Tíminn - 18.04.1991, Page 8

Tíminn - 18.04.1991, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 18. apríl 1991 VETTVANGUR Guðmundur Jónas Kristjánsson: Verður kosió um óskert fullveldi? Stærsta mál kom- andi kosninga Eitt stærsta mál komandi kosn- inga er hvaða afstöðu við íslend- ingar ætlum okkur að taka varð- andi svokölluð Evrópumálefni. Augljóst er að viss öfl hér innan- lands róa að því öllum árum að ís- land gerist aðili að Evrópubanda- laginu. Það er satt best að segja með ólíkindum hvað þessi öfl hafa komist langt upp á síðkastið. En í hverju fælist slík aðild fyrir smá- þjóð eins og okkur íslendinga í ör- stuttu máli? í fyrsta lagi myndu allar ákvarð- anir okkar að verulegum hluta færast til aðalstöðvanna f Briissel. Það þýddi að við sem sjálfstæð og fullvalda þjóð hefðum ekki lengur frjálsar hendur um samninga við önnur markaðssvæði, s.s. okkar þýðingarmiklu markaði í Banda- ríkjunum, Asíu, Sovétríkjunum og víðar. Við yrðum m.ö.o. að lúta í einu og öllu reglum og ákvörð- unum EB. í öðru lagi þýddi aðild að EB það að hvaða fyrirtæki eða fjölþjóða- hringur (auðhringur) innan EB gæti starfað hér að vild. Að vísu fengju íslensk fyrirtæki sömu rétt- indi innan EB, en allir heilvita menn sjá það í hendi sér hversu ójafn sá leikur yrði. í þeirri sam- keppni yrði íslenskt fjármagn al- gerlega þar ofurliði borið. í þriðja lagi yrði um að ræöa óhefta fríverslun með fjármagn og fjárfestingar. Þetta þýddi það t.d. að jafnvel þótt ísland fengi ein- hverjar undanþágur varðandi gagnkvæmar fiskveiðiheimildir, sem engar líkur eru á, þá hefði slíkt ekkert að segja, því eftir sem áður gætu fjársterkir aöilar innan bandalagsins keypt upp íslenska útgerð og fiskvinnslu, bæði beint og óbeint. Það sama gildir um okkar auðlindir, landsvæði og þau fyrirtæki sem þættu arðvænleg. Nokkrar efnaðar fjölskyldur, t.d. frá ftah'u, gætu þannig keypt upp fallega norðlenska dali, fjöll, ár, vötn svo eitthvað sé nefnt. Við ís- lendingar værum nánast orðnir útlendingar í okkar eigin landi. Fyrir smáþjóð sem lslendinga þyrfti ekki að spyrja að leikslok- f fjórða lagi yrði komið á sameig- inlegum vinnumarkaði. Frjáls at- vinnu- og búseturéttur útlendinga innan EB yrði tryggður á íslandi með aðild íslands að EB. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að innan Evrópubandalagsins í dag búa um 300 milljónir manna og um 15-20 milljónir eru þar at- vinnulausar. Á íslandi búa ekki nema rúm 250 þúsund manns og hér er nánast ekkert atvinnuleysi. Bara þessi staðreynd ætti að úti- loka okkur frá aðild, þ.e.a.s. svo framarlega sem við ætlum okkur að standa vörð um íslenskt þjóð- erni, tungu, menningu og at- vinnuöryggi. í fimmta lagi yrði svo fjöregg okkar íslendinga, fiskimiðin, af- hent valdhöfunum í Brússel, eða eins og Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar orðaði það í grein í Mbl. í vetur: „Með því að ganga í Evrópubandalagið væru íslendingar að kasta lífs- björginni, fjöregginu sínu, til Brússel, en þaðan kæmi það aldrei óbrotið aftur.“ Þá er vert að geta þess að innan Evrópubandalagsins er í mótun framtíðarstefna sem tekur til enn- þá meiri samruna og miðstýringar á málefnum aðildarríkjanna, þ.