Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 8. maí 1991 KFTiMINNING Sveinn Pálsson menntaskólakennari Fæddur 30. september 1922 Dálnn 18. apríl 1991 Ætt og uppvöxtur Hann var borgarbarn, fæddur í Reykjavík. Faðir hans var Páll Sveinsson, yfirkennari við Mennta- skólann í Reykjavík (1878-1951), og Þuríður Káradóttir, kona Páls, móð- ir hans. Hún var úr Mosfellssveit. Langalangafi Sveins menntaskóla- kennara var alnafni hans, hinn kunni læknir og náttúrufræðingur (1762-1840). Faðir Páls Sveinssonar var sr. Sveinn Eiríksson, prestur að Ásum í Skaftártungu, en móðir hans var Sigríður, dóttir Sveins Pálsson- ar, sem fyrr er getið. Sr. Sveinn drukknaði í Kúðafljóti 19. júní 1907,63 ára að aldri. Námsár, heima og erlendis Eins og að líkum lætur var Sveinn látinn ganga menntaveginn, sonur sjálfs menntaskólakennarans. Skólanám var honum engin þraut né þvingun, því að allt nám var hon- um leikur einn. Einkum voru tungumálin honum mjög hugstæð. Að sjálfsögðu stundaði hann nám sitt í máladeild M.R. Latína var það tungumál sem hann náði bestum tökum á, svo og þýskan. Mér er til efs að betri latínukennari hafi fyrir- fundist hérlendis en hann meðan hann stundaði kennslu við mennta- skóla. Stúdentsprófi lauk Sveinn tví- tugur, vorið 1943, með mjög hárri einkunn eins og vænta mátti. í hópi stúdenta frá M.R. þetta vor, auk Sveins og enn eru á lífi, má nefna: Bjöm Th. Bjömsson listfræðing, Pál Líndal ráðuneytisstjóra, Jónas Kristjánsson forstöðumann Árna- stofnunar, Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóra, Benedikt Gröndal sendiherra og Finnboga Guð- mundsson landsbókavörð. Auk margra annarra þekktra manna og kvenna. Ekki gat hjá því farið að Sveinn hygði á framhaldsnám að stúdents- prófi loknu. Til þess hafði hann og alla burði. Hann las latínu, þýsku og alþjóðalög í þremur borgum: Edin- borg, Ziirich og Nijmegen í Hol- landi. Hvers vegna hann las alþjóða- lög er mér ókunnugt. Aldrei mun hann hafa notað þá menntun, hvorki hér né erlendis. Að námi loknu var Sveinn orðinn hámennt- aður maður, þá þrítugur að aldri. Hlé varð dálítið á námi hans erlend- is og stundaði hann þá kennslu hér heima. Hann var það sem kalla má klassískan menntamann, einn af fá- um. Slæmt hefði það verið, ef slíkur gáfumaður sem hann hefði orðið að fara á mis við menntun, en það hafa því miður margir hans líkar orðið að þola. Sveinn hlaut að ganga menntaveginn, að því studdi arfur, gáfur, dugnaður og hagstæð búseta. Kennsla, heima og erlendis Eins og fyrr er frá greint kenndi Sveinn með námi, aðallega latínu og þýsku. En segja má að kennsla hans hefjist fyrir alvöru, er hann fær stöðu við Menntaskólann á Laugar- vatni 1953. Þar kenndi hann í 6 ár og þar naut hann sín best sem kenn- ari hér heima, sagði hann mér. Aðal- greinar hans voru að sjálfsögðu lat- ína og þýska. Maður mér nauða- kunnugur sagði mér að Sveinn hefði verið frábær kennari í þessum greinum, alveg pottþéttur, eins og hann orðaði það. Fleiri orð þarf ekki að segja til að koma því að sem eru aðalatriðin. Frá Laugarvatni fór Sveinn því miður allt of snemma og nú varð lausara um hann en fyrr. Hann kenndi á Núpi í Dýrafirði í nokkur ár, einn vetur við gagn- fræðaskólann í Vestmannaeyjum og kom við aðeins á Reykjum í Hrúta- firði. Kennsla við menntaskóla og háskóla var Sveini vitanlega keppi- kefli, þar naut hann sín best. Þetta var kennslan hér heima, svona í að- aldráttum. Eitthvað mun Sveinn hafa kennt við M.R. Erlendis kenndi Sveinn lengst í Sviss, við mennta- skóla í Zúrich. Vafalaust hefur hann þótt þar hinn liðtækasti kennari eins og hér heima. Persónulegar minningar Um Svein á ég mjög persónulegar minningar. Hann kenndi mér latínu undir stúdentspróf máladeildar í M.R. Það var sumarið 1966, sem ég var að ljúka þessum námsferli, er hófst haustið 1962. Ég las utan skóla til stúdentsprófs, vegna þess að ég var bundinn við störf, þá kennari og skólastjóri í Þykkvabænum. Ein- hvern veginn tókst mér að fá Svein til að gera þetta fyrir mig. Sveinn bjó hjá okkur hjónum í 11 daga. Þá var ekki dregið af sér, hvorki