Tíminn - 25.05.1991, Side 1

Tíminn - 25.05.1991, Side 1
íslandssagan geymir fá dæmi um jafn hroðalega meðferð og Jón lögmaður Sigmundsson hlaut af hinum þýskmenntaða Norðmanni er gerðist Hólabiskup við upphaf 16. aldar Hinn 25. maí 1505 situr maður, mikill og vörpulegur, nokkuð við aldur, í biskupsstofunni á Hólum og les fyrir bréf klerki einum, er var skrifari hans: „Vér Gottskálk, með guðs náð biskup á Hólum, stefnum yður, Jón bóndi Sigmundsson, stundarstefnu fyrir oss til Hóla í Hjaltadal í Skagafirði, fimmtudaginn næstan eftir sankti Bótólfsmessu (19. júní), nú er næst kemur, fyrir þær sakir er vér kærum til yðar.“ Sakirnar eru í mörgum liðum: vangoldin biskups- tíund, kúgildaleigur af jörðum sem biskupsstóllinn á kröfu til, brot á gamalli sáttargerð. En loks kemur að síðasta atriðinu: „í sjöundu grein kærum vér til yðar, Jón Sigmundsson, heilagrar kirkju vegna, að þér hafið saman bundið yðar hjónalag við Björgu Þorvaldsdóttur, sem sögð er yðar fjórmenningur að frændsemi, jafnlangt að telja í báðar ættir, keypt hana og fest ólöglega í móti heilagrar kirkju rétti, án orlofs vors helgasta föður páfans, vísvitandi þennan skyldleika eftir ættartali frænda yðar og hennar.“ Fjórmennings- skyldleiki Með þessari stefnu Gottskálks bisk- ups Nikulássonar á hendur Jóni Sig- mundssyni upphófst eitt heiftúðug- asta deilumál milli kirkju og leik- mannavalds á íslandi, deilumál sem stóð óleyst, einnig eftir að báðir þessir menn voru komnir undir græna torfu og var ekki að fullu lok- ið fyrr en öld var liðin frá upptökum þess. Oss nútímamönnum finnst að sjálfsögðu tilefni deilunnar fremur ómerkilegt: fjórmenningsskyldleiki hjóna, vafasamur í þokkabót. En í kaþólskum sið þóttu þetta sifjaspell, sem hinn heilagi faðir í Róm gat einn veitt undanþágu frá, og kirkju- höfðingjar fyrri tíma voru furðu fundvísir á alla meinbugi og notuðu þá óspart, kirkjunni og sjálfum sér að féþúfu. Fégjam biskup Gottskálk Nikulásson var einn fé- garnasti biskup sem setið hefur á landi og sat sig aldrei úr færi að afla sér og kirkju sinni auðs og eigna með því að teygja kirkjuréttinn til hins ýtrasta, nota hverja smugu kirkjulaganna til að klófesta jarðir og hlunnindi og í þeim efnum var mörg matarholan. Þessi fégjarni biskup var norskur að ætt, bróðursonur Ólafs Rögn- valdssonar Hólabiskups, sem kom

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.