Tíminn - 01.05.1991, Page 12

Tíminn - 01.05.1991, Page 12
12 Tíminn Miðvikudagur 1. maí 1991 MINNING Blylfl Ólafur Sigfússon Fæddur 29. september 1923 Dáinn 18. apríl 1991 Á morgun, 2. maí, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju Ólafur Sigfússon, fyrrverandi sveitarstjóri á Hvolsvelli. Ólafur var fæddur í Reykjavík 29. september 1923. For- eldrar hans voru Sigfús Jónsson, bóndi í Norðurkoti á Kjalarnesi, og María Þórunn Árnadóttir í Reykja- vík. Ungur að árum missti Ólafur móð- ur sína og ólst eftir það upp hjá móðursystur sinni, Margréti Árna- dóttur, og manni hennar, Helga Pálssyni, í Ey í Vestur-Landeyjum. Hann fór í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðinámi 1945. Eftir það fór hann til Danmerkur og vann þar á búgarði í 1 ár. Árið 1948 hóf hann nám í málaraiðn í Reykja- vík og lauk sveinsprófi í þeirri iðn- grein 1952. Ólafur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Guðrúnu Olgu Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi, 4. nóvember 1950. Eiga þau 3 syni: Guðna Þór sem kvæntur er Her- fyrrverandi sveitarstjóri björtu Pétursdóttur; Stefán, sam- býliskona hans er Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir; og Sigurð sem kvæntur er Mjöll Gunnarsdóttur. Ungu hjónin Ólafur og Olga tóku sig upp frá Reykjavík 1952 og hófu bú- skap á nýbýli sem þau byggðu að Hjarðartúni í Hvolhreppi og þar bjuggu þau allt til þess er Ólafur veiktist fyrir tæpum 2 árum síðan. Sveitin átti alltaf sterk ítök í Ólafi. Það var mikil gæfa fyrir Ólaf að eignast Olgu sem lífsförunaut. Hún stóð ávallt fast við hlið Ólafs í blíðu og stríðu og reyndist honum ómet- anleg stoð í veikindum hans. Um- hyggja hennar fyrir manni sínum og dugnaður í hans eríiðu veikindum eru aðdáunarverð. Ég minnist margra góðra stunda á þeirra fallega heimili í Hjarðartúni þar sem listsköpun og snyrti- mennska var óvenjulega mikil. Heimilið og garðurinn vakti hrifn- ingu þeirra er nutu þess að koma þar. Kynni mín af Ólafi urðu náin þegar hann réðst 1970 sem aðalgjaldkeri Kaupfélags Rangæinga, en því starfi gegndi hann til 1974 ásamt oddvita- starfi Hvolhrepps. Hann var kosinn í hreppsnefnd Hvolhrepps 1962 og var oddviti í Hvolhreppi 1966- 1974, oddviti og sveitarstjóri 1974- 1982 og upp frá því sveitarstjóri allt til þess er hann veiktist skyndilega við skyldustörf haustið 1989. Á Ólaf hlóðust mörg trúnaðarstörf fyrir sveitarfélögin í héraðinu. Hann var um tíma í stjórn Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga, í Héraðsnefnd Rangæinga, stjórn Hitaveitu Ran- gæinga á fyrstu árum hennar og í fjöldamörgum öðrum trúnaðar- störfum sem of langt mál er upp að telja. í öllum sínum störfum naut Ólafur trausts og virðingar. Eins og gengur í svona starfi er ekki alltaf logn. Ól- afi tókst ævinlega að ná sátt um þau mál sem honum voru hugleikin. Hann gætti hagsmuna síns sveitar- félags af mikilli alúð og stóð fastur á sinni skoðun þó á móti blési. Samstarf okkar Ólafs var alla tíð með miklum ágætum og sakna ég þeirra stunda þegar hlé var tekið frá önn dagsins og við tókum upp létt- ara hjal. Við Hvolhreppingar eigum honum mikið að þakka og að leiðar- lokum vil ég koma á framfæri sér- stöku þakklæti frá þeim er störfuðu náið með honum að hreppsmálum nú hin síðari ár. Ég vil þakka Ólafi hjartanlega fyrir samfylgdina og votta ég og fjöl- skylda mín Olgu, sonum þeirra og ættingjum öllum okkar dýpstu sam- úð. Ágúst Ingi Ólafsson Benedikt Blöndal Prófessor Ólafur Lárusson gat þess fræðin væri stundum nefnd list f kennslustund í lagadeild, að lög- hins góða og sanngjama. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Bróðir minn Ólafur Kjartansson frá Seli f Grímsnesi andaðist á Ljósheimum, Selfossi, þann 29. apríl s.l. Sveinn Kjartansson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Vilborg Helgadóttir frá Móeiöartivoli verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 4. maí 1991, kl. 14. Ágúst Valmundsson Sigurgeir Valmundsson Guðrún Valmundsdóttir Guðmunda Valmundsdóttir Einar Valmundsson Helgi Valmundsson Páll Valmundsson Sigríður Guðjónsdóttir Vilborg Guðjónsdóttir Isleifur Pálsson Guðrún Jónsdóttir Svanhvít Hannesdóttir Klara Guðmundsdóttir bamaböm og bamabamaböm Systir mln Sigurbjörg Jónasdóttir frá LHladal verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 4. maí, kl. 14. Fyrir hönd vandamanna, Ásta Jónasdóttir V------------------------------------------------------------ Þessi orð, sem sögð voru á löngu liðnum dögum, komu í hug mér er ég heyrði lát Benedikts Blöndal, vegna þess hverjum mannkostum hann var búinn, enda naut hann mikillar virðingar. Lærdómur hans var mikill. Hann var glæsilegur maður í sjón og í raun. Ég átti því láni að fagna að eiga samvinnu við Benedikt Blöndal í málafærslu- og dómarastörfum og raunar njóta samvista við hann á öðrum góðum stundum. Það var afar gott að vera í návist Benedikts. Varfærni og háttvísi voru honum eiginleg í samskiptum við aðra menn. Honum var í blóð borið að hafa gát í nærveru sálar. Hvort sem um alvarleg viðfangsefni eða gamanmál var að tefla, kom í Ijós mikill fróðleikur hans og einn- ig tilfinning fyrir hinu broslega. Öll hans tök á störfum þóttu mér sýna að þar væri að verki í senn gáfaður lærdómsmaður og listrænn smekk- maður. Það var því