Tíminn - 13.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 13. apríl 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason
Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300.
Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Ný byggóastefna
Á næsta kjörtímabili verða byggðamál eitt brýnasta
viðfangsefni stjórnvalda og atvinnulífsins. Þar verða
ríkisstjórn og Alþingi að hafa meginforystu ásamt
samtökum sveitarfélaga í góðu samstarfi við forystu
atvinnuveganna og hagsmunasamtök fólksins í
landinu.
Um byggðamál verður að skapa víðtæka þjóðlega
samstöðu áhrifamestu þjóðfélagsaflanna og viður-
kenna byggðaþróun sem eitt af nauðsynlegustu úr-
lausnarefnum þjóðar sem ætlar að halda yfirráðum
alls síns lands.
Þótt því megi ekki gleyma að byggðamálin hafa æt-
íð verið eitt af stóru málunum í íslenskri meginpól-
itík og oft hafa verið gerðar ráðstafanir í þeim efn-
um, sem dugðu vel fyrir sinn tíma, þá á það við um
byggðamál eins og öll önnur höfuðmálefni lifandi
lýðræðisþjóðfélags, að þau verða aldrei leyst einu
sinni íyrir allt. Að sjálfsögðu verður að haga aðgerð-
um í byggðamálum eftir aðstæðum hvers tíma og
hafa þær í jákvæðum skilningi samstiga óviðráðan-
legum þjóðfélagsbreytingum. Það merkir ekki að
láta undan með það aðalmarkmið byggðastefnunnar
að byggð haldist í öllum landshlutum, heldur hitt að
hver landshluti sé lífvænlegt atvinnu-, félags- og
menningarsvæði, sem að sínu leyti heldur til jafns
við aðra landshluta og stendur styrkum fótum í
heildarskipan íslensks þjóðfélags.
Að frumkvæði forsætisráðherra, Steingríms Her-
mannssonar, voru fyrir nærri einu og hálfu ári skip-
aðar tvær nefndir til að fjalla um byggðastefnu og
aðgerðir í byggðamálum. Önnur þessara nefnda
vann að hugmyndum um mótun almennrar byggða-
stefnu, en hin nefndin undirbjó tillögur um skipu-
lag Byggðastofnunar og fyrstu aðgerðir í byggða-
málum. Formenn þessara nefnda voru Jón Helga-
son, fyrrverandi ráðherra, og Stefán Guðmundsson
alþingismaður. Nefndir þessar hafa þegar skilað áliti
og tillögum, sem munu reynast mikilvægt framlag
til þess átaks í byggðamálum sem óhjákvæmilegt er
að ráðast í á næsta kjörtímabili.
Athyglisvert er í þessum tillögum að endurvakin er
með nýjum þrótti sú stefna að nauðsynlegt sé að
gera markvissar byggðaáætlanir og tengja slíka
áætlunargerð Alþingi með þvf að leggja byggðaáætl-
anir fyrir þing hverju sinni, ræða þær þar og fá
þannig á hverja byggðaáætlun stefnumótandi mark
löggjafans. Af þessu tilefni skal á það minnt, að einn
af ágöllum byggðastefnu í framkvæmd á liðnum
tveimur áratugum er sá að hunsaðar hafa verið mót-
aðar byggðaáætlanir eða anda þeirra vikið til hliðar
af skammsýni og fordómum um gildi þeirra. Slíkt
má ekki endurtaka sig þegar hafist verður handa um
framkvæmd nýrrar byggðastefnu á komandi kjör-
tímabili. Þótt um sinn hafi verið reynt að koma alls-
herjaróorði á skipulegar áætlanir í þjóðarbúskap eft-
ir því sem aðstæður krefjast og líta á þær sem anga
af trénuðu miðstýringarkerfi, verða ráðamenn að
hafa dómgreind til að þekkja mun góðs og ills í því
efni.
