Tíminn - 16.05.1991, Síða 7
Fimmtudagur 16. maí 1991
Tíminn 7
Guðmundur Jónas Kristjánsson:
BLIKUR Á LOFTI
Það fer ekkí á milli mála að Alþýðuflokkurinn hefur illilega brugð-
ist kjósendum og þjóðinni, eftir að kosningaúrslit lágu fyrir 21.
apríl sl. Með ríkisstjórnarþátttöku sinni með Sjálfstæðisflokknum
hefur hann brugðist þjóðinni í veigamiklum málum. Hann hefur
einnig brugðist þjóðinni um áframhaldandi stöðugleika í efnahags-
málum. Hann hefur með stjómarsamvinnu við flialdsöflin bmgð-
ist þjóðinni um nýja þjóðarsátt um bætt Iífskjör.
Hann hefur svo sannarlega brugðist
meirihluta kjósenda um farsæla
stjómarforystu félagshyggjuaflanna
í landinu. Já, hann hefur brugðist
þjóðinni um meginskilaboð kosn-
inganna, þ.e. áframhaldandi stjóm
fyrrverandi ríkisstjómar, undir far-
sælli og ömggri verkstjórn Stein-
gríms Hermannssonar.
Hvað kom fyrir
,4afnaðarmannaflokk
íslands“?
Það er því ekki að undra þótt marg-
an setji hljóðan þessa síðustu og
verstu daga og spyrji sig þeirrar
spumingar, hvað hafi eiginlega
komið fyrir „Jafnaðarmannaflokk
íslands". Hvers vegna sveik hann
hin augljósu skilaboð kosninganna?
Hvernig í ósköpunum má það vera
að flokkur, sem a.m.k. á tyllidögum
ákallar jöfnuð og félagshyggju,
verði fyrir svona meiriháttar raflosti
og tapi gjörsamlega öllum pólitísk-
um áttum, með því að hlaupa í faðm
erkióvinarins, krjúpandi nánast á
kné til hans um náð og miskunn?
Nei, auðvitað á slíkt alls ekki að geta
komið fyrir alvöru félagshyggju-
flokk, allra síst á stöðugleikatímum
sem nú. Stöðugleikatímum sem
einmitt honum og félagshyggjuöfl-
unum tókst að skapa á sögulegan
hátt, þannig að fyrst nú er skapaður
sá eftirsótti efnahagsbati sem gerir
það að verkum að hægt sé að beina
allri orku í það að byggja hér upp
réttlátara og manneskjulegra þjóð-
félag jafnaðar og samvinnu. Gönu-
hlaup Alþýðuflokksins einmitt nú í
faðm íhaldsins með allt veganestið
frá 1988 er því með miklum ólíkind-
um. Þess vegna eru reiði og sárindi
kjósenda Alþýðuflokksins skiljanleg
í dag. Jafnvel þingmanninum og
krataklerkinum að austan ofbauð
frumhlaupið og predikaði reiður yf-
ir sínum þingmannssöfnuði. En, því
miður, þá eru vegir guðs víst órann-
sakanlegir, einkum og sér í lagi þeg-
ar hérlendir kratar eiga í hlut. Verk-
in sanna þar nefnilega merkin.
Það er því ljóst að krataforystan
stendur nú frammi fyrir sínum
stærstu og verstu pólitísku mistök-
um um áraraðir og sem lengi mun
verða minnst í íslenskri stjómmála-
sögu. Hún hefur á einni nóttu
slökkt þá miklu von félagshyggju-
fólks í þessu landi um að áframhald
yrði á hinni heilladrjúgu stjómar-
samvinnu fyrrverandi ríkisstjómar-
flokka, með eða án þátttöku
Kvennalista. Með slíkri stjóm hefði
skapast mikilsvert tækifæri til sögu-
legrar framtíðarsamvinnu þessara
flokka almúgans á íslandi. Skörp
framtíðarskil hefðu þá myndast í ís-
lenskum stjómmálum, íslenskri
þjóð og almenningi til heilla.
Alþýðuflokkurinn hefur því nú
endanlega bmgðist þjóðinni og sín-
um kjósendum. Með því að leiða
hina alþjóðlegu frjálshyggju til vegs
og virðingar á ný í íslensku samfé-
lagi, án þess svo mikið sem að láta
reyna íyrst á viðræður við sína fyrr-
verandi samstarfsflokka hefur Al-
þýðuflokkurinn endanlega misst til-
trú fólks sem málsvari félagshyggju
á íslandi.
