Tíminn - 01.05.1991, Page 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 1. maí 1991
Skýrsla um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
Lánasjóðurinn stendur undir
öllum skuldbindingum sínum
Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um stöðu Lánasjóðs íslenskra
námsmanna. Hún var unnin að beiðni stjórnar sjóðsins. Spurt var
hvort afskriftarhlutföll, sem notuð hafa verið á ársreikningum
sjóðsins, endurspegli þær takmarkanir sem settar hafa verið á end-
urgreiðslur námslána. Og hvort bókfæra eigi skuldabréfaeign sjóðs-
ins með hliðsjón af því að bréfín bera enga vexti.
Síðari spurningin snýst í raun um
það eitt hvernig færa skuli fé til bók-
ar. Ríkisendurskoðun telur ekki rétt
að færa til núvirðis skuldabréfaeign
sjóðsins, þar sem slíkt samræmist
ekki þeim reikningsskilavenjum
sem viðhafðar hafa verið hjá ríkis-
stofnunum.
Fyrri spurningin snertir frekar
fjárhagsstöðu sjóðsins, eðli hans og
tilgang. Helsta niðurstaða Ríkisend-
urskoðunar er að sjóðurinn getur
staðið undir öllum núverandi skuld-
bindingum sínum með eigin fé. Af-
skriftarhlutföll sem notuð hafa ver-
ið endurspegla nokkuð vel afföll af
eldri lánum. Hins vegar þurfa að
eiga sér stað nokkrar breytingar á
afskriftum nýrra lána.
Er þá rétt að segja aðeins frá sjóðn-
um sjálfum. Allir þeir sem stunda
nám á háskólastigi geta fengið lán
hjá LÍN. Þau eru verðtryggð, en bera
enga vexti, enda ætluð til fram-
færslu, ekki fjárfestinga. Lánið
greiðist á 40 árum. Annars vegar eru
fastar greiðslur, hins vegar hlutfall
af tekjum. Þar sem einhverjir lán-
þega verða óvinnufærir og aðrir
falla frá, fær sjóðurinn aldrei allar
skuldir greiddar. Þegar núgildandi
lög um sjóðinn voru sett, var gengið
út frá að 90% af lánum yrðu endur-
greidd. Ljóst má vera að mörg ár
tekur að byggja sjóðinn þannig upp
að hann geti sjálfur staðið undir
90% af öllum útlánum. Það verður
ekki fyrr en endurgreidd eru 90% af
lánum. Tvennt kemur í veg fyrir það
nú. Lán voru til langs tíma óverð-
tryggð, og því ekki greidd til baka
nema að hluta til. Lánþegum hefur
fjölgað.
Þess vegna kemst Ríkisendurskoð-
un að þeirri niðurstöðu að breyta
þurfi afskriftarreglum nýrra lána. Á
síðustu árum hefur framlag ríkisins
til sjóðsins minnkað. Hann hefur
þurft að fjármagna útlán sín með er-
lendum lánum. Þau bera vitaskuld
vexti. Það gera útlán sjóðsins hins
vegar ekki. Þannig er kostnaður rfk-
issjóðs við námslánakerfið um 66%
af veittum lánum miðað við að eigið
fé sjóðsins á hverjum tíma nægi til
að standa við skuldbindingar vegna
lána. Er þá gert ráð fyrir að vextir af
lánum, sem sjóðurinn taki, séu 6%.
Ef ríkið stæði við skuldbindingar
sínar, héldu forsendur sjóðsins.
Hann þyrfti ekki að taka lán, og
þyrfti ekki að borga vexti.
f skýrslu sinni kannar Ríkisendur-
skoðun fjárhagsstöðu Lánasjóðsins
nú og næstu 40 ár. Til grundvallar
liggur að tekjur hérlendis muni
vaxa að meðaltali um 1% á ári. Að
munur á tekjum karla og kvenna
haldist óbreyttur. Að styðjast megi
við könnun Þjóðhagsstofnunar
„Tekjuþróun og tekjudreifing á ár-
inu 1989“ við mat á tekjum greið-
enda.
Forsendur Ríkisendurskoðunar
eru allar gagnrýnisverðar. Engin
sérstök rök hníga til þess að tekjur
hækki hér um 1% á ári. Ef þær
hækka meira batnar staða sjóðsins.