K
1 YOSNINGABARÁTTAN hefur
að þessu sinni haft þungan skrið,
án þess að um stór upphlaup hafi
verið að ræða. Munar þar mestu
um þá afstöðu formanns Sjálf-
stæðisflokksins, að vilja ekki fara
að óskum Morgunblaðsins og
koma með kosningasbombu eða
yfirlýsta stefnu í einhverju af aðal-
viðfangsefnum samfélagsins á
sviði atvinnuvega. Davíð Oddsson
hefur skirrst við að gefa út aðrar
yfirlýsingar um stöðu atvinnu-
veganna en þær, að þau mál verði
athuguð að afloknum kosning-
um. Þetta hefur þýtt að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur verið yfirlýstur
stefnulaus. Það hefur hins vegar
ekki komið í veg fyrir að Davíð er
samkvæmt skoðanakönnunum
einn af allra vinsælustu mönnum
þjóðarinnar. Stefnuleysi Sjálf-
stæðisflokksins og vinsældir þær
sem flokkurinn nýtur um þessar
mundir benda til þess, að ekki
þurfi sérstaklega að taka til hend-
inni að afloknum kosningum,
engra sérstakra endurbóta sé þörf
að mati kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins, og hægt sé að óbreyttu
að setjast í friðarhreiður það, sem
núverandi ríkisstjóm undir for-
ystu Steingríms Hermannssonar
hefur búið þjóðinni.
Þijár óskir
í sjónvarpi hefur verið hægt að
fylgjast með almennum kjósend-
um í kjördæmum og óskum
þeirra. Yfirleitt ber mest hjá þeim
á óskum um öflugra atvinnulíf,
breytingu á skattleysismörkum
og bættar samgöngur. Þegar fólk
talar um samgöngur vill það jarð-
göng á erfiðum fjallvegum, brýr
yfir firði til að stytta leiðir og
fljótari lagningu slitlags. Bílaeign
er mikil og því eðlilegt að krafa
um varanlega vegi sé ofarlega á
baugi. Atvinnulífið er þó þýðing-
armest, því án eflingar þess þurfa
margir um sárt að binda. Þegar
ríkissstjórn Steingríms Her-
mannssonar tók við völdum
blasti við hrun atvinnuveganna,
einkum við sjávarsíðuna. Gripið
var til stórfelldra aðgerða til að
bjarga fyrirtækjum í sjávarútvegi,
sem í óðaverðbólgu liðinna ára
og vaxtafári var að blæða út án
þess nokkuð fengist að gert.
Hefði sú þróun haldið áfram
hefði atvinnuleysi í landinu orðið
gífurlegt. Það tókst að bjarga
mikiu fljótlega eftir að ríkiss-
stjórn Steingríms tók við. Batinn
sem fylgdi hinni nýju stjórn var
síðan staðfestur með þjóðarsátt,
sem verður að halda áfram eftir
kosningar.
Tunguhaft í
stjómarandstöðu
Það er kannski ekki að undra
þótt stjórnarandstaða Sjálfstæð-
isflokksins hafi ekki verið áber-
andi á þingi. Stjórnartíminn hef-
ur verið tíð lagfæringa, björgun-
arstarfs og þjóðarsáttar. Menn
hafa getað deilt um einstök atriði,
en þar hefur yfirleitt alltaf verið
um að ræða storm í vatnsglasi.
Ekkert á stjórnartímanum gefur
nú tilefni til stórra upphlaupa í
kosningabaráttu. Það verður því
að virða Sjálfstæðisflokknum það
til vorkunnar að hann virðist
sviptur málefnum. Hann gengur
pólitískt skertur til kosninga og
með tunguhaft, á
þegar þjóðfélagið er í jafnvægi
mest á ríður að þessu jafnvægi
verði fylgt eftir næsta stjórnar-
tímabil. En það verður ekki
þrautalaus ganga. Þrátt fyrir sam-
fellt jafnvægi í þjóðmálum lang-
tímum saman hefur alltaf eitt-
hvað komið upp á yfirborðið, svo
átök og óreiða hefur hafist að
nýju. Úrslit kosninganna nú geta
ráðið miklu um hvort ávinningar
síðustu ára setja svip sinn á næsta
kjörtímabil.
Undi aðferðum
lýðræðis
Samstarfsflokkar Framsóknar-
flokksins í ríkisstjórn, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag, hafa
Iifað nokkurn óróa- og óvissu-
tíma að undanförnu. Því hafa
ekki ráðið átök i stjórnarsam-
starfi, heldur gamlar syndir AI-
þýðubandalagsins, þegar það
gekk undir öðrum flokksheitum,
og var fastbundið hugmynda-
fræðilega séð við öfgaöfl í Austur-
Evrópu. Eftir hrun heimskomm-
únismans fór Alþýðubandalagið
að gliðna á saumum hér á landi.