Samt á þetta ekki að koma á óvart.
Þeir sem eitthvað hafa fylgst með ís-
lenskum stjórnmálum síðustu
misseri, hafa séð að frjálshyggjan
hefúr nefnilega verið að grasséra
innan krataforystunnar alllengi og
hefúr nú orðið endanlegur sigur-
vegari þar á bæ. ÞAÐ ER ÞAÐ SEM
FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN KOM.
Jón Sigurðsson og hans skósveinar,
sem aldrei hafa unnið af heilindum í
fráfarandi ríkisstjóm, (sbr. vaxtapól-
itíkin, álmálið, alþjóðahyggjan og
EB) hafa nú loksins náð langþráðu
takmarki sínu, það að gerast hjálp-
arhækja íhaldsins. En þar urðu
þeim á stór mistök. Þessi hækja á
nefnilega eftir að fúna ótrúlega
fljótt, því innviðir hennar em ber-
skjaldaðir fljótvirkum fúaefnum
sem þegar em tekin að virka.
Blikur á lofti
Það em því svo sannarlega stórar
blikur á lofti íslenskra stjómmála í
dag. Sportbátarall þeirra fóstbræðra
út í Viðey og myndun rfkisstjómar í
kjölfar þess, em upphaf mikilla
átaka bæði í stjómmálum og þjóð-
málum almennt. Hæst bera þar
átök á vinnumarkaði, en augljóst er
að hinir nýju valdhafar ætla sér alls
ekki að skila í vasa launafólks þeim
bata sem náðst hefur í efnahagsmál-
um. Þvert á móti er í undirbúningi
stórfelldur niðurskurður á velferð-
arkerfinu. En almenningur mun
alls ekki sætta sig við það, allra síst
þegar hann hlustar á boðaða stór-
vaxtahækkun forsætisráðherra og
nánast óheft vaxtaokur frjálshyggj-
unnar á næstu vikum og mánuð-
um, samfara verðbólguskriðu í kjöl-
far þess. Vextir em nefnilega þeir
mikilvægu þættir efnahagslífsins
sem verða að lúta stjóm. Forsætis-
ráðherra ætlar bersýnilega að láta
þá leika lausum hala, eins og aðra
þætti efnahagsmála, sbr. fyrirhug-
aðar erlendar lántökur við ríkis-
reksturinn. —Þá er atlaga gegn
bændum sömuleiðis á dagskrá, og
þar með fjandsamleg byggðastefna.
Óvissa og óstöðugleiki, fylgifiskar
frjálshyggjunnar, em því í mikilli
uppsiglingu næstu daga og vikur.
Evrópumálin í mikilli
hættu
Þá em nú komnir til valda menn í
stjórnarráði íslands sem em til alls
vísir varðandi samningana um evr-
ópskt efnahagssvæði og afstöðuna
til Evrópubandalagsins. Sú fullyrð-
ing að alvarlegur trúnaðarbrestur
hafi orðið milli Alþýðuflokks og
Jóns Baldvins annars vegar og
Framsóknarflokksins og Steingríms
Hermannssonar hins vegar með yf-
irlýsingu síðamefnda um hættulega
afstöðu Alþýðuflokksins í EB-mál-
um er á miklum misskilningi
byggð. Þvert á móti má segja að það
Það er því Ijóst að
krataforystan stendur
nú frammi fýrir sínum
stærstu og verstu
pólrtísku mistökum um
áraraðir og sem lengi
mun verða minnst
i íslenskri
stjómmálasögu.
hafi verið mjög alvarlegt áfall fyrir
Steingrím Hermannsson sem for-
sætisráðherra þegar hann þurfti að
lesa það í kosningastefnuskrá Al-
þýðuflokksins, flokks utanríkisráð-
herra, mannsins sem fer með yfir-
stjórn samningamála varðandi
EFTA og EB, að hann og hans flokk-
ur ÚTILOKI EKKIAÐILD AÐ EVR-
ÓPUBANDALAGINU. Ef eitthvað er
til sem má kalla trúnaðarbrest og
bakstungu, þá veit maður ekki hvað
það er ef það er ekki einmitt þetta.
