Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 2
10 T HELGIN Laugardagur 27. apríl 1991 Kópavogur Framsóknarfélögin í Kópavogi boða til almenns bæjarmála- fundarfimmtudaginn 2. maí kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Sljómin. Sumri fagnað með Ingibjörgu og Valgerði Ingibjörg Valgerður Landssamband framsóknarkvenna boðar allar framsóknarkonur til sumarfagnaðar með alþingismönnunum Ingibjörgu Pálmadótt- ur og Valgerði Sverrisdóttur að Lækjarbrekku, 2. hæð, miðviku- daginn 1. maí kl. 19.30. Framkvæmdastjóm LFK HAPPDRÆTTI KJÖRDÆMISSAMBANDS FRAMSÓKNARFÉLAGANNA f REYKJANESKJÖRDÆMI Dregið var í happdrættinu þann 22. apríl hjá bæjarfógetanum I Kópavogi. Vinningsnúmer verða birt 6. maí nk. L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sand- skeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn BFL- 14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,-. Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstæðum, sem teng- ist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleit- isbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 17. maí 1991 kl. 12:00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Laus er til umsóknar staða skólameistara Vélskóla (s- lands. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavik, fyrir 1. júní nk. Menntamálaráöuneytiö Sæmundur Gíslason Sólvangl, Hafnarfirðl, fynum bóndl að Ölfusvatnl, Grafningi verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Aöstandendur Hér má sjá rökstudda teikningu af hinni elstu Péturskirkju f Róm, en hana reisti Konstantín keisari yfir gröf Péturs postula 324 e. Kr. f þessu guðshúsi munu þeir Brennu- Flosi og Kári hafa tekið aflausn. Þrjátíu og níu... Niðurbjúgt er nef... En um Stefni segir svo að hann hafi þá farið „norðr í Danmörk". Þar hafi hann ort níðvísu um Sigvalda jarl Strút-Haraldsson: Munkat nefna nær munk stefna. Niðurbjúgt er nef á níðingi, þeim es Svein konung sveik úr landi ok Tryggvason á tálar dró. Þóttist Sigvaldi kenna mark sitt á vísunni og lét fyrir þá sök drepa Stefni. Er Ari „gamli“, sem efiaust merkir hér Ara fróða, borinn fyrir sögn þessari. I þætti Stefnis Þorgilssonar getur þess ekki að þeir Þorvaldur né Stefn- ir hafi farið saman til Jerúsalem né dauða eða legstaðar Þorvalds, held- ur þess eins að Stefnir hafi ekki un- að í Noregi eftir Ólaf konung, búist til Rómarferðar og gengið suður. Síðan hafi hann á norðurleið komið í Danmörk og verið þar drepinn að tiihiutan Sigvalda jarls fyrir níðvís- una um hann, sem þar er og til færð. En eigi er þar skírskotað til Ara og virðist þó að því ieyti vera sama heimildin og í Kristnisögu. Sagnir Kristnisögu og þáttar Stefn- is má vel samrýma. Þeir Stefnir og Þorvaldur mega vel hafa farið saman til Jerúsalem og þaðan til Kænu- garðs, en síðan hafi Stefnir haldið þaðan vestur á bóginn til Róma- borgar og þaðan norður í Danmörk. Virðist svo sem Ari fróði hafi heyrt sagnir um ferðir þeirra og afdrif. Til sönnunar um afdrif Þorvalds hefur Ari tilfært vísu Brands hins víðförla og til sönnunar um afdrif Stefnis níðvísu hans um Sigvalda jari, sem þó sannar ekkert um suðurgöngu Stefnis, heldur það eitt að hann hafi komið til Danmerkur og verið þar ráðinn af dögum fyrir níðið. Sagnir þessar eru sennilega orðnar um 70 ára gamlar þegar Ari heyrir þær — hann var fæddur 1067 eða 1068 — og er líklegt að hann hafi þær frá Gelli Þorkelssyni, afa sinum, eða Þuríði Snorradóttur eða þeim Hauk- dælum Teiti ísleifssyni eða Halli hinum gamla Þórarinssyni. Mega þær því vel vera sannar, að minnsta kosti í aðalatriðum. Báðir voru Stefnir og Þorvaldur stórættaðir menn og „heimsborgarar" hafa þeir verið orðnir, sem víða hafa farið og mörgum kynnst. Mikið hafa þeir viljað á sig leggja fyrir trú sína og sér til sáluþóta, enda var slík för sem suðurför þeirra eigi svo lítil frægð- arför, efvel tækist til. Langferð tveggja kvenna Samkvæmt sögu Gísia Súrssonar, 38. kap., á Auður Vésteinsdóttir, kona Gísla Súrssonar, að hafa farið utan eftir fall Gísla, ásamt Gunn- hildi mágkonu sinni, og eiga þær að hafa borist til Heiðabæjar á Jótlandi, tekið þar kristna trú, gengið suður til Rómaborgar og eigi komið aftur. Engin tök eru á því að dæma um sannindi sagnar þessarar. Ef hún er sönn, þá eru þær stöllur fyrstu ís- lensku Rómarferlarnir, sem farið hafa „eystri“ leiðina suður og ef til vill fyrstu íslendingarnir sem suður til Rómaborgar hafa gengið. Um 1050 hafa þeir Flosi Þórðarson (Brennu-Flosi) og Kári Sölmundar- son átt að hafa gengið suður. í 158. kapítula Njáissögu segir frá suður- göngu Flosa. Virðist hann hafa farið