Tíminn - 08.05.1991, Page 14

Tíminn - 08.05.1991, Page 14
14 Tíminn Miðvikudagur 8. maí 1991 Skuggi fortíðar Sleeplng with the Enemy irk'h Aðalhlutverk: Julla Roberts (Pretty Wo- man, Steel Magnollas, Flatllners), Patr- lck Bergln, Kevin Anderson, Ellzabeth Lawrence, Kylie Secor. Kvikmyndataka: John Llndley. Handrít: Ronald Bass. Leikstjórí: Joseph Ruben. Bönnuð Innan 16 ára. Sýnd I Bióhöllinnl. Bíómyndin Sofið hjá óvininum er fyrsta hlutverk Juliu Roberts í spennumynd, að undanskildu auka- hlutverki í myndinni Flatliners. Nú leikur hún aðalhlutverkið í nýjustu mynd Josephs Ruben og tekst bara ágætlega til og sannar að hún hefur meira en útlitið fram að færa. Laura (Julia Roberts) og Martin Burney (Patric Bergin) hafa verið gift í tæp fjögur ár og safnað að sér hrúgu af peningum, ef mark takandi er á strandhúsi þeirra og innrétt- ingu þess. Á yfirborðinu virðist allt með felldu, en þegar líða fer á mynd- ina kemur í ljós að eiginmaðurinn er hinn versti og kúgar Lauru, þannig að hún sér þá leið besta að sviðsetja dauða sinn og láta sig hverfa. Nýi dvalarstaður hennar er Iowa og gerir hún þar heiðarlega til- raun til að lifa heilbrigðu lífi langt í burtu frá eiginmanninum. En áður en langt líður uppgötvar Martin að hún er enn á lífi og leitar hennar. Ytri búningur myndarinnar er all- ur til fyrirmyndar, sérstaklega vel heppnuð kvikmyndataka sem oft á tíðum er ansi nýstárleg, skilar sér vel til áhorfenda og á ríkan þátt í að gera myndina að því sem hún er. Patrick Bergin, sem ekki hefur sést oft áður á tjaldinu, er sannfærandi í hlutverki eiginmannsins og nær skapsveiflum hans mjög vel. Juliu Roberts þekkja flestir úr þeirri vin- sælu kvikmynd Pretty Woman; hún er greinilega að komast hjá stöðnun og útiloka það að hún festist í vissu hlutverki. Myndin er fyrst og fremst spennu- mynd og skilar sínu ágætlega sem slík, með þremur góðum hrollum á réttum stöðum, en söguþráðurinn er engin nýjung og sennilega væri hægt að tína saman nokkrar myndir sem væru með ekki mjög ólíkan söguþráð, en sem afþreying er þetta hin ágætasta mynd. ÁHK. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120 • 105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1992 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingaefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstrar- áætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanleg- ir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir, sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1992, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð ffá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild land- búnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántak- endum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá Lífeyrissjóðum öðr- um en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbún- aðarins, útibúum Búnaðarbanka íslands og búnaðar- samböndum. Stofnlánadeild landbúnaðarins. