Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn
Laugardagur 13. apríl 1991
Gunnar Rafn Birgisson, Ingjaldur Hannibalsson og Hermann Ottós-
son frá Útflutningsráði fslands. Þeir urðu íslandsmeistarar í undan-
úrslitakeppni fýrír Samnorrænu stjómunarkeppnina.
Samnorræn stjórnunarkeppni fyrirtækja:
Lið Útflutningsráðs
og SPRON til Helsinki
Hin árlega Samnorræna
stjórnunarkeppni fyrirtækja fer
fram í Helsinki í Finnlandi í
dag, laugardaginn 13. apríl. Af
íslands hálfu keppa þar lið frá
Útflutningsráði íslands og
SPRON.
Tvö lið frá hverju Norðurland-
anna taka þátt í þessari keppni,
en hún felst í því að keppendur
verða að stjórna ímynduðu fyr-
irtæki og verða að skila sem
mestum rekstrarhagnaði yfir
samanlagt sex ára tímabil. Það
lið sem nær mestri arðsemi í
rekstrinum ber sigur úr bítum.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í dúkalagnir í ýmsum fast-
eignum Reykjavíkurborgar. Um er að ræða annars vegar ca
3000 m2 fyrirfram skilgreind verk, sem vinna skal á þessu ári, og
ca. 4000 m2 vegna íbúaskipta sem vinna skal á næstu 2 árum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. maí 1991, kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegl 3 - Sfml 25800
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykja-
vikur, óskar eftir tilboðum í viðgerðir og viðhald á steinsteypu og
tréverki á Hólabrekkuskóla.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 24. apríl 1991,
kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Páll Pétursson Stefán Guömundss.
Skagfirðingar og Húnvetningar
Frambjoðendur FramsóknarflOKKsins f Reykjavík, Finnur Ingólfs-
son, Ásta R. Jóhannesdóttir og Bolli Héðinsson, ásamt alþingis-
mönnunum Páli Péturssyni og Stefáni Guðmundssyni, bjóða þér
að koma í kaffispjall mánudaginn 15. apríl kl. 20:30, í kosninga-
miðstöð Framsóknarflokksins að Borgartúni 22.
Skemmtun og kaffiveitingar
Steingrímur Hermannsson og frambjóðendur B-listans í Reykja-
vík, Finnur, Ásta og Bolli, bjóða eldri borgurum til kaffiveitinga í
Veitingahúsinu Glæsibæ, sunnudaginn 14. apríl kl. 15:00.
Dagskráin verður:
Frambjóðendur flytja stutt ávörp. Jóhannes Kristjánsson hermir
eftir. Elín Sigurvinsdóttir syngur einsöng. Unnur Halldórsdóttir fer
með gamanmál og Steingrímur Hermannsson flytur ræðu.
MINNING
Sigurður H. Valdimarsson
Fæddur 17. september 1965
Dáinn 9. febrúar 1991
Kæri vinur.
í gærkveldi töluðum við systurn-
ar um að í dag ætluðum við að
skrifa þér, nokkuð hafði hent aðra
okkar sem minnti okkur á stríðn-
isleg fyrirheit sem þú hafðir gefið
okkur fyrir löngu síðan. En lánið
er svo fallvalt — eftir símtal heim
til íslands í morgun er það ekki
glaðbeitt kort frá hinum stóra
heimi sem við sitjum og skrifum,
heldur hinsta kveðja til þín.
Sem meira og minna föstum
heimilismanni á heimili foreldra
okkar síðastliðin tvö ár minnumst
við margra stunda með þér og án
allrar hræsni aðeins góðra stunda.
Með ljúfmennsku þinni ávannstu
þér vináttu og virðingu allra í fjöl-
skyldunni. Víst vorum við oft grá-
glettnar í þinn garð, og við höfum
grun um að stríðni okkar hafi
stundum sært meira en þú vildir
vera láta. En þú varst þannig gerð-
ur að gjalda aldrei rauðan belg fyr-
ir gráan. Þú tókst öllu með spaugs-
yrðum og bros á vör og kenndir
okkur margt um þroska í mann-
legum samskiptum, þó ungur vær-
ir.
Við áttum því láni að fagna að fá
að eyða með þér ógleymanlegri
dagstund í litlu veitingahúsi við
Tjörnina daginn áður en við lögð-
um af stað til Indlands. Við töluð-
um um drauma okkar og framtíð-
arvonir. Eins og alltaf var lær-
dómsríkt að hlusta á þig, svo já-
kvæður og bjartsýnn á framtíðina
sem þú ert, en jafnframt svo lítil-
látur. Við ræddum m.a. um þín
áhugamál: hestamennskuna. Við
spurðum hvort þig dreymdi um að
slá í gegn, verða frægur sem hesta-
maður. Þú bara brostir þolinmóð-
ur að fávísi okkar. Nei, þig dreymdi
ekki um frægð og frama, álit ann-
arra var ekki það sem skipti mestu,
heldur að þú sjálfur fyndir full-
nægju í því sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þannig minnumst við þín.
Þakkir fyrir allar stundirnar. Við
söknum þín sárt. Sendum fjöl-
skyldu þinni innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hjördís og Kristbjörg
Leifsdætur frá Keldudal
VEIÐIMÁL
VEKHRETTINDII
AFRÉTTARVÖTNUM
Höfuðreglan er sú að veiðiréttur í ám
og vötnum fylgir landi, þ.e. eigandi
landsins sem liggur að viðkomandi
veiðivatni á veiðiréttinn. í lögum um
lax- og silungsveiði eru ákvæði sem
banna að skilja veiðirétt frá landi. Hafi
svo einhvem tíma verið gert er unnt
fyrir landeiganda að leysa slíkan rétt
til landsins.
