Tíminn - 25.05.1991, Side 10

Tíminn - 25.05.1991, Side 10
18 HELGIN v Laugardagur 25. maí 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK Fórnarlömbin þrjú voru bundin og bjargarlaus þegar þau voru skotin í höfuðið. Morðinginn hafði ellefu hundruð dollara og eitthvað af skiptimynt upp úr krafsinu. Mistök hans voru að hafa fengið morð- vopnið að láni. Tustin í Suður-Kaliforníu er heimilislegur lítill bær og íbúamir státa sig af að vera fulltrúar heiðarleika og vinnusemi. Staður þar sem farið er í lautartúra á helgum og mánudagskvöldin eru helguð fótbolta. íbúana grunaði ekki að harmleikur væri í uppsiglingu í friðsamlega bænum þeirra. Klukkan 9 fyrir hádegi mánudaginn 20. ágúst 1990 kom verslun- arstjórinn í varahlutaversiuninni Super Shops til vinnu, opnaði að- aldymar með lykli og fór inn, eins og hann hafði gert ótal sinnum áður. En nú var eitthvað öðmvísi en venjulega. Engin merki sáust um átök og ekkert virtist hafa verið fært úr stað, en hlutirnir vom bara ekki eins og þeir áttu að vera. Verslunarstjórinn svipaðist um og hélt síðan inn í bakherbergið. Samstarfsmaður hinna myrtu féll saman og grét þegar hann frétti öriög vinnufélaga sinna. Þrír í valnum Dyrnar að birgðageymslunni stóðu upp á gátt og verslunarstjór- inn steig gætilega inn fyrir þrösk- uldinn. Athygli hans beindist strax að þremur líkömum sem lágu á gólfinu. Þetta var verra en nokkuð sem hann hefði getað ímyndað sér, eitt augnablik héit hann að hann hefði fengið einhvers konar mar- tröð. Blóðsletturnar voru úti um allt. Líkin þrjú voru útötuð í bióði og heilaslettum. Sama var að segja um gólfið og veggina og hjólbarða sem stóðu rétt hjá. Glæpir voru daglegt brauð hjá lög- reglunni í Orangesýslu. En símtal- ið, sem barst frá varahlutaverslun- inni í Tustin, var fjarri því að vera venjulegt. Verslunarstjórinn var í miklu uppnámi og átti erfitt með að gefa greinargóðar upplýsingar. Almennir lögregluþjónar voru sendir á staðinn til að kanna hvað hefði gerst. Á meðan biðu starfs- menn morðdeildar og tæknimenn- irnir reiðubúnir til að halda af stað ef það versta hefði átt sér stað. Lög- reglumennirnir höfðu fljótlega samband við lögreglustöðina og staðfestu að þrefalt morð hefði ver- ið framið. Allt tiltækt lið var nú sent á vettvang. Á morðstaðnum mætti lögreglu- mönnunum óhugnanleg sjón. Á gólfi birgðageymslunnar lágu lík þriggja ungra starfsmanna verslun- arinnar innan um hina ýmsu vara- hluti og stæður af hjólbörðum. Þeir höfðu allir verið bundnir og skotn- ir í höfuðið. Þar sem höfuð þeirra voru alger- lega í molum komst lögregla að þeirri niðurstöðu að hleypt hefði verið af kraftmikilli byssu alveg við andlitið á þeim. Ástand líkanna þegar þau fundust benti til að mennirnir hefðu fyrst verið bundn- ir og síðan skotnir í hnakkann. Rannsóknarlögreglumennirnir Nancy Rizzo og Nasario Solis, sem stjórna átti rannsókninni, komu nú á staðinn og var gerð grein fyrir hvað gerst hefði. Þeim var sagt að verslunarstjórinn hefði borið kennsl á þá myrtu og væru þeir Chad Chadwick 22 ára, Darrel Esg- ar 22 ára, og Russell B. Williams 21 árs. Álitið var að þeir hefðu verið myrtir skömmu eftir að þeir lok- uðu versluninni á sunnudags- kvöldið. Það var sterk púðurlykt í herberg- inu og leyndi sér ekki að