Tíminn - 16.05.1991, Síða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 16. maí 1991
Kennarar
Lausar eru til umsóknar nokkrar kennarastöður
við grunnskólann á ísafirði.
Meðal kennslugreina: Raungreinar, danska,
enska, handmennt, sérkennsla, kennsla yngri
barna, tónmennt.
Einnig vantar skólasafnskennara.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 94-3044.
Skólanefnd
Rafstöövar
OG
dælur
FRÁ
5UBARU
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 w
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 91-674000
Leggjum ekki af stað í ferðaiag i
lélegum bil eða illa útbúnum.
Nýsmurður bíll meöhreinniolíuog
yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík-
legur til þess aö komast heill á
leiöarenda.
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIt) ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
^Suma^^
hjólbarðar
Hágæða hjólbarðar
HANKOOK frá KÓREU
Á lágu verði.
Mjög mjúkir
og sterkir.
Hraðar
hjólbarða-
skiptingar.
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 84844
GARÐSLATTU R
Tökum að okkur að slá garða.
Kantklippum og fjarlægjum heyið.
Komum, skoðum og gerum verðtilboð.
Upplýsingar í síma 41224, eftir ki. 18.00.
Bændur
Stúlka, sem er að verða 12 ára, óskar eftir að
komast í sveit sem matvinnungur.
Upplýsingar í síma 91-79072.
Faðir okkar
Sigurður Ágústsson
Birtingahottí
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 12. maí sl.
Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju föstudaginn 17. maí kl.
14.00. Sætaferðir verða frá B.S.I. kl. 11.30.
Bömin
Forsætisráóherra-
skipti í Frakklandi
Michel Rocard sagöi af sér forsæt-
isráðherradómi í gær og Francois
Mitterrand, forseti Frakklands,
skipaöi Edith Cresson, fyrrum Evr-
ópumálaráðherra í ríkisstjóm Ro-
cards, í hans stað.
Búist hafði verið við afsögn Ro-
cards, en hann hefur verið undir
miklum þrýstingi. Hann hefur ekki
haft þingmeirihluta og þurft að
stjórna með neyðarlögum. Stjórnar-
andstaðan hefur ítrekað hvatt hann
til að segja af sér. Þá hafði Mitterr-
and lýst yfir óánægju sinni með Ro-
card og sagt hann hafa litla tilfinn-
ingu fyrir hinum mjúku málum. Að-
stoðarmenn Rocards sögðu í gær að
hann hefði sagt af sér að beiðni Mitt-
errands.
Edith Cresson er talin vera mun
vinstrisinnaðri og róttækari en Ro-
card. Hún þykir vera mjög harður
stjórnmálamaður og er mjög fræg í
frönskum stjórnmálum fyrir skap-
hita og vinnusemi. Hún er fyrsta
konan sem verður forsætisráðherra
Frakklands. Hún var fyrst landbún-
Michel Rocard, fyrrverandi for-
sætisráðherra Frakklands.
aðarráðherra í ríkisstjórn Mitterr-
ands árið 1981. Hún var síðan gerð
að utanríkisviðskiptaráðherra og
háði harða baráttu gegn japönskum
innflutningi og lenti oft í útistöðum
við samráðherra sína í Evrópu-
bandalaginu. Til að leggja áherslu á
að franskar skellinöðrur væru sam-
keppnishæfar við japanskar ók hún
um á einni slíkri. Árið 1988 varð
hún svo Evrópumálaráðherra í rík-
isstjórn Rocards, en sagði af sér
vegna deilna við Rocard um efna-
hagsmál.
Þótt Rocard hafi nú verið knúinn
til að segja af sér forsætisráðherra-
dómi, telja stjórnmálasérfræðingar
hann engan veginn útbrunninn
stjórnmálamann. Rocard er 60 ára
gamall.
Líklegt þykir að hann muni bjóða
sig fram í forsetakosningunum sem
haldnar verða árið 1995. Skoðana-
kannanir sýna að hann mundi sigra
alla líklega frambjóðendur íhalds-
flokksins.
Reuter-SÞJ
Samningaviðræður milli Kúrda og íraskra stjórnvalda:
Deiltum lýðræðisumbætur
Leiðtogi Þjóðemissambands Kúrd-
istans (PUK), Jalal Talabani, segir
að deilur viðræðuaðila um lýðræðis-
umbætur hindri að samningar séu
gerðir. Talabani, sem fór fyrir samn-
ingahóp Kúrda í fyrri hluta við-
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, átti langar og stífar
viðræður við ísraelska ráðamenn í
gær. Ekkert benti til þess að líkum-
ar á fríðarráðstefnu um Palestínu-
málið hefðu aukist. Baker hitti
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, og vamarmálaráðherrann,
Moshe Arens, um morguninn og
átti tveggja klukkustunda viðræður
við þá. Eftir hádegið bættist svo
David Levy, utanríkisráðherra ísra-
els, í hópinn á öðmm tveggja
klukkustunda fundi. Þríðji fundur-
inn var svo um kvöldið.
