Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 1. maí 1991
ÚTLÖND
Hvirfilbylur í Bangladesh:
A.m.k. 1.200
maims létust
A.m.k. 1.200 manns létust og mörg hundruð manna var saknað eftir
að hvirfiibylur hafði gengið yfir Bangladesh á mánudagskvöld og að-
faranótt gærdagsins. Hvirfiibylurinn var einn sá versti sem gengið
hefur yfir Bangladesh í tuttugu ár. Embættismenn bjuggust við að
tala iátinna ætti eftir að hækka verulega, kannski sldpta nokkrum
þúsundum manna.
Síðdegis í gær hafði ekki tekist að ná
sambandi við allar eyjarnar úti fyrir
strönd Bangladesh, en sumar þeirra
fóru á kaf í miklum flóðbylgjum sem
Norska ríkisstjómin hefur gert
áætlun um að verja 9 milljörðum
norskra króna (90 milljarðar ísl.
kr.) í baráttu gegn atvinnuleysi.
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, sagði seint á
mánudaginn, þegar drögin að áætl-
uninni voru kynnt, að ríkisstjórnin
mundi verja fénu á næstu þremur
árum m.a. í uppbyggingu á vega- og
járnbrautakerfinu, í að bæta
menntakerfið og verndun umhverf-
isins.
fylgdu í kjölfarið á hvirfilbylnum.
Forsætisráðherrann, Begum Khal-
eda Zia, flaug til svæðisins til að
kanna aðstæður. Hún lýsti yfir neyð-
Hún viidi ekki segja hve mörg störf
áætlunin skapaði.
Næstum 100 þúsund manns eru nú
atvinnulausir í Noregi, eða 4,5%
manna á vinnumarkaðinum. Þar að
auki eru um 70 þúsund manns á sér-
stökum þjálfunarnámskeiðum á
vegum ríkisins og bíða þess að geta
komist út á vinnumarkaðinn.
Áætlun ríkisstjórnarinnar mun
verða kynnt á þinginu þann 10. maí,
þegar endurskoðuð fjárhagsáætlun
verður kynnt. Reuter-SÞJ
arástandi sl. mánudag og frestaði
þinghöldum í þrjá daga, svo þing-
menn úr þeim kjördæmum, sem
urðu hvað verst úti, gætu sinnt
björgunarstarfi. Björgunarmenn
fluttu allt að 100 þúsund manns í
skjól á mánudaginn, þegar sýnt þótti
í hvað stefndi, en þúsundir manna
urðu eftir á eyjunum. Hvirfdbylurinn
skall síðan á ströndinni seint á
mánudagskvöldið, en í gærmorgun
hafði dregið mjög úr honum, að sögn
veðurfræðinga.
Vindhraðinn fór upp í allt að 233
km/klst og er þetta sterkasti hvirfil-
bylur í 20 ára sögu Bangladesh.
Hundruða manna var saknað af
ströndinni og eyjum úti fyrir henni,
en allt að sex metra háar öldur skullu
á ströndinni og eyjunum. Þá var ótt-
ast að yfir 500 sjómenn af 100 bátum
hefðu drukknað. Engar upplýsingar
höfðu borist síðdegis í gær frá þeim
héruðum sem urðu verst úti, vegna
fjarskiptaörðugleika. Vindhraðinn í
hvirfilbylnum á mánudag var meiri
en í hvirfilbylnum sem gekk yfir
Bangladesh árið 1970 og banaði um
100 þúsund manns.
Herinn, Iögreglan, strandgæslu-
menn og slökkviliðsmenn unnu að
björgunarstörfum í gær. Tálið er að
óveðrið hafi haft áhrif á sjö milljónir
manna.
Reuter-SÞJ
Noregur:
Níutíu milljarðar
gegn atvinnuleysi
Vinnumálasamband
Samvinnufélaganna
sendir vinnandi
fóiki í landinu
kveðjur og
árnaðaróskir
í tilefni dagsins
Margir hafa misst heimili sín í náttúruhamfönjnum í Bangladesh.
Fréttayfirlit
ZAKHO, írak - Talsverður
Ööldí hermanna á vegum Sam-
einuðu þjóðanna fór inn I (rak f
gærtil landamærabæjarins Zak-
ho, en þeir eiga að taka við
stjórn verndarsvæðanna af
bandarfsku hermönnunum.
