Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. apríl 1991 HELGIN 13 Afkvæmi síns þjóðfélags Fyrir tíu árum mundi ævisöguritari líklega hafa skrifað stutta bók um Nancy, sem einkum hefði byggst á svona smámunum. Samt er ólíklegt að frúin hefði fengið nokkurn ævi- söguritara þá, en það var eitt af ein- kennum Reagantímans að feiknin öll komu út af ævisögum. Þótt höfundur bókarinnar, Kitty Kelley, þykist Ieiða menn í allan sannleika um þau Reag- anhjónin, þá er frásögnin samt sem áður skilgetið afkvæmi þess þjóðfé- lags sem kaus Reagan til forseta — grunnfærinn og hjáróma doðrantur fremur en áreiðanleg heimild um stjórnarár hans. Kelley ályktar sem svo að Nancy hafi verið hinn sígildi leitandi lukkunnar, en hún var fædd 1921 sem Anne Frances Robin. Hún leyndi því að hún var af lágum stigum og óham- ingjusömum bernskuárum. Með því að beita öllum brögðum tókst henni að verða smástirni í Hollywood. Þar náði hún sér í manninn, annars flokks kvikmyndaleikara, sem hafði aflað sér nokkurra áhrifa sem leið- togi í stéttarfélagi leikara. Tókst henni að verða vanfær eftir hann. Kelley telur að hún hafi att honum fram á svið stjórnmálanna vegna fé- græðgi. Stutt varð í leikaraferlinum hjá þeim báðum, en auðugir repú- blikanar voru tilbúnir að styöja Reag- an fjárhagslega, ef hann byði sig fram til ríkistjóra í Kaliforníu. Segir í bók- inni að hún hafi ráðskast svo mjög með hann, er hann var ríkisstjóri og síðar í Hvíta húsinu, að hann hafi orðið ósjálfstætt gamlamenni fyrir aldur fram. En raunar hleður Kelley vömmum og skömmum á Nancy í svo miklum mæli að lesendur hætta næstum að trúa. Mistraustar heimildir Við fyrstu sýn eru heimildirnar vandaðar, en Kelley getur meira að segja um dagsetningar þeirra 1002 viðtala er hún og aðastoðarmenn hennar tóku vegna ritunarinnar. Samt er ekki að finna hvaðan margar mikilsverðar fullyrðingar eru komn- ar.“Þegar forsetinn kom á ný inn í sporöskjulaga herbergið" segir um undirbúning leiðtogafundarins 1985 „fengu aðstoðarmenn hans honum vandaða vinnuáætlun vegna fyrsta fúndarins með Gorbatsjov. Forsetinn leit ekki einu sinni á hana, en sagði: „Hafið þið sýnt Nancy þetta?" „Nei, herra,“ svöruðu þeir., jæja, komið til mín aftur þegar hún hefur yfirfarið plaggið." Er þessi saga „trúnaðarvið- tal við einn af blaðafulltrúum frú Re- agarí' (nafns er ekki getið), sem er að finna á lista yfir heimildamenn við- komandi kafla? Eða er hér bara um slúðursögu að ræða? Um það segir ekkert. Því er ekki hægt að trúa sög- unni fullkomlega og er svo um margt annað hlálegt efni. Kelley tekst hins vegar mjög vel að lýsa gríðarmikilli fataeign frúarinnar, en fötin fékk hún ókeypis frá fremstu amerískum fatahönnuðum og mun hún hafa átt í útistöðum við skattayf- irvöld vegna þess. Á einni síðunni eft- ir aðra er gerð grein fyrir eigingirni og græðgi Reaganhjónanna. Kelley segir að Reagan hafi látið Repúblik- anaflokkinn greiða sér fyrir að halda ræður í kampavínsveislum. Nancy notaði aftur á móti ýmsar opinberar gjafir er hún fékk sem jólagjafir til vina og ættingja. En bókin er furðu rýr í roðinu er kemur að ýmsum merkum málum er Reagan sinnti á forsetaferli sínum. Íran-Kontra hneykslið er afgreitt á svo hroðvirknislegan hátt sem hugs- ast má. Frásagnir af mikilvægustu fundunum, er forsetinn átti með Sovétmönnum, einkennast af hug- leiðingum um það að Nancy hafi fall- ið illa við Raisu Gorbatsjov. Mönnum eins og Kennedy, Ford, Carter, Nixon Þvi hefur veríð haldið fram að Reagan hafi veríð nokkurs konar