úr Suðureyjum og siglt þaðan „suð- ur um sjá“ og ætti því víst að hafa sigit suður milli Bretlands og ír- lands og suður fyrir Bretland og þaðan austur til meginlandsins, lík- lega til Normandí á Frakklandi. Það- an hefði hann svo átt að fara suður Frakkland til Miðjarðarhafs um St. Fjöldi nú ókunnra íslendinga lagði leið sína til Rómar eða Jerúsalem og ekki auðnaðist öll- um að ná heim aft- ur. Þannig hvílir Þorvaldur víðförli í grennd við Kiev í Rússlandi Giles, sem var, eins og áður er vikið að, í leið suðurgöngumanna. Þaðan hefur hann svo farið venjulega suð- urgönguleið með strönd Miðjarðar- hafs og til Piacenza og þaðan suður Ítalíu allt til Rómaborgar. Segir sag- an að hann hafi hlotið svo mikla sæmd að hann hafi þegið iausn af sjálfum páfanum. Ef Flosi hefur á annað borð farið þessa för, þá hefur hann eflaust gengið til skrifta í Rómaborg í Péturskirkjunni þar, eins og pílagríma var háttur og þeg- ið lausn af stórvirkjum sínum, sem auðvitað var fyllsta þörf á að lögum heilagrar kirkju. En sjálfur páfinn hefur ekki skriftað Flosa, heldur sá kennimaður, sem hefur annast skriftir fyrir hönd páfa. Skriftastólar hafa margir verið í kirkjunni þá, eins og eru í Péturskirkjunni í Rómaborg nú, þar sem hver kenni- faðir hefur sinn stól. Skriftafaðir þurfti — og þarf — að skilja tungu þeirra manna sem skrifta fýrir hon- um og skriftafaðir hefur verið valinn með það fyrir augum. Árni Ólafsson, síðar biskup í Skáiholti, var til dæm- is um eitt skeið skriftáfaðir nor- rænna manna í Róm, með því að hann hefur skilið tungu þeirra. Sögn Njálu um það að Flosi hafi þegið lausn af sjálfum páfanum er því skrautsögn, sögð til þess að gera veg Flosa sem mestan. Síðan segir frá heimför Flosa. Þá er hann sagöur hafa farið hina „eystri“ leið. Þá hefur hann sjálfsagt farið venjulegu leið- ina, sem áður getur, yfir St. Bern- hard, norður um Svissland til Ma- inz, norður Þýskaland til Danmerk- ur. Á þeirri leið er hann sagður hafa dvalist víða í borgum, gengið fyrir ríka menn og þegið af þeim mikla sæmd. Getur sögn þessi um Flosa verið rétt í aðalatriðum, þótt hún beri ósvikinn keim af öðrum sögn- um í íslendingasögum um sæmdir þær og virðingarmerki sem sögu- hetjurnar hijóta oftast í utanferðum sínum. Höfundur Njálu gerir hlut Flosa jafnan svo góðan sem kostur er, enda þótt hann hafi staðið að brennu Njáls og Bergþóru og sona þeirra. í 159. kapítula Njálssögu segir frá suðurgöngu Kára Sölmundarsonar. Er Kári sagður hafa siglt frá Hvíts- borg á Skotlandi til Normandí, þar sem hann hafði gengið á land, en þaðan gekk hann „suður“, sem vafa- laust á að merkja ferð til Rómaborg- ar. Þar fær hann „lausn“ eins og Flosi, þó að ekki segi að Kári hafi tekið lausn af sjálfum páfanum. Kári þurfti auðvitað lausnar við, eins og aðrir pílagrímar og sjálfsagt sérstak- lega vegna hinna mörgu mannvíga sinna, enda þótt þau væru unnin í hefnd eftir Njál og venslamenn hans. Svo segir af heimför Kára. Fer hann aftur hina „vestri" leið, líklega nokkurn veginn sömu leið sem hann fór suður, og tekur skip sitt aftur í Normandí, enda er rakin ferð hans uns hann kemur aftur heim til íslands. Suðurganga Auðar, Flosa og Kára er ráðin eftir dvöl þeirra erlendis. Auður tekur kristna trú í Jótlandi sem þá hafði um nokkurt skeið ver- ið kristið. Suðurgöngur hafa þó ver- ið orðnar kunnar þar. Kári og Flosi dveljast um stund í Suðureyjum og á Skotlandi. Þau lönd höfðu iengi kristin verið og suðurgöngur þaðan hafa sjálfsagt verið algengar. Þar hafa þeir mátt fá vitneskju um nauð- syn þeirra og nytsemi. Annars kunna sagnir þessar um suðurgöng- ur þeirra Auðar, Flosa og Kára að vera hugsmíð söguhöfunda eða ann- arra, mótuð af hugmyndum hans eða þeirra um pflagrímsferðir suður til Rómaborgar. Höfundi Njáissögu eru iíka sjáanlega nokkuð kunnar hinar venjulegu leiðir suðurgöngu- manna suður um Evrópu. Hann tal- ar bæði um hina „eystri" og hina „vestri“ leið. Sýn Hrafns hins rauða í frásögn Njálssögu af Brjánsbar- daga hefur komist þjóðsaga ein um Hrafn nokkurn sem kallaður er hinn rauði. Sýnist hann hafa átt að vera orkneyskur höfðingi eða að minnsta kosti maður sem mikils hafi verið verður. Það skal látið liggja milli hluta hver sé Hrafn hinn rauði eða hvort hann sé blátt áfram gervimað- ur höfundar. Höfundur Njálssögu segir þá sögu um Hrafn þennan að hann hafi verið eltur út á á eina, þar sem honum þótti hann sjá helvíti í niðri og honum þótti djöflar vilja draga hann til sín. Þá segir Hrafn: „Runnið hefur hundur þinn, Pétur .ppStuli, tv.isy^r til,Rqrns.pg.rnundi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.