Tíminn - 17.04.1991, Side 4

Tíminn - 17.04.1991, Side 4
4 Tíminn Miðvikudagur 17. apríl 1991 UTLOND Söguleg heimsókn Sovétforseta til Japans: Kúrileyjarnar eru meginumræðuefnið Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, kom í gær í opinbera heimsókn til Japans og er þar með fyrsti sovéski ieiðtoginn sem þangaö kemur frá dögum Nikuiásar Rússakeisara. Samskipti ríkj- anna hafa verið mjög stirð síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk og hafa þau ekki enn gert með sér formlegan fríðarsamning þrátt fyrir öll þessi ár sem liðin eru. Það, sem helst hefur staðið bættum sam- skiptum ríkjanna fyrír þrifum, er deila um yfirráð fjögurra eyja, sem Sovétmenn hertóku af Japönum í lok seinni heimsstyijaldar. Kúrileyjarnar fjórar eru tákn um niðurlægingu Japana í kjölfar ósig- ursins í stríðinu. Japönsk stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau muni veita Sovétmönnum víðtæka efnahagsað- stoð ef þeir fái eyjarnar aftur, en annars ekki. Gorbatsjov átti viðræður við Tos- hiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, í gær. Þeir ætla að gera tilraun til að leysa deiluna um eyjarnar og eyða leifum kalda stríðsins, eins og Gor- batsjov komst að orði. Þeir komust að samkomulagi um að öllum frétt- Sovétríkin-Ísrael: Viðræður Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og Valentín Pavlov, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, ræddust við í sovéska sendiráðinu í Lundún- um í gær. Shamir sagði Pavlov að Sovétmenn yrðu að taka að nýju upp fullt stjómmálasamband við ísrael, ef þeir ætluðu að taka þátt í svæðisbundinni friðarráðstefnu í Miðausturlöndum sem hefði það að markmiði að leysa Palestínumálið. Shamir sagði þetta á fréttamanna- fundi, sem hann boðaði til eftir fundinn með Pavlov. Stjórnvöld í Sovétríkjunum slitu stjórnmálasambandi við ísrael eftir sex daga stríðið árið 1967, en sam- skipti ríkjanna hafa smám saman verið að batna. Shamir lýsti yfir ánægju sinni með að James Baker, utanríkisráðherra Bandríkjanna, ætlaði í sína þriðju ferð til Miðausturlanda. ísraels- menn hafa verið gagnrýndir fyrir að halda áfram að leyfa Gyðingum að setjast að á herteknu svæðunum nú þegar möguleiki virðist vera á að leysa Palestínumálið. Shamir sagði í gær að það skipti engu máli, því fjöldi Gyðinga á herteknu svæðun- um yrði ekki látinn hafa áhrif á pól- itískar ákvarðanir, ef einhverjar yrðu. Reuter-SÞJ um af viðræðunum um eyjarnar yrði haldið leyndum þar til viðræð- unum lýkur. Fréttaskýrendur telja ekki miklar líkur á að deilan leysist. Þeir telja að Gorbatsjov sé of berskjaldaður heima fýrir. Hann geti ekki gefið eyj- arnar eftir á sama tíma og mörg lýð- veldi Sovétríkjanna krefjast sjálf- stæðis. Gorbatsjov sló líka á vonir manna þegar hann lýsti yfir að hann mundi ekki nota landsvæði til samninga, þegar hann kom til borg- arinnar Khabarovsk í Austur-Sovét- ríkjunum á leið sinni til Japans. Gorbatsjov kom inn á viðkvæmt mál í gær í ræðu, sem hann flutti í fjölmennri veislu sem haldin var í tilefni heímsóknar hans. Hann bar fjölskyldum japanskra stríðsfanga, sem létust í Sovétríkjunum, samúð- arkveðjur frá sovésku þjóðinni. Sov- étmenn tóku um 600 þúsund jap- anska stríðsfanga í seinni heims- Gorbatsjov Sovétforseti og Raisa kona hans komu til Japans í gær. styrjöldinni og um 60 þúsund þeirra létust í Sovétríkjunum í þrælkunar- vinnu. Hinir fengu að fara til Japans árið 1956. Sovétmenn hafa ekki beð- ist opinberlega afsökunar á þessum atburðum né gefið nokkrar upplýs- ingar um þá sem létust á sovéskri grundu og hefur það að nokkru valdið biturleika Japana í garð Sov- étmanna. Gorbatsjov hafði með sér skrá yfir alla stríðsfangana sem lét- ust í Sovétríkjunum og búist er við að hann riti undir samning við Kaifu um að sovésk stjórnvöld líti eftir gröfum stríðsfanganna. Reuter-SÞJ Júgóslavía: YFIR 700 ÞUSUND FARA í VERKFALL Yfir 700 þúsund verkamenn í lýð- veldinu Serbíu og 10 þúsund náma- menn í Bosníu-Herzegóvínu og kennarar í Slóveníu og sjálfstjórn- arhéraðinu Vojvodinu fóru í verkfall í gær. Þetta eru mestu mótmæli verkamanna í Júgóslavíu síðan seinni heimsstyijöldinni lauk. Auk alls þessa hefur öll starfsemi Yu- goslav Airlines legið niðri í fimm daga vegna verkfalls flugvirkja. Flestir verkamennirnir krefjast þess að þeim séu greidd Iágmark- smánaðarlaun sín á réttum tíma, en þau eru um 3.000 dinarar eða 12.000 ísl. kr. Fyrirtæki í Júgóslavíu eiga flest í gífurlegum erfiðleikum og mörg eru nálægt gjaldþroti. Þeg- ar verðbólgan náði hámarki fór hún upp í 3.000%, en í ár mun hún ekki vera nema 100%! Ofan á þessa efnahagsörðugleika bætast þjóðernisdeilur, sem hafa magnast upp í landinu á síðustu misserum og er ríkjasambandið nú á barmi