Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. apríl 1991ur
Tíminn 9
VETTVANGUR
Þórir Aðalsteinsson:
Bifrestingar í námsferð
erlendis
Nemendur útskriftarárgangs Sam-
vinnuháskólans á Bifföst fóru í 10
daga ferö til Evrópu til að kynna sér
það nýjasta í samningum EB og
EFTA um sameiginlegan innri
markað í lok ársins 1992. Komið var
til fjögurra landa í þessari ferð og
nokkur stórfyrirtæki heimsótt í
leiðinni.
Gildi námsferðar
í nýja háskólanum á Bifröst er lögð
rík áhersla á að fylgjast með því nýj-
asta sem er að gerast í viðskiptalíf-
inu, hvort heldur það er innanlands
eða utan. Á vormisseri 1991 voru
kennd fög á borð við alþjóðahagmál,
utanríkisviðskipti, markaðarfræði,
stefhumótun fyrirtækja og mikil
áhersla var lögð á það sem er að ger-
ast í Evrópu þessi misserin. Fyrr í
vetur fór hópurinn í námsferð til
Reykjavíkur, þar sem ótal fyrirtæki
voru heimsótt, en námsferð okkar
erlendis tengdist hinni hefðbundnu
útskriftarferð nemenda á Bifröst.
Þessi utanlandsferð var mjög vel
heppnuð og veitti okkur m.a. góða
innsýn í það sem er að gerast þessar
vikumar í samningaviðræðum
EFTAogEB.
Evrópudómstóllinn í
Lúxembúrg
Fyrsta dag ferðarinnar var Evrópu-
dómstóllinn í Lúxembúrg heimsótt-
ur, en sú stofnun er ein af fjórum
meginstofnunum EB. Hlýtt var á
fyrirlestur Steen Hjelmblinks upp-
lýsingafúlltrúa um stofnanir EB,
hlutverk Evrópudómstólsins og ým-
is praktísk atriði. Á eftir vom fyrir-
spumir og umræður og barst þá tal-
ið að samstarfi Norðurlandaþjóða.
Eins og allir vita em Danir eina
Norðurlandaþjóðin í EB og það kom
ffam á fundinum að Norðurlanda-
þjóðirnar hefðu verið sundraðar
efnahagslega síðan 1973, en þá áttu
þessar þjóðir kost á því að ganga í
EB. Sumir gengu svo langt að halda
því fram að um pólitískt slys hefði
verið að ræða þegar hinar Norður-
landaþjóðirnar gengu ekki í EB á
þessum tíma, enda hefðu þessar
frændþjóðir verið sundraðar efna-
hagslega síðan. Aðspurður um það
hvort Evrópudómstóllinn gæti
þvingað lögum uppá íslendinga ef
þjóðin gengi í EB, sagði Hjelmblink
að þar væri alltaf um samningsat-
riði að ræða. Hann lagði áherslu á
að Iíklega myndu fámennar þjóðir í
EB hafa hlutfallslega meiri áhrif á
störf dómstólsins. Eftir fyrirlestur-
inn var ekið í rútu áleiðis til Bmssel
í Belgíu.
Evrópubandalagið: Há-
punktur námsferðar
Föstudaginn 22. mars vom höfúð-
stöðvar EB heimsóttar, en þær em í
Brussel. Herra J. Lund, upplýsinga-
fulltrúi á sviði samskipta milli þjóða
og menningarmála, hélt fyrirlestur
um framtíð hinna ýmsu stofnana í
Evrópu. Hann talaði fyrir hönd
framkvæmdanefndar EB. Fram kom
að það er ekki ólíklegt að í framtíð-
inni muni EB samanstanda af 24
ríkjum, þ.e. núverandi aðildarlönd-
unum 12, EFTA-þjóðunum 6 og síð-
an af 6 austantjaldsþjóðum til við-
bótar. En eins og mál standa nú er
það í forgangsröð hjá EB að ná
samningum við EFTA um sameigin-
legan innri markað í Evrópu.
Ákvörðun þessara aðila um að stefna
að þessu marki var tekin árið 1984
og alltaf hefur verið stefnt á að sam-
eiginlegt evrópskt efnahagssvæði
verði að veruleika fyrir árslok 1992.
Sjálfstæði íslands
ógnað ef við göngum í
EB?
