
eru í SÍF og vilja óbreytt kerfi.
Miðað við það sem hefur gengið
á undanfarin 2 ár, erum við til-
tölulega ánægðir með niðurstöð-
una. Hafi mönnum fundist sem
það þyrfti að breyta einhveiju í
þessu kerfi, erum við tiltölulega
sáttir við að það skyldi þó ekki
vera stærri breyting en þetta.
Ameríkumarkaðurinn skiptir
ekki svo miklu máli. Við höfum
ekki selt mikið þangað undanfar-
in ár.
Mér sýnast skilyrðin, sem menn
þurfa að uppfylla til að fá leyfi til
útflutnings, vera nokkuð ströng.
Ég geri ekki athugasemd við þau.
En menn verða þá líka að fylgja
þeim. Framkvæmdin er oft ekki í
samræmi við yfirlýsingamar.
Vilji þeirra manna, sem eru og
hafa verið f þessu alla sína
hunds- og kattartíð, er að fá að
hafa þetta eins og það var. Þann-
ig telja menn sínum hagsmunum
og hagsmunum þjóðarinnar best
borgið,“ segir Dagbjartur Ein-
arsson saltfiskframleiðandi.
-aá.