Tíminn - 17.04.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 17.04.1991, Qupperneq 5
Miðvikudagur 17. apríl 1991 Tíminn 5 Tómas Árnason hefur adrar skoðanir um sölu ríkisbankanna en hinir seðiabankastjóramir: Gæti stuðlað að hægri hengingu strjálbýlis? „Sú hugmynd að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög ein- göngu til þess að geta afnumið ríkisábyrgð á skuldbindingum þeirra innan lands og utan, virðist ekki vera raunhæf," segir m.a. í grein- argerð bankastjómar Seðlabankans um breytingu ríkisbankanna í hlutafélög. Jafnframt sé vafasamt að afnám ríkisábyrgðar á þessum bönkum myndi í reynd firra ríkið ábyrgð á erlendum skuldbindingum þeirra ef í harðbakka slægi. Þessi og önnur rök leiða til þeirrar almennu niðurstöðu bankastjórnar- innar að breyting ríkisbankanna í hlutafélög skipti þvt aðeins verulegu máli að það vaki fyrir mönnum að einkavæða bankana. Og fyrir því eru líka sögð mörg rök, að einkavæðing sé æskileg, enda sé almennt að henni stefnt á Vesturlöndum þar sem ríkisbankar séu ennþá fyrir hendi. Þar sem bankastjórnin taldi ljóst að álitsgerð um þetta efni yrði að byggja á víðtækum og traustum upplýsingum um reynslu annarra þjóða, réð Seðlabankinn sér til að- stoðar ráðgjafarfyrirtækið Spicer & Oppenheim í London, og til þeirra vísar bankastjórnin líka um ábyrgð á þeim skoðunum sem fram koma í skýrslu til viðskiptaráðherra um þetta mál. Athugun S. & 0. leiddi m.a. í ljós afar takmarkaðan áhuga erlendra banka á fjárfestingu í ís- lenskum bönkum. Seðlabankinn fullfær... Tómas Arnason seðlabankastjóri skilaði séráliti um greinargerð bankastjórnarinnar, þar sem hann lýsti sig ósammála ýmsu sem fram kemur í skýrslunni. Raunar segist Tómas m.a. hafa verið andvígur því að kaupa ráðgjöf Spicer & Oppen- heim, þar sem hann teldi Seðla- bankann fúllfæran um að tíunda kosti þess og galla að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög. Tómas segist sammála skýrsluhöf- undum um það að bættum stjórnar- háttum og rekstrarhagkvæmni rík- isviðskiptabankanna sé best að ná fram með lagabreytingum. En í skýrslunni er m.a. lagt til að völd bankaráða viðskiptabanka verði verulega takmörkuð (enda séu þau meiri hér en annars staðar þekkist), og hins vegar að einn bankastjór- anna verði formaður bankastjórnar og beri þar með víðtækari ábyrgð en aðrir. Hins vegar sagðist Tómas andvíg- ur einkavæðingu ríkisbankanna og telja slíka breytingu óráðlega og ótímabæra. Hann vekur athygli á þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á ís- lenska fjármagnskerfinu á fáum ár- um, ásamt gjörbreyttri peninga- málastefnu. Kynni að vera ráðlegt að melta þær margþættu lagabreyting- ar, sem gerðar hafa verið á síðustu árum, og sjá fram úr reynslunni af þeim. Verkefnisstjóri Fósturbarnanna Guðrún Sveinsdóttir kennari hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Fóstur- bamanna, umhverfisverkefnis Ung- mennafélags íslands. Verkefni þetta hefst fyrstu helgina í júní og stendur næstu þrjú árin. Að því er stefnt að hvert og eitt ungmennafélag í landinu taki að sér fósturbarn í náttúru landsins. Barn- ið getur verið t.d. fjara eða vegkafli sem hreinsaður er reglulega, land til uppgræðslu, hefting foks eöa hvað annað sem kemur landinu til góða. Ungmennafélögin í landinu, 245 að tölu með 45000 félaga, taka þátt í verkefninu. Auk þess verður hópum utan hreyfingarinnar gefinn kostur á að taka þátt í verkefninu. Guðrún verkefnisstjóri er frá Hvannstóði í Borgarfirði og er næstyngst 10 systkina. Hún er kennari að mennt og hefur starfað við það fag, en nú síðast unnið sem fóstra. -sbs. Guðrún Sveinsdóttir, verkefnis- stjóri „Fósturbamanna". Tímamynd: Ami Bjama Bankamenn meö sérkröfur Bankamenn eru mótfallnir því að taka þátt í þjóðarsátt í sömu mynd. Kjarasamningar, sem byggjast eigi á framlagi allra, verði að gera það í raun, en ekki eingöngu á kostnað launþega. Kjaranefnd Sambands íslenskra bankamanna segir í ályktun, sem hún hefur sent frá sér, að banka- menn séu langþreyttir á iélegum launum. Bent er á að bankastörf séu ábyrgðarstörf og launin verði því að vera í samræmi við það. Bent er á að síðasti kjarasamningur SÍB var sam- þykktur með naumum meirihluta. „I næstu kjaraviðræðum verður ekki hjá því komist að taka þátt í sérkröf- um bankamanna. Þetta þarf þó ekki að þýða að horfið sé frá ábyrgri kjarastefnu stéttarfélaga með stöð- ugleika í efnahagsmálum að leiðar- ljósi,“ segir í ályktun SÍB. Hæg henging strjálbýlisins? Um þá hvatningu S. & O. að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans með því að létta af honum „þeim útlán- um sem frekar tilheyra hlutverki