Um afréttarvötn gildir hið sama og
fyrr var greint, séu vötnin í einkaeigu.
Hins vegar gilda þau ákvæði um önn-
ur vötn, eins og vötnin á Landmanna-
og Holtamannaafrétti, að allir búend-
ur sem upprekstur áttu á þessa afrétti
eiga afnotarétt til veiða í þessum vötn-
um. Allir eiga þar jafhan rétt til veiði,
eins og gildir um almenning í stöðu-
vatni, og er þeim óheimilt að ráðstafa
veiði til annarra. Hins vegar getur
veiðifélag, sem stofnað er um slík vötn,
heimilað ráðstöfun veiði til annarra,
eins og gert hefur verið í vötnum á
fyrrgreindum afréttum upp af Rangár-
vallasýslu.
Ýmsir hafa haldið því fram að til séu
vötn á afréttum, mjög fjarri byggð,
sem séu eins konar einskismanns
veiðivöm. Slík vötn eru ekki til hér á
landi, svo vitað sé.
Á sínum tíma urðu deilur út af veiði-
rétti á Landmannaafrétti, sem lyktaði
með því að Hæstiréttur dæmdi árið
1955 að afnotaréttur til veiða á afrétt-
ingum fylgdi búendum, sem upprekst-
ur áttu á afréttinn. Veiðiafhotin féllu
þannig til jarða í Landmannahreppi og
Holtahreppi, auk tveggja jarða í Rang-
árvallahreppi; Næfurholts og Hóla.
Hins vegar komst Hæstiréttur að
þeirri niðurstöðu síðar, að Alþingi
þyrfti að setja lög um hver ætti sjálft
land afréttarins. Slík lög hafa ekki ver-
ið sett enn. í framhaldi af dómi Hæsta-
réttar frá 1955 voru ákvæði laga um
lax- og silungsveiði um afréttarvötn,
sem ekki væru í einkaeigu, aðlöguð
honum þegar lögin voru seinast end-
urskoðuð og samþykkt 1970.
Veiðifélag var stofnað um vötn á
Landmannaafrétti 1965, en formaður
þess er Kjartan Magnússon, bóndi í
Hjallanesi í Landmannahreppi. Síðar
kom svo annað félag um vötn á Holta-
mannaafrétti með aðild allra ábúenda
eða eiganda jarða sem upprekstur eiga
á nefndan afrétt. Formaður í Veiðifé-
lagi Holtamannaafréttar er Sveinn
TVrfmgsson, bóndi í Lækjartúni í Ás-
hreppi. Innan vébanda veiðifélaga
Við Veiðivötn er náttúrufegurðin rómuð - myndin er tekin við Nýjavatn.
þessara eru öll vötn á viðkomandi af-
rétti. Vatn er skilgreint í lögum um
lax- og silungsveiði sem straumvatn
eða stöðuvatn.
Á sínum tíma breytti landsvirkjun
vatnsrennsli þannig að Köldukvísl var
veitt inn í Þórisvatn vegna miðlunar á
vatni til orkuframleiðslu. Vatnsborð
var jafhframt hækkað í vatninu og
stækkaði Þórisvatn úr 70 ferkm í 83
ferkm við þessar aðgerðir. Þórisvatn er
innan vébanda Veiðifélags Holta-
mannaafréttar. Síðar koma til sögunn-
ar virkjanalónin á afréttinum sem eru
eins konar veiðivötn sem hafa verið
mynduð með gerð stíflu. Enda þótt að
þessi nýju veiðivötn á grunni straum-
vatna hafi þannig orðið til fyrir tilstilli
Landsvirkjunar og mannvirki þeim
tengd að sjálfsögðu í eigu hennar,
verður að líta svo á að fiskigengdin
sem þar er komin frá fiskstofni afrétt-
arins og vegna fiskræktar veiðifélags-
ins sé í höndum veiðifélags um afrétt-
inn, lögum samkvæmt. Orkufram-
leiðslan er hins vegar í höndum
Landsvirkjunar, einnig lögum sam-
kvæmL Skylt er að stofha veiðifélag
um allar ár og vötn á landinu.
Eins og alkunna er er það hlutverk
veiðifélags að stjóma veiðimálum á
sínu svæði og ráðstafa veiði. Það hefur
verið gert bæði á Holtamannaafrétti
og Landmannaafrétti með því m.a. að
gefa stangaveiðimönnum kost á að
kaupa veiðileyfi í vötnin og netaleyfi
hafa einnig verið seld. Jafnframt hefúr
þeim tekjum, sem inn hafa komið, ver-
ið varið til að búa í haginn fyrir veiði-
menn með byggingu veiðihúsa og fi-
skrækt, auk þess sem áburður hefur
verið borinn á landið og geesla og
veiðieftirlit hefur verið á svæðinu.
eh.
Sigurður
fimmtugur
Sigurður Kristjánsson, kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Árnesinga
á Selfossi, verður fimmtugur
þriðjudaginn 16. aprfi.
Hann mun taka á móti gestum
á afmælisdaginn milli klukkan
18 og 22 á Hótel Selfossi.
Sigurður Kristjánsson
kaupfélagsstjóri.