Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 7
T HELGIN REYKJAVÍK GARÐABÆR ,-HAFNARFJÖI SORPA (Q Uröunarstaöur Áifsnesi Móttöku- og flokkt Gufunesi PAVOGUR KJALABNESHREPPJ AHREPP ELTJARNARNES Laugardagur 27. apríl 1991 Laugardagur 27. apríl 1991 HELGIN Á ferð og flugi Árni Hannes Kristinsson Franskt meistara- stykki! Cyrano de Bergerac ★★★★ Aðalhlutverk: Gerard Depardleu (Green Card), Anne Brochet (Buisson Ardent, La Nuit Bengali), Vincent Perez (Home of Passi- on), Jacques Weber, Roland Bertin (Diva). Leikstjóri: Jean-Paul Rappeneau. Franskt tal, íslenskur texti. Sýnd í Regnboganum. Það er erfitt er að spara orðin þegar lýsa á nýjustu mynd Jean-Paul Rap- peneau sem byggir á sögunni um skáldið, elskhugann, ofitrmanninn og snillinginn Cyrano de Bergerac, því myndin er hreint út sagt stórkostleg. Flestir þekkja söguna af Cyrano og margir hafa séð eldri myndir byggðar á sögunni um hann. Sjálfur segir Rappeneau að myndin sé sín útgáfa á þessari sögu, en ekki upprunaleg söguútgáfa Rostands. Leikritið um Cyrano hefur gengið í fjölmörg ár út um alla Evrópu og flest öll ríki hafa skapað sína eigin útgáfu af honum, sem þau telja þá bestu. Rappeneau hafði haft þessa hug- mynd lengi í maganum að gera kvik- mynd um ævi Cyranos, en langur tími leið þar til hann hafði safnað að sér nógu hæfu starfsliði til þess að hefja tökur myndarinnar. í þetta sinn ætlaði hann að gera mynd um goð- sögnina, sem yrði ólík þeim fyrri út- gáfum sem voru á boðstólum, og ætl- aði ef vel til tækist, að skáka leiksviðsútgáfum af sögunni sem hingað til hafði þótt það besta. En fyrir þá sem ekki þekkja sögu- þráðinn þá er hann í stuttu máli saga af manni sem verður ástfanginn af frænku sinni (Roxane), en þorir ekki vegna útlit síns að tjá henni ást sína. Roxane verður ástfangin af ungum manni að nafni Christian, sem Cyr- ano hefur undir sínum verndarvæng, og leiðir hann saman hana og þennan unga mann í því skyni að koma á með þeim ástum. En Christian, sem ekki reynist vera sá andans maður sem hún leitar að, þarfnast hjálpar Cyran- os til þess að komast yfir hina ungu mey og saman skapa Cyrano og hann hinn fullkomna mann fyrir stúlkuna, andlit og líkama Christians, en til- finningar og anda Cyranos. Franski leikarinn Gerard Depardieu var valinn í hlutverk Cyranos og hef- ur hann látið frá sér fara að það að leika Cyrano sé sitt stærsta verkefni til þessa og í leiðinni hið mikilfeng- legasta. Depardieu sýnir meistara- takta og þvílík túlkun á hlutverki hef- ur ekki oft sést áður. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár fyrir bestan leik í aðalhlutverki, en hlaut ekki hnossið og er það víst vegna þess að hann var viðriðinn nauðgunarmál sem vitni þegar hann var 9 ára. Þetta þótti ekki viðeigandi í landi tækifæranna og var hann því ekki sá útvaldi, þrátt fyrir hreint út sagt stórkostleg tilþrif. Af öðrum leikurum má nefna Anne Brochet, sem er ung og efnileg leik- kona sem túlkar hina fögru Roxane á mikilfenglegan hátt, og Roland Bert- in sem er betur þekktur fyrir leik sinn í kvikmynd Jean- Jacques Beneix, Di- va. Myndin er sú dýrasta sem Frakkar hafa gert og talað var um að hún hefði kostað ríflega einn milljarð ísl. kr. og segir það nokkuð um það traust sem Rappeneau hefur meðal franskra fjárútlánsmanna. Framhald á bls. 17 Flight of the IntruderA^l/2 Aðalhlutverk: Brad Johnson (Top Gun), Willem Dafoe (The Triumph of the Spirit), Danny Glover (Lethal Weapon, Predator 2). Leikstjóri: John Milius. