Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Laugardagur 13. apríl 1991 Laugardagur 13. apríl 1991 ngr. Timinn 21 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Kosið er um framtíðina og er kosið um afstöðuna til Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn vilji komast hjá því að gera afstöðu íslands til aðildar að Evrópubanda- laginu að kosningamáli. Hann segir að þetta hljóti að vera eitt helsta mál kosninganna vegna þess að á allra næstu árum verði þjóð- in að taka mikilvægar ákvarðanir um það hvemig hún vilji að samskiptum íslands og EB verði hagað í ffamtíðinni. Steingrímur segir að kjósendur eigi rétt á að fá skýr og af- dráttarlaus svör um afstöðu flokkanna til að- ildar íslands að EB. Hann segir að stefna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli sé óskýr eins og í mörgum öðmm mikilvægum málaflokk- um og í forystusveit flokksins séu menn sem afdráttarlaust hafi lýst því yfír að ísland eigi að sækja um aðild að EB. Afstaða Alþýðufiokksins til EB veldur mér vonbrigðum Steingrímur var fyrst spurður út í bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, sem birtist í Tímanum sl. fimmtudag, en svar við því bréfi birtist annars staðar í blaðinu í dag. „Eins og kemur fram í svarbréfinu veldur það mér nokkmm vonbrigðum að Jón Bald- vin skuli gera okkur upp einhvem ágreining varðandi afstöðuna til evrópska efnahags- svæðisins. Slíkur ágreiningur er ekki fyrir hendi. Það er rétt hjá honum að við höfum staðið mjög þétt saman við mótun stefnu til þeirra viðræðna sem nú standa yfir. Hins veg- ar hefúr í þessari ríkisstjóm aldrei verið fjall- að um hugsanlega aðild að Evrópubandalag- inu. Það hefur aldrei komið á dagskrá þar, hvorki til að kanna hvort um það væri sam- staða eða ágreiningur. Það er mál sem verður hugsanlega tekið fyrir á næsta kjörtímabili. Þess vegna þótti mér miður að sjá að Alþýðu- flokkurinn hefur í ítarlegri stefnuskrá sinni, „ísland í A-flokk“, opnað á aðild íslands að EB, en þar segir á bls. 51, að aðild að EB komi til greina. Að mínu mati kemur aðild alls ekki til greina. Aðild að EB þýðir sameiginlega stjóm á fiskimiðum utan 12 mílna. Þetta kemur skýrt fram í reglugerðum bandalagsins og í Rómarsáttmálanum. EB stefnir að pólitísk- um samruna og ef við erum þar með lendum við í hringiðu sem við ráðum ekkert við. Margaret Thatcher varð að hrökklast frá völd- um þegar hún spymti gegn samruna á sviði peningamála. Svo menn geta rétt ímyndað sér hvort mikið yrði tekið mark á ókkur ef við fæmm eitthvað að andæfa stefnu ráðamanna í Brússel." Menn í forystusveit Sjálfstæðisflokksins hvöttu til aðildar að EB Þú hefur lýst því yfir að kosningamar 20. apríl séu kosningar um aðild íslands að EB. Hvernig má það vera þegar svo virðist sem allir stjómmálaflokkar séu andvígir aðild ís- landsaðEB? „Við emm að kjósa um hvaða stefnu á að fylgja á næstu ámm. Tveir flokkar hafa gefið til kynna að aðild að EB komi til greina. Sum- ir sjálfstæðismenn, þar á meðal þingmenn flokksins, hafa talað mjög ákveðið um að við eigum að sækja um aðild. í Morgunblaðinu birtast stöðugt greinar og áróður fyrir aðild. Fyrir stuttu birtist grein í blaði eftir Svein Andra Sveinsson, borgarfulltrúa í Reykjavík og náinn samstarfsmann Davíðs Oddssonar, þar sem mjög ákveðið er hvatt til þess að við sækjum um aðild að EB. Þegar menn í for- ystusveit stjómmálaflokks boða það sem ég vil kalla uppgjöf íslensks