Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 10
18 T HELGIN Laugardagur 27. apríl 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Það var ekki ofsagt að árásin hefði verið ofsafengin og grimmdarleg. Krufning leiddi í Ijós að hinn myrti hefði verið skorin á fleiri en 20 stöðum og að þrír mismunandi hnífar höfðu verið notaðir. Cindy Landress gramdist þaö þegar einn elskhugi hennar guggnaöi á aö myröa annan og tók ráðin í eigin hendur. Fæstir stórborgarbúar gera sér grein fyrir því að morðingjar kunni að verða á leið þeirra í önnum dag- legs lífs. Morðingjar bera nefnilega ekki fyrirætlanir sínar utan á sér. Vera kann að afgreiðslumaðurinn í búsáhaldaversluninni sé sá maður sem FBI leggur einna mesta áherslu á að handsama. Og einkennilega klæddi maðurinn í strætisvagninum sem tautar blótsyrði fyrir munni sér getur verið hættulegur og morðóð- ur vitfirringur. Það er því óhugnanleg staðreynd að fæstir morðingjar skera sig úr fjöldanum — og það er þeim í hag, eins og lögreglan hefúr rekið sig á hvað eftir annað. Lögreglumaður nokkur í Indiana rak sig á þessa staðreynd að kvöldi 23. apríl 1988. Þetta var laugardags- kvöld, en á þeim vöktum eru lög- reglumenn enn varari um sig en eUa Fádæma kærulaus laganna vörður Það var farið að skyggja þegar lög- reglumaðurinn kom auga á pallbíl með Indiana númerúm sem lagt hafði verið við vegarkant. Ljós bif- reiðarinnar voru kveikt svo lög- reglumaðurinn taldi að ökumann hans gæti vantað aðstoð og afréð því að stoppa og athuga málið. Þegar nær dró virtist enginn vera í bifreiðinni og enginn gaf sig fram þegar hann steig út úr lögreglubíln- um. Það var ekki fyrr en hann var kom- inn að pallbflnum sem hann heyrði einhvern nálgast innan úr skógin- um. Þegar viðkomandi nálgaðist sá lögreglumaðurinn að þetta var kona á fertugsaldri, með dökkt stuttklippt hár og fremur stórgerð og karl- mannleg í andliti. Hún gekk að bflnum án þess að virða lögreglumanninn viðlits og opnaði dyrnar á bifreið sinni eins og hún væri alein á staðnum. Þótt lög- reglumanninum væri brugðið að vera hunsaður svona spurði hann hana kurteislega hvort eitthvað væri að. Konan sneri sér að honum og hristi höfuðið. Hún hefði bara þurft að stöðva augnablik til að létta á sér, útskýrði hún. Sterkur áfengisþefur, sem lagði af konunni, sagði lögreglumanninum allt um hvers vegna hún hefði orðið að stoppa. Þegar hann gekk nær sá hann að höfuð hennar riðaði og að hún átti erfitt með að stjórna augum sínum. Þarna var meintur ölvaður ökumað- ur á ferð, svo framarlega sem hann hefði nokkru sinni séð einn slíkan. Hann bað konuna um að stíga aft- ur út úr bifreiðinni sem hún og gerði. Þá sá lögreglumaðurinn að maður lá á hliðinni í sæti bflsins og höfuð hans valt hægt frá hægri til vinstri. Konan var greinilega ekki gefin fyrir að drekka ein síns liðs. Bæði konan og maðurinn viður- kenndu að hafa fengið sér í staupinu — einum of mikið að áliti lögreglu- mannsins. Hvernig þau hefði komist þetta langt eftir hraðbrautinni án þess að verða fyrir óhappi var fyrir ofan skilning lögreglumannsins, en hann gat ekki látið þau halda áfram í því ástandi sem þau voru. Þegar hann sagði skötuhjúunum að þau fengju ekki að halda för sinni áfram virtist konan strax á verði. Og þegar hann bað þau um að