Tíminn - 08.05.1991, Side 16

Tíminn - 08.05.1991, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hotnarhusinu v Tryggvogotu. S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 iel 'yif HOGG- . DEYFAR Verslió hjá fagmönnum GSvarahlutir ^^Haamshðfða I-UUTWT| rjniinn MIÐVIKUDAGUR 8. MAl 1991 Eiður og Halldór togast á um Landgræðslu og Skógrækt: NYBAKAÐIR RADHERRAR KOMNIRIHAR SAMAN Svo er að sjá sem að milli landbúnaðarráðherra og um- hverfísráðherra ríki nokkur togstreita um verkaskipt- ingu milli ráðuneytanna sem ráðherrarnir stýra. Eiður Guðnason umhverfísráðherra segir að samkomulag hafí verið gert milli stjómarflokkanna um að Skógræktin og Landgræðslan verði færð til umhverfísráðuneytisins, en Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra segir eðlilegt að stofnanimar heyri undir landbúnaðarráðuneytið. Eiður sagði að þegar formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sömdu um verkaskiptingu milli flokkanna hafi það orðið að sam- komulagi milli flokkanna að til umhverfisráðuneytisins yrðu flutt aukin verkefni og stofnanir sem snerta umhverfismál með einum eða öðrum hætti og yrðu undir stjórn ráðuneytisins. Ákveðið hafi verið að Skógrækt ríkisins, Land- græðsla ríkisins og meginhlutinn af starfsemi Hollustuverndar ríkis- ins yrði færð til umhverfisráðu- neytisins. „Mér dettur ekki annað í hug en að við þetta samkomulag verði staðið,“ sagði Eiður. Halldór Blöndal segir hins vegar í viðtali við DV: „Skógræktin er að hluta til orðin búgrein. Ég tel bæði faglegt og eðlilegt að þessar tvær stofnanir heyri undir land- búnaðarráðuneytið. Ég sé ekki al- veg rökin fyrir annars konar skip- an mála.“ Svo er að sjá sem Eiður verði að berjast fyrir því að fá umhverfis- ráðuneytinu aukin verkefni líkt og Júlíus Sólnes þurfti að gera. Júlíus varð undir í þeirri baráttu. Nú er að sjá hvort Eiður hefur betur í glímunni við Halldór. -EÓ Líf og flör var í fundarsalnum í gær og stuðningsmenn beggja liöa hvöttu sína menn til dáða. Mælskukeppni grunnskóla: Árbæjar- skóli sigraði Siguriið Árbæjarskóla. Tlmamynd: Ami Bjama Úrslit í mælskukeppni grunn- skóla Reykjavíkur réðust í gær, þegar Arbæjarskóli sigraði Lauga- lækjarskóla í úrslitakeppni þar sem Laugalælqarskóli fullyrti að fegurðin skapaði hamingjuna, en Árbæjarskóli var því mótfallinn. í liöi Árbæjarskóla voru Bima Anna Björnsdóttir frummælandi, Hulda Björg Herjólfsdóttir með- mælandi, en hún var valin ræðu- maður dagsins, Vilhjálmur Björn Sveinsson stuðningsmaður og Eggert Gíslason liðsstjóri. Lið Árbæjarskóla hlaut 1449 stig í keppninni.í liði Laugalækjar- skóla voru Edda B. Andradóttir frummælandi, Haukur Þ. Hansson meðmælandi, Sigurrós Jóhanns- dóttir stuðningsmaður og Bjarni M. Gylfason liðsstjóri. Lið Laugalækjarskóla fékk 1342 stig. Sakadómur Reykjavíkur: Lögreglumaöur dæmdur í 3ja mán. fangelsi Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt lögreglumann í þriggja mán- aða fangelsi og 125.000 kr. sekt fyrir hrottaskap við handtöku á manni. Um er að ræða brot í opin- beru starfi vegna líkamsmeiðinga á 22 ára gömlum manni. Þann 27. desember síðastliðinn hafði lögreglumaðurinn afskipti af hópi manna á mótum Bergþórugötu og Frakkastígs. Maðurinn, sem fyrir varð, sinnti í engu fyrirmælum lög- reglumanna og hugðist hverfa á braut. Lögreglumaðurinn er ákærð- ur fyrir að hafa hrakið manninn á undan sér niður allan Frakkastíg. Tekið hann kverkataki, svo hann missti meðvitund, og dregið hann þannig til baka. Þá á lögreglumaður- inn að hafa látið hinn. handtekna falla í götuna með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega í andliti. Dómurinn telur sannað að maður- inn hafi hlotið sár sín af völdum lög- reglumannsins. Lögreglufélagið lítur málið alvar- legum augum. Því þykir dómurinn harður og ætlar lögreglumaðurinn að áfrýja honum til Hæstaréttar. -aá. Ferðaskrifstofur: Straumurinn er í sólina og vei gengur íslendingar ætla í sólina í ár elns og fyrri ár. Þangað Uggur straum- urinn. Ferðaskrifstofum gengur vel aö bóka. Ætia menn þar að pantanir verði ekld færri en í fyrra. Mallorca, Spánn, ftalía, Portúgal og Malta eru vinsælastir áfangastaða. Sölumenn á ferðaskrifstofum, sem Tíminn hafði samband við, voru sammála um að Flóabardag- inn hefði ekki sett strik í reikning þeirra. Bókanir væru engu færri en í fyrra. Sú breyting heföi þó orðið á að nú bærust pantanir jafnt og þétt, ekki í hópum. Sum- ir höfðu á orði að markaðurinn hériendis væri að ná ákveðnu jafnvægi. Eftirspum væri ámóta mildl frá ári til árs, breyttist ekki mikið. Þannig væri orðið hægara að hafa tök á ölium rekstri. Þá hafa ferðaskrifstofumar nú með sér samstarf og samráð um Íeigu- flug. Þannig má tryggja að sem flestar vélar verði fullar og nýt- ingin mest og best. -aá.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.