þróunarbanka“ sagði Tómas: „Hér er viðhaft þjálfað orðalag um þjón- ustu Landsbankans, aðallega við sjávarútveginn og raunar einnig dreifbýlið." Varar hann við einhliða álagi á framleiðslustarfsemina, sem gæti orðið til þess að draga úr gjald- eyrisöflun þjóðarinnar og valdið vandræðum í framkvæmd frjálsra gjaldeyrisviðskipta. „Ég óttast einn- ig, að slík stefna, nema að ýtrustu varkárni verði gætt, stuðli að hægri hengingu strjálbýlli hluta landsins." Tómas varar því við að rasað verði um ráð fram. Búa verði þannig um hnútana að þessi höfuðatvinnuveg- ur þjóðarinnar búi við þá fjármagns- þjónustu, sem hann þarf til að geta þjónað hlutverki sínu. Með tilvísun til frétta af gjaldþrot- um öflugra einkabanka víða um lönd, auk þess sem íslenskir bankar hafi orðið gjaldþrota, segir Tómas: „Vafasamt er hvort þrír hlutafélaga- bankar verða nægilega sterkir með sinni takmörkuðu ábyrgð til að tryggja örugglega sparifé lands- manna.“ Hann tekur því undir með skýrsluhöfundum um að forðast beri stökkbreytingar sem valdið gætu óróa og vantrausti á markaðn- um. Einnig pólitík í einkabönkum Þau rök að einkavæðing banka dragi úr pólitískum áhrifum á út- lánastarfsemi dregur Tómas í efa. „Ég álít að í íslensku þjóðfélagi kunningsskapar og pólitískra flokkadrátta sé alveg eins mikil hætta á pólitískum áhrifum í einka- bönkum. Þar verða aðrir aðilar með sína pólitísku hagsmuni sem deila og drottna engu síður en nú tíðk- ast.“ „Viðskiptasjónarmið hverra?" spyr Tómas varðandi þau rök að lána- starfsemi einkabanka ákvarðist fyrst og fremst af viðskiptasjónarmiðum og arðsemi, í stað pólitískra sjónar- miða. Bendir hann á að ríkisbank- arnir hafi nú frelsi í vaxtaákvörðun- um. „Hins vegar þarf að breyta þeim ákvæðum, að bankaráðin séu að vas- ast í vaxtaákvörðunum." Verðmætasköpun...? Um þau rök að einkavæðing bank- anna muni auka framboð hlutabréfa á markaðnum og þátttöku almenn- ings í rekstri fyrirtækja, segir Tóm- as: „Hafa þarf hugfast að aukin þátt- taka almennings í atvinnulífinu þyrfti að beinast að verðmætasköp- un og gjaldeyrisaukandi starfsemi." Mest ríði einmitt á því að auka þátt- töku almennings í því atvinnulífi, sem verði að tryggja jöfnuð í við- skiptum við útlönd. Verði bankarnir eingöngu reknir með hagsmuni eig- enda fyrir augum, gæti starfsemin orðið svo ábatasöm að almenningur vildi heldur kaupa hlutabréf í bönk- um en venjulegu atvinnulífi. Einnig sé hætta á því að bankarnir hækki vaxtatöku á kostnað atvinnulífsins og dragi þannig úr æskilegri upp- byggingu og framförum. „Það eru því margar hliðar á þessu máli,“ seg- ir Tómas Árnason. - HEI SUBARU LEGACY AÐ VERÐMÆTI KR. 1.454.000.- 42493 NISSAN PRIMERA AÐ VERÐMÆTI KR. 1.219.000.- 52691 86156 SUBARU JUSTY AÐ VERÐMÆTI KR. 808.000.- 62053 121987 127381 VÖRUÚTTEKTIR AÐ VERÐMÆTI KR. 200.000.- 8955 9628 10998 15653 37710 71064 97276 164129 39396 77233 98509 170573 54300 81709 131918 172644 55481 85151 161775 184160 VÖRUÚTTEKTIR AÐ VERÐMÆTI KR. lOO.OOO.- 7098 21288 46670 60867 76335 100658 100229 126716 145818 161567 8122 22887 48375 64166 76915 101191 111498 129990 148052 167233 10368 26806 48442 66183 79212 102104 117362 135667 148504 168503 11864 33682 51023 67841 82317 102529 121282 136040 150177 169217 16084 33722 54798 69222 82783 106539 122407 142946 151197 178543 20553 45904 58865 72888 97509 107778 122532 143434 156067 180743 VÖRUÚTTEKTIR AO VERDMÆTI KR. 50.000.- 1343 20362 43964 61810 79263 98889 115457 129457 145488 162233 3960 27119 44438 62827 79487 99262 115927 129609 145895 162726 4641 29060 44725 63596 00480 100759 116546 129767 146985 163247 6506 30926 47265 64407 81214 101259 119185 130136 148133 164420 6716 33088 49364 65153 01269 103132 121128 130708 148146 164803 6864 33331 50310 65814 83432 103231 122566 131277 148253 168741 11747 34093 50827 66509 83874 104044 123387 131291 148306 172520 11751 34428 51003 68041 84277 104886 123556 131293 149376 173507 12966 34564 51153 68303 85522 104998 124514 134539 151980 174488 13334 35031 51194 69306 87016 105465 124586 134548 153735 177762 13775 40075 53133 71016 87677 107499 124631 137646 154407 177784 14094 40800 55323 71751 B8618 107917 124883 138105 155772 178035 15655 41176 55667 73480 89156 108903 124906 139006 156815 179266 15723 41470 56191 73705 91194 110385 126501 140076 157592 180196 17797 41926 57324 75146 92064 111282 127134 140213 158706 181570 19152 42938 60015 76812 93216 112514 127497 142137 158808 19014 43643 60735 79210 97713 114759 128178 145046 162104 Vinninga ber aö vitja á skrifstofu félagssins innan árs frá drætti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.