setjast inn í lögreglubflinn á meðan hann tæki af þeim skýrslu og bæði fjar- skipti um að kanna númer bifreiðar- innar varð hún viti sínu fjær. Lögreglumaðurinn reyndi að róa konuna og útskýra fyrir henni að þetta væru venjulegir starfshættir og ætlunin væri ekki að höfða saka- mál á hendur þeim. En ekkert sem hann sagði virtist hafa minnstu áhrif á konuna og þann straum af- sakana sem hún bar fram. Það var helst að ætla að verið væri að saka hana um morð. Þar sem parið leit ekki út fyrir að vera harðsvíraðir glæpamenn gat lögreglumaðurinn látið það eftir sér að vera samvinnuþýður. Það var jú laugardagskvöld. Lögreglumaðurinn dró nú fram áfengismælinn og sagði parinu að ef þau yrðu samvinnuþýð skyldi hann sjá til hvað hann gæti gert. Þau samþykktu bæði að gangast undir prófið. En það var ekki að sök- um að spyrja, þau féllu bæði með glæsibrag. Afengismagnið í konunni mældist þrisvar sinnum hærra en lög fylkisins leyfðu — og það var hún sem hafði krafist þess að fá að akal Svipurinn á lögreglumanninum gerði konunni Ijóst hver staðan væri og hún hóf að grátbæna hann: Hún myndi missa vinnuna ef hún yrði handtekin, fjölskyldan snúa við henni bakinu og vinir hennar fyrir- líta hana. Að lokum ákvað lögreglumaðurinn að hann gæti bæði sinnt skyldum sínum og hlíft tilfinningum kon- unnar með því að aka parinu að næsta kaffihúsi þar sem þau gætu fengið sér sterkt svart kaffi og látið renna af sér. Hann sagði þeim að setjast inn í lögreglubflinn. Skömmu síðar tuldraði parið þakk- ir til lögreglumannsins, veifaði hon- um í kveðjuskyni og slagaði inn á kaffihús í grenndinni. Bæði höfðu svarið og sárt við lagt að þau myndu ekki reyna að aka fyrr en þau væru orðin klár í kollinum. Lögreglumaðurinn hélt eftirlits- ferð sinni áfram og gleymdi atburð- inum. Ef hann hefði vitað leyndar- málið sem parið bjó yfir hefði hann ekki verið jafnrólegur. Eftirlýstir morðingjar En höggið féll um miðnætti. Þá var auglýst eftir svörtum pallbfl, en þau sem í honum voru voru eftirlýst í tengslum við morð sem framið hafði verið í Hammond snemma um morguninn. Lögreglumaðurinn hafði sam- stundis samband við fjarskipti og skýrði frá atburðum kvöldsins. Hann hélt í flýti til kaffihússins í þeirri veiku von að parið væri þar enn. Vitanlega voru þau farin. Starfsmenn kaffihússins mundu ekki nákvæmlega hvenær þau hefðu farið, en það var töluvert síðan. En aðra sögu var að segja af pall- bflnum. Annar lögreglumaður hafði fundið hann þar sem hann hafði ver- ið skilinn eftir í vegarkantinum. Við engu hafði verið hreyft. Jafnvel neyðarljósin blikkuðu enn. Lög- reglumaðurinn bað um kranabfl til að draga bflinn til lögreglustöðvar- innar þar sem hann var talinn sönn- unargagn. Skráningarnúmer pallbflsins leiddu í Ijós að hann tilheyrði Leon- ard Fowler, 46 ára gömlum bifvéla- virkja sem bjó í Hammond. Frænka hans hafði séð bílinn fyrir utan hús hans um morguninn þegar hún hélt til vinnu. Óskemmtileg aðkoma Pallbflinn var horfmn þegar hún sneri heim frá vinnu í eftirmiðdag- inn. Það var í sjálfu sér ekki ein- kennilegt. En það voru blóðblettirn- ir sem voru í innkeyrslunni. Það voru um 20 blettir í einum hnapp rétt við staðinn sem frænkan hafði séð bflinn um morguninn. Fleiri þornaðir blóðblettir lágu í röð að bakdyrum hússins. Þeir