óvenjulega mik- ill fengur og raunar unun að því að starfa með og ræða við Benedikt um lagamál sem og önnur efni. Ég átti því láni að fagna að vinna með honum að verkefnum sem tengdust sérstaklega landi okkar, náttúru þess og sögu. Frá þeim dögum á ég ómetanlegar minning- ar. Þegar Benedikt var málafærslu- maður, var hann allra manna traustastur í starfi og mjög valinn til vandasamra mála. Þjóðin hefir misst góðan son. Það er sárt að sjá á eftir Benedikt Blön- dal í blóma lífsins. Sárast er það hans fólki, eiginkonu, börnum, öldnum föður, systkinum og vanda- fólki. Megi minningin um hann verða þeim styrkur í sorginni. Ég minnist og sakna hæstaréttar- dómarans unga, Benedikts Blöndal, og vil tileinka lífi hans áðurnefnd orð, „list hins góða og sann- gjama“. Vilhjálmur Árnason Kveðja frá Rauða krossi íslands. Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari er látinn, 56 ára að aldri. Hans er hér minnst sem ötuls og úrræðagóðs rauðakrossfélaga og forystumanns Rauða kross íslands. Benedikt sat í aðalstjórn RKÍ á ár- unum 1973-1986, þar af formaður árin 1982-1986. Benedikt hélt áfram tryggð við rauðakrossstarfið eftir að hann lét af formennsku með þátttöku í aðal- fundum félagsins.iurjn,uu^i j Sjálfur kynntist ég Benedikt á þeim árum er hann var formaður RKÍ. Þá kom Benedikt á þeirri skip- an, sem síðan hefur haldist, að framkvæmdaráðið, sem í eiga sæti auk formanns tveir stjórnarmenn, kæmu saman ásamt framkvæmda- stjóra í býti dags áður en hver héldi til sinnar vinnu. Þessara morgun- funda og Benedikts sérstaklega minnist ég með ánægju, ekki hvað síst vegna „utandagskrárumræðna" um menn og málefni. í þeirri um- rs^ðu kom vel í ljós víðtæk þekking og reynsla Benedikts. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir mikilsmetinn lögmann með um- fangsmikla starfsemi á eigin stofu auk annarra verkefna að gegna jafnframt ábyrgðarstarfi sem sjálf- boðaliði. Einlægur áhugi Benedikts og trú á hugsjónir Rauða krossins var hon- um,næg hvatning. í stjórnarstörfum leitaðist hann við að sætta ólík sjónarmið og ná fram samstöðu. Hann gat verið fastur fyrir, en tók vel öllum rökum og gat auðveldlega gert þau að sín- um ef svo bar við. Ég gladdist því er Benedikt var skipaður hæstaréttar- dómari, annars vegar vegna þess að ég vissi að til þess stóðu vonir hans og hins vegar þar eð ég taldi tví- mælalaust að reynsla hans og dóm- greind kæmu þar að miklum not- um. Sá tími er hans naut þar við varð hins vegar mun skemmri en nokkurn óraði fyrir. Rauðakross- fólk syrgir góðan félaga og þakkar vel unnin störf í þágu mannúðar. Ekkju Benedikts, Guðrúnu Karls- dóttur, og börnum þeirra, Karli, Lárusi og Önnu, svo og öðrum ætt- ingjum votta ég fyrir hönd Rauða kross íslands innilega samúð og bið góðan guð að styrkja þau í mikilli sorg þeirra. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apótoka I Reykjavik 26. apríl til 2. mai er f Háaleitisapótoki og Vestuibæjarapótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upp- lýsingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækl um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarflörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðlngur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keffavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er oplð virka daga til kl. 18.30. Oplö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrír Reykjavík, Seltjamamos og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Settjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tlmapant- anir I síma 21230. Borgaispitalinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fýrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki tíl hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Hoilsuvomdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. SeHjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugandaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 eropin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráðgjöf I sáL fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspftallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspltali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldmnariæknlngadelld Landspltalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotssprtall: Allavirka kl. 15 til kj. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspltalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðlr Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitall: Alla dagakl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspitali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspftall Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagl. Sjúkrahús Keflavlkurfæknishéraös og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavík-sjúkrahúslð: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. r. r_ r.hdidDniinnnrnss vwdiissnv.,wsssssssss Reykjavfk: Scltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarflörðun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan sfmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabffreiö simi 22222. Isafjörðu': Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasími og ejýkrabifreið simi 33J3. iDln.DT. Df.r r. v. •, r. r. r, r. r » r » i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.