á m. á sviði menningarmála, utan- ríkismála og jafnvel hermála. Afstaða tveggja stærstu stjómmála- flokkanna Þar sem alþingiskosningar eru ekki langt undan er því bæði fróð- legt og nauðsynlegt fyrir kjósend- ur að bera saman t.d. stefnu tveggja langstærstu stjórnmála- flokkanna á íslandi í dag til Evr- ópumála, því allt bendir til af skoðanakönnunum að dæma, að þeir verði eftir kosningar áfram sterkustu stjórnmálaflokkarnir á Alþingi íslendinga, sem hefðu mest um þessi mál að segja í fram- tíðinni. Flokkar þessir eru Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur. í ályktun 21. flokksþings Fram- sóknarflokksins frá 16.-18. nóv. sl. um Evrópumál segir: „Tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki yf- irráðum í sjávarútvegi og fiskiðn- aði þjóðarinnar, hvorki beint né óbeint. Þá verði jafnframt tryggt að erlendir aðilar eignist hvorki íslenskar orkulindir og virkjunar- réttindi né íslenskt landsvæði. Þingið hvetur til þess að sett verði á yfirstandandi Alþingi skýr heild- arlöggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Þingið leggur til ef samningar tak- ast ekki milli EFTA og EB að ís- lendingar leiti sérstakra samninga við Evrópubandalagið. ÞINGIÐ TELUR AÐ HUGMYNDIR UM AÐ- ILD AÐ EVRÓPUBANDALAGINU SÉU HÁSKALEGAR OG LÝSIUPP- GJÖF VIÐ STJÓRN EIGIN MÁLA OG HAFNAR ÞVÍ AÐILD AÐ EVR- ÓPUBANDALAGINU." í ályktun 29. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um Evrópumál- efni segir m.a.: „Ríkisstjórnin hef- ur enga ákveðna stefnu heldur lætur reka á reiðanum, enda er mikill ágreiningur innan stjórnar- liðsins um afstöðu til annarra ríkja og einangrunarstefna er landlæg í Framsóknarflokki og AI- þýðubandalagi. Sjálfstæðismenn telja að fslendingar eigi samleið með EFTA-ríkjunum um þátttöku í evrópsku efnahagssvæði að því tilskildu að samningar takist um hindrunarlaus viðskipti með sjáv- arafurður. Efviðhlítandi samning- ar takast ekki um hindrunarlaus viðskipti með sjávarafurðir, leggja sjálfstæðismenn áherslu á að Is- lendingar leitist við að ná fram þessum markmiðum eftir öðrum leiðum. ÍSLENDINGAR EIGA EKKI FREKAR EN AÐRAR ÞJÓÐ- IR AÐ ÚTILOKA FYRIRFRAM AÐ TIL AÐILDAR GETI KOMIÐ AÐ EVRÓPUBANDALAGINU." Grundvallarlegur skoðanamunur Það þarf engan glöggskyggnan mann til að sjá að um grundvallar- legan skoðanamun er að ræða milli þessara tveggja stærstu stjórnmálaflokka til fullveldismála okkar íslendinga. Meðan Fram- sóknarflokkurinn segir aðild að Evrópubandalaginu háskalega, útilokar Sjálfstæðisflokkurinn hana ekki. Sú afstaða 29. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins að úti- loka ekki aðild að EB sýnir og sannar hversu óhugnanlega þau öfl hafa náð sem markvisst vinna að inngöngu íslands í EB. Það að hafa komið því inn í ályktun stærsta flokks þjóðarinnar, að ekki beri að hafna fyrirfram aðild að EB, er meiriháttar áfangasigur þessara óþjóðlegu afla til að ná sínu pólitíska framtíðarmarkmiði. Og smekkleysið er algjört. Að kalla það einangrunarstefnu, t.d. hjá Framsóknarflokknum, að hafna aðild að EB, það að vilja standa vörð um íslenskt fullveldi. Furðulegast er þó hversu hljóðlát- lega þessari ályktun var „smyglað" í gegn, því vitað er af mjög mikilli andstöðu meðal kjósenda Sjálf- stæðisflokksins gegn aðild að EB, þótt virkustu og áhrifamestu hagsmunahópar