voru eins og leiðarvísir, leiddu konuna í gegnum bakdyrnar og inn á ganginn og um hvert herbergið af öðru. Slóðin endaði í svefnherberginu. Sú sýn sem mætti konunni þar varð til þess að hún rak upp óp. Óstöðug á fótunum hljóp hún út úr húsinu, hún varð að komast í síma í snatri. Síminn í húsinu sjálfu kom ekki til greina, ekkert gæti fengið hana til að dvelja í húsinu stundinni lengur. Lögreglan var komin á staðinn áð- ur en konan sneri aftur að húsinu. Tveir rannsóknarlögreglumenn frá Hammond, Richard Grant og Hers- hal Bryant, stjórnuðu rannsókn- inni. Þótt lögreglumennirnir hefðu ver- ið viðbúnir því versta þegar þeir komu á staðinn ofbauð þeim sú sjón er mætti þeim. Maður lá á gólfinu við rúmið. Það var svo mikið blóð umhverfis hann að engu var líkara en hann hefði verið ristur upp úr og niður úr. Blóðið var út um allt, veggi, gólf, húsgögn og loft. Einn lögreglumannanna benti á það að maðurinn var bundinn á fót- um með rafmagnsvír. Buxurnar höfðu einnig verið dregnar niður um hann, kannski í þeim tilgangi að hindra ferðir hans enn frekar. Þrátt fyrir að buxurnar væru gegnsósa af blóði veitti lögreglan því athygli að annar rassvasinn hafði verið skorinn af. Á gólfinu lá stór slátrarahnífur með einkennilega skörðóttri egg. Þegar nánar var að gáð sást að blaðið hafði brotnað. Unnt var að gera sér í hug- arlund af hvflíkum krafti hefði þurft að beita hnífnum til að slíkt mætti gerast. Morðinginn hafði stungið hinn myrta af þvflíku offorsi að hníf- urinn hafði brotnað í holdi hans. Rannsóknarlögreglumennirnir létu allt ósnert á meðan beðið var eftir tæknideildinni sem sæi um að afla sönnunargagna. Á meðan þeir biðu rákust þeir á stóran veiðihníf í dagstofunni — blað hans var bogið og var hann.allur blóði drifinn. Það var tekið að kvölda þegar tæknideildin hafði lokið störfum sínum og unnt var að flytja líkið á brott. Enginn lögreglumannanna minntist þess að hafa komið á jafn- óhugnanlegan morðvettvang. Þótt frænka hins myrta væri að vonum miður sín gat hún svarað þeim spurningum sem lögreglan lagði fyrir hana. Lögreglumennirnir gátu ekki annað en dáðst að rósemi hennar og sálarstyrk við þessar að- stæður. Hún kvaðst búa í húsinu og hafa vaknað eldsnemma um morguninn við hávaða sem barst frá eldhúsinu. Henni datt fyrst í hug að mús hefði komist inn og ákvað að fara og kanna málið. Þegar hún kom inn í eldhúsið sá hún sambýliskonu Leonards Fowler standa í bakdyrunum og sneri hún í hana baki. Konan horfði upp í him- ininn eins og hún ætti von á verum frá öðrum hnöttum. Sambýliskonan hrökk við þegar hún var spurð hvort eitthvað væri að. Konan í dyrunum hristi höfuðið og sagði frænkunni að fara aftur að sofa. Frænkan gerði það og róaðist við að hafa séð einhvern sem hún þekkti í eldhúsinu. Þegar frænkan rifjaði nú upp at- burði morgunsins fyrir lögregluna læddist að henni óþægilegur grunur um að þeir hefðu verið í tengslum við morðið á Leonard Fowler — sér- staklega þar sem sambýliskonuna var nú hvergi að finna. Lögreglan var þessu fyllilega sam- mála. Við leit í húsinu höfðu þeir komist að því að föt sambýliskon- unnar voru horfin úr skúffum og skápum. Það Iofaði ekki góðu. Hver var hún eiginlega þessi sambýlis- kona hins myrta?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.