leikbrúða í höndum konu sinnar. Sumir segja að það hafi veríð til góðs. Var Nancy fégráðug nom eða hin góða vættur forsetans? og Bush rétt bregður fýrir eins og persónum í sápuóperu. Hins vegar er farið ofan í saumana á ýmsu eins og því að Frank Sinatra hafi þráð ákaft að forsetafrúin mundi bjóða honum í mat. Persónuleikaskortur? Framan af hefur Kelley prýðilegt vald á að lýsa persónuleika eða per- sónuleikaskorti Nancy Reagan. Nancy Davis, eins og hún kallaðist áður en hún giftist, virðist hafa brugðist svo við því er foreldrar hennar allt að því yfirgáfu hana að hún hætti að líta á sig sem einstak- ling. Hún var miðlungsnemandi í skóla og miðlungsleikkona. Hún var all fjöllynd og virðist hafa farið í rúm- ið með mönnum vegna ósjálfstæðis síns og um leið til þess að komast áfram í Hollywood. Þá segir Kelley vel frá Reagan-börnunum. Fyrst eru það börnin tvö er Reagan átti í fyrra hjónabandi með Jane Wyman. Svo eru það dóttirin og sonurinn er þau Nancy eiga saman. Þau eru fyrirferð- armikil á síðum bókarinnar og minna á leikara, sem ekki fást til að halda sér við textann. Þau eru án af- láts að hrella foreldrana með ein- hverju móti. Þannig er ógleymanleg frásögn Kelley af því er Ronald yngri kom fram í sjónvarpi að tala fyrir ör- uggu kynlífi, þegar umræðan um al- næmi hófst. Þar kom hann á skjáinn og veifaði sæðiseyðandi kremi í ann- arri hendi en smokki í hinni. Kelley notast slíkar sögur vel það sem þær ná, en að miklu leyti skortir bókina breidd. Svo ákaft reynir hún að lýsa Nancy sem ágjarnri norn. En stöku sinnum er eins og hún gleymi sér og það bregður fyrir setningum sem þessum: „Eiginlega kunni ég vel við hana,“ segir Dolores Robinson, sem var aðstoðarmaður dóttur Reag- anhjónanna um tíma. „Nancy Reag- an skapaði sjálf eigið líf og ég dái hana fyrir það.“ Ekki kemur síður á óvart er Kelley bendir á að Nancy gat faðmað að sér vanskapað fólk, án þess að láta sér bregða, þegar hún fór að heimsækja öryrkjaheimili. Ennverða lesendur hissa er fyrir kemur að hún getur hent gaman að sjálffi sér. í boði nokkru bregður hún sér í hlutverk í kabarett, sem ætlað var að gera gam- an að því hve gírug hún var í ný föt. Þar lék hún sjálfa sig, söng og fór á kostum, en áhorfendur voru bæði glaðir og undrandi. Mildaði stefnu Reagans Meira máli skiptir að látið er í það skína að vald hennar yfir Reagan hafi verið af hinu góða. Kelley segir að hún hafi reynt að telja hann á að „láta af harðlínustefnu gegn Sovétríkjun- um og ... ræða samdrátt í vopnabún- aði“. Þá reyndi hún að milda afstöðu hans til fóstureyðinga. Reagan var tæpast með öllum mjalla í lok annars kjörtímabils síns. Hann horfði á kú- rekamyndir þegar hann hefði átt að vera að kynna sér opinber skjöl og notaði greinar í Úrvali til þess að kynna sér alþjóðamálefni. Með tilliti til þess hve mikillar vanhæfni gætti hjá honum má Nancy teljast hafa notað áhrif sín viturlega. Líkt og mest seldu ævisögur á valda- tíma Reagans og Thatchers einkenn- ir það þessa bók að hún er of löng. En hún er skemmtileg aflestrar, þó bók- menntagildið sé tvírætt. Á engan hátt verður hægt að líta á ritið sem það uppgjör við valdaskeið Reagans, er hún hefði getað orðið. Kelley vill láta svo virðast sem sögu- hetja hennar sé lafði Macbeth okkar tíma. En sökudólgurinn er þjóðfélag- ið, sem velur annars flokks leikara og leikkonu sem forseta og forsetafrú — og ásakar þau svo fyrir að vera ekki til mestu fyrirmyndar. (Þýtt úrSunday Times)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.