Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 1
Kosningin um EB er kosning um framtíð Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra segir í helgarviðtali við blaðið í dag að á allra næstu árum verði íslensk stjómvöld að taka mikilvægar ákvarðanir um hvers eðlis samskipti og tengsl íslands verði við Evrópubandalagið og því eigi kjósendur heimtingu á að fá skýr svör um það hver sé stefna flokkanna í þessu máli. Jafnframt segir hann að spurningin um aðild að EB annars vegar og þeir samn- ingar sem nú standa yfir um evr- ópskt efnahagssvæði hins vegar séu tvö aðskilin mál og stuðningur við EES eigi ekki að standa í vegi fýrir því að flokkamir geti tekið af- stöðu til þess hvort ísland eigi að ganga í EB eða ekki. Forsætisráð- herra segir að í alþingiskosning- unum sé verið að kjósa um fram- tíðina og þess vegna sé verið að kjósa um aðild að EB. • Blaðsíður 8 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.