Tíminn - 04.05.1991, Qupperneq 1

Tíminn - 04.05.1991, Qupperneq 1
Hvaltennur handa Tómasi Becket „Þó að suðurgöngur hafi jafnan verið taldar vænlegar til sálubótar, þá voru þær stundum gerðar í sérstökum erindum. Má því með þetta hvort tveggja fyrir augum skipa ferðum þessum í ýmsar greinir, og virðist einkum mega skipta þeim svo sem nú skal greina: Konur og kariar börðu sér á bijóst 1. Eins og áður segir felldu menn á sig páfabann með ýmsum brotum sínum. Dæmi slíks eru harðræði þeirra feðga Sighvats Sturlusonar og Sturlu sonar hans á Guðmundi bisk- upi Arasyni. Fyrir þær sakir stefndi erkibiskup þeim feðgum á sinn fund til þess að svara til saka. Sumarið 1234 fer Sturla svo utan fyrir hönd sína og föður síns. Gerði erkibiskup hann með ráði Hákonar konungs á páfagarð og hóf Sturla suðurgöngu sína þá um sumarið. Á suðurleið kom hann við í Danmörku og gekk fyrir Valdemar konung hinn gamla og var þar vel tekið. Gaf konungur honum hest og fleiri sæmilegar gjafir. Hefur hestgjöfm komið Sturlu allvel, því að auðvitað hefur hann notað hestinn á suðurför sinni og hefur að því leyti verið betur farinn en suðurfarar al- mennt, sem hafa orðið að ferðast fót- gangandi sbr. orðið „suðurganga", sem almennt er haft um ferðir þessar. Sótti Sturla á páfagarð. Gekk hann þar til skrifta og tók lausn fyrir sig og föður sinn. Voru honum settar harðar skriftir að því er heimildaritin segja. Segir svo að hann hafi verið leiddur berfættur millum allra kirkna í Róm — sem hlýtur að vera ofmælt og mun átt við höfuðkirkjumar — og strok- inn til blóðs fyrir mörgum höfuð- kirkjum þar. Hafi hann borið það drengilega sem vonlegt var, en svo er þeirri þjóðsögu bætt við að flest fólk hafi staðið úti og undrast, barið sér á brjóst og harmað er svo fríður maður var svo hörmulega leikinn, og máttu eigi vatni halda bæði karlar og konur. Nærri má nú geta að atburður þessi hefur naumast vakið svo stórlega at- hygli í hinni gömlu heimsborg, enda víst ekkert sérlega ótítt að stórbrota- menn hafi sætt slíkum skriftum. Hér er auðsjáanlega á ferðinni ein hinna alkunnu „sjómannasagna". Sturla hefur játað brot sín og föður síns og Fjórði hluti sýnt iðrunarmerki og fullnægði hann því skilyrðum kirkjulaga til aflausnar. En Sighvatur var þar ekki og gat því engin iðmnarmerki sýnt. Þetta hefur klerkurinn, höfundur sögu Guð- mundar Arasonar, auðvitað athugað er hann segir að kirkjunni hafi ómögulegt sýnst „að sá sem aldrei beiddist lausnar og eigi fann sekt í sjálfum sér mætti leysast í annarlegri persónu". En gefið er þó í skyn í sög- unni að Sighvatur hafi einnig komist í sátt við heilaga kirkju og í íslend- ingasögu Sturla lögmanns Þórðar- sonar er beinlínis sagt að Sighvatur hafi einnig fyrir atbeina Sturlu fengið lausn allra sinna mála. Sannleikurinn er sá að Sighvatur mátti vel játa sekt sína og sýna iðrunarmerki fyrir þar til hæfum skriftaföður í sínu landi og vottorð um það mátti Sturla sýna skriftaföður sínum í Rómaborg og fá svo lausn handa föður sínum og und- irgangast fyrir hans hönd ákveðnar skriftir, sem Sighvati bar svo að halda, svo að aflausn hans kæmi að notum. Vígsluleyfi sótt í páfagarð 2. Ýmis önnur málefni en aflausn vegna brota voru svo vaxin að engir kirkjuvaldsmenn aðrir en páfi máttu útkljá þau eða þeir treystust ekki til að gera það. Var þá eigi annars kostur en að leita til páfa. Fyrsti íslenski bisk- upinn, ísleifur Gizurarson, varð að sækja á fund páfa til þess að fá leyfi til að taka biskupsvígslu. Segir sagan að ísleifur hafi sótt heim keisarann í Saxlandi, gefið honum hvítabjöm, Dýrlingurinn Tómas Becket, sem hirðmenn Hinriks 2. vógu 29. desember 1170. Dýrkun hans var mikil á íslandi og hann hefur verið búinn að liggja skamman tíma í gröf sinni er Hrafn Sveinbjarnarson sótti hann heim Sturla Sighvatsson fékk þungar skriftir í Rómaborg. Læknirinn Hrafn Sveinbjarnar- son færði dýrlingnum Tómasi Becket hvaltennur að gjöf. íþessari grein iýkur að segja frá suðurgöngum til forna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.