Enn síður hníga rök til þess að
munur á tekjum karla og kvenna
Steingrímur Hermannsson segir
að ríkisstjórn hans skili góðu búi:
Grunnur til
góðra verka
„Ég vona að þessari ríkisstjóm,
sem nú er að taka við, takist að
byggja á þeim góða grundvelli sem
hún tekur við og leiða þjóðina á
framfarabraut, því allar aðstæður eru
nú betrí til þess en þær hafa veríð um
mjög Ianga tíð.“ Þetta sagði Stein-
grímur Hermannsson, fráfarandi
forsætisráðherra, að loknum síðasta
fundi fráfarandi ríkisstjómar með
forseta íslands.
Steingrímur sagðist ekki óttast að-
gerðaleysi eftir að hann hyrfi úr
stjórnarráðinu. Hann sagði að það
væru vissulega viðbrigði fyrir fram-
sóknarmenn að vera í stjómarand-
stöðu, en sú andstaða yrði mjög mál-
efnaleg. Hann sagðist óska nýrri
stjórn góðs og sagðist alls ekki ætla
að fylgja henni úr hlaði með bölbæn-
um.
—SE
Jón Baldvin, fyrrverandi og
núverandi utanríkisráðherra,
brennir frá Bessastööum í
Citroénbragga eftir að hafa set-
ið tvo ríkisráðsfundi í gær.
Timamynd: Pjetur
haldist óbreyttur næstu 40 ár. í
könnun sinni gekk Þjóðhagsstofnun
út frá meðaltekjum allra fslendinga.
Almennt má búast við að tekjur há-
skólamanna séu yfir meðaltali. Af
þessu má ráða að stærri hluti lána
verði endurgreiddur en Ríkisendur-
skoðun ætlar.
Að fenginni gagnrýni em niður-
stöður Ríkisendurskoðunar þessar:
Lánasjóðurinn getur staðið undir
öllum núverandi skuldbindingum
með eigin fé. Ef honum hefði verið
lokað í árslok 1990 gæti hann staðið
við allar sínar skuldbindingar án
frekari fjárframlaga úr ríkissjóði.
Það að auki gæti hann endurgreitt
ríkissjóði rúma 9 milljarða af eigin
fé. Ljóst er að á næstu ámm þarf
sióðurinn mikil framlög frá ríkinu.
Ástæður þess hafa áður verið raktar.
Annars lendir hann í vítahring sti-
gaukinna lána og vaxtagjalda. Ef út-
lán sjóðsins em alfarið fjármögnuð
af ríkinu, lækkar kostnaður til þess
að verða að lokum 800 milljónir á
ári. Fjárhæðin svarar til kostnaðar
við rekstur sjóðsins og afföll veittra
lána.
Eflaust verða einhverjir til þess að
veifa þessari skýrslu og heimta vexti
á námslán. Miðað við núgildandi
endurgreiðslureglur bætir það hag
sjóðsins lítið. Með því væri líka
gengið á svig við megintilgang
hans, að tryggja jafnrétti til náms.
Efnalitlum yrði gert erfitt fyrir og
settur upp enskur einkaskólasvipur
aðalsmanna. Nemendum yrði Ííka
án afláts stýrt í þau fög sem hverju
sinni em kölluð arðbær.
-aá.
arandstöðu
„Mér líst ifia á þessa ríkisstjóm. 1 verkefnaskránni er hvergi
Fyrir því eru ýmsar ástæöur. í minnst á konur. Ekki er að sjá að
fyrsta lagi er þessi verkefnaskrá bæta eigi kjör þeirra sérstaklega.
hennar ansi óljós. Fyrir kosningar Mér þykir vitaskuld slæmt að í
auglýsti Jón Baldvin mildð eftir stjórninni skuli aðeins sitja ein
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Af kona. Það virðist vera svo að eftlr
verkefnaskránni fæ ég ekki séð að því sem ofer dregur í valdakerf-
hann hafí fundið hana. Hún er inu, þeim mun færri verða kon-
engu skýrari en stefnuskrá Sjálf- urnar. Á sama tima og konur í
stæðisflokksins. Noregi eru formenn þriggja
í öðru lagi er afskaplega lítið sagt stjórnmálaflokka og fjölmennar i
hvernig bæta skuli kjör hinna rítdsstjóm, sitjum víð í sama fer-
kegst launuðu, eins og menn þó inu.
lofuðu. Það er ekkert útfært, t.d.« Það má búast við harðrt stjómar-
húsaleigubótum eða færanlegum andstÖðu. Við ætlum að veita
persónuafslætti milli hjóna. Um þessari ríkisstjóm verðugt að-
hann talaði Alþýðuflokkurinn þó hald," segir Ingibjörg Sólrún
mikið fyrir kosningar. Gísladóttir Kvennaiistakona. -aá.