Þá er sú fúllyrðing gjörsamlega út í
hött, að hin afdráttarlausa afstaða
framsóknarmanna til EB málsins
hafi misst marks og jafnvel skaðað
flokkinn. Þvert á móti kunni fólk, og
þá einkum ungt fólk, vel að meta
hina skýru þjóðlegu stefnu Fram-
sóknarflokksins í Evrópumálum. í
kosningunum t.d. á Vestfjörðum var
mikið um þetta mál rætt, en þar
stórjók flokkurinn fylgi sitt, og þá
ekki hvað síst vegna EB málsins. Ýf-
irlýsing Steingríms vegna EB- af-
stöðu krata var því í alla staði eðlileg
og ekki bara það, heldur þörf
áminning hans á hendur utanríkis-
ráðherra sem fer með yfirstjóm
þessara mála, og mátti manna best
vita að sérhvert aðildartal að EB í
ríkisstjórn með Framsóknarflokki
kæmi ekki til greina og yrði einung-
is til að sá tortryggni milli aðila, eins
og kom á daginn.
Við valdatöku nýrrar ríkisstjórnar
eru því Evrópumálin komin í mikla
hættu. Jafnvel eru háttsettir emb-
ættismenn EB farnir að gera því
skóna að ísland muni sækja um að-
ild fyrir árslok, sbr. frétt í ríkissjón-
varpinu 30. apríl sl. Sú skoðun hlýt-
ur að byggjast á einhverri rök-
studdri vissu. Það að utanríkisráð-
herra skuli nú hafa hlotið mun
rýmri heimild en frá fyrri ríkisstjóm
varðandi samningana um evrópskt
efnahagssvæði segir okkur margt.
Allir þjóðhollir íslendingar í hvaða
flokki sem er, verða því á næstu vik-
um og mánuðum að vera bæði í
senn vökulir og tilbúnir til að
standa vörð um íslenska hagsmuni,
ekki hvað síst verði fullveldinu ógn-
að. Samningarnir um evrópskt
efnahagssvæði eru nefnilega orðnir
fullir af nýjum og hættulegum pytt-
um sem margir hafa enn ekki áttað
sig á. Þeir hafa líka öðlast allt annað
markmið eftir valdatöku nýrrar rík-
isstjórnar. Yfir samningum þessum
hefur auk þess legið mikið leyni-
makk. Leynimakk sem því miður
tókst ekki nógu vel að afhjúpa fyrir
kosningar, vegna þess hversu allt
hefur í raun verið í lausu lofti frá
einum tíma til annars milli Jóns
Baldvins og annarra samningsaðila
um evrópskt efnahagssvæði. Þannig
hefur verið mjög auðvelt að blekkja
fólk. Úlfurinn í sauðargærunni, sem
Steingrímur Hermannsson varaði
svo mjög við fyrir kosningar, er því
að koma í ljós einmitt þessa dagana
með samningum þeirra félaga Jóns
Baldvins og Björns Bjarnasonar um
evrópskt efnahagssvæði, undir sér-
stakri ráðgjöf og leiðbeiningu
Sveins Andra Sveinssonar borgar-
fulltrúa um aðildarumsókn að EB.
Tími nýrrar sóknar
Það tímabil sem nú fer í hönd hjá
Framsóknarflokknum er tími nýrr-
ar sóknar og sigra.
Stjórnarandstöðutímann verður
því að nýta vel til flokkslegrar upp-
byggingar, þótt hann verði mjög
stuttur að þessu sinni, því Viðeyjar-
stjóm hégómans mun ekki eiga
langa lífdaga. Þess vegna er nauð-
synlegt að flokkurinn fari yfir öll sín
mál á næstunni, með það að mark-
miði að skapa sér sterka ímynd, því
hans bíður mikið hlutverk í fram-
tíðinni sem öflugs þjóðlegs umbóta-
flokks, ekki síst eftir að regnhlífar-
samtök Sjálfstæðisflokksins, svo-
kallaður .Jafnaðarmannaflokkur ís-
Iands“, hverfur af sjónarsviðinu og
uppflosnaðir sósíalistar heyra brátt
sögunni til.
Skörp skil eru því að myndast í ís-
lenskum stjómmálum.
Ingólfur á Hellu
Jón Baldvin hefur lagt á það megin-
áherslu að horfið verði frá því sem
hann kallar landbúnaðarstefnu
Framsóknarflokksins. Hann virðist
þar einkum eiga við útflutnings-
bæturnar. Þessi ummæli hans sýna
að hann hefur takmarkaða þekk-
ingu á sögu og verkum viðreisnar-
stjórnarinnar fyrri, en það var hún
sem setti lögin um útflutningsbæt-
urnar með samþykki allra þing-
manna Alþýðuflokksins, sem þá
áttu sæti á þingi.