af nem- anda né kennara. Og það verð ég að segja, að aldrei hef ég lært annað eins á jafn skömmum tíma. Hvað var það sem öðru fremur einkenndi kennslu Sveins Pálssonar? Hann kunni afar vel að greina á milli aðal- atriða og aukaatriða. Hann var hvergi í vafa. Minnisstæð er mér notkun hans á ablatívus absalútus í latínu. Að hugsa sér að allur þessi lærdómur skuli nú horfinn undir grænan svörð. Það er ótrúlegt og um leið sárgrætilegt. Okkur fannst Sveinn þægilegur maður í viðmóti. Heilsufar og ytri hagir Sveinn fæddist eins og að ofan seg- ir fyrir 68 árum. Þann aldur lifa þeir með mestu prýði sem aldrei kenna sér meins, hvorki líkamlega né and- lega. Sveinn var hins vegar aldrei hraustur maður. Lungun voru slöpp. Banamein hans var lungna- bólga. Hann andaðist í Hamborg, þar sem heimili hans og konu hans, Helenu, svissneskrar ættar, stóð síð- ustu árin. Sveinn var kominn á eftir- laun fyrir alllöngu, vegna aldurs og þó meir heilsubilunar. Ég hitti hann snöggvast sumarið 1980, er hann bjó við Garðastræti. Kvonfang og heimili Sveinn kvæntist 5. nóv. 1949 He- lenu Jóhönnu Onnu úr Sviss. Faðir hennar var kaupmaður, Kaiser að nafni. Börn eignuðust þau hjón fimm að tölu, og eru þau öll á lífi, allt synir. Synirnir eru þessir: Páll, býr í Englandi, fisksölumaður þar; Kári Pétur, vinnur á pósthúsinu í Reykjavík, uppeldissonur Páls prests, bróður Sveins, og móður hans; Frans Jósef, matreiðslumaður í Svíþjóð; Gunnar Páll, rennismiður í Svíþjóð; og Karl Ágúst, býr hjá móður sinni í Þýskalandi. Ritstörf Sveinn þýddi talsvert úr erlendum málum, ekki síst úr latínu. Þannig snéri hann á íslensku riti miklu eftir Odd Einarsson biskup í Skálholti, beint úr latínu. Sýnir það færni hans. Þá las hann víst ekki svo sjald- an prófarkir fyrir kunningja sína. Allt unnið af hrukkulausri ná- kvæmni og samviskusemi. Hann las yfir handrit, meira að segja handrit sem verja skyldi til doktorsprófs. Hefur vafalaust munað um aðstoð hans þar. íslenskumaður var Sveinn ágætur. Það fann ég er við vorum að pæla gegnum latínuna. Hann var andans maður af fyrstu gráðu. Útför Sveinn óskaði þess að fá að hvíla í íslenskri mold. Þess vegna var hann fluttur heim til greftrunar. Hvílir hann nú við hlið móður sinnar og hálfsystur, Sunnu Stefánsdóttur, í kirkjugarðinum á Lágafelli í Mos- fellssveit. Sunna lést rúmum mán- uði á undan Sveini, hálfbróður sín- um. Hún var dóttir Stefárts Stefáns- sonar frá Eyvakoti á Eyrarbakka og Þuríðar, sem fyrr er getið. Þau skildu að lögum. Nú er Páll einn eftir af þessu fólki. Hann býr að Bergþórshvoli í Austur- Landeyjum, kvæntur Eddu Karls- dóttur leikara og leikstjóra. Honum, svo og sonum Sveins sáluga, sendi ég samúðarkveðjur við andlát elsk- aðs bróður og föður. Ef Helena les þessar línur votta ég henni að sjálf- sögðu samúð mína við brottför elsk- aðs eiginmanns. Sveinn Pálsson var merkur maður, sem allir þeir, er honum kynntust, hljóta að minnast um langa tíð. Auðunn Bragi Sveinsson Rannveig Helgadóttir Fædd 5. október 1897 Dáin 22. apríl 1991 Barn að aldri kom ég til sumardval- ar að Hólmi í Landbroti, heimili Rannveigar Helgadóttur og Valdi- mars Runólfssonar. Eins og gengur og gerist gerði heimþráin vart við sig fyrstu dagana. Það samdist svo um með okkur móður minni að hún hefði samband við mig að viku liðinni og heyrði hvernig mér liði. Ekki veit ég hvað hún ætlaði til bragðs að taka ef leiðindi rjátluðust ekki af mér, en ég sættist á þetta. Eftir umsaminn tíma hringdi hún í mig og þurfti ekki að hafa áhyggjur eftir það af líðan minni. Hjá Veigu og Valdimar átti ég ynd- isleg sumur. Þar var vel unnið og glaðst að loknum góðum verkdegi, vitandi að vinnan hafði tilgang. Þau Aðalfundur Aðalfundir Samvinnutryqginga g.t. og Líftryggingafélagsins Andvöku verða haldnir í Ármúla 3, Reykjavík, miðvikudaginn 5. júní nk. og hefjast kl. 14:00. Dagskrár: Venjuleg aðalfundarstörf. Á aðalfundi Liftryggingafélagsins Andvöku verða bornar fram tillögur um breytingar á samþykktum, félagsslit og yfirfærslu á starfsemi félagsins til Liftryggingafélags Islands h.f. Stjómir