Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. apríl 1991
Tíminn 7
LAUGARDAGURINN 13. APRIL 1991
Frá síðasta flokksþingi framsóknarmanna.
leitt af sér ný viðhorf, sem birtast
í nær skefjalausri alþjóðahyggju.
Þessi nýja hugsun tengist eink-
um nánari aðild að Evrópu. Við
erum Evrópuþjóð. Skyldleiki
okkar við Evrópu er óumdeildur.
Aftur á móti þýðir það ekki að við
séum tilbúin til að játast undir
einskonar samþjóðlegt evrópskt
vald. Við getum ekki orðið eins
og kýr á vori um leið og einangr-
un lýkur og nýlendustaða okkar
innan hins danska konungsríkis
er að baki. Við þurfum mikið
meiri tíma til að rækta með okk-
ur sjálfsvitund innan samfélags
þjóðanna, sem ríki er ræður ör-
lögum sínum.
Túlipanar frá
Amsterdam
Innri styrkur þjóðar byggir á
menningu hennar, bæði í verk-
legum og andlegum efnum. Til-
hugalíf okkar nú við alþjóða-
hyggjuna bendir ekki til þess að
við séum í færum til að taka rétt-
ar ákvarðanir um bindandi sam-
neyti við ríkjabandalög, sem
mynduð hafa verið til frambúðar.
Talað hefur verið um þátttöku
okkar í bandalagi Evrópuþjóða
með skilyrðum. Arið 1262 bund-
umst við Noregskonungi með
skilyrðum um siglingar til lands-
ins. Áður en varði vorum við
komin undir erlent vald að fullu
og öllu. Sérsamningar eru að
engu hafandi. Framtíðin ekur yfir
þá og notar þá í fjötra, sem aldir
kostar að leysa.
Saga landsins, eins og saga ann-
arra landa, færir okkur heim
sanninn um, að nauðsynlegt er
að standa í fæturna gagnvart al-
þjóðahyggjunni. Það er hin
menningarlega afstaða. Svo
dæmi sé tekið þá vaxa rósir á
jarðhitasvæðum hér á norður-
hjaranum. í Hollandi vaxa líka
rósir. Þær eru ræktaðar við
heppilegri skilyrði. Ef við göng-
um evrópsku valdi á hönd verður
að vísu ekkert rósastríð á milli
Hollands og íslands. En sam-
keppnin verður hörð. Þá getur
orðið of seint að rétta fram gróð-
urhúsahendur norðursins gegn
túlipönum frá Amsterdam.
Okkur er ekki
markaður bás
Þegar ísland er borið saman við
aðrar eyjar í Atlantshafi, að Bret-
landi undanskildu, fer ekki á milli
mála, að við höfum náð lengst.
Við höfum kunnað að tileinka
okkur ýmislegt það besta í fari,
framförum og verkmenningu
annarra þjóða. Við getum haldið
því áfram án þess að bindast stór-
um heildum til að verða aftur
smáir og framtakslitlir. Okkur er
ekki markaður bás í viðskiptum.
Við seljum vörur okkar um allan
heim, og eigum viðskipti jafnt við
Japani og Bandaríkin. Styrkur
okkar í aðlögun að samtíma er
fullvissan um mikilsvert framlag
okkar til evrópskrar menningar.
Þar skipar tungan stórt hlutverk;
einnig sú staðreynd, að við vor-
um ritþjóð á tíma þegar aðeins
kirkjunnar menn skrifuðu bækur
um vegsemd trúarinnar. Við
skrifuðum á íslensku. Þegar byrj-
að var að skrifa bækur á latínu
dofnuðu ljósin á sviðinu. í stað
frásagna af Noregskonungum og
siglingum norrænna manna um
heimskringluna komu frásagnir í
hindurvitnastíl um Kaanans-
menn, forfeður trölla.
Þannig má oft ekki muna miklu,
þótt illt sé að greina hver áhrifin
eru innan mannsævinnar. Með
því að horfa til baka yfir svið ald-
anna kennist það hvað úrskeiðis
fór. Þó vantaði ekki að við áttum
lærða menn og eigum enn. En
þeim getur förlast í grundvallar-
efnum eins og öðrum dauðlegum
mönnum. Það er menning þjóðar
sem heildar, sem ekki má rofna.
Því þegar rofar til eftir latínu,
dönsku eða ensku samtímans er
gott að vakna upp á landi móður-
máls og verða aftur fólk með ræt-
ur.
Heimsskáld
í leynum
Það sýnir styrk okkar inn á við
sem þjóðar, hvað fámennir staðir
eru öflugir við margvíslega rækt
menningar. Hér er enginn skort-
ur á athöfnum á því sviði.
Kannski veldur landslagið og hið
hreina loft því að við leitum feg-
urðar í því sem við tökum okkur
fyrir hendur. Hér standa mál-
verkasýningar listamanna. Hér er
skáldskapur fluttur og birtur.