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, um ríkisstjórnina:
VIÐREISN VALDAKERFIS
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Viðbrögð Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, formanns Alþýðubandalagsins,
við nýju ríkisstjóminni eru hörð.
Hann sagði í samtali við Tímann í
gær að stefnuyfíriýsing ríkisstjómar-
innar værí ekkert annað en haldlaus
orðaleikur í líkingu við þá stefnu
Sjálfstæðisflokksins, sem Davíð
Oddsson boðaöi fyrir kosningar.
Ólafur sagði að munurinn væri að-
eins sá að nú væri Alþýðuflokkurinn
genginn í lið með Sjálfstæðisflokkn-
um, en formaður Alþýðuflokksins
hafi einmitt hrópað hæst um þessa
orðaleiki Sjálfstæðisflokksins. „Nú
sest hann í ríkisstjóm sem virðist
mynduð um slíka orðaleiki," sagði Ól-
afur.
Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn
væri með öll sterku tökin í þessari
ríkisstjóm. „Hann er með efnahags-
málaráðuneytið, hann er með fjár-
málaráðuneytið, hann er atvinnu-
vegamálaráðuneytin sem skipta sköp-
um. Þetta er í reynd ríkisstjóm Sjálf-
stæðisflokksins sem ekki ætlar að
gera hér nein stórvirki, en bara gæta
hagsmuna valdablokkarinnar sem
hefur verið bakhjarlinn í Sjálfstæðis-
flokknum í áratugi," sagði Ólafur.
Ólafur sagði, að svarið við því hvað
Alþýðuflokkinum gengi til með því að
fara í þetta samstarf, væri honum ráð-
gáta. „Ég skil ekki hvemig Jón Bald-
vin Hannibalsson getur afneitað öllu
því sem hann stóð fyrir í íslenskri pól-
itík. Hann stóð fyrir sameiningu jafn-
aðarmanna, hann stóð fyrir barátt-
unni gegn fjölskyldunum fjórtán,
hann stóð fyrir því að koma hér á
stöðugleika í efnahagslífinu. Alþýðu-
flokkurinn er ekki bara búinn að selja
sál sína í þessari ríkisstjóm, hann fær
ekki neitt út úr þessu, hvorki mál-
efnasamningnum né ráðuneytaskipt-
ingunni. Að vísu fær hann stóla fyrir
Sighvat og Eið, en em menn bara í
pólitík til að fá stóla fyrir Sighvat og
Eið,“ sagði Ólafur.
Ólafur sagði að nú væri runninn upp
nýr veruleiki í íslenskum stjómmál-
um. Annars vegar væri þessi hags-
munagæsla fjármagnsaflanna og fjöl-
skyldnanna fjórtán; viðreisn valda-
kerfis Sjálfstæðisflokksins, og hins
vegar væri breiðfylking jafnaðar-
manna og félagshyggjufólks í land-
inu, launamanna, listamanna og
landsbyggðarfólks, sem síðustu daga
hafi sýnt ótrúlega sterkan vilja til þess
að snúast gegn þessari ríkisstjóm.
Ólafur sagði að það væri háðsmerki
og sýndi best fyrirlitningu Davíðs
Oddssonar á Jóni Baldvin, að hann
skuli gera grín að honum með því að
láta hann undirrita eiðstafinn á gamla
ættarveldisborðinu úti í Viðey, tákni
valdakerfisins á fyrri öld, þegar Steph-
ensen-Finsen ættin drottnaði á ís-
landi. „Það er ekki nóg að Jón Baldvin
afhendi fjölskyldunum fjórtán öll
völdin, heldur er hann neyddur til að
taka þátt í leikriti þar sem efniviður-
inn er að gera grín að honum sjálf-
um,“ sagði Ólafur.
Aðspurður sagði Ólafur að það væri
ekki tómleikatilfinning að yfirgefa
ráðherrastólinn, því hann væri byrj-
aður í stjómarandstöðunni. „Þessi
ríkisstjórn fær enga hveitibrauðs-
daga, andstaðan gegn henni byrjar
strax og hún heldur áfram þar til hún
hefur verið hrakin frá völdum," sagði
Ólafur Ragnar Grímsson.
—SE