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd f Háskólabió. Myndin gerist sjö árum eftir upphaf Víetnamstríðsins um borð í flugmóð- urskipi fyrir utan strönd Víetnams þar sem Camparelli yfirforingi (Danny Glo- ver) ræður ríkjum. Þama um borð er margt ungra, fífldjarfra flugmanna sem margir halda að það sé í þeirra höndum að sigra stríðið. Einn af þessum ungu flugmönnum tekur stórtæka ákvörðun um að ráðast á Hanoi þrátt fyrir algert árásarbann á þá borg. í því skyni fær hann með sér forna stríðshetju (Willem Dafoe), sem er öllum hnútum kunnug- ur, til þess að fara í árásarleiðangur í leyfisleysi yfir borgina. Brad Johnson, sem fer með hlutverk flugmannsins unga, er á kunnugum slóðum hér, því ekki er langt síðan hann lék svipað hlutverk í myndinni Top Gun, sem fjallaði um svipað efni, og sama má segja um leikstjóra mynd- arinnar sem virðist hafa stríð og stríð- stól til fyrirmyndar við gerð sinna kvik- mynda, því síðasta mynd hans, The Hunt for Red October, fjallaði einmitt um kafbát og áhöfn hans í flota Banda- ríkjahers. Skyldi hann hafa verið í hemum? Söguþráðurinn var langdreginn til að byrja með, en er líða tók á myndina fór hún að rísa upp úr meðalmennskunni og bar þar hæst leikur Willems Dafoe í hlutverki hins gamalreynda flugkappa. Stríð verður ekki bara unnið á samn- ingaborðinu, heldur líka með framtaki einstaklingsins sem berst fyrir ættjörð sína sé ég út sem boðskap myndarinnar og eftir það er ég sannfærður um að John Milius, leikstjóri myndarinnar, hefur einhvemtímann verið í hernum. f heild er þetta hin fínasta afþreying með ágætis persónusköpun þar sem Willem Dafoe fer á kostum. ÁHK. GREEN CARD Green Card^*l/2 Aðalhlutverk: Gerard Depardieu (Cyr- ano de Bergerac), Andie Macdowell (Sex, Lles and Videotapes), Bebe Neu- wirth, Gregg Edelman, Danny Gutterm- an. Leikstjóri: Peter Weir (Dead Poets Soci- ety). Sýnd i Bióborginni. Fallegar ástarsögur hafa í gegn- um tíðina átt upp á pallborðið hjá áhorfendum. Ástin er einn af þessum hlutum sem alltaf kemur til með að fylgja manninum, hversu langt sem hann kemst á þróunarbrautinni, en þó er hún eins misjöfn eins og mannfólkið er margt. Peter Weir var fyrir löngu búinn að skrifa handritið að Green Card, en Gerard Depardieu komst ekki vegna anna til þess að leika í myndinni. Weir skrifaði söguna löngu áður en hann hitti Depardi- eu og hafði hann sérlega í huga við handritsgerð. Bronté Parrish (Andie Macdo- well) er útskrifaður garðyrkjusér- fræðingur sem giftist Frakkanum Georges Fauré (Gerard Depardi- eu) í því skyni að eignast íbúð sem hún ætti ekki kost á annars. Fauré er lífsreyndur innflytjandi sem alls ekki passar inn í líf Bronté, þarfnast dvalarleyfis í Bandaríkjunum og verður að gifta sig á pappírum til þess að að óskum hans verði. Útlendingaeft- irlitið fer að gramsa í hans málum og verður það því nauðsyn ein að Fauré flytji inn á Bronté. Augljóst er að þetta á eftir að enda með ósköpum. Peter Weir er hér með sína fyrstu gamanmynd og er þetta því dálít- ið öðruvísi en við eigum að venj- ast frá manni sem hefur sent frá sér hverja dramamyndina á fætur annari. Það sem vakti athygli mína sérstaklega var mjög smekkleg tónlist sem gaf mynd- inni virðulegan blæ, og það átti sinn þátt ásamt stórgóðum leik Depardieu, sem eins og oft áður fer létt í gegnum sitt hlutverk. Hann virðist hreint og beint ekk- ert hafa fyrir