Forsaga þessa máls er sú, að haust-
ið 1958 myndaði Alþýðuflokkurinn
minnihlutastjórn með stuðningi
Sjálfstæðisflokksins. Fyrsta verk
þeirrar stjórnar var að beita sér fyr-
ir verulegri kauplækkun. Til að
vega á móti kauplækkuninni jók
hún stórlega niðurborganir á land-
búnaðarvömm. Þær nægðu þó ekki
til að mæta verðhækkun landbún-
aðarvöru sem bændur áttu rétt á
um haustið 1959. Stjómin greip þá
til þess ráðs að setja bráðabirgða-
lögin, sem frestuðu kauphækkun-
inni til bænda til 23. desember
1959. Áður en til þess kæmi mynd-
aði Ólafur Thors sambræðslustjórn
krata og sjálfstæðismanna, sem gaf
sér nafnið viðreisnarstjórn. Land-
búnaðarráðherrann, sem var Ing-
ólfur Jónsson, tók við landbúnaðin-
um í rúst eftir stjórn krata. Ingólfur
sýndi mikinn dugnað við það verk.
Hann náði saman fulltrúum verka-
lýðssamtakanna og bændasamtak-
anna og náðist samkomulag á þeim
grundvelli, að landbúnaðarfram-
leiðslan yrði 10% meiri en svaraði
því, sem seldist innanlands, og yrðu
greiddar útflutningsbætur til að
tryggja, að fyrir útflutningsvörur
fengist sama verð og innanlands.
Var þetta byggt á því að harðindi og
heyleysi gætu gert þessa umfram-
framleiðslu óhjákvæmilega. Ekki
aðeins stéttasamtökin heldur allir
alþingismenn féllust á lagasetningu
Þorarinn Þorarinsson:
og útflutningsbæturnar
Ingólfúr Jónsson,
landbúnaðarráðherra 1959-71.
um þetta efni; þar á meðal allir
þingmenn Alþýðuflokksins.
Fyrstu árin á eftir voru útflutn-
ingsbæturnar ekki verulegar, en
smám saman fóru þær vaxandi.
Góðir markaðir töpuðust, eins og
saltkjötsmarkaðurinn í Noregi.
Verðlag fór líka lækkandi á erlend-
um mörkuðum vegna aukinna nið-
urborgana þar. Vegna dugnaðar
bænda jókst kjötframleiðsla innan-
lands á sama tíma og neysla dróst
saman. Þetta leiddi til viðreisnar-
stjórnarinnar frá 1959.
Samtímis hófu kratar að afneita
þátttöku sinni í lagasetningunni frá
1959 og hefur sú afneitun magnast,
einkum síðan Jón Baldvin varð for-
maður flokksins.
Nú er svo komið, að Alþýðuflokk-
urinn afneitar alveg lagasetning-
unni frá 1959 og telur hana ein-
göngu verk Framsóknarflokksins.
Ingólfur Jónsson færði einkum
tvenns konar rök fyrir lögum um
útflutningsbætur. í fyrsta lagi voru
þau til styrktar landbúnaðinum. í
öðru lagi voru þau nauðsynleg
vegna höfuðstaðarins og annarra
kaupstaða, því að þau spornuðu
gegn ofijölgun og atvinnuleysi þar,
sem gæti orðið mikið vandamál á
þessum stöðum.
Á þessi rök hafa kratar ekki viljað
hlusta. Þeir hafa stöðugt hamrað á
því, að útflutningsbætur yrðu af-
numdar, án þess að nokkuð kæmi í
staðinn.
Það má hiklaust segja, að útflutn-
ingsbótalög Ingólfs á Hellu hafi ver-
ið einskonar þjóðarsátt á sínum
tíma, þar sem þau voru samþykkt af
öllum helstu stéttarsamtökum og
einróma af Alþingi. Nú krefst Jón
Baldvin þess af Sjálfstæðisflokkn-
um, að hann felli úr gildi þjóðar-
sáttina, sem Ingólfur Jónsson kom
fram 1959 og láti ekki neitt sam-
bærilegt koma í staðinn, þótt aug-
ljós afleiðing þess verði stórfelldur
fólksflótti úr sveitum og ofljölgun
og atvinnuleysi í kaupstöðum.
Þessu höfnuðu sjálfstæðismenn
1959. Þá var Ólafur Thors hins veg-
ar leiðtogi þeirra, og Ingólfur Jóns-
son lét ekki krata stjórna sér heldur
stjórnaði þeim.