sjálfstæðis þá er ástæða til að varast. Ég hef nú satt að segja ekki trúað því að Alþýðuflokkurinn væri á þessari línu en veit þó að þar em vissir menn, eins og Birgir Ámason, sem hafa hvatt til þess að ísland sæki um aðild að EB. Maður hlýtur því að spyrja sjálfan sig hvenær hafa þessir menn smitað svo út frá sér að þetta sé orðin stefna flokkanna. Ég held að það sé betra að slá slíkt niður fyrr en seinna. Það er betra að reyta arfann strax áður en hann er kominn um allt beðið. Ég tel að í þessum kosningum þurfi að koma fram hjá þjóðinni, með afstöðu þeirra til flokkanna sem sumir hverjir hafa óskýra stefnu í þessu máli, hvað hún vill.“ Nái fylgismenn aðildar að EB að vinna saman er vá fyrir dyrum Ert þú þá að segja að Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum sé ekki treystandi til að fara með þetta mál og semja fyrir hönd ísland við EB? „Miðað við það sé ég hef þegar sagt treysti ég þeim a.m.k. ekki til þess. Ég treysti Fram- sóknarflokknum vel til að hafa þau áhrif á þessa flokka að þetta komi ekki til greina. Ég óttast að ef þessir menn sem ég nefndi áðan og margir fleiri í þessum flokkum nái saman þá kunni að vera vá fyrir dyrum.“ Það vekur athygli að þeir menn sem í vet- ur töluðu mjög opinskátt um hugsanlega að- ild íslands að EB hafa dregið sig í hlé í þessari kosningabaráttu. „Það er ljóst að menn eru að sverja þetta af sér. Það vekur tortryggni mína. Menn vilja alls ekki að þetta verði kosningamál. Það er meginástæðan fyrir þeim æsingi sem hefur komið fram hjá einstökum mönnum út af orðum mínum. Þeir sem hafa hreinan skjöld eiga ekkert að óttast að þetta verði kosninga- mál. Ef það er sannfæring manna að það sé rétt að við gerumst aðili að EB þá eiga menn ekkert að vera hræddir við að láta kjósa um það.“ Framsóknarflokkurinn vill aukin samskipti við aðrar þjóðir Ber þessi afdráttarlausa afstaða Framsókn- arflokksins í þessu máli ekki vott um að flokk- urinn vill að ísland einangri sig á alþjóðavett- vangi? „Nei, því fer svo víðs fjarri. Ég held að það hafi fáir menn lagt meira fram til þess að koma í veg fyrir einangrun íslands en ég. Ég flutti m.a. frumvarp á þingi um erlenda fjár- festingu sem varð að lögum og er lfklega eitt stærsta málið sem síðasta þing samþykkti. Lögin opna mjög mikið á frelsi í ýmsum svið- um iðnaðar og þjónustu en hins vegar tryggja þau einnig miklu betur en áður hagsmuni ís- lands í fiskveiðum, orkulindum og eignar- haldi á landi. Við stöndum einnig heils hugar að því að opna hér peningamarkaði árið 1993. Við teljum hins vegar að við eigum að hafa opið og gott samstarf við fleiri en Evrópu. Við eigum að hafa gott samstarf við Bandaríkin og Asíu. Núna er t.d. lögð mikil áherslan á að vinna fisk fyrir Bandaríkjamarkað vegna þess að dollarinn hefúr hækkað. Við eigum einnig að sinna meira Japansmarkaði. Við megum ekki að hafa eggin öll í sömu körfunpi. Við íslendingar erum alveg í frábærri stöðu að nýta okkur hungrið eftir fiski víða um heim. Við erum satt að segja í mjög góðri stöðu með núverandi samning við EB. Við getum boðið hingað aðilum til að fjárfesta t.d. í þilplötuverksmiðju. Þetta getum við gert vegna þess að við erum innan tollmúranna. Það er þess vegna engin ástæða til að vera með eitthvert vonleysi um framtíð þessarar þjóðar.“ Sjálfstæðisflokkurinn opin- berar stefnuleysi sitt Það hefur vakið athygli að Sjálfstæðis- flokkurinn gengur til kosninga með mjög óljósa stefnu í helstu málaflokkum, jafnvel enga stefnu í sumum. Er þetta nýtt í íslenskri pólitík? