Tíminn - 16.05.1991, Side 15

Tíminn - 16.05.1991, Side 15
Fimmtudagur 16. maí 1991 Tíminn 15 FRAMSÓKNARMENN REYKJAVÍK OG NÁGRENNI SUF verður haldið að Hafnarstræti 20,3. hæð, Reykjavik, mánu- daginn 20, mai, kl. 15 (annan i hvltasunnu). Ávarp um áherslur f flokksstarfi á næstu misserum flytur Stelngrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Einnig mun Siv Friðlerfsdóttir, fbrmaður SUF, flytja ávarp um áherslur f starfi SUF í sumar og haust Gestgjafar verða meölimir deildar 13 I SUF, sérfræöingar I vöfflu- bakstri. Mikilvægt er að sem flestir jákvæðir og vlðsýnir, ungir sem aldnirframsóknarmenn mæti til að koma hugmyndum sfnum á framfæri. Spörum okkur hvítasunnubaksturinn og mætum öll. Framkvæmdastjóm SUF Siv SUMARTÍMI SKRIFSTOFU FRAMSÓKNARFLOKKSINS Frá 15. ma( verður skrifstofa okkar f Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn Kosningahappdrætti B-listans í Reykjavík Vinningsnúmeríð f kosningahappdrætti B-listans I Reykjavik er: 196 Vinnings má vitja á skrifstofu Framsóknarflokksins I Reykjavlk að Hafnar- stræti 20. Aðalfundur Framnes hf. verður haldinn fimmtudaginn 23. mai kl. 20.30 f húsi félagsins að Digranesvegi 12, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkv. 16. gr. félagslaga. 2. Tfllaga um hlutafjárútboð. 3. Lagabreyting. Hluthafar eða löglegir umboðsmenn þeirra mæti stundvlslega. Stjómin. Kosningahappdrætti Dregið hefur verið f Kosningahappdrætti framsóknarfélaganna f Hafnarfirði. Númerín hafa veríð innsigluð hjá bæjarfógeta og verða birt sfðar. Almennur fundur I Framsóknarhúsinu f Keflavfk f kvöld, miðvikudaginn 22. mal, kl. 20.30. Fundarefni: Stjómmátaviöhorfið. Fmmmælandl: Stelngrímur Hermannsson. Stjóm Fulltrúaráðslns Steingrímur Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðuriandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17. Sími 98-22547. Félagar hvattir til að líta inn. KSFS ALMENNURFUNDUR f Framsóknarhúsinu f Keflavlk 15. og 16. mai kl. 20.30 Fundarefríl: Stjómmálaviðhorfið Fmmmælandi: Steingrímur Hermannsson Stjóm Fulltrúaréósins Happdrætti framsóknar- félaganna í Hafnarfirði Dregið var i happdrættinu hjá Bæjarfógetanum f Hafnarfirði þann 22. maí 1991 og voru vinningsnúmerin innsigluð. Eftirfarandi númer hlutu vinning: 1. Utanlandsferð, flug og bíll til Danmerkur með ALlS 1281 2. Dagsferð til Vestmannaeyja ásamt skoðunarferð f tvo daga 1125 3. Vöruúttekt kr. 10.000 Fjarðarkaup 924 4. kr. 10.000 Fjarðarkaup 43 5. kr. 10.000 Fjarðarkaup 1136 6. Vöruúttekt kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1262 7. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1277 8. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1000 9. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1069 10. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 154 Vinningshafar em beðnir að snúa sér til Baldvins E. Albertssonar. Sfmi 651854. Áhrifa- mikill mengun- arvörður! Hann hefur falið sig í skolp- ræsi, í skottinu á yfirgefnum bfl, í 5 metra háu tré, staðið í vatni upp í bringu undir hafnarbakka og jafnvel ofan í illa þefjandi ruslahaug. En alltaf gómaði hann misindismanninn og lög- brjótinn sem hann var á höttun- um eftir. Maðurinn heitir Tex Aldredge, hávaxinn og eitilharður Texas- maður, sem hefur beitt öllum mögulegum og ómögulegum brögðum til að góma mengun- arvalda í Jersey City í New Jers- ey. Af því hefur hann fengið við- urnefnið Eitur-Tex. Og honum hefur