Bifrestingum var umhugað um að
vita hvort íslendingar þyrftu að af-
sala sér sjálfsákvörðunarrétti í eigin
málum ef landið gerðist aðili að Evr-
ópubandalaginu. J. Lund svaraði
okkur á þann veg að valddreifing
væri á stefnuskrá EB. Það væri góð
stefna að ákvarðanir væru teknar á
þeim stöðum þar sem þær væru
teknar bestar og það þýddi að þeir
sem hefðu mesta þekkingu á málurn
væru best til þess fallnir að taka
ákvörðun um þau. Auðvitað myndi
ísland eiga fúlltrúa á Evrópuþinginu
eins og aðrar aðildarþjóðir ef til inn-
Hópurinn aö leggja af stað í skoðunarferð um athafnasvæði Samskip h/f í Rotterdam.
ar um stöðu mála. Hún sagði okkur
að EB- þjóðimar færu fram á að
EFTA-þjóðir legðu fjármuni í sjóð
áður en samið væri um innri mark-
að í Evrópu. Upphæðin, sem íslend-
ingar þyrftu að láta af hendi rakna
árlega, gæti numið 200 milljónum
króna. Þessi krafa EB-þjóðanna
byggir á því að EFTA-þjóðir eigi
meira aflögu og sjóðnum sé ætlað að
jafna lífskjör. Önnur krafa samn-
ingamanna EB á hendur EFTA er að
EFTA verði gert að stofhun. Þetta er
stjórn. Ákvarðanataka er erfiðari við
þessar aðstæður, en ljóst er að
stjórnmálamennimir okkar þurfa að
halda vel á spöðunum strax eftir
kosningar. Annars sagði frúin það
skoðun sína að íslendingar hefðu
ekkert að gera í EB, á meðan það
ástand varir að almenningur veit
ekkert um hvað málið snýst. Hins
vegar virðast sífellt fleiri rök hníga
að því að samningaviðræður EB og
EFTA séu aðeins milliskref EFTA-
ríkjanna í þá átt að ganga í EB. Eftir
Michael, fulltrúi Samskip h/f I Rotterdam, útskýrir stærð og umfang hafnarinnar í Rotterdam.
göngu kæmi og þingið er mjög
valdamikil stofnun. Mörgum finnst
það skjóta skökku við að á sama tíma
og kerfi miðstýringar hrynur í aust-
urblokkinni sé unnið að því að koma
upp miðstýringarapparati í Vestur-
Evrópu. En J. Lund, ásamt öllum
þeim talsmönnum EB sem við hitt-
um í ferðinni, lagði áherslu á vald-
dreifingu innan EB. Annars þurfa ís-
lendingar ekki að hafa miklar
áhyggjur vegna beinnar inngöngu í
EB, því bandalagið tekur ekki á móti
umsóknum um aðild í bili. Vegna
fjölgunar aðildarþjóða á síðustu ár-
um er nú unnið að því innan EB að
ná tökum á stjórnun og skipulagi
bandalagsins. Það kom þó skýrt
fram í heimsókn okkar að talsmenn
EB höfðu mikinn áhuga á að fá full-
trúa Norður-Evrópu inn í bandalag-
ið á næstunni, þ.e. Norðurlöndin.
Yfirstandandi samn-
ingaviðræður EFTA
og EB
Frú M. Van Rij, sérfræðingur í sam-
skiptum EB og nokkurra smáþjóða,
kom okkur Bifrestingum á óvart
með mikilli þekkingu sinni á mál-
efnum íslands. Frúin var nýkomin af
fúndi samninganefndar EB og EFTA
og færði okkur glænýjar upplýsing-
skiljanleg krafa, þar sem EB hefur
engan einn aðila til að semja við,
heldur verður að semja við hverja og
eina af hinum 6 EFTA-þjóðum sér-
staklega.
Staða íslands
gagnvart EB
Nú stendur aðallega á því að ná
samkomulagi um fiskyeiðar EB-
þjóða á íslandsmiðum. ísland mun
örugglega slíta samningaviðræðum
ef ekki næst samkomulag um fisk-
veiðiheimildirnar. M. Van Rij fullyrti
að ekki kæmi til greina að semja á
þeim nótum að EB fengi aðgang að
30.000 tonna kvóta eða þá 10% af
heildarkvóta á fiskimiðum EFTA-
ríkjanna í N-Atlandshafi. EB myndi
krefjast aðgangs að 70.000 tonna
kvóta í það minnsta og væri það
vegna þrýstings frá Spánverjum og
Portúgölum. Fram kom að það ylti á
ýmsu hvort samningur íslands við
EB frá 1972 væri í hættu ef ísland
næði ekki samkomulagi með EFTA-
þjóðum við EB um sameiginlegt
efnahagssvæði. Frú M. Van Rij benti
á að fyrsti áfanginn í samningavið-
ræðum EFTA og EB gæti náðst inn-
an fárra mánaða, jafnvel strax nú í
júní. Nú stendur yfir kosningabar-
átta á íslandi og búast má við að það
taki einhverjar vikur að mynda
fyrirlesturinn var keyrt til Amster-
dam í Hollandi.
