Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 12
HELGIN Laugardagur 27. apríl 1991 Lúxusjeppi frá BNA — Á Ulfarsfelli. Fallegur og vandaður lúxusjeppi, sem getur flutt fjölskylduna vandræðalaust um vegi og vegleysur. „Ameríska" fjöðrunin mætti verða evrópskari: Tímamynd: Ámi Bjama fínn Ford Explorer Plássið er yfrið nóg fýrir fólk og farangur. Hægt er að leggja aftursæt- isbakið niður í tvennu lagi. Netið í gólfinu er til þess að hemja farang- ur, svo hann sé ekki á fleygiferð um skottið. Takið eftir rúllugardínunni til að draga yfir farangurinn og hylja hann sólarljósi og þjófaaugum. Tímamynd: Ámi Bjama Ford Explorer er nýr lúxusjeppi frá Ford í henni Ameríku. Tíminn reynsluók þessum vandaða og ágæta bíl í síðustu viku og er skemmst frá því að segja að kynnin af vagninum voru hin ánægjuleg- ustu og hann fullnægði flestum þeim kröfum sem skrifari gerir til bíla af þessu tagi. Þó ekki öllum, en meira um það síðar. Explorer er hljóðlátur, rúmgóður og aflmikill bíll. Hann er búinn fjögurra hraða sjálfskiptingu og fjögurra lítra V-6 vél, 155 SAE hestöfl. Vélin og skiptingin unnu afar vel saman og það var eftirtekt- arvert hve þetta „samstarf" var gott þegar ekið var í erfiðu landi. Þar kom í ljós að vél og skipting hæfðu hvort öðru með ágætum. Lítum nú ögn nánar á vélina og annan tæknibúnað: Vélin er sem fyrr segir fjögurra lítra og búin raf- eindastýrðri bensíninnspýtingu. Hámarksorka hennar er 155 hest- öfl við 4200 sn. og hámarkstog er 220 pundfet og verða áhugasamir lesendur sem nenna, að umreikna það yfir í Nm. Sjálfskiptingin er fjögurra hraða og er efsta stigið yfirgír, og hann sannkallaður, því að þegar bíllinn fer í hann, fellur snúningshraði vélarinnar, samkvæmt snúnings- hraðamælinum, um heila þúsund snúninga og bíllinn æðir áfram, en vélin lullar sallaróleg í „vélasaln- um“. Explorer er arftaki Broncojepp- anna sem hófu að flytjast til lands- ins í kringum 1967. Gamli Bronk- óinn þótti um margt ágætis jeppi, en ef ég man rétt, þá var eitthvað verið að kvarta undan þeim fyrstu, vegna þess hve mjúkir þeir voru á framfjöðrunum. Það mál var yfir- leitt leyst af eigendum, með tví- virkum höggdeyfum. Gamli Bronkóinn dugði prýðilega og margur slíkur er enn í umferð, að vísu talsvert breyttur. Mikill vöxtur hljóp í ameríska jeppa upp úr miðjum áttunda ára- tugnum og bronkóinn stækkaði gríðarlega. Það stóð þó ekki lengi, því að hann minnkaði aftur og varð nú jafnvel minni en sá fyrsti. Þann bíl er nú hætt að framleiða og raunar er Bronkónafnið líka horfið og Explorer hefur tekið við — talsvert stærri bíll. Explorer fæst í tveim höfuðgerð- um: tvennra eða fernra dyra og er sá síðarnefndi ríflega fimm og hálfs metra langur, en sá stutti um 30 sm styttri. Við reynsluókum þeim lengri og líkaði bara bærilega takk, en blaða- maður og kunningi sem reynslue- kið hefur þeim styttri einnig, sagði að sá bíll hefði nokkuð aðra akst- urseiginleika en sá langi — ekki verri, heldur öðruvísi. Einnig væri sá stutti talsvert liprari í borgar- umferöinni. Innréttingin í reynslubflnum var mjög snyrtileg og smekkleg og það fór ágætlega um mig í ökumanns- sætinu. Dyrnar eru stórar og allur umgangur er afar þægilegur, loft- hæðin er næg svo ekki sé talað um fótarými: það er yfirdrifið nóg bæði í aftur- og framsætum. Stjórntækin liggja vel við hönd- um og fótum. Rúðuupphalarar eru rafknúnir og getur ökumaður stjórnað þeim öllum með tökkum sem eru á armpúðanum á bfl- stjórahurðinni. Þar getur hann einnig stillt útispeglana og sett á þá hita, til að losna við móðu eða hrím af þeim. Bíllinn er vel hljóðeinangraður og varla heyrist í vélbúnaði eða í vegi inni í honum á ferð. Það mun- aði sáralitlu á vegardyninum, hvort heldur sem ekið var á mal- biki eða möl. Þá er aflið yfirdrifið, sem fyrr segir, og bfllinn reif sig áfram sem ekkert væri og leið síð- an hljóðlítið áfram. Stýrið er dæmigert amerískt vökvastýri. Það er afar létt og mjúkt, en að sama skapi fær öku- maöur ekki sérlega mikla tilfinn- ingu fyrir veginum í gegnum það, sem er miður, en langt í frá að vera alvarlegur ágalli.. Bíllinn er þó mjög viðráðanlegur við allar venjulegar aðstæður, en þegar hraðinn er orðinn um og yfir hæstu löglegu mörkum, þá vill Explorerinn verða ansi laus á vegi, og nú kem ég að því sem mér fannst athugunarvert við bflinn: Fjöðrunin er fremur mjúk og slag- löng, en þessari annars ágætu fjöðrun er ekki íylgt eftir og gerð enn betri með góðum höggdeyfum og er það mjög miður. Líklegast vilja Bandaríkjamenn hafa stóra bíla með mjúka fjöðrun og að bflarnir taki miklar dýfur. Sé það svo, þá mega þeir svo sem mín vegna hafa bíla sína þannig. Jafn góður bfll og Explorerinn líður hins vegar fyrir demparaleysið og verður ansi laus á veginum þegar hraðinn er orðinn nokkur; sérstak- lega er þetta áberandi á malarveg- um og öðrum ósléttum vegum, þótt undirlagið sé fast. Ég efa ekki að hinir dugmiklu og ágætu menn hjá Globus, umboðsaðila Ford, hafi ekki einhver ráð með að fá framleiðandann til að bæta úr þessum ágalla, sem er nánast sá eini sem ég get með góðri sam- visku sett út á varðandi bílinn. Að tína eitthvað annað til, myndi helst flokkast undir ólund, svo það er best að sleppa því alveg. Ford Explorer er að mínu áliti af- bragðs lúxusjeppi, sem er bæði sérlega þægilegur og notadrjúgur auk þess að vera Ijómandi fallegur bfll. Hann er mjög sprækur og hraðskreiður, ef hann vill það við hafa, en jafnframt sparneytinn og er sagður eyða milli 9 og 16 1 á hundraðið. Án þess að það væri at- hugað sérstaklega, þá sýndist það vera nærri lagi. Skipting og vél vinna afbragðsvel saman og kom þessi samvinna vel fram á veginum upp Úlfarsfellið, sem er bæði brattur og ósléttur. Hægt er að skipta í framdrif (fjór- hjóladrif) og úr því aftur á ferð, en stöðva verður og setja í frígír til að skipta í lága drifið og úr. Hvort- tveggja er gert með litlum raf- magnsrofum í mælaborðinu — enginn vandi. Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.