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft margar stefriur vegna þess að í honum eru raunverulega margir flokkar. Þar eru lands- byggðarmenn, þéttbýlismenn o.s.frv. Ég hygg þó að þetta hafi aldrei komið jafnaugljóslega fram og nú. Það eru vitanlega stórmerkileg tíðindi að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli segja á ísafirði, í einni af miðstöðvum sjávar- útvegs á íslandi, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki stefriu í sjávarútvegsmálum. Sama má raunar segja í landbúnaðarmálum. Eftir að varaformaður flokksins var búinn að lýsa yfir að flokkurinn styðji búvörusamninginn þá skellir formaðurinn símanum á þegar hann er beðinn um að staðfesta það. Egill Jónsson og Pálmi Jónsson fylgja síðan einhverri allt annarri stefnu. Þetta er í fyrsta sinn síðan ég fór að taka þátt í stjómmálum að það virðist vera stefna Sjálfstæðisflokksins að fara í gegnum kosningabaráttuna með krosslagðar hendur, eins og einhver sagði. Þeir forðast að taka þátt í opinberri umræðu, nema þegar þeir em boðaðir í umræðuþætti í sjónvarpi og útvarpi. Þar talar hver frambjóðandi eftir sínu höfði. Það er ekkert samræmi milli þess sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum segir og frambjóðandi flokksins í Reykjavík eða Norðurlandi eystra. Sjálfstæð- ismenn forðast að láta ná tökum á sér. Það er kannski klókt af þeim vegna þess að þeir gengu til kosninga með mjög óskýra stefnu- skrá. Það er t.d. furðulegt að þegar framboðs- fundur í útvarpi fyrir Reykjavík fer fram þá mætir ekki efsti maður listans, Davíð Odds- son, formaður flokksins. Ég held satt að segja að það sé rétt sem mér er sagt að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi keypt sér kosningaprógramm frá Bandaríkjunum. Mér er sagt að þar séu sameiginlegir fundir mjög neðarlega á blaði. Reynt er að ná fylgi eftir öðrum leiðurn." Telur þú að kosningabarátta á íslandi sé að breytast? „Ég vona að þetta sé ekki komið til að vera. Þetta er ekki sú kosningabarátta sem ég held að íslendingar vilji. íslendingar vilja að menn komi hreinskiptir fram og séu ekki með neitt í felum.“ Sjálfstæðismenn telja þjóðarsátt andsnúna frjálsum markaði Þessi ríkisstjóm undir forystu Framsókn- arflokksins hefur fylgt mjög ákveðinni efna- hagsstefnu sem þjóðin þekkir. Telur þú að ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eftir kosningar verði tekin upp ný og breytt efna- hagsstefna? „Mér dettur ekki í hug að Sjálfstæðisflokk- urinn vilji nýja verðbólguöldu. Ég efast ekki um að hann vill stöðugleika í efhahagsmál- um. En ég er hræddur um, og það hefur kom- ið greinilega fram í umræðum á Alþingi, að þeir telji þjóðarsáttina ekki réttu leiðina til þess. Þeir telja hana hindra hinn frjálsa mark- að. Hún er vitanlega andstæð frjálshyggj- unni.“ Þeir hafa sagt að þjóðarsáttin sé ekkert annað en gamaldags miðstýrð launastefna. „Já, þeir hafa sagt það. Ég tel að þjóðar- sáttin sé fyrst og fremst mjög breið samfylk- ing um launastefnu sem tekur tillit til margra þátta. 