Fyrirtækjaheimsóknir
í Hollandi
Hópurinn naut lífsins í Amster-
dam eina helgi, en strax mánudag-
inn 25. mars var haldið til Rotter-
dam á fund fulltrúa Samskip hf. Þar
fengum við góðar útskýringar á
umsvifum félagsins í Evrópu og
skoðuðum höfnina, sem er samtals
47 kfiómetrar á lengd og þar vinna
yfir milljón manns störf sem tengj-
ast vöruflutningum. í tengslum við
þessa heimsókn var litið inn hjá
Europe Combined Terminals, ECT,
sem er risafyrirtæki á sviði uppskip-
unar, útskipunar og vöruflutninga.
Samskip er í viðskiptum við ECT,
en það fyrirtæki er það stærsta
sinnar tegundar í Evrópu og þriðja
stærsta í heimi.
Shell í Haag
Daginn eftir fór hópurinn svo í
heimsókn í höfuðstöðvar Shell, en
þær eru í Haag. Hlýtt var á fyrirlest-
ur upplýsingafulltrúa fyrirtækisins,
sem jafnframt á sæti í stjóm Skelj-
ungs á íslandi. Fyrirlesturinn var al-
mennt um starfsemi Shell og síðan
voru hinar hefðbundnu fyrirspumir
okkar Bifrestinga á eftir. Persónu-
legar viðræður við forkólfa fyrirtæk-
isins í matarboði eftir fundinn þóttu
skila mestu í þessari heimsókn.
UNESCO í París
Menningar-, félags- og mennta-
stoínun Sameinuðu þjóðanna í Par-
ís var heimsótt miðvikudaginn 27.
mars. Hópurinn var nýkominn til
Parísar og hafði rétt náð að bóka sig
inn á Hotel Cecilie við Sigurboga-
torgið þegar Hannes Heimisson,
sendiráðsfulltrúi í París, kom á okk-
ar fund. Hann lagði Iífsreglumar fyr-
ir hópinn varðandi hin ýmsu mál og
sagði frá athyglisverðum stöðum
sem við gætum skoðað. Hannes
fylgdi okkur síðan í UNESCO, þar
sem við hlýddum á erindi fulltrúa á
sviði þróunar mjög lítilla ríkja innan
UNESCO. Tilgangur UNESCO er að
stuðla að friði í heiminum, enda er
ástæða styrjaldarátaka yfirleitt mis-
skilningur sem stalar af mismun-
andi menningu þjóða. Fyrirspum
barst frá íslendingunum um úrsögn
Breta, Bandaríkjamanna og Singa-
pore úr UNESCO, en það hefúr vald-
ið stofnuninni miklum erfiðleikum.
Þegar þessum fyrirlestri lauk var
hópurinn kominn í hið eiginlega
páskafrí.
í upphafi skyldi
endinn skoða
Aðdraganda að námsferð má rekja
til áhuga nemenda á að nýta út-
skriftarferð sína til gagns ekki síður
en til skemmtunar. Rektor Sam-
vinnuháskólans, Jón Sigurðsson,
sýndi mikinn áhuga á málinu og að-
stoðaði stjóm ferðasjóðs nemenda
með ráðum og dáð. Auk hans áttu
Albert Guðmundsson sendiherra í
París, Eggert Kjartansson hjá Hol-
lenska verslunarráðinu, Guðjón
Auðunsson lektor á Bifröst, Jónas
Guðmundsson lektor á Bifröst, Hall-
dór Þorsteinsson hjá SÍS, Vilhjálmur
Egilsson hjá Verslunarráðinu og
Þórður Guðjónsson sendiráðsritari í
Bmssel þátt í því hve útskriftarferð
okkar var vel heppnuð.
Frábær árangur
stjómar ferðasjóðs
Mest mæddi þó á fimm manna
stjóm ferðasjóðs nemenda sem
tókst á undraverðan hátt að hnýta
alla hnúta rétt og sameina nám,
skemmtanir og afslöppun. Rétt er
að geta þess að þeir fyrirlestrar, sem
við sátum í Evrópu þessa daga,
komu í stað hefðbundinna fyrir-
lestra á Bifröst. Og það er skoðun
mín að þeir hafi nýst nemendum
mörgum sinnum betur!
Þórir Aðalsteinsson,
formaður Skólafélags
Samvinnuskólans
á Bifröst, Borgarfirði
i *t w d »»u mn»Ti m— — ww