flokksins í Reykjavík vinni að hinu gagn- stæða. Jafnvel sumir frambjóð- enda flokksins þvertaka fyrir að til aðildar að EB skuli koma í fram- tíðinni, en virðast þó hafa stein- þagað og rétt upp hönd á lands- fundinum við afgreiðslu þessa máls. Eða voru sumir kannski svona uppteknir af því að koma í veg fyrir kjör núverandi formanns að frjálshyggjuliðinu tókst að læðupokast með málið í gegn? Ályktunin stendur þarna eftir sem opinber stefna flokksins. Henni verður ekki breytt. Hún er stað- reynd. Já, og það dapurleg stað- reynd. Áhyggjuefni Það er þess vegna orðið virkilegt áhyggjuefni hvernig komið skuli fyrir íslenskri þjóð, þegar hennar stærsti stjórnmálaflokkur ályktar ályktar í þá veru sem 29. lands- fundur Sjálfstæðisflokksins gerði um Evrópumálefni. Með ályktun þessari er Sjálfstæðisflokkurinn í raun að taka undir öll fullveldisaf- söl Rómarsáttmálans. Sú rök- semdafærsla sumra, að samningar okkar gegnum EFTA við EB um evrópskt efnahagssvæði séu að- eins vísir að aðild síðar, er gersam- lega út í hött. Það er reginmunur á aðild að EB og einhvers konar aðildar að svokölluðu evrópsku efnahagssvæði með öllum þeim fyrirvörum sem t.d. Framsóknar- flokkurinn setur fram. Og eins og raunar kemur fram í ályktun sjálf- stæðismanna þá er ágreiningur milli núverandi stjórnarflokka í Evrópumálum, því vitað er að t.d. Alþýðuflokkurinn, sem fer með yf- irstjórn þessara mála í ríkisstjórn, er tilbúinn að ganga mun lengra en t.d. Framsóknarflokkurinn. Jafnvel forsætisráðherra sá ástæðu til þess um daginn í eld- húsdagsumræðum að vara þá al- þýðuflokksmenn við sem væru farnir að daðra við hugmyndina um aðild að EB. í ljósi þessa er áhyggjuefnið kannski hvað mest, takist einmitt þessum tveim flokk- um, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokki, að mynda næstu ríkisstjórn hér á íslandi. Afleiðingar þess gætu orð- ið háskalegar, svo ekki sé meira sagt. Hin óþjóðlega afstaða þess- ara flokka í landhelgisbaráttunni forðum daga er nefnilega enn í fersku minni. Verður kosið um óskert fullveldi? Það er því ekki að ástæðulausu þótt spurt sé: VERÐUR KOSIÐ UM ÓSKERT FULLVELDI í komandi kosningum? Sú umræða sem nú er í gangi og sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, gefur því mið- ur fulla ástæðu til að kjósendur taki ekki neina áhættu og vandi val sitt vel. Þess vegna liggur það beinast við að stórefla þann stjórn- málaflokk til áhrifa sem mest hef- ur varað við jafnháskalegum við- horfum og þeim sem útiloka ekki aðild að Evrópubandalaginu. Hinn stóri og öflugi Framsóknarflokkur hefur sýnt það og sannað að hann er þess traust verðugur. Og ekki sakar sá stórkostlegi árangur sem hann hefur náð í efnahagsmálum, auk þess sem flokkurinn teflir fram þeim mani sem þjóðin vill að áfram verði sinn foringi og forsæt- isráðherra. Þess vegna ber að skora á öll þjóðleg öfl á íslandi í dag, borgaraleg sem önnur, að stilla saman strengi og gera kosn- ingasigur Framsóknarflokksins og Steingríms Hermannssonar sem glæsilegastan í komandi kosning- um. ÍSLENDINGAR. STÖNDUM VÖRÐ UM FULLVELDI OKKAR OG SJÁLFSTÆÐII KJÓSUM ÖR- UGGA ÍSLENSKA FRAMTÍÐ. Það fer ekki framhjá neinum að alþingtskosningar eru á næsta leiti. Kosningabaráttan er hafín og allt bendir til