fétaganna SAMViNNU TRYGGINGAR ÁJIMOIA3 108REYKJAV1K SlMl(«1)805060 Tt'LL'FAX G05100 liftryggingakelagid ANDVÁKA /JtMVLA 1 108 flWVl-UVlK SlWl •OftOtlú hjón gáfu sér tíma til að kenna börnum og unglingum verklag og gátu látið í ljósi viðurkenningu á vel unnu verki. Enn þann dag í dag tel ég þessa sveit eina þá fallegustu á landinu og fá sumur hafa liðið svo að ég hafi ekki komið austur. Engjarnar í Lækjunum, Hvammalágarnar, Krákulækurinn með uppsprettun- um, Eldmessutanginn, hólarnir, all- ir þessir staðir vekja upp ljúfar minningar. Eftir að ég eignaðist eigin fjöl- skyldu heimsótti ég Veigu og Valdi- mar með börn og maka. Alltaf var jafn gaman að koma og ræða við þau, ganga síðan um landið niður að Rásinni og að bakka Skaftár og líta yfir til Systrastapa frá heima- grafreitnum, þar sem þau hvíla nú bæði, ásamt Valgerði og Bjarna og foreldrum Valdimars. Margs er að minnast sem ég kem ekki á blað, enda tilgangur þessara lína sá einn aö minnast þeirra hjóna með miklu þakklæti. Samúðar- kveðjur sendum við móðir mín til sona þeirra hjóna og fjölskyldna þeirra, og þá ekki síst til Sverris, sem býr nú einn að Hólmi. Löngum verkdegi er lokið og Valdimar og Rannveig hafa nú bæði gengið til hvílu. Guð blessi minningu þeirra. Þórdís Þorgeirsdóttir -------------------------------------------------------------\ Útför bróður mins Ólafs Kjartanssonar Seli, Grimsnesi ferframfrá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 11. mai kl. 14.00. Jarðsett verður i Mosfellskirkjugaröi. Fyrir hönd vandamanna, Svelnn Kjartansson ’ Í V 'Í V V V ' * * t t. (VVVVVVV'tVÍVlt'ÍV * JvtlV V 4 V vv vv Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apóteka I Reykjavik 3. Ul 9. maf er f Borgarapóteki og Reykjavlkurapótokl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá Id. 22.00 að kvöldl til kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 2Z00 á sunnudögum. Upptýslngar um læknls- og lyfja- þjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Slm- svari 681041. Hafnarljörðun Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apótekl sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. SeHoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er oplö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sótarhringinn. Á Seþjamamesi er læknavakt á kvöidin kl. 20.00-21.00 og laugard. Id. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og timapant- anir I slma 21230. Borgarspitallnn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyljabúöir og læknaþjónustu emgefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaögeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á HeAsuvemdaretöö Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seiljamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarflörður Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt sfmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitalinn: Alladaga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftali Hrlngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadelld Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Boig- arepitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 tii 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafhartrúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdaretööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspitall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarflröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhiíð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuríæknishéraös og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Settjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarflörður. Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000,11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, sími 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isaijötðu-: Lögreglan slmi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasfmi og sjúkrabifreið sfmi 3333. ’ ’ .t .V C V v V .’ * / J ’ / > . • , ’ •V«.V» ■J ... V V, <f V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.