orðið merkilega vel ágengt. Á þeim átta árum sem Tex gegndi starfi forstöðumanns hinnar háskalegu eiturúrgangs- deildar borgarinnar tók hann höndum 537 lögbrjóta og í hverju einasta tilfelli var sönnuð sök hins brotlega. Tex er 180 cm á hæð og 135 kg á þyngd en stærðin var honum ekki til trafala í starfinu. Hann segir starfsaðferðir sínar ekki hefðbundnar, hann hafi stokkið niður úr trjám, farið ofan í skolpræsi og falið sig undir bryggjum. „Fólk hélt að ég væri vitlaus, en ef á að standa þessa óþverra að verki verður að grípa til allra bragða,“ segir hann. Eitur-Tex réðst til starfa í Jers- ey City árið 1980 og árslaunin voru einn dollar! Hann klæddist kúrekabúningi og bar jafnvel lögreglustjóraskjöld, svo að ekki er hægt að segja að það hafi ekki verið tekið eftir honum. En það voru sem sagt aðferðir hans sem hvað mesta athyglina vöktu. Einu sinni faldi hann sig í ruslahaug í 6 klst., þar til hann gómaði náunga sem ætlaði að losa sig við eiturefni í hauginn. Tex segist hafa verið í sérstökum eiturefnavörðum búningi og með gegnsæja andlitsvörn. Eitur-Tex kunni ýms ráð til að standa mengunarvaldana að verki og hann lét ekki óþverra og eiturefni standa í vegi týrir sér. Hann andaði gegnum grímu og fékk ferskt loft gegnum síu. Þeg- ar maðurinn ætlaði að fara að henda tunnum af vörubflspall- inum, reis Tex upp úr haugnum og nærri má geta að sökudólgn- um brá í brún. Hann var síðan dæmdur í 5.000 dollara sekt fyr- ir brot á mengunarlöggjöfinni. í annað sinn klöngraðist Eitur- Tex ofan í holræsakerfi borgar- innar og stóð þar í átta klukku- tíma. Hann hafði grun um að efnaverksmiðja losaði sig við of mikið arsenik í skolpræsin, svo að hann kom sér fyrir "ið þann stút sem leiddi frá verksmiðj- unni og náði í sýnishorn í gler- krukku. Efnarannsóknastofa staðfesti grun hans og fyrirtæk- ið var sektað um 5.000 dollara. En samviskusemi Tex í eitur- efnavörslunni hefur tekið sinn toll. Hann er nú 37 ára en orð- inn heilsulaus og aftur kominn til Texas. Hann hefur hins vegar aldrei iðrast baráttunnar gegn mengunarvöldum. Þegar Tex varð að segja starfinu lausu í apríl 1989 voru árslaun hans komin upp í 40.000 dollara og Jersey City varð að ráða þrjá menn til að taka að sér starfið hans. Michael Jack- son virðist star- sýnna á upp- háa hanska sessunautar síns en brjóstin dýrmætu. Þau vöktu mikla athygli á Óskarsverðlaunaafhendingunni Margt stórmennið var viðstatt Óskarsverðlaunaafhendinguna á dögunum og að sjálfsögðu allir í sínu fínasta pússi. Að venju tókst Madonnu að vekja athygli viðstaddra, einkum fyrir það að hálsmálið á kjólnum þótti í djarfara lagi. En það var ekki nema sjálfsagt að draga at- hyglina að nýlagfærðum brjóst- unum sem hún er nú svo ánægð með að hún vildi tryggja þau fyr- ir 12 milljónir dollara! Þeirri ósk þokkadísarinnar var hafnað. Michael Jackson virðist næstum hversdagslegur í tauinu miðað við Madonnu. Ólíklegt má þó telj- ast að fötin hans komi frá tísku- hönnuðinum Versace en þeim sinnaðist á dögunum. Þannig er mál með vexti að tískukónginum finnst ósköp gaman að fá stór- stjörnurnar sem hann hannar fötin á í heimsókn í stórhýsið sitt á Ítalíu. En honum var nóg boðið um daginn þegar Michael Jack- son stóð á tröppunum hjá honum með apana sína og 28 manna íylgdarlið. Versace var fljótur að skella í lás og sagði óljóst hversu margir úr hópnum væru húsvan- ir!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.