90% af launþegum samþykktu þessa launastefnu. Það er ekki rétt að kalla hana miðstýrða, um hana er víðtæk samstaða. Það hefúr ítrekað komið fram hjá sjálf- stæðismönnum að þeir telja að stjómvöld eigi ekkert að koma nálægt kjarasamningum. Ef sú stefna hefði ráðið ferðinni hefði þjóðar- sáttin aldrei tekist. Stjómvöld urðu að leggja töluvert til þeirra mála. Þeir em á móti því að Verkamannasambandið sé með verðlagseftir- lit og segja það af hinu illa. Ég er þessu alger- lega ósammála. Auðvitað mega launþegar gera það sem þeir geta innan markaðskerfis- ins til að tryggja lægra vömverð. Sjálfstæðis- menn em einnig á móti afskiptum stjóm- valda af vaxtamálum. Hvað myndu þeir gera í þeirri alvarlegu stöðu sem nú er komin upp í deilu sjómanna og útgerðamianna? Myndu þeir halda að sér höndum í því máli? Ég held að stjómvöld verði að koma inn í það mál og leggja eitthvað fram til að leysa það.“ í haust mun reyna á stjómvöld Er ekki ljóst að það reynir mjög á stjóm- völd í haust þegar kemur að því að endumýja þjóðarsáttina? Mun þá ekki reynsla og lipurð þeirra sem halda um stjómartaumana skipta máli? Tfmamynd Áml Bjama „Það mun reyna gífurlega mikið á stjóm- völd í haust. Viðræður milli aðila vinnumark- aðarins em þegar hafnar. Þegar kemur að lokastigum verða stjómvöld að sjálfsögðu beðin að koma inn í málið. Líklegt er að breytingar á skattalögum komi inn í þessar viðræður og margt fleira. Auk þess þurfa stjómvöld að semja við opinbera starfsmenn á sömu nótum.“ Ríkisstjómin náði markmiðum sínum Telur þú að þessi ríkisstjóm hafi náð þeim markmiðum sem hún setti sér? „Meginmarkmið þessarar ríkisstjómar vom að skapa stöðugleika í efnahagslífinu. Það vom markmið númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur tekist vonum betur. Ég gerði mér satt að segja varla vonir um að verðbólgan kæmist niður í 5 af hundraði. Ég taldi líklegra að hún yrði í kringum 7-8 af hundraði. Sum- ir aðrir hlutir hafa tekist afar vel. Afgangur á vömskiptum er meiri en menn þorðu að spá. Nú em, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, horfúr á að erlendar skuldir fari lækkandi. Staðreyndin er sú að þegar erfíðleikar hafa verið í efnahagslífinu hafa menn neyðst til að taka erlend lán til að brúa bilið. Það gerðum við að einhverju leyti, en erlendar skuldir hafa ekki hækkað eins mikið og margir óttuð- ust Varðandi atvinnuleysið þá neita ég því ekki að þegar ég sá spá Verslunarráðs um 5000 manns atvinnulausa í apríl 1989 óttað- ist ég að atvinnuleysið gæti orðið töluvert mikið. Það fór þó aldrei yfir 2 af hundraði og varð aðeins rúmur þriðjungur af því sem Verslunarráð spáði: Atvinnuleysi hefur síðan farið minnkandi. Á ýmsum öðmm sviðum eins og viðræð- unum um evrópskt efnahagssvæði, sem hef- ur verið eitt af stefhumiðum þessarar ríkis- stjómar, hefur gengið nokkuð vel þó að mál- ið hafi tafist. Við höfum unnið að nýrri at- vinnuuppbyggingu og að hér verði byggt álver. Það hefur að vísu dregist og það harma ég. Það á sér sínar skýringar sem ég vil ekki fara út í hér. Ég trúi því að álbræðsla verði byggð. Ég tel einnig að okkur hafi tekist að vekja upp áhuga á fjölmörgum nýjum leiðum í atvinnuuppbyggingu, einkum hvað varðar hreinleika landsins og þann náttúmauð sem býr í hreinu vatni og óspilltri náttúm. Ég er því mjög ánægður með árangur ríkisstjóm- arinnar og tel að okkur hafi tekist að skapa af- ar góðan gmndvöll til nýrrar framfarasókn- ar.