þar hafði átt sér stað töluverð skothríð. Einnig fundust skothylki úr 38 kalibera skammbyssu á gólfinu. Nasario Solis, sem var sérþjálfað- ur í vettvangsrannsóknum, tók nú að rannsaka birgðageymsluna mjög nákvæmlega í leit að sönnun- argögnum sem komið gætu sak- sóknara að notum við að fá morð- ingjann eða morðingjana sakfellda. Hann notaði myndbandstökuvél til þess að ekkert gleymdist og starf- aði við rannsóknina viðstöðulaust í tíu klukkustundir. Honum til að- stoðar voru Nancy Rizzo og starfs- menn tæknideildarinnar. Kunningi í heim- sókn? Eitt atriði, sem einkum vafðist fyr- ir lögreglunni, var að engin merki um innbrot voru sjáanleg. Þetta gat bent til þess að morðin hefðu verið framin fýrir lokun kvöldið áður eða þá að morðinginn væri kunnugur að minnsta kosti einum hinna myrtu og hefði þar af leiðandi verið hleypt inn eftir lokun. Ef vera kynni að morðinginn hefði komið í verslunina fyrir lokun hóf lögreglan nú leit að hugsanlegum vitnum sem hefðu verið í verslun- inni rétt um það leyti sem henni var lokað. Auglýst var í blöðum, út- varpi og sjónvarpi eftir öllum sem gefið gætu upplýsingar. Ennfremur bauð forstjóri Super Shops, sem átti 150 slíkar verslanir í 31 ríki, 150.000 dollara verðlaun þeim til handa sem veitt gæti upplýsingar sem yrðu til þess að málið upplýst- ist. „Ég vil að þessum óþverrum verði gert að svara til saka,“ sagði for- stjórinn. „Ég veit ekki hvort eitthvað var tekið," sagði verslunarstjórinn sem fundið hafði líkin. „Mér varð svo um þegar ég kom að þeim öllum látnum. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi haft ástæðu til að myrða neinn þeirra. Það er engin ástæða til fýrir svona nokkru." En nú höfðu lögreglumennirnir lokið vettvangsrannsókninni og gátu gert sér nokkurn veginn grein fýrir hvað hafði gerst á sunnudags- kvöldinu. Þeir gerðu ráð fyrir að morðing- inn hefði beðið þar til hann var eini viðskiptavinurinn í versluninni. Þá hefði hann dregið upp byssu og skipað mönnunum að halda inn í birgðageymsluna. Þar hefði hann bundið þá og skotið síðan. Uppgjör- ið í peningakassanum sýndi að 1100 dollarar höfðu komið í kass- ann um daginn. Þeir voru horfnir. Svo virtist sem um aðeins einn morðingja væri að ræða. Hendur og fætur fórnarlambanna voru þannig bundin að svo virtist sem tilræðismaðurinn hefði reynt að binda þá fastar, en ekki haft krafta til að gera það hjálparlaust. Ekkert benti til þess að hinir myrtu hefðu verið flæktir í eitur- lyfjasölu eða aðra glæpastarfsemi. Énginn þeirra hafði nokkru sinni komist í kast við lögin. Það var hreinlega engin glóra í þessu. Af hverju voru þeir drepnir? Af hverju var ekki látið nægja að binda þá og hirða peningana? Þótt aldrei hefði tekist að afla sannana var sá orðrómur í gangi að hópur djöfladýrkenda héldi reglu- lega fundi í sýslunni. Eftir að lík ungu mannanna höfðu fundist magnaðist sá orðrómur um allan helming og margir álitu að þarna hefðu slík öfl verið að verki. Flestir töldu þó að brjálaður morðingi hefði drepið ungu mennina og ótt- uðust þá staðreynd að hann gengi enn laus. Reyndir lögreglumenn, sem voru löngu hættir að hringja heim til sín af vöktunum, hófu nú að hringja heim tvisvar til þrisvar á hverri vakt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.