Tíminn - 04.05.1991, Page 12

Tíminn - 04.05.1991, Page 12
20 Tíminn Laugardagur 4. maí 1991 ■Sl 1 AÐ UTAN Albanskir flóttamenn eru óánægðir með hvað sumarleyfisstaðurinn er afskekktur. Albanskir flóttamenn stofna til ófríðar á friðsömum þýskum sumarleyfisstað Þaö þarf ekki að fjölyrða um þá miklu pólitísku umbyltingu og flóttafólksflutninga milli landa, sem orðið hafa í Evrópu aö undanfömu. Flóttafólkið gerir sér oft miklar von- ir um góða vist í nýja landinu, ef það fær að vera þar um kyrrt, og íbúam- ir sem iýrir em taka því eins vel og þeim er unnt, oftast nær. En gestrisninni eru takmörk sett, og ef ofan á allt annað bætist að pól- itískar ákvarðanir um hvar flótta- mönnunum er komið fyrir og hvaða réttindi þeir fá reynast stangast á við skynsemi og raunveruleika, er ekki við öðru að búast en eitthvað fari úr- skeiðis. Það hefur nú gerst á litlum og friðsælum sumarleyfisstað í Frís- landi að 40 fastir íbúar staðarins hafa fengið 43 albanska flóttamenn senda af yfirvöldum Neðra-Saxlands til bú- setu. Og það sem verra er, flótta- mennirnir njóta ýmissa fríðinda sem heimamenn þekkja ekki. Þama lýst- ur saman tveim ólíkum menningar- heimum og eru samskiptin ekki friðvænleg. Tónlistar- og þýsku- kennarinn Gerhard Pundt er orðinn 63 ára og kominn á eftirlaun. Hann elskar sígilda tónlist, verk þýsku stórskáldanna og fámennið í Austur- Fríslandi, þar sem hann valdi að setj- ast að. Þar hefur hann komið sér fyr- ir í útjaðri lítils og rómantísks sum- arhúsahverfis í héraðinu Súdbro- okmerland, ásamt sambýliskonu sinni, hundi, ketti, tveim páfuglum og þrem hundum, á 4200 fermetra lóð. En á nýliðnum þrem mánuðum hefur rólegt líf kennarans fyrrver- andi tekið róttækum breytingum. Á hverju kvöldi fer hann eftirlitsferð eftir að rökkva tekur til að kanna hvort allar dyr séu læstar. í svefnher- berginu hefur hann loftbyssu á nátt- boröinu innan seilingar frá rúminu, og þar við hliðina bandarískt lög- regluvasaljós, sem beita má eins og kylfu. Flóttamenn með sérréttindi Ástæðan er sú að beint á móti húsi Pundts hafa yfirvöld í Neðra- Sax- landi komið albönskum flóttamönn- um fyrir í gistihúsi. Síðan verða íbú- ar Súdbrookmerland að búa við inn- brot, líkamsárásir og stöðugan næt- urlangan gleðskap. Lögreglan hefur m.a.s. tilkynnt um morðtilraun. Albanirnir eru úr hópi þeirra rúm- lega 3200 Albana sem leituðu hælis í sendiráði Þjóðverja í Tirana í júlí í fyrra og fengu síðar að flytjast til Þýskalands. Þeim var deilt niður á ríkin í sambandslýðveldinu, sem sum fóru með mál þeirra eins og annarra sem leita pólitísks hælis. Önnur ríki, þ.á m. Neðra-Saxland, undir stjórn sósíalista og græningja, veittu þeim strax ævarandi dvalar- rétt. Austur-frísneski gistihússeigand- inn Arno Reiners bauð þá ríkinu Neðra-Saxlandi gistihúsið sitt í Súdbrookmerland sem húsaskjól fyrir flóttamennina. Gistihússeig- andinn sá sér hag í því að geta nú leigt öll herbergin árið um kring, en þau hafa sjaldnast verið í leigu utan sumarvertíðarinnar. Ókosturinn við þennan dvalarstað er að hann er nið- urkominn í miðju litlu og rólegu sumarhúsahverfi, sundurgröfhu af litlum síkjum fyrir árabáta. U.