að hún verði bæði í senn stutt og hörð. Engu að síður verða þetta örlagaríkar kosningar, jafnvel þær þýðingarmestu frá lýðveldisstofnun. Þetta eru nefnilega fyrstu kosningarnar frá því Iýðveldið var stofnað sem gætu snert sjálft fullveldið. Þess vegna verða allir þjóðhollir íslendingar að vanda val sitt vel. Eftir kosningar gæti það orðið of seint. um. LESENDUR SKRIFA til páfans Bréf Virðulegi Jóhannes Páll páfi II í Morgunblaðinu 20. mars 1991 birtist grein eftir biskup kaþólskra á íslandi, Alfreð J. Jolson, undir fyrirsögninni Quo Vadis, ísland? eða hvert ætlar þú, ísland? „Biskup“ þessi virðist útsendari frá EB, enda kemur fram í grein- inni að biskupsfræði mannsins hafa verið sótt í business school í gráðunum S.J., PH og MBA. Það er vægast sagt smán og skömm af biskupi, sem á að teljast kirkjunn- ar þiónn, að ráðast á smáþjóð eins og lslendinga með lævísum hætti til þess eins að reyna að draga úr kjarki þjóðarinnar til að halda efnahagslegu sjálfstæði. „Biskupinrí' boðar úr sinni svörtu hempu að ísland verði hinn fátæki sveitafrændi ef við göngum ekki í EB. Dettur nokkrum lifandi manni í huga að EB vilji að við göngum í bandalagið af mannúðarástæðum? Nei, markmiðið er að sölsa undir sig ísland og þjóðina með lögum EB, ef íslendingar yrðu það heimskir að ganga í EB. Þegar ég sá fyrirsögn greinarinn- ar frá „biskupi", Quo Vadis, datt mér í hug að Evrópa væri að brenna, en eins og allir vita sagði Kristur þetta við Pétur þegar hann gekk út úr brennandi Rómaborg. Aftur á móti veit ég að sumir brenna í skinninu að við göngum í EB. ísland er í Evrópu og verður það væntanlega áfram, þótt við göng- um ekki í EB. Biskupinn telur upp í grein sinni eftirfarandi: „ísland á auðuga menningu, auðug fiski- mið, getur framleitt feiknamikla raforku", þetta vill hann að við leggjum á altari EB með inn- göngu. Síðan spyr biskupinn: „Hver mundi framtíð íslands verða utan EB?“ Á meðan ísland á þær auðlindir sem biskupinn taldi upp, og þær sem hann nefndi ekki, er íslendingum borgið utan EB, það eru nefnilega til fleiri samtök í heiminum en EB. ísland á gæfu- ríka utan EB, er svar við spurningu biskupsins. Ég veit að Guð vakir yfir íslandi og íslendingum, en ég veit ekki hvað gerist ef íslendingar afneita sjálfum sér og afsala sér sínu ást- kæra landi, Islandi, ég læt sér- hvern íslending um að spá í það, Loks fer „biskup“ mörgum orðum um NATO og gefur í skyn að þjóðin hafi lifað á herstöðinni í Miðnes- heiði og hann boðar að stöðin verði lögð niður niður og þá sé vá fyrir dyrum hjá íslendingum. Hafa íslendingar heyrt aðra eins predik- un frá kirkjunnar manni? Ég veit ekki betur en íslendingar hafi fætt herinn á skattfrjálsum mat og nauðþurftum síðan hann sté hér á land 1951. Þegar sálin umhverfist í líkama biskups birtist hún í grein Alfreðs J. Jolson. Að lokum vil ég segja biskupi að það er betra að vera fátækur sveita- frændi heldur en þær þjóðir sem safna í hlöðurnar og geta ekki séð af brauði til sveltandi barna þessa heims, í stað þess að framleiða vít- isvélar. Ég sendi páfanum eintök af þessum greinum þar sem ég tel svona skrif ekki sæmandi embætti biskups kaþólskra á íslandi. Patreksfirði 30. mars 1991 Magnús Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.