Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 4
Kúrdískir flóttamenn við landamæri Tyrklands: Griðasvæði undir vernd BNA, UK og Frakklands Júgóslavía: Bandarísk, bresk og frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að setja upp nokkrar tjaldbúðir í írak við landamærí Tyrklands, sem geti hver tekið við allt að 60 þúsund flóttamönnum og veitt þeim mat, skjól, læknisaðstoð og vernd fyrir íraska stjórnarhernum. Landgönguliðar ríkjanna þriggja munu ásamt flugher Bandaríkjanna tryggja öryggi flóttamannanna. Bandaríkjamenn munu senda 5-10 þúsund her- menn til íraks, Frakkar eitt þúsund og Bretar líklega tvö þúsund. Markmiðið er að fela Sameinuðu þjóðunum stjórn tjaldbúðanna eins fljótt og unnt er, en talið er að af því geti orðið eftir u.þ.b. tvo mánuði. ír- akar mótmæltu ákvörðun Vestur- veldanna harðlega og sögðu þetta af- skipti af innanríkismálum íraks. Þeir sögðu að þetta gæti skaðað þá samninga, sem þeir væru að gera við Sameinuðu þjóðirnar um víð- tækt hjálparsamstarf. Kúrdískir flóttamenn, sem flúið hafa til írans, munu ekki njóta góðs af verndarsvæðunum, þar sem þau eru við landamæri Tyrklands og of langt í burtu. Ef ætti að koma þeim til hjálpar með slíkum verndarsvæðum yrði að staðsetja þau í u.þ.b. 200 km fjar- lægð frá Bagdad. Akvörðunin um griðasvæðin var tekin eftir símaviðræður George Bush Bandaríkjaforseta, Johns Maj- or forsætisráðherra Bretlands, Erancois Mitterands Frakklandsfor- seta, Javier Perez de Cuellar aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðarína, Turguts Ozal forseta TVrklands og Helmuts Kohl kansl- ara Þýskalands. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að bregðast Kúrdum, en menn telja að hann hafi ýtt undir uppreisn þeirra. En seinasta ákvörðun hans mun lík- Iega slá á þá gagnrýni. Þá þykir Major, forsætisráðherra Bretlands, hafa unnið mikinn per- sónulegan sigur, þar sem hann átti upphaflega hugmyndina að griöa- svæði fyrir Kúrda. Hann hefur eins og Bush fengið gagnrýni fyrir að bregðast Kúrdum, en einnig fyrir skort á leiðtogahæfileikum miðað við Margaret Thatcher forvera hans. Ákvörðunin um griðasvæðin þykir sýna diplómatíska hæfileika Majors. Tálsmenn kúrdískra uppreisnar- hópa sögðu griðasvæðin skref í rétta átt, en sögðu að gera þyrfti allt Kúrdistan að griðasvæði undir vernd Sameinuðu þjóðanna svo kúr- dísku flóttamennirnir geti snúið óhultir aftur til heimila sinna. Tals- menn uppreisnarmanna sjítamús- lima kröfðust þess að S.Þ. vernduðu sjíta í suðurhluta landsins fyrir stjórnarhernum. írakar eru mjög óánægðir með frumkvæði Bandaríkjamanna, Frakka og Breta og segja þetta af- skipti af innanríkismálum íraks sem geti skaðað samvinnu íraka og Sam- einuðu þjóðanna í hjálparstarfinu. írakar höfðu samið við S.Þ. um að komið yrði upp „mannúðarmið- stöðvum" í öllu landinu í umsjá S.Þ. Eric Suy, formaður nefndar S.Þ. sem fór til íraks til að kynna sér ástandið og hefur verið í viðræðum við írösk stjórnvöld, sagði að sú ákvörðun Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að koma upp að eigin frumkvæði griðasvæði í norður- hluta Kúrdistans gæti haft áhrif á samstarf þeirra við íraka. Bandarískar, breskar og franskar þyrlur fóru í gær í könnunarleið- angra inn í írak til að Ieita að heppi- legum stöðum fyrir griðasvæðin. Síðdegis voru bandarískir her- menn sendir inn í írak til að reisa flóttamannabúðirnar. Reuter-SÞJ Boris Jeltsin: Ætlar að breyta KGB í mannrétt- indasamtök Boris Jeltsin, forseti Rússlands, sagði í gær að rússnesk yfirvöld ætluðu að breyta hinni illræmdu öryggislögreglu sovéska ríkisins, KGB, í mannréttindasamtök. Jeltsin sagöi á fréttamannafundi, sem hann hélt í París, að KGB mundi koma undir stjórn rússneska þingsins, en hann er forseti þess. „Samtökin munu ekki lengur heita Jeltsin fer í opinbera heimsókn eftir að hann var valinn forseti rússneska þingsins. Hann sagði að heimsóknin væri upphafið að nánari tengslum milli Frakklands og ýmissa Evrópu- stofnana og Rússlands. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Irösk stjómvöld fóru þess á leit viö S.Þ. í gær að þeim yrði leyft að selja oliu og olíuvörur að verð- mæti allt að milljarði dollara til að geta keypt matvæli og aðrar lífs- nauösynjar fyrir þjóðina. NIKÓSÍA - Bandarískum, breskum og frönskum hermönn- um hefur verið skipað að fara til norðurhluta Kúrdistans og setja þar upp tjaldbúðir þar sem kúr- diskir flóttamenn geta fengiö mat, skjól, læknishjálp og vernd fyrir Iraska stjórnarhemum. Bandarisku hermennimir verða á milli 5-10 þúsund. Ætlunin er aö koma þeim síðan f umsjá Sam- einuðu þjóðanna og embættis- menn telja að af því geti oröið eft- ir u.