hlutunum og lífgar mjög upp á myndina og sýnist manni að Weir hafi skrifað nokk- uð markvisst þegar hann skapaði hlutverk Depardieu. ÁHK. Gámastöövar Gámastöðvar gegna mikilvægo hlutverki í nýrri meöhöndlun úrgangs. Þærtaka á móti rusli endurgjaldslaust. í Gufunesi verður hins vegar tekið á móti stærri förmum frá atvinnurekstri samkvæmt gjaldskrá. Stöðvarnar verða allar komnar í notkun í lok júlí á átta stöðum alls: 1 / Mosfellsbæ, nærri hesthúsabyggð 2 Viö Gylfaflöt 3 Á Ártúnshöföa, viö Sævarhöfða 4 í Seljahverfi, sunnan Breiðholtsbrautar 5 Viö Ánanaust, nálægt gatnamótum Grandagarös og Mýrarvegar 6 Á Sléttuvegi, vestan Borgarspítala 7 í Fífuhvammslandi í Kópavogi 8 í Molduhrauni, á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar Nýtt sumar Wú í sumar mörkum við þáttaskil í umhverfismálum. íbúar allra sveitarfélaganna á höfuöborgarsvæðinu sameinast í stórátaki til bættrar meðhöndlunar úrgangs og nýrra viðhorfa. Opnir sorphaugar heyra nú sögunni til en fullkomin móttöku- og flokkunarstöð úrgangs sniðin að íslenskum aöstæðum - SORPA tekur til starfa. /ið berum ábyrgð á úrgangi W sem við framleiðum íbúar höfuðborgarsvæðisins framleiða 125 þúsund tonn af úrgangi á ári - um 860 kg á hvern. Þessu gífurlega magni ber okkur að koma fyrir þannig að ekki skaði lífríkið - framtíðin er í húfi. Úrgangurinn er af misjafnri gerð og fær nú aðgreinda meðhöndlun: • Hluti úrgangsins verður endurnýttur • Spilliefni verða meðhöndluð þannig að þau mengi ekki lífríkið • Húsasorp verður pressað í aöeins 10% af upphaf- legu rúmmáli, vírbundið og urðað Leiöbeiningarrit hafa veriö send á vinnustaöi og heimili. Þaö er áríðandi aö allir lesi þau vel og fylgist meö auglýsingum um einstök atriöi. Þeir sem ekki hafa fengiö leiöbeiningarnar eöa óska frekari upplýsinga hafi samband viö skrifstofu SORPU. í umhverfisvemd Kynntu þér hlutverk þitt Úrgangur verður nú flokkaður bæði í heima- húsum og á vinnustöðum og meðhöndlaður á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að allir kynni sér strax: • Flokkun úrgangs og meðferð • Sérstaka meðferð umhverfisspillandi efna • Möguleika til endurnýtingar • Ruslagámaþjónustu Petta fer ekki í sorptunnuna eöa holræsakerfiö ^ Endurnytingarefni: Timbur - fer á gámastöðvar eða beint til SORPU Garöaúrgangur - nýttur í heimagarði eða afhentur á gámastöð Prentpappír - afhentur krossbundinn á gámastöð Drykkjarumbúðir - skilað eins og áður Málmar - fara til endurnýtingaraðila Spilliefni: Það er lífsnauðsyn að allir skilji að spilliefni eyði- leggja lífríkið og mega þess vegna alls ekki fara út í holræsakerfið eða í sorptunnuna. Þeim ber undantekningarlaust að skila á rétta staði, gámastöð eða í efnamóttöku SORPU. Algeng spilliefni eru t.d. rafhlöður, lyf, eitursýrur, málning, lökk og leysiefni, olíuúrgangur, frostlögur, hreinsiefni o.m.fl. Önnur efni sem alls ekki mega fara með heimilissorpi eru t.d. múrbrot, steinefni, vírar og tæki. RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs. Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 676677 SORPA - er eitt mesta umhverfisátak á íslandi. Petta geysistóra og mikilvæga verkefni kostar fé, vinnu og skilning - nýjan skilning á þeirri ábyrgö okkar allra að skila hreinu landi - betra landi til næstu kynslóöa. KJALARNESHREPPUR MOSFELLSBÆR i/REYKJAVIK ö SELTJARNARNES KOPAVOGUR BESSASTAÐAHREPPUR HGARÐABÆR ilHAFNARFJORÐUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.