Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. apríl 1991 HELGIN 11 renna hið þriðja sinn ef þú leyfðir." Og þá létu djöflar hann lausan. Njáluhöfundur mun vilja láta skilja þetta svo að Hrafn hafi með orðum sínum heitið þriðju Rómarför sér til lausnar og að það hafi hrifið svo að hann leystist undan ásókn djöfl- anna. Jafnframt er sögn þessi vottur um það hverja trú menn höfðu á dögum höfundar á heitum um suð- urgöngur og krafti þeirra mönnum til sálubótar. Bjami Brodd- Helgason Meðal hinna fyrstu manna, sem héðan hafa farið beint af íslandi til Rómaborgar, hefur líklega Bjarni Brodd-Helgason verið, ef nokkuð má marka frásögnina í sögu Þor- steins Stangarhöggs, 8. kap. Bjarni er sagður hafa gerst trúmaður mik- ill, hafa gengið suður og látist í borg er Valeria heitir (Ager Falerius), skammt frá Róm. Ætti þetta að hafa gerst á fyrsta þriðjungi 11. aldar. Bjarni Brodd-Helgason hafði lent í vígaferlum, hrakið frá sér konu sína og verið að því er virðist harkamað- ur mikill. Söguhöfundur lætur hann sýna iðrunarmerki á efstu dög- um sínum og getur sennilega engin gleggri fundið en þau að Bjarni hefji suðurgöngu. Um suðurgöngu þeirra Auðar, Flosa, Kára og Bjarna Brodd-Helga- sonar er það sameigið að sagnir um hana eru skrásettar svo löngu síðar að engar reiður verða á þeim hentar. Þær geta allar eins vel verið tilbún- ingur höfunda sagnanna eða ann- arra, sem frá sjónarmiði sinna tíma telja eðlilegt að Auður bætti sér harma sína með suðurgöngu og að Flosa, Kára og Bjarna sé vænlegt til sáluhjálpar að þeir takist svo langar og erfiðar ferðir á hendur. Söguhöf- undar vilja ef til vill ógjarna skiljast svo við söguhetjur sínar að vafasamt megi telja um sáluhjálp þeirra eftir þau vandræði eða stórvirki, sem þær höfðu ratað í. Suðurgöngur sögu- hetjanna auka í augum höfundanna manngildi þeirra. Við karlmennsku þeirra og glæsileik á veraldarvísu bætist þá guðhræðsla þeirra, iðrun, ferðakjarkur og sá manndómur sem slíkar ferðir lýstu. Það var og frægð í slíkum ferðum, ekki síður en í öðr- um utanförum. í fjórða þætti þessarar frásagnar um suðurgöngum, sem birtast mun að viku liðinni, segjum við frá atvik- um er urðu orsök til suðurferða margra þekktra íslendinga. Við í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 V Húsbréf Greiðslumat á 168 stöðum STÆRSTU LANASTOFNANIR LANDSINS HAFATEKIÐ HONDUM SAMAN: Greiðslumat umsækjenda í húsbréfakerfinu fer hér eftir fram í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Frá og með 29. apríl nk. munu neðangreindar fjármálastofnanir veita viðskiptamönnum sínum mat á greiðslugetu þeirra: Búnaðarbanki íslands íslandsbanki hf. Kaupþing hf. Kaupþing Norðurlands hf. Landsbanki íslands Landsbréf hf. Samband íslenskra sparisjóða wm Jafnframt hættir Húsnæðisstofnun með öllu að veita umsækjendum greiðslumat vegna húsbréfaviðskipta. Þær umsóknir um greiðslumat sem nú þegar liggja fyrir í Húsnæðisstofnun, verða þó afgreiddar. Allt frá upphafi húsbréfakerfisins, í nóvember 1989, hefur staðið til að lánastofnanir tækju sjálfar upp þá þjónustu í þágu viðskiptamanna sinna að veita þeim mat á greiðslugetu þeirra, hyggðust þeir sækja um í húsbréfakerfinu. Er nú komið að því. Ofangreindir aðilar grundvalla greiðslumat sitt á sömu forsendum og Húsnæðisstofnun hefur gert til þessa og nota tölvuforrit hennar til þess. Er umsögn um greiðslugetu umsækjanda enn sem fyrr skilyrði fyrir afgreiðslu í húsbréfakerfinu. Þjónusta þessi verður veitt í alls 168 afgreiðslustöðum ofangreindra lánastofnana. Það er von okkar að þessi nýja tilhögun verði til hagsbóta fyrir almenning, auðveldi umsækjendum aðgang að húsbréfakerfinu og auki á öryggi væntanlegra húsnæðiskaupenda. Hér með bendum við því tilvonandi umsækjendum í húsbréfakerfinu á að hafa samband við viðskiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki og fá allar nánari upplýsingar um þessa nýju þjónustu. Reykjavík í apríl 1991 rön HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.