Tíminn - 01.05.1991, Qupperneq 3

Tíminn - 01.05.1991, Qupperneq 3
Miðvikudagur 1. maí 1991 Tíminn 3 Horft til nýrrar aldar í skólamálum: Tvær skýrslur um menntamál Á næstsíðasta starfsdegi sínum í menntamálaráðuneytinu kynnti Svavar Gestsson menntamálaráðherra og hans fólk tvær skýrslur, sem ráðuneytið hefur nýlega gefið út. Annars vegar skýrsla í bókarformi sem ber heitið: Til nýrrar aldar, þar sem reifuð er fnunkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins í skólamálum til ársins 2000. Hins vegar skýrsla um markmið og leiðir í námsráðgöf og starfsfræðslu. í fyrri skýrslunni, Til nýrrar aldar, málaráðherra hefur óbundnar hend- ur um hvort hann fylgir þeirri stefnu sem lögð er til í skýrslunni. En stefnan er þverpólítísk, enda hef- ur hún fengið umfjöllun margra og ólíkra aðila úti í þjóðlífinu. Hin skýrslan heitir: Námsráðgjöf og starfsfræðsla — markmið og leið- ir. Svavar Gestsson sagði að í hyggju væri að auka námsráðgjöf í skólum landsins og þegar hefðu verið stigin skref í þá átt. Nefndin, sem vann skýrsluna, vill að umfang hverrar stöðu námsráð- gjafa í framhaldsskólum verði 300 nemendur, en 500 í grunn- og há- skólum. Lagt er til að komið verði á náms- og starfsráðgjöf utan skólakerfisins í samvinnu ýmissa aðila. Lagt er til að starfsfræðsla verði fléttuð inn í aðrar er farið yfir núverandi stöðu mála í öllu skólakerfinu. Bent er á þau skref, sem ráðuneytið telur heppi- legt að stigin verði á næstu árum skólakerfinu til framdráttar. „Þetta er í fyrsta sinn sem til er svona heildarstefna í skólamálum. Þetta afhendi ég eftirmanni mínum, ásamt lyklum að ráðuneytinu. Ég tel að þetta sé að vissu leyti lika lykill að ráðuneytinu og ég sé að skila góðu búi,“ sagði Svavar. Ráðuneytið leggur í skýrslunni til 4 þætti sem meginmarkmið í skóla- málum á næstu árum. Það er jafn- rétti allra til náms, aukið sjálfstjórn- arvald skóla, mat og rannnsóknir á skólastarfi og tengsl skóla við um- hverfið, þ.e. náttúruna og samfélag- ið í alþjóðlegu Ijósi. Nýr mennta- Flugmenn búnir að semja: Launabætur innan ramma þjóðarsáttar Kjarasamningur Félags íslenskra atvinnurekenda og viðsemjenda þeirra var undirritaður í gærmorgun. Þá hafði sáttafundur staðið yf- ir í 20 tíma. Launauppbótin er innan marka þjóðarsáttar. Minni breytingar náðust á vinnutímareglum en að var stefnt og náðst hafði samkomulag um á tímabili. Að sögn Hrafnhildar Stefánsdóttur hjá VSÍ er í samningum gerð breyt- ing á launatöflu flugmanna. Upp- setningu hennar er breytt og launa- hækkun 1. mars, sem var 2,8%, er felld inn í hana. „Síðan fá flugmenn 2% flugauka fyrir aukna vinnu. Nú er gerð breyting varðandi sólar- landaflug og stefnt að því að aðeins tveir flugmenn verði í því í stað þriggja áður. Nú verða oftast tveir flugmenn og ekki þarf að skipta um áhöfn,“ sagði Hrafnhildur. Við endanlega samningsgerð náð- ust ekki fram jafn miklar breytingar á vinnutímareglum og stefnt hafði verið að. Upp kom ágreiningur um þetta atriði og vildu Flugleiðir ekki greiða allan þann kostnað sem það hefði haft í för með sér. Samningurinn, sem undirritaður var í gær, gildir til fimm mánaða, eða fram í október. Þá er áformað að taka þráðinn upp að nýju og ná fram gagngerri breytingum á vinnutíma- reglum en nú fengust í gegn. Félags- menn FÍA og framkvæmdastjórn VSÍ eiga eftir að greiða atkvæði um samninginn og það verður gert á næstu dögum. -sbs. Laugarvatn: íþróttakennslan í húsmæðraskólann Menntamálaráðherra hefur sam- þykkt reglugerð um íþróttamiðstöð Metaðsókn á Söngvaseið Lokið er fimm sýningum í Þjóðleik- húsinu á Söngvaseiði og hefur verið uppselt á þær allar. Uppselt er langt fram í júní eða á nánast hverja 21 sýningu sem eftir er, en sýningar verða alls 21. Þetta er einsdæmi hjá Þjóðleikhúsinu. Söngvaseiður verður sýndur út júní. Ekki verða tök á að taka verkið upp aftur í haust. -sbs. íslands á Laugarvatni og samning um afnot stöðvarinnar á eigum rík- isins á staðnum. Með þessu er náð stórum áfanga í eflingu íþrótta- og skólastarfs á staðnum. Einnig hefur verið samþykkt yfir- þýsing þar sem íþróttakennaraskóla Islands er afhent húsnæði Hús- mæðraskóla Suðurlands, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Þau eru að í framtíðinni geti skólarnir á Laugarvatni kennt þar heimilis- fræði, að í framtíðinni verði tekin ákvörðun um frekari samnýtingu skólahúsnæðis á Laugarvatni og í þriðja og síðasta lagi að á sumrin verði húsmæðraskólinn notaður fyr- ir hótelrekstur. -sbs. , FEIN SYNING Fimmtudag og föstudag, 2. og 3. maí frá kl. 13:00-18:00. Ýmsar nýjungar kynntar, m.a. hin nýja stórkostlega raf- hlöðuvél og aðrar slípivélar. Komið og kynnistgæðum handverkfæranna frá FEIN Kaffi og meðlæti. NÁKVÆMNI OG ÖRYGGI RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA =0 RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK námsgreinar á unglingastigi, en í framhaldsskólum verði að minnsta kosti völ á valáfanga eða námskeið- um um náms- og starfsval. -sbs. Svavar Gestsson og hans fólk kynna skýrslunar tvær. Timamynd: Ámi Bjama HÖGGBORAH - LOFTHÖGGSVÉLAR SKRÚFVÉLAR - TOPPLYKLAVÉLAR BORVÉLAR fyrir allskonar sérsmíði. HLEÐSLUVÉLAR Skrúfa og bora, handhægar og öflugar. Einstök hönnun. SLÍPIVÉLAR til slípunar á járni eða stáli, snúningshraði 800 til 45000 ymin. Margar stærðir og gerðir. STEINKJARNABORVÉLAR Sterkar handhægar með eða án sogfestingu. Borstandur stillanlegur halli. Borstærð upp í 250 mm. Kjarnaborar frá 18-250 mm. JÁRNJARNABORVÉL með rafsegulfestingu. Borstærð upp í 52 mm. Kjarnaborar í úrvali. Sölu- og þjónustuaðílar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - Isafirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.