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Viðauki Enskilda-skýrslunnar: Kauphallir á Norð- urlöndum Enskilda Securities tók 1988 saman skýrslu um hlutabréfamarkað á ís- landi ásamt starfsmönnum Iðnþró- unarsjóðs og Seðlabankans. Viðauki E við skýrsluna fjallaði um kaup- hallir á Norðurlöndum: Kauphöllin í Stokkhólmi er hinn opinberi hlutabréfamarkaður fyrir Svíþjóð og stærsta kauphöllin á Norðurlöndum... er hún nú níunda stærsta kauphöll í heimi... Hlutabréf ... eru skráð á tveimur skrám... til að vera skráð(ur) á AI listanum verður félag að hafa stofnfé, er nemur minnst 20 millj. sænskra króna og þúsund hluthafa hið minnsta ... til skráningar á A II listanum verður íyrirtæki að hafa minrjst 2 millj. sænskra króna í hlutafé, minnst 4 millj. sænskra króna í ijeildar eigið fé og 400 hluthafa hið minnsta. Því til viðbótar má ekki meira en 90% af hlutabréfum í skráðu félagi vera í eigu eins eiganda eða hóps af eig- endum ... það eru tvær aðferðir við viðskipti á kauphöllinni, „uppkalls-" eða „markaðs“-aðferðin svo og við- skipti, eftir að sjálfúm kauphallar- fundinum er lokið. Uppkallið á sér stað í sal kauphallarinnar og þar leiðir tölva saman kaup- og sölutil- boð... Greiðsla fyrir hlutabréf á sér stað á fimmta viðskiptadegi eftir þann dag, þegar gengið hefur verið frá viðskiptunum, nema samið hafi verið um annað." (Bls. 104-105) Kauphöllin í Kaupmannahöfn er eina danska kauphöllin ... er nú að breyta úr uppboðskerfi yfir í sjálf- virkt skjákerfi... Þegar nýja kerfið kemst í gang, munu nýir kauphall- araðilar með takmarkaðri ábyrgð fá aðgang að kauphöllinni ... Viðskipti með hlutabréf eiga sér bæði stað í kauphöllinni og utan hennar og þá gegnum kauphallaraðila, sem ann- aðhvort erú annar aðili að viðskipt- unum eða umboðsaðili... Hér er það eins og í Stokkhólmi, að dagleg skráning hlutabréfa nær aðeins til lítils hluta viðskiptanna, sérstaklega vegna þess að bönkunum er ekki heimilað að vera beinir þátttakend- ur í uppboðinu. Ætlað er, að aðeins um 3% af umsetningu skuldabréf- anna og 10-12% af umsetningu hlutabréfanna eigi sér stað á sjálfu markaðsuppboðinu. — Nú fýrir- finnst engin skylda að tilkynna við- skipti utan uppboðsins til kauphall- arinnar." (Bls. 106- 107) Kauphöllin í Ósló er helsta norska kauphöllin... Það eru tveir opinberir skráningarlistar fyrir hlutabréf... Til að komast á Börs I verður fyrirtæki að hafa a.m.k. 10 millj. norskra króna útistandandi í hlutabréfum og meira en 500 hluthafa. Því til við- bótar verður meira en 1/3 af hlutafé félagsins að vera í eigu annarra en stjórnenda, framkvæmdastjóra eða starfsmanna slíks félags. — Börs II ... (er) fyrir félög með a.m.k. 2 millj. í útistandandi hlutabréfum og meira en 200 hluthafa; og bjóða verður a.m.k. 15% af hlutafé félags- ins til almennings... Verslað er með hlutabréf bæði á kauphöllinni og ut- an hennar gegnum kauphallaraðila, sem bæði geta þá verið umboðs- menn eða aðilar að viðskiptunum. Á kauphöllinni sjálfri er uppboðskerfi notað til skráningar (verðs þeirra)... Á innanlandsmarkaði verður upp- gjör að eiga sér stað innan sjö daga.“ (Bls. 107-108) Kauphöllin í Helsinki er eina kauphöllin í Finnlandi. Þótt engin lög séu fyrir hendi um kauphöllina í Helsinki eða viðskipti þar, þá er dag- leg stjórn hennar í höndum kaup- hallarnefndar... Til að öðlast skrán- ingu verður félag að hafa uppgreitt stofnfé, er nemur minnst 50 millj. finnskra marka og heildarhlutafé, er nemur minnst 10 millj. finnskra marka. Ekki mega meira en 80% af atkvæðisrétti í félaginu vera í hönd- um eins hluthafa. Sérhvert skráð hlutafélag á kauphöllinni í Helsinki verður að hafa 700 hluthafa hið minnsta... Eftir að kauphallarfundi dags hvers er lokið, er kauphallarað- ilum frjálst að eiga viðskipti í nánd við það verð, sem síðast var