Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. apríl 1991 HELGIN 17 Kvikmyndir Óhætt er að segja að Cyrano sé eitt metnaðarfyllsta verk sem sést hefur í áraraðir, í alla staði vel unnið, kvik- myndataka, sögusvið og leikur alveg eins og best getur orðið. Að lokum vil hvetja þig, lesandi góð- ur, ef þú ert áhugamaður um góð- ar kvikmyndir, til að láta ekki þessa fram hjá þér fara! ÁHK. Mo’ Better Blues ★★1/2 Aðalhlutverk: Denzel Washlngton (The Mlghty Quinn, Glory, Heart Condltlon), Spike Lee (Do the Right Thing), Wesley Snipes, Giancarlo Esposito, Cyndia Williams. Leikstjóri: Spike Lee. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd I Laugarásbió. Leikstjórinn Spike Lee skaust upp á stjömuhimininn fyrir tæpum tveimur árum þegar hann gerði myndina Do the Right Thing, sem þótti einstak- lega vel gerð mynd um líf og störf svartra í Brooklyn. Nú er hann aftur farinn á stað með nýja mynd og að þessu sinni er leiksviðið líf trompetleikara, sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og lítið annað. Bleek Gilliam (Denzel Washington) er forsprakki vinsællrar djass- hljómsveitar þar sem hann er allt í öilu og ekkert fær skyggt á hann. Sjálfumgleði einkennir manninn og honum reynist erf- itt að hleypa öðrum hlutum en trompetnum nálægt sínu lífi. Saman tvinnast svo samskipti hans við veikara kynið, besta vininn og trompetinn og úr þessu öllu verður til stórt vanda- mál sem ekki greiðist úr fyrr en í lokin. Spike Lee er þarna að fást við efnivið sem hann'þekkir vel til, nefnilega djass, því hann ólst sjálfur upp á heimili þar sem djassinn réð ríkjum og allt ann- að varð ósjálfrátt númer tvö. Að venju er ádeilan ekki langt frá Spike og að þessu sinni er hann að sanna fyrir þeldökkum fbúum Bandaríkjanna að ofbeldi er ekki rétta leiðin, jafnvel þó umhverf- ið bjóði ekki upp á margt annað. Denzel Washington, sem áður hefur leikið í þó nokkrum mynd- um, hefúr góð tök á hlutverkinu og oft hefur maður séð þessa persónu, sem hann túlkar, í dag- legum samskiptum við vini og vandamenn. Spike Lee er þarna á ferðinni með mynd sem höfðar frekar til sannra Spike Lee aðdáenda og djassista en hins almenna áhorf- enda. Ég sjálfur skemmti mér vel yfir fögrum tónum úr horni Bradfords Marsalis og hljóm- sveitar hans, enda mikill áhuga- maður um djass. ÁHK. Takmarkanir a umferb í KVOSINNI vegna gatnaframkvæmda / sumar veröa Vonarstrœti, Templarasund og noröurhluti Tjarnargötu endurgeröar þannig, aö göturnar veröa steinlagöar og settar snjóbrœöslulagnir í þær. Jafnframt veröur noröurbakki Tjarnarinnar endurbygcjöur. Nauösynlegt er aö loka götunum meöan á framkvœmd stendur. Verkiö veröur unniö i áföngum. A meöfylgjandi mynd má sjá áfangaskipti. Eftirfarandi er áœtlun um verktima einstakra áfanga. o 0 Vonarstrœti austan nr. 10.................30. apríl - 15. ágúst. Templarasund...............................S.júlí- 15. ágúst.. Vonarstrœti frá nr. 8 ab Tjarnargötu og Tjarnargata frá Vonarstrœti aö nr. 4.1. júlí - 1. sept. Tjarnargata frá nr. 4 aö Kirkjustrœti. 1. júní - 15. júlí. Tjarnargata frá Vonarstrœti ab nr. 12..15. júií - 15. sept. Á tímabilinu 30. apríl - 1. sept. veröur ekki unnt aö aka um Vonarstrœti frá Lœkjargötu aö Suöurgötu. Þess í staö er ökumönnum bent á aö aka Skólabrú, Pósthússtrœti og Kirkjustrœti. Framkvœmdum viö Tjarnargötu milli Vonarstrœtis oa Kirkjustrœtis veröur hagaö þannig, aö aökoma veröur möguleg aö bílastœöi Alþingis. 30. apríl hefst l.áfangi verksins. Þá veröur Vonarstrœti austan nr. 10 lokaö. Einstefna á vesturhluta Vonarstrœtis veröur þá afnumin. Viö upphaf hvers áfanga veröur auglýst nánar um lokanir gatna og breytingar á umferö. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.