borgarastyrjaldar. Tveir menn létust í Belgrad í Serbíu þegar mót- mælendur stjórnarandstæðinga tókust á við her og lögreglu og tugir manna slösuðust. „Þetta er mjög al- varlegt," sagði vestrænn stjórnarer- indreki um verkfallið. „Hingað til hafa verkamenn ekki tekið þátt í mótmælunum í Serbíu," bætti hann við. Ekki var Ijóst hve lengi verkfallið stæði. Reuter-SÞJ Bandarískir her- menn til N-íraks Bandarísk stjómvöld hafa ákveðið að senda hermenn frá Týrklandi inn í Norður-írak til að dreifa þeim hundruðum tonna af matvælum, sem bandarískar, breskar og franskar flugvélar og þyrlur hafa verið að varpa til flóttamannanna. Tálsmaður Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, sagði að hermennirnir mundu ekki setja upp búðir í írak, heldur yrðu stöðug skipti á þeim og hlutverk þeirra væri eingöngu mannúðlegs eðlis en ekki hernaðar- legs. George Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið því að bandarískir her- menn muni ekki skipta sér af borg- aralegum óeirðum í írak. Um 100 þúsund bandarískir hermenn eru enn eftir í suðurhluta íraks og fækk- ar þeim um 3-5 þúsund á degi hverj- um. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði að bandarískar þyrlur og flugvélar hefðu varpað um 1.000 tonnum af matvælum og franskar um 300 tonnum. Hann líkti loftbrúnni við loftbrúna sem mynd- uð var til Berlínar á sjötta áratugn- um. Reuter-SÞJ Mengun sjávar: Fi 'esti unál rgun kjami orkul báts Sovétmenn hafa ákveðið að fresta björgun sovéska kjamorkukafbáts- ins, Komsomolets, sem sökk í apríl 1989 út af strönd Noregs með 42 menn innanborðs. Til stóð að hífa kafbátinn upp árið 1992, en stjórnvöld í Moskvu segjast ekki hafa fjármagn til verksins, að sögn hollensks björgunarhóps, sem á að taka þátt í björguninni, og verð- ur kafbáturinn í fýrsta lagi hífður upp 1993. Kafbáturinn grefst smám saman í hafsbotninn og seinkun ger- ir björgunina erfiðari. Vísindamenn telja að báturinn gæti farið að gefa frá sér geislun í byrjun ársins 1994. Kafbáturinn liggur á um 1700 metra dýpi skammt undan strönd Noregs. Mesta dýpi, sem flaki hefur verið lyft upp af, er 200 metrar, svo björgun kafbátsins mun veröa ein- stakt afrek ef hún tekst. Margir telja þetta ógerlegt, en hættan á meng- unarslysi hvetur menn áfram og þó ekki síst nálægð kafbátsins við gjöful fiskimið. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit WASHINGTON - Bandarísk stjómvöld hafa ákveðið að senda hermenn nú á næstu dögum til norðurhéraöa (raks til aö aðstoða kúrdfsku flótta- mennina, að sögn talsmanns Hvíta hússins í gær. ANKARA - Bandarískar þyrl- ur héldu I gær uppi stöðugum flutningum á hjálpargögnum til um 500 þúsund kúrdískra flóttamanna við landamæri Tyrklands. Embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær aö aðeins gríðar- mikil alþjóðleg hjálparaöstoð gæti afstýrt hörmungum á ír- önsku landamærunum. TOKYO - Gorbatsjov Sovét- forseti fór í opinbera heim- sókn til Japans í gær. Honum og Toshiki Kaifu, forsætisráð- herra Japans, kom saman um að reyna að leysa þann ágreining, sem verið hefur á milli stjórnvalda landanna allt frá lokum seinni heimsstyrj- aldar, og eyða þar með síð- ustu leifum kalda stríðsins, eins og Gorbatsjov tók til orða. DAMASKUS - Sýrlensk stjómvöld lýstu í gær ánægju sinni með að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, ætli að fara enn eina ferð til Miðausturlanda til að gera tilraun til að sætta Isra- elsmenn og Araba. LONDON - Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og Valentín Pavlov, forsætisráð- herra Sovótríkjanna, ræddust við í sovéska sendiráðinu í London í gær. Shamir gerði Pavlov grein fyrir því að Sov- étmenn yrðu að taka að nýju upp fullt stjómmálasamband við ísraelsmenn ef þeir ætl- uðu að taka þátt I friðarráð- stefnu til að leysa Palestlnu- málið. Sovétríkin slitu stjórn- málasambandi við Israel í sex daga stríðinu árið 1967. STRASBOURG, Frakk- landi - Boris Jeltsin, forseti Rússlands, tilkynnti i gær að rússneska lýöveldið ætlaði að sækja um aðild að Samein- uðu þjóðunum og öðrum al- þjóðlegum samtökum. HÖFÐABORG - Stjórnvöld [ Suður- Afrlku slepptu I gær 41 stuðningsmanni Afrfska þjóð- arráðsins (ANC) úr fangelsi. LONDON - Ríki Austur-Evr- ópu munu llklega fá sem svar- ar 123 milljöröum dollurum I fjárhagsaðstoð á næstu tíu ár- um frá vestrænum ríkisstjórn- um og einkafyrirtækjum, að sögn nýskipaðs yfirmanns Viöreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) i gær. LONDON - Breski kvik- myndaleikstjórinn David Lean iést í London I gær, 83 ára gamall. Hann gerði margar frægar myndir, s.s. „Brúin yfir Kwaifljótið” og „Dr. Zhivago". Myndir hans unnu samtals til 28 Óskarsverðiauna. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.