“ Glundroðakenningin afsönnuð Þú ert búinn að vera þátttakandi í stjóm- málum í yfir tvo áratugi. Ef þú lítur til baka og til framtíðar, sýnist þér að það séu að verða einhverjar meginbreytingar á íslenskum stjómmálum? ,dá, ég held að það séu að verða töluverð- ar breytingar. Mikilvægasta breytingin kemur í raun fram í því að nú hefúr mið- og vinstri- flokkum tekist að starfa saman út kjörtíma- bilið, og það meira að segja með miklum ágætum. Nú er sundmngskenningunni hmndið. Þetta mátti heita útilokað hér áður fyrr. Það hafa einnig orðið vemlegar breyting- ar á vinstri kanti stjómmálanna. Eftir hmn kommúnismans í Austur-Evrópu er ljóst að þeir sem hafa verið nálægt þeim hafa verið í miklum vandræðum og em að reyna að fóta sig að nýju. Innan Alþýðubandalagsins em átök og formaður flokksins hefúr verið að reyna draga hann meira inn að miðjunni og hefur tekist það að sumu leyti. Alþýðuflokk- urinn hefúr að ég held lítið breyst síðustu áratugina. Hann er íhaldssamur krataflokkur og ég geri svo sem enga athugasemd við það. Sjálfstæðisflokkurinn er svona nokkuð sam- ur við sig, en þó hafa þar risið hópar sem hafa viljað breyta flokknum. Ég á þar einkum við ungliðahreyfingu flokksins sem hefur boðað mjög harða frjálshyggju. Kenningar Fried- mans og Hayeks eiga þar mjög ákafa fylgis- menn. Mér finnst satt að segja að Sjálfstæðis- flokkurinn sé alltaf svona áratug á eftir. Mér hefur sýnst að þar sem hægri menn ráða í Evrópu séu þeir búnir að hverfa frá þessari hörðu frjálshyggju. Menn hafa t.d. gert sér grein fyrir í Bandaríkjunum að hávaxtastefn- an gengur ekki upp. Bush telur það eitt sitt mesta afrek að hafa lækkað vexti um helm- ing. Á sama tíma og þeir em að komast niður á jörðina em sjálfstæðismenn svona 10 ámm á eftir. Framsóknarflokkurinn hefur breyst Það er einnig orðið mjög áberandi í ís- Ienskum stjómmálum að menn em orðnir miklu opnari fyrir öllu samstarfi við um- heiminn. Þar hefur orðið mjög mikil breyting í Framsóknarflokknum. Það er alveg rétt sem sumir hafa vakið athygli á að þegar við geng- um í EFTA þá vom framsóknarmenn mjög hikandi við það. Það er algerlega horfið. Framsóknarflokkurinn hefur þróast í þá átt að verða mun meiri frjálslyndur umbótasinn- aður flokkur en nokkur annar flokkur hér á landi." Þannig að Framsóknarflokkurinn hefur breyst? „Framsóknarflokkurinn hefur breyst mik- ið á síðustu tveimur áratugum. Hann hefur haft forystu í mörgum mikilvægum mála- flokkum sem nú em að verða fyrirferðarmikl- ir í stjómmálaumræðunni. Framsóknar- flokkurinn varð fyrstur flokka til að taka upp þann mikilvæga málaflokk sem umhverfis- málin em. Það gerði Eysteinn Jónsson. Framsóknarflokkurinn hefur leitt það mál og á kjörtímabilinu sem er að líða vannst mikil- vægur áfangi í því með stofnun umhverfis- ráðuneytis. Ég vona að Framsóknarflokkur- inn haldi áfram að leiða þörf þjóðfélagsmál og það er mín tilfinning að hann muni gera það. Framsóknarflokkurinn er að mínu mati að mörgu leyti leiðandi í því að móta skyn- samlegt velferðarkerfi. Við höfðum, ásamt Al- þýðuflokknum, forystu um að byggja upp vel- ferðarkerfið á fjórða áratug þessarar aldar. Ég er alls ekki að segja að t.d. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag styðji ekki þetta kerfi. En mér finnst að Framsóknarflokknum hafi tek- ist betur en öðmm flokkum að finna leið til að móta það upp á nýtt. Við höfum barist fyr- ir því að hagur fatlaðra og aldraðra verði tryggður betur í velferðarkerfinu en áður var gert. Ég vona að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að hafa forystu um að laga velferðar- kerfið að þeim tekjum sem ríkissjóður hefur og standi vörð um þetta kerfi. Egill Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.