Baker hefur verið að reyna að koma
á friðarráðstefnu ísraelsmanna, Pal-
estínumanna og Araba. Allir hafa
fallist á að halda beri siíka ráðstefnu,
en menn greinir á um hvernig fram-
ræðnanna, sagði að viðræðumar
snemst um mikið meira en sjálf-
stæði Kúrda. Þær snemst m.a. um
nýja stjómarskrá, almennar þing-
kosningar og hugsanlega aðild
Kúrda að ríkisstjóminni.
kvæmdin eigi að vera, hverjir eigi að
taka þátt í henni o.s.frv. Sérstaklega
er ágreiningurinn mikill milli ísra-
elsmanna og Sýrlendinga.
Þetta er fjórða för Bakers til Mið-
austurlanda síðan Persaflóastríðinu
lauk.
Áður en ferðin hófst sögðu emb-
ættismenn að þetta yrði síðasta ferð-
in ef hún markaði engin þáttaskil.
Eftir að Baker mistókst á sunnudag-
inn að sannfæra Assad Sýrlandsfor-
seta um að gefa eftir af kröfum sín-
um, sögðu bandarískir embættis-
menn að það væri eingöngu forms-
atriði að ljúka ferðinni. Þeir sögðu
að Baker mundi klára ferðina, því
það væri ekki við hæfi að afboða þá
fundi sem hann ætti eftir.
Reuter-SÞJ
Deilumar felast í því að írösk
stjómvöld hafa gert uppkast að nýrri
stjómarskrá og vilja þau að tekin
verði afstaða til hennar í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, en Kúrdar vilja hins
vegar að þing, sem valið sé í almenn-
um kosningum, semji nýja stjómar-
skrá sem lögð verði fyrir þjóðina.
Viðræður Talabanis og íraskra emb-
ættismanna í síðasta mánuði byggðu
m.a. á sjálfstæðissamningnum sem
Kúrdar gerðu við Bagdad árið 1970.
Sá samningur kom aldrei til fram-
kvæmdar. Nú er verið að fara í saum-
ana á þessum samningi og er
Massoud Barzani, leiðtogi Lýðræðis-
flokks Kúrdistans (KDP), nú í for-
svari fyrir kúrdísku samninganefnd-
inni. Sjálfstæðissamningurinn frá
1970 gerir m.a. ráð fyrir að Kúrdar
stjómi sjálfir sínum málum og að
þeir fái einhverju áorkað um lands-
stjómina.
Talabani sagðist vera viss um að
hægt sé að komast að samkomulagi
um Kirkuk sem allir gætu sætt sig
við. Hann sagði einnig að alþjóðleg
trygging fyrir framkvæmd hvers
konar samkomulags væri óþarft, ef
verulegar lýðræðisumbætur verða
samþykktar.
Talabani sagðist vera í sambandi við
kúrdísku samninganefndina í Bagd-
ad og honum hefði verið tjáð að við-
ræðurnar gengju ágætlega. Barzani
sagði á sunnudag að ákveðinn árang-
ur hefði náðst, en talaði ekkert um
hvenær von væri á að samningar
yrðu undirritaðir. Reuter-SÞJ
Miðausturlönd:
Baker á stífum
fundum í ísrael
Fréttayfirlit
BELGRAD - Samstaöa náöist
ekki í forsetaráði Júgóslavíu i
gær um nýjan forseta Júgó-
slavlu. Stipe Mesic, fulltrúi
Króatfu I forsetaráðinu, átti aö
taka við af Borisav Jovic, full-
trúa Serbiu, en fulltrúar lýö-
veldanna og sjálfsstjómarhér-
aðanna í forsetaráðinu skipt-
ast á að vera forsetar rlkja-
bandaiagsins, hver í eitt ár i
senn.
MOSKVA - Leiðtogi komm-
únistaflokksins i K(na, Jiang
Zemin, kom í opinbera heim-
sókn til Sovétríkjanna f gær.
Jafn háttsettur kínverskur
embættismaður hefur ekki
komið til Sovétríkjanna i 34 ár.
JÓHANNESARBORG - Afr-
iska þjóðarráðið (ANC) birti i
gær eigin áætlun um hvernig
megi stöðva kynþáttaóeirðirn-
ar í iandinu. Ráðið hafði gefið
ríkisstjóm hvíta minnihlutans
frest til dagsins í dag til að
binda enda á óeirðimar.
SEOUL - Ágreinlngur innan
stjórnarflokksins í Suður-Kór-
eu magnaðíst í gær þegar hóg-
væri armur flokksins þrýsti á
Roh Tae-woo, forseta lands-
ins, um að koma til móts við
stúdenta og reka forsætísráð-
herra landsins.
WASHINGTON - Nýlegar
skoðanakannanir sýna að
hershöföinginn Norman
Schwarzkopf ætti góða mögu-
leika á að verða öldungadeild-
arþingmaður ef hann kærði sig
um. Hann hefur hins vegar lít-
inn áhuga á aö reyna slíkt.
ÓSLÓ - Norsk sjónvarpsyfir-
völd bönnuðu f gær banda-
rísku sjónvarpsstöðina CNN,
vegna þess að hún auglýsir
áfengi, en það er bannað i
Noregi.
Reuter-SÞJ