þ.b. 40 (fullorðnir) íbúar staðarins urðu nú skyndilega að standa andspænis 43 flóttamönnum með þau réttindi sem áður eru nefnd. „Albanimir miklu örlyndari“ Lýsingar á því sem síðan gerðist er að finna í frásögn Fokko Gerken, lögreglustjóra á lögreglustöð Súdbrookmerland, sem er í níu kfló- metra fjarlægð frá sumarhúsahverf- inu. ,Áður var allt með kyrrum kjör- um á þessu svæði. Einu sinni í mán- uði litum við eftir því að allt væri í besta lagi. Núna erum við stöðugt á ferðinni. Albanirnir eru miklu ör- lyndari en við Austur-Fríslendingar." Starfsbróðir hans hefur þegar lært utan að níu tölustafa símanúmer lögreglutúlksins. íbúinn Pundt segir þannig frá lífinu fyrstu vikurnar með nýju nágrönn- unum: „Skyndilega var gistihúsið allt uppljómað næturlangt, músík glumdi úr stórum hátölurum allt fram á rauðan morgun." Iðulega voru framin innbrot í sumarbústað- ina. Aðallega voru það sjónvarpstæki sem freistuðu þjófanna, og þau fann lögreglan síðan hjá albönsku flótta- mönnunum. Þar sem næsta strætisvagnastöð er í tveggja kflómetra fjarlægð stálu Al- banirnir reiðhjólum til að vera fljót- ari í ferðum. Þó hafa þeir nóga pen- inga. Hver Albani fær um 1000 t'-ja V+O DEílFSCHE ^OALBANER OAS SEHTJKr ■SUT íbúamir í sumarhúsahverfinu bera fram mótmæli og benda á að það geti ekki gengið vel að hafa í sambýli 40 Þjóðvetja og 40 Albani. Lögreglan gengur að stolnum reiðhjólum vísum í geymslum gistihússins. mörk í vasapeninga á mánuði, auk ókeypis matar og húsnæðis. Til við- bótar fá þeir sér að kostnaðarlausu tungumálakennslu, sem fer fram í Emden í 10 kflómetra fjarlægð. Gerken lögreglustjóri segir að Al- banirnir hafi keypt notaða bfla fyrir peningana. Síðan æði þeir um sum- arbústaðahverfið, ökuréttindalausir og ótryggðir. Auðvitað hafi íbúunum fundist sér ógnað, sérstaklega þegar Albanimir voru í kappakstri. Og þeg- ar hafi einn Albani verið kærður fyr- ir eftirför. Undirskriftasöfnun Inni á gistihúsinu og utan dyra verða sífellt hávaðasamir og ofbeld- isfúllir árekstrar. Aðfaranótt 15. mars sl. kl. 2.15 lokuðu fjórir al- banskir flóttamenn einn landa sinn úti og slógu hann sundur og saman með járnrörum og öxum. Þegar bfll kom aðvífandi létu þeir loks fómar- lamb sitt í friði, en það komst á sjúkrahús og reyndist vera með al- varlega höfuðáverka. Kennarinn fyrrverandi, Pundt, fylgdist með því sem fram fór frá húsi sínu — og stofnaði til undir- skriftasöfnunar. Fjömtíu íbúar skrif- uðu til héraðsstjórnarinnar: „Við skomm eindregið á réttbæra emb- ættismenn að sjá til þess að þessi út- ungunarstaður óreglu og ófriðar Tveir albanskir flóttamenn skemmta sér í róörartúr á síki í sumarbúastaðahverfinu. Bátn- um stálu þeirfrá bryggju viö einn bústaðanna. hverfi aftur frá heimkynnum okkar. Við emm ekki að láta í ljós „útlend- ingahatur", heldur eingöngu mikla umhyggju fyrir ró, reglu og öryggi." Héraðsstjómin lýsti því yfir að hún væri ekki réttbær aðili og beindi bænaskránni til þess ráðuneytis Neðra-Saxiands sem fer með mál sambandsríkisins og Evrópu. Evr- ópuráðherrann er úr flokki græn- ingja og talsmaður hans gefur eftir- farandi svar við bænaskránni: „Við höfum fækkað albönsku flótta- mönnunum í hverfinu úr 43 í 28 og vonum að sú ráðstöfún verði til þess að ró komist á.“ Albanimir líka óánægðir En Pundt kennari segir íbúunum ekki rótt. Hann segir einn nágranna sinn hvetja til þess að þeir stofni borgaralega varnasveit. Sá sé þegar tekinn til við að fara í eftirlitsgöngur á kvöldin með schaferhund sinn. Einn sumarbústaðaleigusali segir suma gesta sinna hafa orðið fyrir ónæði af hendi flóttamannanna. Hann óttast að ef slíkt gerist þegar mestur straumur sumarleyfisgesta komi í þorpið, sé úti um framhald gestakomu þangað. En það em ekki bara íbúarnir sem em óánægðir. Albanirnir em ekki ánægðir heldur. Túlkur var fenginn til að þýða gagnrýnisraddir þeirra og þar kom fram að: Maturinn sé verri en í Albaníu. Oft þurfi þeir sjálfir að annast matseldina. Og herbergin á gistihúsinu séu of lítil!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.