Alþýðuflokkurinn neytti nú færis
til að hefna gamalla harma, þegar
kommúnistar gengu hvað eftir
annað í skrokk á krötum og klufu
þá í herðar niður. Alþýðubanda-
Íaginu vildi til láns í hörmungum
að til Iiðs við þá hafði gengið
maður, sem aldrei hafði verið
kenndur við gamlar syndir
kommúnismans, og svo hitt, að
bandalagið sat í virðingarverðri
umbótastjórn og undi þar aðferð-
um lýðræðis. Strandhögg Al-
þýðuflokksins varð helst í kring-
um borgarstjórnarkosningar, án
þess að umtalsverður árangur
sæist á auknu fylgi flokksins.
Gerð var ný aðför að Alþýðu-
bandalaginu fyrír þingkosning-
arnar. Árangurinn varð sá að fyrr-
yerandi ritstjóri Þjóðviljans lenti
í þriðja sæti hjá krötum í Reykja-
vík. Engin merki eru þess að
þessi þriðji maður auki fylgi
krata. Þannig sitja báðir flokkarn-
ir við minnkandi fylgi eftir allt
bramboltið; kannski orðnir of
gamlir í hettunni til að geta
blandast að nokkru gagni. Eftir
stendur sú staðreynd, að eftir að
Alþýðubandalagið hefur verið
svipt pólitísku föðurlandi sínu er
orðið mikið rólegra andrúmsloft í
landinu. Hatrið er ekki eins áber-
andi í Þjóðviljanum og var og
sæmilegur stéttarfriður ríkir.
Snillingur að
verki
Flokkaskipan og kosningatil-
högun ráða mestu um, að hér
starfa samsteypustjórnir. Að vísu
er hægt að hugsa sér að einhver
einn flokkur fái það mikið fylgi að
hann geti myndað meirihluta-
stjórn, en heldur er það ólíklegt.
Um þessar mundir gerir Sjálf-
stæðisflokkurinn sér einhverjar
vonir um slíkt. Það er þó lang-
sótt, flokkurinn hefur verið að
tapa fylgi að undanförnu, miðað
við skoðanakannanir. í landi sam-
steypustjórna þarf sérstaka hæfni
til að hafa forystu fyrir stjórnum.
Þegar þær samanstanda af fjórum
flokkum, eins og stjórn Stein-
gríms Hermannssonar, er með
ólíkindum að hægt skuli að halda
þeim í samstarfi út ákveðið tíma-
bil. Hæfni Steingríms sem for-
sætisráðherra er alveg ótvíræð,
en stjórn hans hefur verið
óvenjulega samstíga allan tím-
ann. Helst hefur borið á ágrein-
ingi út af álverssamningum, sem
iðnaðarráðherra hefur kosið að
halda fyrir sig, eins og hann
kynni ekki til verka, þótt menn
vilji frekar kenna það óvana. Ál-
verssamningar eru það stórt mál,
að þeir geta varla verið á færi eins
manns. Verið getur að langvar-
andi ósætti á milli Alþýðubanda-
Iags og Alþýðufiokks eigi ein-
hverja sök á þessum hvimleiða
einleik. Þá hefur nokkur ágrein-
ingur orðið út af Efnahagsbanda-
lagi Evrópu. Sem betur fer fá
kjósendur nú tækifæri til að taka
af skarið í því máli. Kjörorð
Framsóknarflokksins fyrir þessar
kosningar eru: Öflug þjóð í eigin
landi. Þessi orð vísa beint til af-
stöðu flokksins til EB. Undir
þessu kjörorði vill flokkurinn
tryggja þann stöðugleika, sem
tekist hefur að skapa í efnahags-
málum. Flokkurinn leggur
áherslu á full yfirráð yfir landinu
og auðlindum þess. Með þessi
mál og önnur, sem byggja má
bjarta framtíð á, leitar fiokkurinn
til kjósenda um liðveislu.
Nýlendustaða
a ny?
Nútíminn á íslandi við lok tutt-
ugustu aldar er ekki endilega að
tenga sig við þann hluta sögunn-
ar sem fjærstur er, heldur vill
hann eiga nýja sögu og er raunar
að skapa hana, þótt margt þyki
nú fremur í ætt við mýrarljós en
Ieiðarljós. Um þessar mundir er-
um við haldin mikillæti um stór-
an virðingarveg meðal annarra
þjóða. Það gerir löngunin til að
sýna, að þrátt fyrir langa einangr-
un þá séum við ansi góð.
Mikil og ör framþróun í sam-
skiptum við aðrar þjóðir hefur