Mariin Fitzwater, talsmaöur
Hvíta hússins, sagöi í gær að
strax yrði hafist handa um að
koma svæðunum undir stjóm
S.Þ., en talsmenn bandamanna
á svæðunum sögðu að enn væri
langt þangað til hermenn S.Þ.
gætu tekið við svæðunum. Kúr-
dfskir skæruliðar, sem hafa með
vegatáimum hindrað flóttamenn
i að komast tii vemdarsvæð-
anna á þeirri forsendu að þau
séu ekki örugg fyrir hermönnum
Saddams, rifu niður vegatálm-
ana í gær og hleyptu flóttamönn-
um til svæðanna.
á veitingahúsi í Betlehem f (srael
f gær.
BELFAST - Bresk stjómvöld
komu f gær á viðræðum milli
mótmælenda og kaþólskra
manna á Norður-friandi til að
reyna að leysa áratuga deilumál
þessara hópa.
TAIPEI - Forseti Taiwans, Lee
Teng- hui, lýsti i gær úr gildi
neyðarstjórn sem verið hefur I
landinu í 43 ár. Talið er að lýð-
ræðisumbætur fylgi i kjölfarið og
nánari tengsl við Kina.
BEIRÚT - Her kristinna manna
i Líbanon samþykkti í gær aö af-
henda stjóminni öll vopn sfn.
Þetta markar þáttaskil hjá stjóm-
inni í baráttu hennar fyrir uppræt-
ingu vopna ( einkaeign i Líban-
on, en her kristinna manna er sá
öflugasti i Líbanon fyrir utan
sljórnarherinn.
MOSKVA - Yfir 100 manns lét-
ust í jarðskjálftanum f lýðveldinu
Georgfu f Sovétrfkjunum f gær
og a.m.k. 250 slösuðust, að
sögn utanríkisráðuneytis Ge-
orgiu.
DHAKA, Bangladesh - Stað-
fest hefur verið að yfir 200
manns hafi látist f hvirfilbylnum
sem gekk yfir strönd Bangla-
desh á mánudagskvöld og að-
faranótt gærdagsins, en óttast er
að tala látinna geti skipt þusund-
um.
MASERU, Lesotho - Herfor-
ingjanum, sem tók völdin f kon-
ungdæminu Lesotho f valdaráni
árið 1986, var steypt af stóli f
gær af öðrum herforingjum, að
sögn stjómarerindreka (konung-
dæminu. Lesotho er lítið land
umkringt Suður-Afriku og þar
bua 1.6 milljónir manna.
JERÚSALEM - Sextíu og
þriggja ára gömul frönsk ferða-
kona var stungin til bana af þjóni
BRÚSSEL - Forsætisráðherra
Búlgaríu gaf til kynna f gær að
Búlgaría mundi ekki gera vin-
áttusamning við Sovétríkin, sem
gæti komið í veg fyrir aðild lands-
ins að bandalögum eins og AÖ-
antshafsbandalaginu (NATO).
Rúmenía hefur gert slíkan
samning við USSR, en stjóm-
völd f Póllandi, Ungverjalandi og
Tékkóslóvakfu hafa gefið f skyn,
eins og stjómvöld f Búlgarfu, að
þau muni ekki gera slíkan samn-
ing.
HANOI - Vietnamska öryggis-
lögreglan sagðist í gær hafa
handtekið velþekktan rithöfund,
Duong Thu Huong, fyrir tilraun til
að senda viðkvæm rfkisskjöl úr
landi, að sögn vletnamsku frétta-
stofúnnar VNA.
SAN SALVADOR - Þingið í El
Salvador hefúr samþykkt nokkr-
ar stjómarskrárbreytingar og er
það liöur í að binda enda á ellefu
ára langa borgarastyrjöld f land-
inu. Reuter-SÞJ
Eldurinn um borð í Bergi VE:
Bilað rafmagnstæki
líklega
Maðurinn, sem lést í eldsvoða um
borð í Bergi VE 44, hét Bjami Víg-
lundsson, til heimilis að Folda-
hrauni 40 íVestmannaeyjum. Hann
lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni
og fósturdóttur.
Rannsóknarlögreglan íVestmanna-
orsökin
eyjum hefur unnið að rannsókn á
eldsupptökum og eru taldar miklar
líkur á því að eldurinn hafi kviknað
út frá vatnshitakönnu sem var í eld-
húsi skipsins, en vitað var að hún
var biluð.
—SE