opinber- lega gefið upp fyrir hvert verðbréf. Aðilar að kauphöllinni í Helsinki mega versla utan kauphallarinnar. í dag er útlendingum ekki heimilt að kaupa innlend skuldabréf í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi. EBE: Valdskipting í Samfélaginu Stöðu valdskiptingar á milli Efna- hagsbandalags Evrópu sjálfs og ein- stakra aðildarríkja þess dró Neill Nugent 1989 svo saman í Govern- ment and Politics of the European Community (Stjórn og stjórnmál í Evrópska Samfélaginu); i ,Á flestum sviðum þjóðmála taka aðildarríki enn sínar eigin ákvarð- anir að miklu leyti, svo sem á svið- um utanríkismála, landvarna, efna- hagsmála í stórum dráttum, fjár- og peningamála, heilbrigðismála, laga og reglu. Sín á milli ræða og ráðgast aðildarríkin um ýmsa þætti stefnu- mörkunar sinnar á þessum mála- sviðum og á stundum hafa þau bundnar hendur um þau sakir aðild- ar sinnar, en að vanda geta þau sjálf tekið ákvarðanir sínar, áður en lýkur (in the last analysis). Nálega allar helstu ákvarðanir Samfélagsins eru teknar í ráðherra- ráði þess, en í því sitja fulltrúar rík- isstjórna þeirra. Fyrir jöfnun skoð- ana (concensus) og í einu hljóði eru flestar meginákvarðanir teknar í ráðherraráðinu. Þegar heimild er til að bera mál undir atkvæði, getur eitt ríki beitt neitunarvaldi (að Lux- emborgar- samkomulaginu), ef í veði eru „brýnir þjóðarhagsmunir" þess, en á því kunna að vera pólitísk vandkvæði. Athafnasviði framkvæmdastjórnar- innar og þingsins hefur ráðherra- ráðið sett þröngar skorður, en um „yfirþjóðleg" völd eru þau helstu keppinautar þess, og hafa þau ein- ungis litlu fram komið í málum, sem ráðherraráðið hefur ekki haft hug á. Frá því að Samfélagið var stofnað, er Evrópuráðið helsta nýja stofnun- in, sem sett hefur verið á fót, en eins og það er skipað (þjóðhöfðingjum og utanríkisráðherrum) er það öðru fremur fulltrúi ríkisstjórna sem og að starfsháttum (en það að hefst nær einvörðungu að teknum sam- hljóða ákvörðunum). Um meginákvarðanir lýtur fram- kvæmdastjórnin ráðherraráðinu, en til hennar segir mjög í öðrum mál- um og við setningu reglugerða. Að tölu til eru flest lög Samfélagsins gefin út í nafni framkvæmdastjórn- arinnar og ráðsins. Ákvarðanir um fjárlagagerð hafa ávallt verið teknar í krafti meiri- hluta atkvæða (þegar þurfa hefur þótt), og frá miðjum níunda ára- tugnum hefur mjög færst í vöxt, að mál séu borin undir atkvæði, — svo sem um meginþætti innri markað- arins, — og ýtir það undir atkvæða- greiðslu um önnur mál. Löggjafarvald Evrópska þingsins kann að vera takmarkað, en þó skyldi ekki lítið gert úr hlut þess í Samfélaginu. Um gerð fjárlaga hefur það allmikið ákvörðunarvald. Laga- frumvörp ræðir það, og getur tafið samþykkt þeirra, þannig að það hef- ur áhrif á inntak þeirra. Og að ákvæðum laganna um einn og sama Evrópumarkað (SEA) markar það stefnuna á nokkrum sviðum og við ýmsar kringumstæður hefur það ákvörðunarvald nálega til jafns við ráðherraráðið. Lög Samfélagsins eru vaxandi hluti af mikilvægum lögum aðildar- landanna. Lög þess gilda, þegar þau fara ekki saman við lög þeirra, og ef til málaferla kemur, er endanlegt úrskurðarvald í þeim ekki hjá dóm- stólum aðildarlanda, heldur hjá dómstóli Samfélagsins." (Bls. 321- 323) Láttu ekki sumarleyfið fara út um þúfur.. með óaðgæslu! IUMFERÐAR 'ráð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.