þ.b. tvo mánuði. George Bush Bandarikjaforseti sagði að fjöldi flóttamanna við írönsku og tyrknesku landamærin og bág- Kúrdískir flóttamenn. bornar aöstæður þeirra hefðu knúið hann til að hverfa frá fyrri ákvörðun sinni um að blanda sér ekki á beinan hátt í málefni fraks. írakar mótmæltu harðlega ákvörðun Bandaríkjamanna, Breta og Frakka og sögðu hana brjóta í bága við alþjóðalög. TOKYO - Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti og Toshiki Kaifu, for- sætisráðherra Japans, ætla sér viðbótartíma á fimmtudag til að ræða landamæradeilu ríkjanna. Deiit er um flórar Kúrileyjar, sem Sovétmenn hertóku af Japönum i lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Japanir krefjast yfirráöa þeirra og hafa ýjað að því að þeir muni ekki veita Sovétmönnum efnahags- aðstoð ef þeir fái þær ekki. Gor- batsjov er hins vegar undir mikl- um þrýstingi heiman frá að gefa eyjarnar ekki eftir. NEVEH UR, ísrael Tveir Jórdanir stálust yfir iandamærin til ísraels og skutu ísraelskan bónda til bana og særðu þrjá aöra áður en ísraelskir hermenn stoppuöu þá og þurftu þeir að drepa annan þeirra. JERÚSALEM - Palestinuarab- ar og vinsfrisinnaöir fsraelsmenn sökuðu I gær hina hægrisinnuðu stjórn Yitzhaks Shamirs, forsæt- isráðherra ísraels, um að reyna aö gera sáttatilraunir James Bak- ers, utanrikisráðherra Bandaríkj- anna, að engu með þvi að halda áfram að leyfa landnám Gyðinga á Vesturbakkanum. Eftir tvo dag kemur Baker í sína þriðju friðar- ferð til Israels eftir Persaflóastrfö- ið. DUBLIN - (rska ríkisstjómin hef- ur ákveðið að gera öllum eldri en 17 ára klerft að kaupa smokka. Smokkamir verða m.a. seldir á knæpum, dansstöðum og stór- mörkuðum. Þetta var ákveðlð með tilliti tii þeirra viðhorfsbreyt- inga, sem orðið hafa hjá almenn- ingi til kynlifemála f þessu róm- versk-kaþólska landi. Reuter-SÞJ KGB heldur Öryggissamtök Rúss- Iands og hlutverk þeirra verður varnar- og mannúðarmál," sagði Jeltsin. Þetta er í annað sinn sem Jeltsin heldur fréttamannafund í Frakk- VERKFALLINU LOKIÐ landi, en hann er þar í þriggja daga heimsókn. Jeltsin réðst einnig á Gorbatsjov fyrir að banna verkföll. „Ég er á móti því að banna verkföll ... Bönn hafa einungis kallað yfir okkur hörm- ungar seinustu sjötíu árin,“ sagði hann. Jeltsin sagði að það væri greinilegt að Gorbatsjov væri orð- inn íhaldssamari og hann hefði fjar- lægst ýmis mikilvæg atriði pere- strojku. Þetta er í fyrsta skipti sem YFir 700 þúsund manna verkfalli sem hófst á þriðjudag lauk í gær í lýðveldinu Serbíu í Júgóslavíu þegar ríkisstjórn lýðveldisins gekk að launakröfum verkfallsmanna. Verkamennirnir hófu verkfallið á þriðjudag og er þetta fjölmennasta verkfall í Júgóslavíu eftir seinni heimsstyrjöldina. Ríkisstjórn sósíalista samþykkti að greiða þau laun í janúar og febrúar, sem ekki höfðu verið greidd, og lög- binda 3.000 dinara lágmarkslaun (um 12.000 ísl. kr.). Verkfallsmenn höfðu einnig krafist þess að ýmsir skattar á fyrirtæki í Serbíu yrðu af- numdir, en fengu því ekki fram- gengt. Flugvirkjar hjá júgóslavneska flugfélaginu JAT hafa lamað starf- semi þess í u.þ.b. viku og hefur sam- göngumálaráðherra Serbíu tilkynnt að serbnesk yfirvöld ætli að grípa til neyðarráðstafana til að koma starf- semi flugfélagsins í gang. Verkföilin sýna vaxandi óvinsældir ríkisstjórn- ar sósíalista (sem hétu áður komm- únistar) í Serbíu. í síðasta mánuði létust tveir í mótmælum gegn ríkis- stjórn lýðveldisins. Þúsundir fyrirtækja í Júgóslavíu eru nálægt gjaldþroti, erlendar skuldir nema 18 milljörðum dollara, viðskiptahallinn við útlönd er 4,5 milljarðar dollara og framleiðni iðn- aðarins fer minnkandi. Júgóslavneska sambandsstjórnin óskaði eftir stuðningi lýðveldanna sex við efnahagsáætlun, sem hún hefur gert og sem er ætlað að koma í veg fýrir algjört hrun. Forsætisráð- herra lýðveldisins Króatíu sagðist ekki búast við því að áætlunin yrði samþykkt, en hún verður afgreidd á króatíska þinginu á föstudag. Þá hefur stjórnarandstaðan í lýðveld- unum Slóveníu og Serbíu lýst yfir ótrú sinni á áætluninni. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.