Minnst er skálda sem hafa verið í
fararbroddi á svo til öllum öldum
og haldið hita á þjóðinni. Orðfæri
þeirra, ásláttur málsins og kvæði
um nauð og sigra, hafa fært okk-
ur heim sanninn um að taug
andagiftar er sterk og óbrostin
þótt allt taki breytingum í kring-
um okkur og við breytumst sjálf.
Þannig hefur línan frá Snorra
Sturlusyni og allt til vorra daga
komið við sögu heimsins án þess
að við yrðum bandingjar hans.
í listum er ekki leitað lengur að
landsfrægð. Nú dugir ekkert
minna en heimsfrægð, að
minnsta kosti frægð á hinum
Norðurlöndunum. Bólu-Hjálmar
varð að una því að verða aðeins
landsfrægur. Jafnvel Einar Bene-
diktsson, sá mikli heimsreisandi,
varð varla meira en landsfrægur.
Jónas Hallgrímsson þekkist ekki
utan íslands. Nú eru allir þessir
menn stórskáld, hver á sína vísu.
Þeir munu lifa áfram með þessari
litlu þjóð. Okkur finnst að skór
þeirra sé of bundinn jafn ágætir
og þeir eru. Sannleikurinn er sá,
að þeir eru jafningjar heims-
skálda á borð við Robert Burns og
Rudyard Kipling. Við erum ekk-
ert óvön því að eiga okkur heims-
skáld, þótt í leynum sé. Hvað um
Snorra Sturluson til samanburð-
ar við Cervantes?
Að kunna að neita
Okkar frægu menn eru sprottn-
ir upp úr okkar menningu. Þeir
urðu skáld og listamenn af því
jarðvegurinn var hér. Þeir eru
vitnisburður um samhengi
menningar allt frá tímum Ara
Þorgilssonar. Að vísu ætluðu er-
lend yfirráð, vont tíðarfar og önn-
ur óáran alveg að drepa okkur á
tímabili. En menningin lifði og
reis sfðan skínandi björt á ní-
tjándu öld, þegar tími var kom-
inn til að kveða kjark í freðnar
þjóðir. Það fraus nefnilega aldrei
íyrir skilningarvitin. Staða okkar
nú í samskiptum við umheiminn
krefst hins skarpa skilnings. Við
viljum allt gott af þessum sam-
skiptum læra. Oft á öldum áður
lá við að þjóðin væri svipt lífsvið-
urværi. Samningar nú, sem með
einum eða öðrum hætti skerða
viðurværi okkar, koma ekki til
mála. Hægt er að segja sem svo
að þeir séu ekki á döfinni. En
hver og einn veit í hjarta sínu að
okkur er beint með ýmsu móti í
áttina að Evrópubandalaginu. Því
á að neita strax í upphafi. Um-
ræðurnar hafa þegar gengið of
langt. Þess vegna skiptir máli að
neitað verði 20. aprfl og eigi síðar.
Blaðræksnið og
menningarveran
Þeir sem hlaða steinum í mann-
virki íslensks mannlífs gera það
með ýmsum hætti. Þeir beita við
það lærdómi sínum og gáfum.
Þeir byggja virkið líka með til-
vist sinni einni saman - - með
því að vera íslendingar. Þá villir
ekki af leið. Þeir þurfa engar
handbækur og engin leiðarkort.
Tilfinningin ein vísar þeim veg.
Sá sem þetta skrifar kom eitt
sinn heim til manns, sem hafði
lifað langa og atburðaríka ævi í
fylkingarbrjósti þjóðmála, skrif-
að íslandssögu handa skólafólki
og fjöld annarra bóka, fyrir utan
ótölulegar blaðagreinar. í stofu
hans, sem hann kallaði vinnu-
herbergi sitt, voru ljósir veggir
og það var vor fyrir utan glugg-
ana. Á miðju gólfi stóð kringlótt
borðstofuborð. Hvergi sáust
gögn, sem slíkur maður átti að
hafa á svona stað. Hvergi voru
bækur á veggjum. Þeir voru auð-
ir. En á borðstofuborðinu lá
gamalt ræksni af dagblaði. Það
var allt og sumt. Ljóst var að
efnivið í rit sín sótti gamli mað-
urinn í sjálfan sig. Það heitir að
vera menningarvera. Þannig er
það og þannig hefur fólkið í
þessu landi verið. Uppeldi við
sögulegar hefðir, skólaganga og
athafnir fullorðinsára, þar sem
búið hefur verið að því sem land-
ið veitir og hlunnindi þess, hafa
gert lífið bærilegt. Við höfnum
því geimferðum þjóðabandalaga,
sem draga úr sjálfstæði okkar og
setja okkur á meðaltalsbekk af-
gangsstærða reiknimeistara
peningahyggjunnar. í stað þess
ganga íslendingar á kjörstað 20.
apríl sem menningarverur.