Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. maí 1991 Ttminn 3 ræma nýtingu á hvalastofnum í heiminum og hagsmuni aðiidarþjóð- anna. íslendingar gerðust aðilar að ráðinu árið 1948. Árið 1982 var tekin sú ákvörðun á ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins að stöðva allar hvalveiðar í atvinnuskyni á árunum 1986 til 1990. í samþykktinni sagði að á um- ræddu tímabili skyldi Alþjóða hval- veiðiráðið beita sér (yrir því að um- fangsmikiar vísindarannsóknir færu fram á hvalastofnum með það fyrir augum að geta að tímabilinu loknu metið stærð mismunandi hvala- stofna, og út frá því tekið ákvörðun um áframhaidandi veiðar. Undir forystu íslendinga hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi. Þær gefa ótvírætt til kynna að nú þeg- ar sé óhætt að hefja veiðar á hrefnu og langreyði hér við land. Sjómanna- samtökin á íslandi hafna tvískinn- ungshætti Alþjóða hvalveiðiráðsins. Að undanförnu hafa ýmis náttúru- vemdarsamtök með áróðri sínum mótað afstöðu fulltrúa þeirra þjóða, sem hvað harðast hafa gengið fram í því að friða hvali fyrir veiðum. Sjómennirnir, sem stunda hvalveið- ar við strendur landsins og eiga allt sitt undir því að þær verði leyfðar að nýju, treysta því að í ljósi þeirra gagna, sem lyrir liggja um veiðiþol einstakra stofna, verði samþykkt að hefja veiðar á hrefnu og langreyði nú strax í sumar. Afkoma sjómanna og fjöiskyldna þeirra er í húfi. Jafnframt benda sjómannasamtökin á, að ef Al- þjóða hvalveiðiráðið ákveður áfram- haldandi hvalveiðibann verður af- komu þeirra sjómanna, sem stunc >. fiskveiðar við strendur landsins o, þar með þjóðarinnar allrar, stefnt í hættu í framtíðinni vegna offjölgunar sjávarspendýra. Nú sem hingað til munu íslendingar stunda hvalveiðamar í nánu sam- starfi við vísindamenn landsins á þessu sviði og gæta þess að ekki verði gengið á hvalastofnana með veiðun- um, svo áfram megi ríkja jafnvægi í lífríki hafsins. Fari svo að Alþjóða hvalveiðiráðið samþykki ekki að hvalveiðar verði hafnar nú þegar, skora sjómannasam- tökin á íslandi á ríkisstjóm íslands að leyfa hvalveiðar þrátt fyrir neikvæða afstöðu Hvalveiðiráðsins." -aá. Nú er TVÖFALDUR 1. vinningur Sjómannasamtökin mótmæla tvískinnungi Hvalveiðiráðsins og skora á^tjórnvöld: LEYFIÐ VEIÐAR ÞOTT HVALVEIÐIRÁÐIÐ NEITI Stjóm Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, sem gengst fyrir söfnuninni. Timamynd: Árni Bjama Fjársöfnun fyrir aðstandendur krabbameinssjúkra barna: Neyðarsjóður stofnaður Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama gengst fyrir fjársöfnun um allt land á morgun, fostudag. Með söfnuninni vill félagið koma á fót neyðarsjóði, sem úthlutað verður úr til fjölskyldna sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagslegum áföllum vegna krabbameinssjúks baras. Tekið verður á móti fram- lögum í síma 91- 11288, en einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning félagsins í aðaibanka Búnaðarbanka íslands, tékkareikn- Halldór Blöndal fámáll: Vil ekki spilla fyrir góðum orðum „Af hveiju ætti ég að vera spilla fyrir þessum góðu orðum bónd- ans,“ sagði Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra, þegar borin voru undir hann ummæli Guðmundar Lárussonar, formanns Landssam- bands kúabænda, í Tímanum í gær. Þar sagði Guðmundur að sér þætti slæmt ef ráðherra ætlaði að byrja ferilinn á því að sniðganga vilja og óskir bændasamtakanna í nýrri reglugerð um fullvirðisrétt og sölu hans, sem Iandbúnaðarráðuneytið er að gefa út. Halldór sagðist ekkert vilja segja nú um málið við Tímann. „Ég skal tala við þig um reglugerðina þegar hún er komin út, en fyrr geri ég það ekki,“ sagði landbúnaðarráðherra. -sbs. ingur 545. Á veitingastaðnum Berlín við Lækjartorg verður tekið á móti fé til söfnunarinnar og fólki boðið upp á kaffi. Auk söfnunarinnar verða á morg- un haldnir útitónleikar á Lækjar- torgi frá kl. 16:00-21.00 þar sem fjölmargir tónlistarmenn gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Á tónleikunum koma m.a. fram Stór- sveit FÍH, Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit, Sigríður Guðna- dóttir, Rut Reginalds, Maríus Sverr- isson, Páll Óskar Hjálmtýsson, EB bandið, Geiri Sæm og hljómsveit, Innfusoria, Ingiríður Á, Eyjólfur Kristjánsson, Sálin hans Jóns míns og Ný Dönsk. Svo virðist sem krabbameinssjúk börn eigi hvergi heima í „kerfinu". Foreldrar þeirra fá greidda svokall- aða barnaörorku, sem er ætluð því fólki sem verður fyrir umtalsverð- um kostnaði vegna veikinda barna sinna og eru hæstu bæturnar 8140 kr. á mánuði. Forráðamenn félagsins sögðust vona að framtak þetta ýtti við stjórnmálamönnum og þeir kæmu málefnum krabbameinssjúkra barna í viðunandi horf. Draumur- inn væri sá að samþykkt verði að öðru foreldrinu verði greidd laun á meðan barnið gengur í gegnum meðferð. Krabbamein hjá börnum eru fátíð, en dánartíðni þeirra sem veikjast er hlutfallslega há. Næst á eftir slysum eru krabbamein algengasta dánar- orsök barna og unglinga. Hér á landi greinast að meðaltali krabba- mein hjá átta börnum á ári. í flest- um tilfellum spannar krabbameins- meðferð um þrjú ár. -SIS Sjómannasamtökin á íslandi, Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið skora á íslensk stjórnvöld að leyfa hval- veiðar þó Hvalveiðiráðið geri það ekki. í yfirlýsingu frá samtökun- um segin „íslendingar hafa lengst af byggt afkomu sína á nýtingu auðlinda hafsins umhverfis landið. Forsenda þess að veiðimanna- þjóð eins og íslendingar geti nytjað auðlind til frambúðar er sú að þess sé ávallt gætt að ekki sé gengið á auðlindina. íslenskir sjómenn og útgerðarmenn hafa ávallt hagað veiðum sínum í samræmi við ráðleggingar vísinda- manna um veiðiþol, hvort sem um er að ræða veiðar úr fiskstofnum við ís- landsstrendur eða veiðar á sjávar- spendýrum. Alþjóða hvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 af ríkisstjómum hvalveiði- þjóða með það að markmiði að sam- Vertu með - draumurinn gæti orðið að veruleika!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.